„Guðrún Hafliðadóttir (Kiðjabergi)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 5: | Lína 5: | ||
Móðir Guðrúnar húsfreyju í Fjósum Þorsteinsdóttur og kona Þorsteins Jakobssonar var Helga húsfreyja í Fjósum, f. 1815 í Hvammi undir Eyjafjöllum, Þórðardóttir bónda og hreppstjóra á Teigi í Fljótshlíð, síðar í Hvammi, f. 1773, d. 25. júlí 1846, Þorlákssonar Thorlacius og konu Þórðar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1778 í Götuhúsum á Seltjanarnesi, d. 7. febrúar 1868, Grímsdóttur. <br> | Móðir Guðrúnar húsfreyju í Fjósum Þorsteinsdóttur og kona Þorsteins Jakobssonar var Helga húsfreyja í Fjósum, f. 1815 í Hvammi undir Eyjafjöllum, Þórðardóttir bónda og hreppstjóra á Teigi í Fljótshlíð, síðar í Hvammi, f. 1773, d. 25. júlí 1846, Þorlákssonar Thorlacius og konu Þórðar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1778 í Götuhúsum á Seltjanarnesi, d. 7. febrúar 1868, Grímsdóttur. <br> | ||
Guðrún á Kiðjabergi var | Guðrún á Kiðjabergi var alsystir [[Jakobína Hafliðadóttir (Eyjarhólum)|Þórunnar ''Jakobínu'' Hafliðadóttur]] húsfreyju á [[Eyjarhólar|Eyjarhólum]] og hálfsystir, samfeðra, [[Guðjón Hafliðason|Guðjóns Hafliðasonar]] á [[Skaftafell]]i, [[Jón Hafliðason (Bergstöðum)|Jóns Hafliðasonar]] á [[Bergstaðir|Bergstöðum]] og [[Karólína Margrét Hafliðadóttir|Karólínu Margrétar]] húsfreyju, síðar í Hafnarfirði.<br> | ||
Guðrún var 2 ára með foreldrum sínum í Fjósum 1880, 12 ára með föður sínum og stjúpmóður sinni þar 1890. Hún var 23 ára hjú á Kanastöðum í A-Landeyjum 1901.<br> | Guðrún var 2 ára með foreldrum sínum í Fjósum 1880, 12 ára með föður sínum og stjúpmóður sinni þar 1890. Hún var 23 ára hjú á Kanastöðum í A-Landeyjum 1901.<br> |
Útgáfa síðunnar 5. ágúst 2018 kl. 11:51
Guðrún Hafliðadóttir húsfreyja á Kiðjabergi fæddist 18. júní 1878 í Fjósum í Mýrdal og lést 9. desember 1937.
Faðir hennar var Hafliði bóndi í Fjósum í Mýrdal, f. 25. janúar 1838 í Dalssókn undir Eyjafjöllum, d. 10. september 1895 í Fjósum, Narfason bónda í Dalskoti undir Eyjafjöllum, f. 14. september 1792, d. 27. september 1839, Jónssonar bónda í Lunansholti á Landi, f. 1769, drukknaði í Þjórsá 22. júlí 1809, Þorsteinssonar, og konu Jóns í Lunansholti, Guðleifar húsfreyju, bónda eftir Jón í Lunansholti til 1810, en síðan bónda í Holtsmúla þar 1810-1827, f. 1765, d. 13. nóvember 1838 í Holtsmúla, Narfadóttur.
Móðir Hafliða í Fjósum og kona Narfa Jónssonar í Dalskoti var Guðlaug húsfreyja, f. 1. ágúst 1802, d. 6. júní 1870, Ásmundsdóttir bónda í Stóruvallahjáleigu á Landi, f. 1760, á lífi 1803, Bjarnasonar, og konu Ásmundar, Valgerðar húsfreyju, f. 1771, d. 2. júní 1834, Þorkelsdóttur.
Móðir Guðrúnar Hafliðadóttur og fyrri kona, (14. júní 1872), Hafliða Narfasonar var Guðrún húsfreyja í Fjósum, f. 25. júlí 1849, d. 28. nóvember 1881, Þorsteinsdóttir bónda í Fjósum, f. 3. júlí 1812, d. 3. mars 1855, Jakobssonar bónda á Brekkum í Mýrdal, f. 1777, d. 2. febrúar 1851 í Fjósum, Þorsteinssonar og konu Jakobs, Karítasar húsfreyju, f. 1788 á Vatnsskarðshólum, d. 4. apríl 1844 í Fjósum, Þorsteinsdóttur Eyjólfssonar og Karítasar Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað Vigfússonar og Þórunnar Hannesdóttur Scheving, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar.
Móðir Guðrúnar húsfreyju í Fjósum Þorsteinsdóttur og kona Þorsteins Jakobssonar var Helga húsfreyja í Fjósum, f. 1815 í Hvammi undir Eyjafjöllum, Þórðardóttir bónda og hreppstjóra á Teigi í Fljótshlíð, síðar í Hvammi, f. 1773, d. 25. júlí 1846, Þorlákssonar Thorlacius og konu Þórðar, Guðrúnar húsfreyju, f. 1778 í Götuhúsum á Seltjanarnesi, d. 7. febrúar 1868, Grímsdóttur.
Guðrún á Kiðjabergi var alsystir Þórunnar Jakobínu Hafliðadóttur húsfreyju á Eyjarhólum og hálfsystir, samfeðra, Guðjóns Hafliðasonar á Skaftafelli, Jóns Hafliðasonar á Bergstöðum og Karólínu Margrétar húsfreyju, síðar í Hafnarfirði.
Guðrún var 2 ára með foreldrum sínum í Fjósum 1880, 12 ára með föður sínum og stjúpmóður sinni þar 1890. Hún var 23 ára hjú á Kanastöðum í A-Landeyjum 1901.
Frá Kanastöðum lá leið hennar til Eyja 1901. Við manntal 1910 var hún húsfreyja í Hlíð með Ágústi útvegsmanni og háseta og dætrum sínum þrem.
Þau Ágúst byggðu Kiðjaberg það ár og bjuggu þar við manntal 1920 ásamt 4 börnum sínum.
Maður Guðrúnar var Ágúst Benediktsson á Kiðjabergi, f. 1. september 1875 í Marteinstungu í Holtum, Rang., d. 13. september 1962.
Börn Guðrúnar og Ágústs:
1. Sigríður Ísleif Ágústsdóttir húsfreyja, f. 22. mars 1905 í Hlíð, d. 16. september 1961, bjó í Reykjavík.
2. Jóhanna Andrea Ágústsdóttir húsfreyja, f. 26. ágúst 1907 í Hlíð, d. 23. ágúst 1993, kona Baldurs Ólafssonar bankastjóra.
3. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir Andersen húsfreyja, f. 2. nóvember 1909 í Hlíð, d. 23. október 1996, kona Willum Andersen skipstjóra.
4. Jóhann Óskar Alexis Ágústsson, (Alli rakari), rakari, sjómaður, f. 30. október 1915, d. 3. janúar 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.