„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1954/ Hannes lóðs“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><center>[[Eyjólfur Gíslason]]</center></big><br> | <br> | ||
<big><center>''[[Eyjólfur Gíslason]]</center></big><br> | |||
<big><big><center>[[Hannes Jónsson|Hannes lóðs]]</center></big></big><br> | <big><big><center>''[[Hannes Jónsson|Hannes lóðs]]</center></big></big><br> | ||
Svo var hann oftast kallaður af sínu samtíðarfólki.<br> | Svo var hann oftast kallaður af sínu samtíðarfólki.<br> | ||
Hannes Jónsson var fæddur hér í Eyjum, að [[Nýi-Kastali|Nýjakastala]] 21. nóvember 1852. Faðir hans var sjómaður og dó þegar Hannes var nokkurra mánaða gamall. Ólst hann því upp hjá móður sinni, og var hjá henni þar til hann byrjaði sjálfur búskap, 26 ára gamall.<br> | Hannes Jónsson var fæddur hér í Eyjum, að [[Nýi-Kastali|Nýjakastala]] 21. nóvember 1852. Faðir hans var sjómaður og dó þegar Hannes var nokkurra mánaða gamall. Ólst hann því upp hjá móður sinni, og var hjá henni þar til hann byrjaði sjálfur búskap, 26 ára gamall.<br> | ||
Kornungur byrjaði Hannes að róa, eins og allflestir drengir urðu að gera, sem ólust upp hér í Eyjum, fram að síðustu aldamótum, og ekki var hann nema 11 ára, þegar hann fór að róa, sem hálfdrættingur á áttæringnum „[[Gideon]]“, en formaður með hann var þá [[Árni Diðriksson]] bóndi í [[Stakkagerði|Stakagerði]]. Á „Gideon“ reri Hannes svo í 43 ár, og tók við formennsku á honum aðeins 17 ára gamall. Sést á því, að snemma hafa menn borið traust til sjómannshæfileika hans. Hannes varð líka fljótt hinn mesti sægarpur, aflasæll og heppinn formaður, sótti manna mest, en náði þó ávallt landi við Eyjar úr hverri sjóferð, þótt oft væri það harðsótt. Til dæmis þegar hann fékk siglinguna miklu á „Gideon“ 1897 og var 9—10 klukkutíma að slaga, „krussa“, upp að [[Þrælaeiði|Eiði]] frá [[Geirfuglasker|Geirfuglaskeri]] í austan ofviðri.<br> | Kornungur byrjaði Hannes að róa, eins og allflestir drengir urðu að gera, sem ólust upp hér í Eyjum, fram að síðustu aldamótum, og ekki var hann nema 11 ára, þegar hann fór að róa, sem hálfdrættingur á áttæringnum „[[Gideon]]“, en formaður með hann var þá [[Árni Diðriksson]] bóndi í [[Stakkagerði|Stakagerði]]. Á „Gideon“ reri Hannes svo í 43 ár, og tók við formennsku á honum aðeins 17 ára gamall. Sést á því, að snemma hafa menn borið traust til sjómannshæfileika hans. Hannes varð líka fljótt hinn mesti sægarpur, aflasæll og heppinn formaður, sótti manna mest, en náði þó ávallt landi við Eyjar úr hverri sjóferð, þótt oft væri það harðsótt. Til dæmis þegar hann fékk siglinguna miklu á „Gideon“ 1897 og var 9—10 klukkutíma að slaga, „krussa“, upp að [[Þrælaeiði|Eiði]] frá [[Geirfuglasker|Geirfuglaskeri]] í austan ofviðri.<br> | ||
[[Mynd:Hannes Lóðs.png|200px|thumb|right|Hannes lóðs]]<br> | [[Mynd:Hannes Lóðs.png|200px|thumb|right|Hannes lóðs]]<br> | ||
Þessari siglingu hefur [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteinn í Laufási]] lýst mjög vel í bókinni „Formannsævi í Eyjum“. Eitt sinn sem oftar var Hannes í hákarlalegu á „Gideon“ og lágu þeir út af Pétursey og ekki alllangt frá landi; gerði þá hroðastorm á vestan kl. 9 árdegis og hélzt veðrið fram á nótt. Settu þeir þá upp seglin, því ekki þótti lengur sætt, og „krussuðu“ til Eyja. Lentu þar kl. 7 að kveldi og þótti hafa gengið vel. En þó gekk það heldur betur hjá þeim á „Gideon“ eitt sinn frá Hallgeirseyjarsandi. Voru þeir þar á 15 faðma dýpi og höfðu hálffermi af fiski. Skall þá á norðan fárviðri svo mikið, að þeir voru 30 mínútur til Eyja með öll segl tvírifuð.<br> | |||
Þessari siglingu hefur [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteinn í Laufási]] lýst mjög vel í bókinni „Formannsævi í Eyjum“. Eitt sinn sem oftar var Hannes í hákarlalegu á „Gideon“ og lágu þeir út af Pétursey og ekki alllangt frá landi; gerði þá hroðastorm á vestan kl. 9 árdegis og hélzt veðrið fram á nótt. Settu þeir þá upp seglin, því ekki þótti lengur sætt, og „krussuðu“ til Eyja. Lentu þar kl. 7 að kveldi og þótti hafa gengið vel. En þó gekk það heldur betur hjá þeim á „Gideon“ eitt sinn frá | |||
Það er víst, að oft hefur soðið á keipum hjá Hannesi lóðs, en hann var aðkvæða stjórnari og þrekmikill kjarkmaður, sem allir báru fyllsta traust til.<br> | Það er víst, að oft hefur soðið á keipum hjá Hannesi lóðs, en hann var aðkvæða stjórnari og þrekmikill kjarkmaður, sem allir báru fyllsta traust til.<br> | ||
Hannes | Hannes lóðs var 37 ár formaður á „Gideon“, eða þar til að hætt var að nota hann til fiskiróðra. Tvær síðustu vertíðarnar sem Hannes reri, var hann formaður með áttæringinn „Halkion“, en þá tóku mótorbátarnir við, og hætti hann þá formennsku til fiskiveiða.<br> | ||
En ekki var hann samt hættur sjómennsku að öllu leyti, því hafnsögumaður var hann hér eftir sem áður og var það í full 50 ár alls. Heppnaðist honum það starf svo vel, að erlendir skipstjórar, sem hingað sigldu, höfðu hinar mestu mætur og traust á honum, fyrir dugnað hans og hagsýni.<br> | En ekki var hann samt hættur sjómennsku að öllu leyti, því hafnsögumaður var hann hér eftir sem áður og var það í full 50 ár alls. Heppnaðist honum það starf svo vel, að erlendir skipstjórar, sem hingað sigldu, höfðu hinar mestu mætur og traust á honum, fyrir dugnað hans og hagsýni.<br> | ||
Snemma reyndi á hugrekki og þrek Hannesar. Þegar hann var 13 ára, var hann að lundaveiðum í [[Bjarnarey]]; hrapaði hann þá um 15 faðma fall niður, en stöðvaðist við það, að veiðinet hans festist á steinnibbu í berginu og annar fótur hans festist í netinu. Gekk þá fóturinn úr liði, en einhvern veginn gat hann rétt sig við og hugsaði sér að upp yrði hann að komast. Svo mundi hann ekki meira. Upp komst hann á óskiljanlegan hátt. Engin sýnileg hönd var þar honum til hjálpar. Eftir alllangan tíma vaknaði hann af dvalanum, sem hann hafði fallið í. Var hann þá uppi á eyjunni spölkorn frá brúninni.<br> | Snemma reyndi á hugrekki og þrek Hannesar. Þegar hann var 13 ára, var hann að lundaveiðum í [[Bjarnarey]]; hrapaði hann þá um 15 faðma fall niður, en stöðvaðist við það, að veiðinet hans festist á steinnibbu í berginu og annar fótur hans festist í netinu. Gekk þá fóturinn úr liði, en einhvern veginn gat hann rétt sig við og hugsaði sér að upp yrði hann að komast. Svo mundi hann ekki meira. Upp komst hann á óskiljanlegan hátt. Engin sýnileg hönd var þar honum til hjálpar. Eftir alllangan tíma vaknaði hann af dvalanum, sem hann hafði fallið í. Var hann þá uppi á eyjunni spölkorn frá brúninni.<br> | ||
Lína 17: | Lína 16: | ||
Kunnugir fjallamenn telja ókleift uppgöngu þarna sem hann komst upp, meðvitundarlaus.<br> | Kunnugir fjallamenn telja ókleift uppgöngu þarna sem hann komst upp, meðvitundarlaus.<br> | ||
Aldrei varð hann að fullu jafn góður eftir þetta. Svo höfðu taugar hans ofreynzt, að skjálfhentur var hann alla tíð síðan. Ekki bilaði kjarkur Hannesar við þetta. Hann fór síðar hiklaust um kletta og klungur eins og ekkert hefði í skorizt og þótti á sínum yngri árum góður fjallamaður.<br> | Aldrei varð hann að fullu jafn góður eftir þetta. Svo höfðu taugar hans ofreynzt, að skjálfhentur var hann alla tíð síðan. Ekki bilaði kjarkur Hannesar við þetta. Hann fór síðar hiklaust um kletta og klungur eins og ekkert hefði í skorizt og þótti á sínum yngri árum góður fjallamaður.<br> | ||
Árið 1878 giftist Hannes [[Margrét Brynjólfsdóttir|Margréti Brynjólfsdóttur]] frá [[Norðurgarður|Norðurgarði]], hér fædd og uppalin. Hún var kvenskörungur og fyrirmyndar húsfreyja. Brynjólfur faðir Margrétar var lengi formaður með áttæringinn „Áróru“ og þótti afburða sjómaður.<br> | Árið 1878 giftist Hannes [[Margrét Brynjólfsdóttir (Miðhúsum)|Margréti Brynjólfsdóttur]] frá [[Norðurgarður|Norðurgarði]], hér fædd og uppalin. Hún var kvenskörungur og fyrirmyndar húsfreyja. Brynjólfur faðir Margrétar var lengi formaður með áttæringinn „Áróru“ og þótti afburða sjómaður.<br> | ||
Þau hjónin, Margrét og Hannes, eignuðust fjögur börn. Eitt þeirra dó í æsku, en tvö, [[Hjörtrós Hannesdóttir|Rósa]] og [[Jóhannes Hannesson (Miðhúsum)|Jóhannes]], dóu á fullorðinsaldri. Ein dóttir þeirra, [[Jórunn Hannesdóttir (Vesturhúsum)|Jórunn]], er á lífi, kona [[Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)|Magnúsar Guðmundssonar]] á [[Vesturhús|Vesturhúsum]], og búa þau þar enn. Magnús á Vesturhúsum var hér um áratugi með allra snjöllustu formönnum, og fyrstur manna til að stunda hér veiðar með þorskalóð 1897.<br> | Þau hjónin, Margrét og Hannes, eignuðust fjögur börn. Eitt þeirra dó í æsku, en tvö, [[Hjörtrós Hannesdóttir (Miðhúsum)|Rósa]] og [[Jóhannes Hannesson (Miðhúsum)|Jóhannes]], dóu á fullorðinsaldri. Ein dóttir þeirra, [[Jórunn Hannesdóttir (Vesturhúsum)|Jórunn]], er á lífi, kona [[Magnús Guðmundsson (Vesturhúsum)|Magnúsar Guðmundssonar]] á [[Vesturhús|Vesturhúsum]], og búa þau þar enn. Magnús á Vesturhúsum var hér um áratugi með allra snjöllustu formönnum, og fyrstur manna til að stunda hér veiðar með þorskalóð 1897.<br> | ||
Hannes lóðs var sæmdur heiðursmerki fálkaorðunnar, fyrir athafnir hans á sjónum, hafnsögumannsstarfið o. fl. Á áttræðisafmæli hans, 1932, var hann gerður að heiðursborgara Vestmannaeyja.<br> | Hannes lóðs var sæmdur heiðursmerki fálkaorðunnar, fyrir athafnir hans á sjónum, hafnsögumannsstarfið o.fl. Á áttræðisafmæli hans, 1932, var hann gerður að heiðursborgara Vestmannaeyja.<br> | ||
Starfsferill Hannesar var mikið lengri en almennt gerist. Hann hafði hér hafnsögumannsstarfið fram á síðustu æviár; sagði því af sér þremur árum fyrir dauða sinn. Þrek hans allt fram undir ævilok var frábært.<br> | Starfsferill Hannesar var mikið lengri en almennt gerist. Hann hafði hér hafnsögumannsstarfið fram á síðustu æviár; sagði því af sér þremur árum fyrir dauða sinn. Þrek hans allt fram undir ævilok var frábært.<br> | ||
Hannes lóðs lézt 31. júlí 1937, eftir mánaðar sjúkdómslegu, nær hálfníræður að aldri.<br> | Hannes lóðs lézt 31. júlí 1937, eftir mánaðar sjúkdómslegu, nær hálfníræður að aldri.<br> | ||
Lengi verður hans minnst hér í Vestmannaeyjum, og þeir sjómenn, sem kynntust honum, blessa og heiðra minningu hans.<br> | Lengi verður hans minnst hér í Vestmannaeyjum, og þeir sjómenn, sem kynntust honum, blessa og heiðra minningu hans.<br> | ||
::::::::::::::::::''Eyjólfur Gíslason.''<br> | |||
''Eyjólfur Gíslason.''<br> | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} | {{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 15. janúar 2018 kl. 14:56
Svo var hann oftast kallaður af sínu samtíðarfólki.
Hannes Jónsson var fæddur hér í Eyjum, að Nýjakastala 21. nóvember 1852. Faðir hans var sjómaður og dó þegar Hannes var nokkurra mánaða gamall. Ólst hann því upp hjá móður sinni, og var hjá henni þar til hann byrjaði sjálfur búskap, 26 ára gamall.
Kornungur byrjaði Hannes að róa, eins og allflestir drengir urðu að gera, sem ólust upp hér í Eyjum, fram að síðustu aldamótum, og ekki var hann nema 11 ára, þegar hann fór að róa, sem hálfdrættingur á áttæringnum „Gideon“, en formaður með hann var þá Árni Diðriksson bóndi í Stakagerði. Á „Gideon“ reri Hannes svo í 43 ár, og tók við formennsku á honum aðeins 17 ára gamall. Sést á því, að snemma hafa menn borið traust til sjómannshæfileika hans. Hannes varð líka fljótt hinn mesti sægarpur, aflasæll og heppinn formaður, sótti manna mest, en náði þó ávallt landi við Eyjar úr hverri sjóferð, þótt oft væri það harðsótt. Til dæmis þegar hann fékk siglinguna miklu á „Gideon“ 1897 og var 9—10 klukkutíma að slaga, „krussa“, upp að Eiði frá Geirfuglaskeri í austan ofviðri.
Þessari siglingu hefur Þorsteinn í Laufási lýst mjög vel í bókinni „Formannsævi í Eyjum“. Eitt sinn sem oftar var Hannes í hákarlalegu á „Gideon“ og lágu þeir út af Pétursey og ekki alllangt frá landi; gerði þá hroðastorm á vestan kl. 9 árdegis og hélzt veðrið fram á nótt. Settu þeir þá upp seglin, því ekki þótti lengur sætt, og „krussuðu“ til Eyja. Lentu þar kl. 7 að kveldi og þótti hafa gengið vel. En þó gekk það heldur betur hjá þeim á „Gideon“ eitt sinn frá Hallgeirseyjarsandi. Voru þeir þar á 15 faðma dýpi og höfðu hálffermi af fiski. Skall þá á norðan fárviðri svo mikið, að þeir voru 30 mínútur til Eyja með öll segl tvírifuð.
Það er víst, að oft hefur soðið á keipum hjá Hannesi lóðs, en hann var aðkvæða stjórnari og þrekmikill kjarkmaður, sem allir báru fyllsta traust til.
Hannes lóðs var 37 ár formaður á „Gideon“, eða þar til að hætt var að nota hann til fiskiróðra. Tvær síðustu vertíðarnar sem Hannes reri, var hann formaður með áttæringinn „Halkion“, en þá tóku mótorbátarnir við, og hætti hann þá formennsku til fiskiveiða.
En ekki var hann samt hættur sjómennsku að öllu leyti, því hafnsögumaður var hann hér eftir sem áður og var það í full 50 ár alls. Heppnaðist honum það starf svo vel, að erlendir skipstjórar, sem hingað sigldu, höfðu hinar mestu mætur og traust á honum, fyrir dugnað hans og hagsýni.
Snemma reyndi á hugrekki og þrek Hannesar. Þegar hann var 13 ára, var hann að lundaveiðum í Bjarnarey; hrapaði hann þá um 15 faðma fall niður, en stöðvaðist við það, að veiðinet hans festist á steinnibbu í berginu og annar fótur hans festist í netinu. Gekk þá fóturinn úr liði, en einhvern veginn gat hann rétt sig við og hugsaði sér að upp yrði hann að komast. Svo mundi hann ekki meira. Upp komst hann á óskiljanlegan hátt. Engin sýnileg hönd var þar honum til hjálpar. Eftir alllangan tíma vaknaði hann af dvalanum, sem hann hafði fallið í. Var hann þá uppi á eyjunni spölkorn frá brúninni.
Enginn þarf að efa, að þetta sé satt, því verkin sýndu merkin. Veiðinetið hékk eftir á steinnibbunni í berginu. Niður hafði hann fallið og upp var hann kominn.
Kunnugir fjallamenn telja ókleift uppgöngu þarna sem hann komst upp, meðvitundarlaus.
Aldrei varð hann að fullu jafn góður eftir þetta. Svo höfðu taugar hans ofreynzt, að skjálfhentur var hann alla tíð síðan. Ekki bilaði kjarkur Hannesar við þetta. Hann fór síðar hiklaust um kletta og klungur eins og ekkert hefði í skorizt og þótti á sínum yngri árum góður fjallamaður.
Árið 1878 giftist Hannes Margréti Brynjólfsdóttur frá Norðurgarði, hér fædd og uppalin. Hún var kvenskörungur og fyrirmyndar húsfreyja. Brynjólfur faðir Margrétar var lengi formaður með áttæringinn „Áróru“ og þótti afburða sjómaður.
Þau hjónin, Margrét og Hannes, eignuðust fjögur börn. Eitt þeirra dó í æsku, en tvö, Rósa og Jóhannes, dóu á fullorðinsaldri. Ein dóttir þeirra, Jórunn, er á lífi, kona Magnúsar Guðmundssonar á Vesturhúsum, og búa þau þar enn. Magnús á Vesturhúsum var hér um áratugi með allra snjöllustu formönnum, og fyrstur manna til að stunda hér veiðar með þorskalóð 1897.
Hannes lóðs var sæmdur heiðursmerki fálkaorðunnar, fyrir athafnir hans á sjónum, hafnsögumannsstarfið o.fl. Á áttræðisafmæli hans, 1932, var hann gerður að heiðursborgara Vestmannaeyja.
Starfsferill Hannesar var mikið lengri en almennt gerist. Hann hafði hér hafnsögumannsstarfið fram á síðustu æviár; sagði því af sér þremur árum fyrir dauða sinn. Þrek hans allt fram undir ævilok var frábært.
Hannes lóðs lézt 31. júlí 1937, eftir mánaðar sjúkdómslegu, nær hálfníræður að aldri.
Lengi verður hans minnst hér í Vestmannaeyjum, og þeir sjómenn, sem kynntust honum, blessa og heiðra minningu hans.
- Eyjólfur Gíslason.
- Eyjólfur Gíslason.