„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2000/Úr safni Árna úr Eyjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <center><big><big>'''Úr safni Árna úr Eyjum'''</big></big></center><br> Árni úr Eyjum safnaði skemmtilegum sögum sem gengu manna á meðal í Vestmannaeyjum á árum áður. [...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1: Lína 1:
<center><big><big>'''Úr safni Árna úr Eyjum'''</big></big></center><br>
<center><big><big>'''Úr safni Árna úr Eyjum'''</big></big></center><br>
 
[[Mynd:Sigmar Þór Sveinbjörnsson sjblað.png|300px|center|thumb|Sigmar Þór Sveinbjörnsson]]
Árni úr Eyjum safnaði skemmtilegum sögum sem gengu manna á meðal í Vestmannaeyjum á árum áður. [[Ása Torfadóttir]], ekkja Árna, lánaði undirrituðum handskrifaða stílabók með fjölmörgum sögum og bröndurum sem hann hafði skráð og birtist lítill hluti þeirra hér.<br>
Árni úr Eyjum safnaði skemmtilegum sögum sem gengu manna á meðal í Vestmannaeyjum á árum áður. [[Ása Torfadóttir]], ekkja Árna, lánaði undirrituðum handskrifaða stílabók með fjölmörgum sögum og bröndurum sem hann hafði skráð og birtist lítill hluti þeirra hér.<br>[[Mynd:Brúðkaupsmynd af Ásu Torfadóttur og Árna Guðmundssyni, Árna úr Eyjum.png|300px|thumb|Brúðkaupsmynd af Ásu Torfadóttur og Árna Guðmundssyni, Árna úr Eyjum]]
[[Árni Guðmundsson (Háeyri)|Árni Guðmundsson]] var fæddur 6. mars 1913 og dó 11. mars 1961. Foreldrar hans voru [[Guðmundur Jónsson (Háeyri)|Guðmundur Jónsson]], skipstjóri [[Háeyri|Háeyri]] Vestmannaeyjum, og kona hans, [[Jónína Steinunn Sigurðardóttir|Jónína Sigurðardóttir]] frá [[Nýborg|Nýborg]] í Eyjum.<br>
[[Árni Guðmundsson (Háeyri)|Árni Guðmundsson]] var fæddur 6. mars 1913 og dó 11. mars 1961. Foreldrar hans voru [[Guðmundur Jónsson (Háeyri)|Guðmundur Jónsson]], skipstjóri [[Háeyri|Háeyri]] Vestmannaeyjum, og kona hans, [[Jónína Steinunn Sigurðardóttir|Jónína Sigurðardóttir]] frá [[Nýborg|Nýborg]] í Eyjum.<br>
Árni var kennari við [[Barnaskóli Vestmannaeyja|Barnaskólann í Vestmannaeyjum]] 1931 - 1947, að tveim árum undan skildum. Hann var bæjarfulltrúi 1943 - 1947, lét af því starfi vegna heilsubrests. Hann var forseti bæjarstjórnar um skeið.<br>
Árni var kennari við [[Barnaskóli Vestmannaeyja|Barnaskólann í Vestmannaeyjum]] 1931 - 1947, að tveim árum undan skildum. Hann var bæjarfulltrúi 1943 - 1947, lét af því starfi vegna heilsubrests. Hann var forseti bæjarstjórnar um skeið.<br>
Lína 30: Lína 30:
fara allir heim til frúin.<br>
fara allir heim til frúin.<br>


'''Meistarabréf.'''<br>
'''Meistarabréf.'''<br>[[Mynd:Sigurbjörn Sveinsson.png|300px|thumb|Sigurbjörn Sveinsson]]
Hinn landskunni hagleiks- og listamaður, [[Baldvin Bjórnsson]], gullsmiður stundaði lengi iðn sína í Vestmannaeyjum. Þegar hann fluttist úr Eyjum hélt [[Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja]] honum kveðjusamsæti mikið og var þátttaka aðeins heimil iðnaðarmönnum. Kemur nú heiðursgesturinn, Baldvin, ásamt vini sínum, [[Sigurbjörn Sveinsson|Sigurbirni Sveinssyni]] skáldi sem hann kvaðst bjóða sem gesti sínum.<br>
Hinn landskunni hagleiks- og listamaður, [[Baldvin Bjórnsson]], gullsmiður stundaði lengi iðn sína í Vestmannaeyjum. Þegar hann fluttist úr Eyjum hélt [[Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja]] honum kveðjusamsæti mikið og var þátttaka aðeins heimil iðnaðarmönnum. Kemur nú heiðursgesturinn, Baldvin, ásamt vini sínum, [[Sigurbjörn Sveinsson|Sigurbirni Sveinssyni]] skáldi sem hann kvaðst bjóða sem gesti sínum.<br>
Formaður félagsins, [[Gunnar Marel Jónsson|Gunnar M. Jónsson]], hinn þjóðkunni skipasmiður, tók á móti þeim félögum í dyrunum. Taldi hann ómögulegt að veita Sigurbirni aðgang þar sem samsætið væri eingöngu fyrir iðnaðarmenn en ekki skáld. Varð um þetta þóf nokkurt því hvorugur, Baldvin eða Gunnar, vildu láta sinn hlut. Hlustaði Sigurbjörn rólegur og brosandi á deiluna en þegar honum þótti nóg komið dró hann plagg nokkurt upp úr vasa sínum og rétti Gunnari.<br>
Formaður félagsins, [[Gunnar Marel Jónsson|Gunnar M. Jónsson]], hinn þjóðkunni skipasmiður, tók á móti þeim félögum í dyrunum. Taldi hann ómögulegt að veita Sigurbirni aðgang þar sem samsætið væri eingöngu fyrir iðnaðarmenn en ekki skáld. Varð um þetta þóf nokkurt því hvorugur, Baldvin eða Gunnar, vildu láta sinn hlut. Hlustaði Sigurbjörn rólegur og brosandi á deiluna en þegar honum þótti nóg komið dró hann plagg nokkurt upp úr vasa sínum og rétti Gunnari.<br>
Lína 64: Lína 64:
Sendi sjómönnum, útgerðarmönnum og Vestmannaeyingum öllum bestu kveðjur á sjómannadaginn.<br>
Sendi sjómönnum, útgerðarmönnum og Vestmannaeyingum öllum bestu kveðjur á sjómannadaginn.<br>
'''[[Sigmar Þór Sveinbjörnsson|Sigmar Þór Sveinbjörnsson]], skipaskoðunarmaður.'''<br>
'''[[Sigmar Þór Sveinbjörnsson|Sigmar Þór Sveinbjörnsson]], skipaskoðunarmaður.'''<br>
[[Mynd:Úr myndasafni Jóhanns Bjarnasonar.png|500px|center|thumb|Úr myndasafni Jóhanns Bjarnasonar]]


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 1. september 2017 kl. 10:46

Úr safni Árna úr Eyjum


Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Árni úr Eyjum safnaði skemmtilegum sögum sem gengu manna á meðal í Vestmannaeyjum á árum áður. Ása Torfadóttir, ekkja Árna, lánaði undirrituðum handskrifaða stílabók með fjölmörgum sögum og bröndurum sem hann hafði skráð og birtist lítill hluti þeirra hér.

Brúðkaupsmynd af Ásu Torfadóttur og Árna Guðmundssyni, Árna úr Eyjum

Árni Guðmundsson var fæddur 6. mars 1913 og dó 11. mars 1961. Foreldrar hans voru Guðmundur Jónsson, skipstjóri Háeyri Vestmannaeyjum, og kona hans, Jónína Sigurðardóttir frá Nýborg í Eyjum.
Árni var kennari við Barnaskólann í Vestmannaeyjum 1931 - 1947, að tveim árum undan skildum. Hann var bæjarfulltrúi 1943 - 1947, lét af því starfi vegna heilsubrests. Hann var forseti bæjarstjórnar um skeið.
Árni var skáld gott, samdi og gaf út fjölda rita, þar á meðal vinsæl þjóðhátíðarblöð í mörg ár. Þá samdi hann marga vinsæla og landsfræga texta við þjóðhátíðarlög Oddgeirs J Kristjánssonar tónskálds. Árni tók mikinn þátt í félagsstarfi, m.a. í íþróttafélögum, leikfélagi og stjórnmálafélögum. Ása, kona Árna, er dóttir Torfa Einarssonar frá Áshól og konu hans Katrínar Ólafsdóttur.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Finföelse gagnvart kærustunni.
Kunnur kaupmaður og útgerðarmaður leigði herbergi með öðrum manni á yngri árum. Þegar hann var nýtrúlofaður hafði hann mynd af konuefninu á náttborðinu sínu.
Herbergisfélagi hans tók eftir því að hann sneri ævinlega myndinni við meðan hann háttaði á kvöldin. Herbergisfélagi hans spurði hann að því hvað þetta ætti að þýða.
Hann fékk þetta svar:
„Hvað er þetta maður, heldurðu að maður hafi ekki finfólelse gagnvart kærustu sinni?"

Sjómenn eða hænsni.
Lítil stúlka kom í brauðsölubúð og keypti eitt brauð. Innan stundar kemur telpan aftur með brauðið og segir að mamma hennar vilji ekki þetta brauð því að það sé bæði gamalt og grjóthart. Afgreiðslustúlkan rekur þá upp stór augu og spyr steinhissa:
„Hvað er þetta, hafið þið hvorki sjómenn hænsni'?"

Embættismaður flyst búferlum.
Embættismaður einn í Vestmannaeyjum hugðist flytjast búferlum til Reykjavíkur.
Nokkrir vina hans tóku sig saman og héldu honum kveðjusamsæti og með því að hann var ókvæntur þótti hlýða að eingöngu karlmenn sætu veisluna.
Það hefur e.t.v. verið þess vegna aö allfast var drukkið. Kom brátt að því að menn gerðust skáldmæltir og köstuðu fram stökum, hver af öðrum. Brátt höfðu allir byrlað Braga full utan einn Þjóðverji sem þarna var staddur. Þjóðverji þessi hafði verið búsettur í bænum um nokkurra ára skeið en ekki náð því að læra íslensku svo lýtalaust mætti telja. Var mjög á hann skorað að láta ekki sitt eftir liggja. Lét hann loks tilleiðast og stóð upp og mælti fram þessa vísu:
Allir sem hér eru inni
eru nú að skemmta sér.
Þegar brennivínin er búinn,
fara allir heim til hún.
Þótti mönnum vísan skothend nokkuð og bentu höfundinum einkum á það að illa rímaði saman „búin" og „hún" og töldu hann á að gera nú bragarbót. Tók hann þá blað og blýant, sat við skriftir og heilabraut nokkra stund en kvaddi sér sér síðan hljóðs á ný. Fyrri hluti vísunnar var óbreyttur en nú var botninn svona:
Þegar brennivíninn er búinn
fara allir heim til frúin.

Meistarabréf.

Sigurbjörn Sveinsson

Hinn landskunni hagleiks- og listamaður, Baldvin Bjórnsson, gullsmiður stundaði lengi iðn sína í Vestmannaeyjum. Þegar hann fluttist úr Eyjum hélt Iðnaðarmannafélag Vestmannaeyja honum kveðjusamsæti mikið og var þátttaka aðeins heimil iðnaðarmönnum. Kemur nú heiðursgesturinn, Baldvin, ásamt vini sínum, Sigurbirni Sveinssyni skáldi sem hann kvaðst bjóða sem gesti sínum.
Formaður félagsins, Gunnar M. Jónsson, hinn þjóðkunni skipasmiður, tók á móti þeim félögum í dyrunum. Taldi hann ómögulegt að veita Sigurbirni aðgang þar sem samsætið væri eingöngu fyrir iðnaðarmenn en ekki skáld. Varð um þetta þóf nokkurt því hvorugur, Baldvin eða Gunnar, vildu láta sinn hlut. Hlustaði Sigurbjörn rólegur og brosandi á deiluna en þegar honum þótti nóg komið dró hann plagg nokkurt upp úr vasa sínum og rétti Gunnari.
„Kannski þetta nægi?"
Og sjá hér var þá komið meistarabréf í skósmíði, útgefið á Akureyri, á nafn Sigurbjarnar Sveinssonar. Og vitanlega var honum sem skósmiði heimil innganga, enda þótt hann kæmist ekki inn sem skáld.

Skáldið þagnar.
Fáum árum eftir að Baldvin fluttist til Reykjavíkur kom hann eitt sinn snögga ferð til Eyja. Nokkrir vina hans héldu honum hóf og varð þar gleðskapur mikill. Þegar veislan stendur sem hæst rís Sigurbjörn Sveinsson á fætur og mælir af munni fram:
Þegar friðan flöskustút
faðma kátir bragnar,
Baldvin stingur alla út ~ Laut skáldið nú höfði, virtist komið í þrot, steinþagnaði, settist svo og mælti um leið: Amen. Ráku menn þá upp hlátur og þótti skáldinu illa aftur farið að geta ekki lokið einni ferskeytlu.
Rís þá Sigurbjörn enn á fætur og segir: „Herrar mínir, mér er nær að halda að þið hafið ekki skilið mig en vísan er þannig:
Þegar fríðan flöskustút
faðma kátir bragnar,
Baldvin stingur alla út.
Amen. - Skáldið þagnar!

Sá spiser vi dig.
Danskir ferðamenn komu á land í Vestmannaeyjum. Þegar þeir stigu upp á bryggjuna var mikið fýlager í kringum hana. Spurði einhver ferðamanna hvaða fugl þetta væri. Gekk þá fram maður einn, sem taldi sig allfæran í því danska sproki, og svaraði: „De er en luftelefant." Lýsti maðurinn því síðan nákvæmlega fyrir þeim danska, hvernig sigið væri í björgin og fuglinn veiddur, og klykkti út með þessum orðum: „Og sá spiser vi dig." Gengu þá danskir burt og spurðu ei fleira.

Bátur strandar á Landeyjasandi.
Eitt sinn á vertíð strandaði bátur úr Eyjum á Landeyjasandi. Komst áhöfnin lifandi í land þótt illa liti út þegar verst horfði. Vélstjóri á bátnum var norskur maður sem þótti allillorður. Var hann spurður hvort hann hafi ekki verið hræddur þegar slysið vildi til.
Ó, ekki svo mjög sagði hann, fyrr en helvítis karlinn fór að biðja fyrir sér. Þá hætti mér að standa á sama.
Formaðurinn var annálaður guðleysingi og blótvargur.

Dobíur í glásinni.
Ég vatt mér einu sinni að stúlku sem ég þekkti og lagði tyrir hana þessa líka gáfulegu spurningu: „Veistu hvað eru margar dobíur í glásinni?" „Ég veit það ekki nákvæmlega," svaraði stúlkan um hæl, „en ég veit að það er alveg hellingur."

Yrkingar mínar og Sigga Gróa
Safnandi þessara sagna hefur löngum fondrað nokkuð við ljóðagerð, svo sem gerir margur íslendingurinn án þess að vera til þess útvalinn.
Heima hjá okkur á Háeyri var um margra ára skeið gömul kona sem Sigríður hét og var Bjarnadóttir, ævinlega nefnd Sigga-Gróa. Var hún haldin þessari sömu þjóðlegu áráttu að vera alltaf að setja saman vísur og kvæði og orti m.a. mikið af erfiljóðum. Er Sigríður dáin fyrir mörgum árum.
Í kunningjahópi mínum var eitt sinn rætt um ljóðagerð fram og aftur og varð þá einum þeirra, Óskari Sigurhanssyni járnsmíðameistara, að orði: „Það er undarlegt með hann Árna á Háeyri að hann er steinhættur að geta ort síðan hún Sigga-Gróa dó."
Sendi sjómönnum, útgerðarmönnum og Vestmannaeyingum öllum bestu kveðjur á sjómannadaginn.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, skipaskoðunarmaður.

Úr myndasafni Jóhanns Bjarnasonar