„Magnúsína Guðmundsdóttir (London)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Herdís ''Magnúsína'' Guðmundsdóttir''' húsfreyja í London fæddist 29. júlí 1874 í London og lést 19. september 1945.<br> Foreldrar hennar voru [[Guðmundur Erlends...) |
m (Verndaði „Magnúsína Guðmundsdóttir (London)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 23. nóvember 2015 kl. 18:40
Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir húsfreyja í London fæddist 29. júlí 1874 í London og lést 19. september 1945.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Erlendsson formaður og lóðs í London, f. 27. júní 1839 á Borgareyrum u. Eyjafjöllum, d. 20. júní 1875, og kona hans Una Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 19. apríl 1939 í Nikulásarhúsum í Fljótshlíð, d. 25. apríl 1930.
Börn Unu og Guðmundar í London voru:
1. Þorsteinn Guðmundsson sjómaður, f. 10. ágúst 1864, fórst með þilskipinu Jósefínu í apríl 1888.
2. Helgi Guðmundsson, f. 18. maí 1866, d. 10. júní 1866, „dó úr uppdráttarveiki barna“.
3. Þórunn Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinum, f. 19. desember 1867, d. 26. febrúar 1924.
4. Þórdís Guðmundsdóttir bústýra, vinnukona, f. 7. september 1870, d. 26. maí 1949.
5. Helga Guðmundsdóttir, f. 19. mars 1873. Hún var þvottahúsrekandi í Kaupmannahöfn, var á lífi 1948.
6. Herdís Magnúsína Guðmundsdóttir húsfreyja í London, f. 29. júlí 1874, d. 19. september 1945.
Hálfsystir Magnúsínu, barn Unu og Ólafs Magnússonar var
7. Elsa Dóróthea Ólafsdóttir húsfreyja á Velli, f. 27. júlí 1879, d. 27. september 1956.
Stjúpsystkini Magnúsínu, börn Ólafs frá fyrra hjónabandi hans, voru:
1. Árni Ólafsson, f. 18. júní 1857.
2. Oddný Ólafsdóttir húsfreyja á Vestdalseyri í Seyðisfirði, f. 6. ágúst 1859, d. 23. maí 1928.
3. Dóróthea Ólafsdóttir kaupkona á Brimnesi í Seyðisfirði, f. 1861, d. 13. júlí 1894.
4. Ólafur Ólafsson vinnumaður í London, f. 15. mars 1869, d. 22. febrúar 1899.
5. Hallvarður Ólafsson sjómaður, fór til Vesturheims frá London 1909, f. 27. mars 1872, d. 29. maí 1914.
Fóstursystir þeirra var
6. Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja, f. 14. janúar 1889, d. 22. nóvember 1948.
Faðir Magnúsínu lést er hún var á 1. árinu. Hún var með móður sinni og síðan henni og Ólafi stjúpa sínum til 1889, en þá gerðist hún vinnukona í Garðinum og var þar 1890, var komin til móður sinnar 1891 og var í London vinnukona uns þau Magnús giftu sig 1904.
Þau bjuggu í London. Magnúsína lést 1945 og Magnús 1949.
Maður Magnúsínu, (26. nóvember 1904), var Magnús Ísleifsson byggingameistari í London, f. 8. ágúst 1875 á Kanastöðum í A-Landeyjum, d. 25. ágúst 1949.
Börn þeirra voru:
1. Ísleifur Theodór Magnússon vélstjóri, f. 27. ágúst 1905, d. 21. nóvember 1966.
2. Guðmundur Ólafur Magnússon bifreiðastjóri, f. 6. júlí 1908, d. 2. september 1999.
3. Sigríður Magnúsdóttir kjólameistari, f. 26. nóvember 1911, d. 5. desember 2000.
4. Unnur Halla Magnúsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 4. október 1915, d. 21. september 1975.
5. Gissur Þorsteinn Magnússon húsgagnasmíðameistari, f. 30. júní 1919, d. 12. nóvember 1983.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.