„Stefán Erlendsson (sjómaður)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Stefán Erlendsson''' sjómaður, vélstjóri, verkamaður fæddist 24. júní 1888 og lést 29. mars 1969.<br> Foreldrar hans voru Erlendur Árnason bóndi og útgerðarmaður á ...) |
m (Verndaði „Stefán Erlendsson (sjómaður)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 5. janúar 2017 kl. 21:40
Stefán Erlendsson sjómaður, vélstjóri, verkamaður fæddist 24. júní 1888 og lést 29. mars 1969.
Foreldrar hans voru Erlendur Árnason bóndi og útgerðarmaður á Ekru, í Hellisfirði, Skorrastað, Ormsstöðum og víðar í Norðfirði, f. 1850, d. 18. febrúar 1894, og kona hans Guðrún Eiríksdóttir húsfreyja, f. 1851, d. 4. október 1902.
Stefán var með foreldrum sínum á Skorrastað 1890. Faðir hans lést, er Stefán var á sjötta árinu.
Hann var með móður sinni í Lendingarhúsi í Norðfirði 1901, en hún lést, er hann var um fermingu.
Stefán var háseti hjá verslun Guðmundar Sveinssonar á Ísafirði 1910.
Þau Sigríður giftu sig 1917 og eignuðust Inga Gunnar á Nesi í Norðfirði 1918.
Hjónin fluttu til Stokkseyrar og þar fæddist Erlendur 1920.
Þau fluttust frá Stokkseyri til Eyja á sama ári, bjuggu í Sjávarborg við Sjómannasund 1921 í Fagranesi við Hásteinsveg 1924 og 1925, voru komin í Árbæ, (Brekastíg 7) 1927, bjuggu þar 1930.
Þau bjuggu í ,,Nýtt hús“ við Brekastíg 37 1934. Það hús byggðu þau.
Sigríður lést 1935 og Stefán 1969.
Kona Stefáns, (17. nóvember 1917), var Sigríður Þórðardóttir húsfreyja, f. 3.nóvember 1899 í Móhúsum á Stokkseyri, d. 19. júní 1935.
Börn þeirra:
1. Ingi Gunnar Stefánsson bóndi, f. 7. ágúst 1918 í Nesi í Norðfirði, d. 4. mars 1950.
2. Gunnar Erlendur Stefánsson netagerðarmaður, f. 20. febrúar 1920 á Stokkseyri.
3. Lilja Stefánsdóttir, f. 17. september 1922 í Sjávarborg, d. 22. september 1922.
4. Þórður Stefánsson sjómaður, vélstjóri, f. 17. júní 1924 í Sjávarborg, d. 4. júní 2007.
5. Magnús Stefánsson sjómaður, f. 9. desember 1925 í Fagranesi, d. 25. ágúst 2001.
6. Fjóla Stefánsdóttir, f. 31. júlí 1930 í Eyjum, d. 11. júlí 1932.
7. Erna Stefánsdóttir, f. 28. ágúst 1931 í Eyjum, d. 4. júlí 1944.
8. Fjóla Stefánsdóttir, f. 5. janúar 1933 á Brekastíg, d. 23. ágúst 1935.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur
- Víkingslækjarætt – niðjatal Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hreppstjóra. Pétur Zophoníasson og fleiri. Skuggsjá 1983.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.