Jóhannes Hannesson (Miðhúsum)
Brynjólfur Jóhannes Hannesson útgerðarmaður og utanbúðarmaður, f. 2. júlí 1884 í Nýja Kastala, d. 3. febrúar 1919.
Foreldrar hans voru Hannes lóðs á Miðhúsum, f. 21. nóvember 1852, d. 31. júlí 1937, Jónsson og kona hans
Margrét húsfreyja á Miðhúsum, f. 20. október 1852, d. 25. október 1927, Brynjólfsdóttir.
Börn Hannesar lóðs og Margrétar voru:
1. Brynjólfur Hannesson, f. 1. júlí 1882 í Nýja-Kastala, d. 24. júlí 1882 úr mislingum.
2. Brynjólfur Jóhannes Hannesson útgerðarmaður og utanbúðarmaður, f. 2. júlí 1884, d. 3. febrúar 1919, kvæntur (1910) Guðrúnu Jónsdóttur húsfreyju, f. 30. júlí 1874, d. 7. september 1911.
3. Jórunn húsfreyja á Vesturhúsum, f. 30. september 1879, d. 24. apríl 1955, gift (1903) Magnúsi Guðmundssyni formanni og útgerðarmanni.
4. Hjörtrós húsfreyja á Miðhúsum, f. 20. febrúar 1888, d. 16. mars 1926, fyrri kona Tómasar Guðjónssonar útgerðarmanns og kaupmanns frá Sjólyst, síðar á Miðhúsum og í Höfn.
Jóhannes var með foreldrum sínum á Miðhúsum í æsku og enn 1910. Þau Guðrún giftu sig 1910 og bjuggu á Miðhúsum. Jóhannes missti hana 1911.
Hann var útgerðarmaður og vann utanbúðarstörf hjá Kaupfélaginu Herjólfi.
Jóhannes lést 1919.
Kona hans, (24. september 1910), var Guðrún Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. júlí 1874 í Vetleifsholti í Ásahreppi í Rang., d. 7. september 1911. Þau Guðrún voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Prestþjónustubækur.
- Rangvellingabók. Valgeir Sigurðsson. Rangárvallahreppur, Hellu 1982.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.