„Blik 1971/Sigurður Sigurðsson, lyfsali og hugsjónir hans“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 30: | Lína 30: | ||
Þegar fóstursonur rektorsins hafði aldur til, hóf hann nám í Latínuskólanum og stefndi að stúdentsprófi. En því lauk hann aldrei. Ef til vill hefur þar nokkru um valdið hverflyndi hans og ýmsar hneigðir, sem illa samrýmdust námi og skólasetu.<br> | Þegar fóstursonur rektorsins hafði aldur til, hóf hann nám í Latínuskólanum og stefndi að stúdentsprófi. En því lauk hann aldrei. Ef til vill hefur þar nokkru um valdið hverflyndi hans og ýmsar hneigðir, sem illa samrýmdust námi og skólasetu.<br> | ||
Svo liðu árin við drykkju og meinlítið dufl og nokkurt sjálfsnám. Þá var rímað og ort, og oft var þá ,,unga skáldið“ hátt uppi. Og svo tók tilhugalífið við, lyfti hug á æðri svið og hreinsaði þankann. <br> | Svo liðu árin við drykkju og meinlítið dufl og nokkurt sjálfsnám. Þá var rímað og ort, og oft var þá ,,unga skáldið“ hátt uppi. Og svo tók tilhugalífið við, lyfti hug á æðri svið og hreinsaði þankann. <br> | ||
Síðan var hugsað til hjúskapar. Konuefnið var [[Anna Guðrún Pálsdóttir]] prests í Gaulverjabæ Sigurðssonar og konu hans mad. Margrétar A. Þórðardóttur sýslumanns í Árnessýslu Guðmundssonar. Þannig var frú Anna lyfsalafrú í Vestmannaeyjum systurdóttir séra [[Oddgeir Þórðarson Guðmundsen|Oddgeirs Þórðarsonar Gudmundsen]] að [[Ofanleiti]]. <br> | Síðan var hugsað til hjúskapar. Konuefnið var [[Anna Guðrún Pálsdóttir (Arnarholti)|Anna Guðrún Pálsdóttir]] prests í Gaulverjabæ Sigurðssonar og konu hans mad. Margrétar A. Þórðardóttur sýslumanns í Árnessýslu Guðmundssonar. Þannig var frú Anna lyfsalafrú í Vestmannaeyjum systurdóttir séra [[Oddgeir Þórðarson Guðmundsen|Oddgeirs Þórðarsonar Gudmundsen]] að [[Ofanleiti]]. <br> | ||
Þessi skyldleiki við sóknarprestinn Vestmannaeyjum átti sinn þátt í því, | Þessi skyldleiki við sóknarprestinn Vestmannaeyjum átti sinn þátt í því, | ||
að svo varð afráðið, að þau hjón, Sigurður og Anna, settust að í Eyjum, eftir að hann hafði fengið lyfsalaleyfið. Búsetuna afréðu þau fyrir orð landlæknis, en þau höfðu hugsað sér að reka lyfsölubúð annars staðar. <br> | að svo varð afráðið, að þau hjón, Sigurður og Anna, settust að í Eyjum, eftir að hann hafði fengið lyfsalaleyfið. Búsetuna afréðu þau fyrir orð landlæknis, en þau höfðu hugsað sér að reka lyfsölubúð annars staðar. <br> | ||
Lína 60: | Lína 60: | ||
Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum stofnuðu Fiskifélagsdeildina Létti veturinn 1914 með 60-70 félagsmönnum. <br> | Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum stofnuðu Fiskifélagsdeildina Létti veturinn 1914 með 60-70 félagsmönnum. <br> | ||
Mánudaginn 17. desember 1917 var haldinn aðalfundur Léttis. Þá tók ný stjórn við forustu þar. Sú stjórn mótaði þá svo markvert starf í sveitarfélaginu, að þess verður minnzt í Vestmannaeyjum um langa framtíð. Það starf verður síðar kafli í sjálfri Íslandssögunni. <br> | Mánudaginn 17. desember 1917 var haldinn aðalfundur Léttis. Þá tók ný stjórn við forustu þar. Sú stjórn mótaði þá svo markvert starf í sveitarfélaginu, að þess verður minnzt í Vestmannaeyjum um langa framtíð. Það starf verður síðar kafli í sjálfri Íslandssögunni. <br> | ||
Formaður Fiskifélagsdeildarinnar Léttis var þá kjörinn [[Páll Bjarnason]] frá Götu á Stokkseyri, þáverandi ritstjóri Skeggja og síðar skólastjóri barnaskóla Vestmannaeyja um nær tvo áratugi. Við gjaldkerastarfinu í Létti tók þá Sigurður Sigurðsson lyfsali, og ritari stjórnarinnar var kosinn [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteinn Jónsson]], útgerðarmaður og skipstjóri í Laufási. <br> | Formaður Fiskifélagsdeildarinnar Léttis var þá kjörinn [[Páll Bjarnason skólastjóri|Páll Bjarnason]] frá Götu á Stokkseyri, þáverandi ritstjóri Skeggja og síðar skólastjóri barnaskóla Vestmannaeyja um nær tvo áratugi. Við gjaldkerastarfinu í Létti tók þá Sigurður Sigurðsson lyfsali, og ritari stjórnarinnar var kosinn [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteinn Jónsson]], útgerðarmaður og skipstjóri í Laufási. <br> | ||
Mikið hafði til þessa verið um það rætt í Eyjum, að bráða nauðsyn bæri til, að Vestmannaeyingar eignuðust björgunarskip. Bátstapar voru tíðir og slysin geigvænleg. Farizt höfðu þar í sjó um 160 hraustir sjómenn s.l. 17 ár eða frá aldamótunum. Líka var um það rætt, að björgunarbáturinn gæti jafnframt verið varðskip til varnar útlendum togurum til að veiða upp í landsteinunum svo að segja dag eftir dag og viku eftir viku mestan hluta ársins, svo að Eyjamönnum sjálfum var varnað þess að veiða fisk á eigin miðum. Helzt var það von og trú almennings nú í Eyjum, að Fiskifélagsdeildin léti nú mál þetta til sín taka í samvinnu við þingmann kjördæmisins, [[Karl Einarsson|Karl sýslumann Einarsson]]. <br> | Mikið hafði til þessa verið um það rætt í Eyjum, að bráða nauðsyn bæri til, að Vestmannaeyingar eignuðust björgunarskip. Bátstapar voru tíðir og slysin geigvænleg. Farizt höfðu þar í sjó um 160 hraustir sjómenn s.l. 17 ár eða frá aldamótunum. Líka var um það rætt, að björgunarbáturinn gæti jafnframt verið varðskip til varnar útlendum togurum til að veiða upp í landsteinunum svo að segja dag eftir dag og viku eftir viku mestan hluta ársins, svo að Eyjamönnum sjálfum var varnað þess að veiða fisk á eigin miðum. Helzt var það von og trú almennings nú í Eyjum, að Fiskifélagsdeildin léti nú mál þetta til sín taka í samvinnu við þingmann kjördæmisins, [[Karl Einarsson|Karl sýslumann Einarsson]]. <br> | ||
Í heild báru Eyjamenn mikið traust til stjórnarmanna Léttis eftir fundinn 17. desember og væntu mikils af þeim og starfi þeirra. <br> | Í heild báru Eyjamenn mikið traust til stjórnarmanna Léttis eftir fundinn 17. desember og væntu mikils af þeim og starfi þeirra. <br> | ||
Hinn 12. jan. 1918 birti Eyjablaðið Skeggi grein um björgunarmálið. Hana skrifaði [[Guðni J. Johnsen]]. Þessi grein er ein sú allra skeleggasta, sem ég hef rekizt á um þetta mikilvæga mál, og ef til vill hafði hún meiri áhrif til framkvæmda í máli þessu, en Eyjabúar hafa nokkru sinni gert sér í hugarlund. Ágæti þessarar greinar veldur mér nokkrum heilabrotum vegna þess, að ég hef hvergi séð hennar minnzt, þar sem skráð hefur verið og skrifað um kaupin á fyrsta björgunar- og varðskipi íslenzku þjóðarinnar, sem er eitthvert mikilvægasta og markverðasta brautryðjendastarf, sem nokkru sinni hefur verið af hendi innt með íslenzku þjóðinni. Ég spyr: Getur hin ríkjandi þögn um þessa blaðagrein verið sprottin af því, að Guðni J. Johnsen var fylgjandi ,,hinum arminum“, og ekki þeim, sem á þessum tíma og næstu tvo áratugina „áttu kaupstaðinn“ til nytja sér og frama? Ég birti þessa umræddu grein á öðrum stað hér í ritinu. Réttlætiskenndin knýr mig til þess að biðja Blik að geyma hana fyrir okkur öll, sem unnum skapandi hugsun og manngöfgi. Hún er birt á bls. 84 hér í ritinu. <br> | Hinn 12. jan. 1918 birti Eyjablaðið Skeggi grein um björgunarmálið. Hana skrifaði [[Ritverk Árna Árnasonar/Guðni Hjörtur Johnsen|Guðni J. Johnsen]]. Þessi grein er ein sú allra skeleggasta, sem ég hef rekizt á um þetta mikilvæga mál, og ef til vill hafði hún meiri áhrif til framkvæmda í máli þessu, en Eyjabúar hafa nokkru sinni gert sér í hugarlund. Ágæti þessarar greinar veldur mér nokkrum heilabrotum vegna þess, að ég hef hvergi séð hennar minnzt, þar sem skráð hefur verið og skrifað um kaupin á fyrsta björgunar- og varðskipi íslenzku þjóðarinnar, sem er eitthvert mikilvægasta og markverðasta brautryðjendastarf, sem nokkru sinni hefur verið af hendi innt með íslenzku þjóðinni. Ég spyr: Getur hin ríkjandi þögn um þessa blaðagrein verið sprottin af því, að Guðni J. Johnsen var fylgjandi ,,hinum arminum“, og ekki þeim, sem á þessum tíma og næstu tvo áratugina „áttu kaupstaðinn“ til nytja sér og frama? Ég birti þessa umræddu grein á öðrum stað hér í ritinu. Réttlætiskenndin knýr mig til þess að biðja Blik að geyma hana fyrir okkur öll, sem unnum skapandi hugsun og manngöfgi. Hún er birt á bls. 84 hér í ritinu. <br> | ||
Eftir að þessi grein birtist í Skeggja, vaknaði verulegur áhugi á björgunarbátsmálinu með öllum almenningi í Eyjum. Mikið var rætt um málið á heimilum Eyjabúa og á félagsfundum. <br> | Eftir að þessi grein birtist í Skeggja, vaknaði verulegur áhugi á björgunarbátsmálinu með öllum almenningi í Eyjum. Mikið var rætt um málið á heimilum Eyjabúa og á félagsfundum. <br> | ||
Á þingmálafundi, sem haldinn var í Eyjum 7. apríl 1918 var mál þetta tekið til umræðu og deilt fast á þingmanninn fyrir það, að hafa ekkert gert til framdráttar hugsjóninni, síðan hún var vakin fyrst eða fyrir 4 árum. <br> | Á þingmálafundi, sem haldinn var í Eyjum 7. apríl 1918 var mál þetta tekið til umræðu og deilt fast á þingmanninn fyrir það, að hafa ekkert gert til framdráttar hugsjóninni, síðan hún var vakin fyrst eða fyrir 4 árum. <br> | ||
Lína 110: | Lína 110: | ||
Einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni, að Sigurður lyfsali hafi aldrei fundið sjálfan sig, eftir að hann fluttist burt úr Eyjum. Hann mun hafa ánetjast þar Bakkusi meir og átakanlegar en nokkru sinni fyrr. Sigurður lyfsali andaðist 4. ágúst 1939. <br> | Einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni, að Sigurður lyfsali hafi aldrei fundið sjálfan sig, eftir að hann fluttist burt úr Eyjum. Hann mun hafa ánetjast þar Bakkusi meir og átakanlegar en nokkru sinni fyrr. Sigurður lyfsali andaðist 4. ágúst 1939. <br> | ||
Kristján Einarsson frá Stakkadal skrifaði grein um hann í Morgunblaðið 10. ágúst (1939) og standa þessi orð þar m.a.: ,,Hann var snjallasta skáld þeirra manna, er ég þekkti, og hann bar í hjarta sínu svo lifandi og einlægan áhuga fyrir velferð Íslands, atvinnuvegum þess og menningu, að með afbrigðum má telja. Þetta tvennt sannaði Sigurður hverjum þeim, sem heyrði hann og þekkti störf hans ... Ást hans á tungunni féll svo undravel saman við ást hans og virðingu á skáldskapnum. Þar mátti ekki sjást blettur né hrukka á hugsun né formi.“ <br> | Kristján Einarsson frá Stakkadal skrifaði grein um hann í Morgunblaðið 10. ágúst (1939) og standa þessi orð þar m.a.: ,,Hann var snjallasta skáld þeirra manna, er ég þekkti, og hann bar í hjarta sínu svo lifandi og einlægan áhuga fyrir velferð Íslands, atvinnuvegum þess og menningu, að með afbrigðum má telja. Þetta tvennt sannaði Sigurður hverjum þeim, sem heyrði hann og þekkti störf hans ... Ást hans á tungunni féll svo undravel saman við ást hans og virðingu á skáldskapnum. Þar mátti ekki sjást blettur né hrukka á hugsun né formi.“ <br> | ||
Lyfsalahjónin Sigurður og Anna eignuðust eina stúlku barna. Hún hét [[Helga Sigurðardóttir | Lyfsalahjónin Sigurður og Anna eignuðust eina stúlku barna. Hún hét [[Helga Sigurðardóttir (Arnarholti)|Helga]]. Fædd árið 1907. Giftist [[Steindór Sigurðsson (rithöfundur)|Steindóri Sigurðssyni]], rithöfundi, árið 1929. Andaðist í júlí 1931. Eignuðust eitt barn, sem hlaut nafn Sigurðar afa síns, skáldsins frá Arnarholti. <br> |
Útgáfa síðunnar 27. desember 2020 kl. 18:32
Segja má með nokkrum rétti, að merkisviðburður hafi gerzt í viðgangi og vexti Byggðarsafns Vestmannaeyja á þessu ári (1969). Ég hafði orðað það við Sigurð Jónsson líkanasmið í Landsmiðjunni, að hann smíðaði fyrir okkur Eyjabúa líkan af Vestmannaeyja-Þór svipað því, er hann hafði smíðað fyrir Landhelgisgæzluna og sýnt var á sýningunni Íslendingar og hafið. Smiðurinn tók vel þessari málaleitan minni, og eftir nokkra mánuði fengum við líkanið sent heim til Eyja.
Þá var eftir að greiða það. Aðeins rétt út hendi, og andvirðið lá í lófa mínum. Björgunarfélag Vestmannaeyja gaf kr. 25.000,00 upp í andvirðið og bæjarstjórnin lét af mörkum jafnháa upphæð. Nokkurt fé áskotnaðist með almennri sýningu á líkaninu. Líkanið þykir listaverk og er einn af sögulegum gimsteinum Byggðarsafnsins. Smiðurinn er sem sé Sigurður Jónsson frá Hallgeirsey í Landeyjum, bróðir Óskars Jónssonar að Sólhlíð 6 hér í bæ.
Um leið og ég þakka alúðlega þeim mætu borgurum þessa bæjar, sem brugðust svo fljótt og vinsamlega við og afhentu mér andvirði líkansins af
Vestmannaeyja-Þór, fyrsta björgunar- og landhelgisskipi íslenzku þjóðarinnar, hvarflar hugur minn til þess manns, sem mest og bezt starfaði og mestu fórnaði til þess að Íslendingar sjálfir gætu tekið landhelgisvörzluna í eigin hendur og Vestmannaeyingar fengið um leið skip til hjálpar og öryggis sjómönnum sínum við strendur landsins. Það er Sigurður lyfsali Sigurðsson, skáld frá Arnarholti.
Eftir að ég fluttist til Eyja og tók að kynnast eilítið starfi Björgunarfélags Vestmannaeyja þá, fannst mér ávallt að sem minnst væri gert úr starfi Sigurðar lyfsala til þess að þessi mannúðarhugsjón og þessi sjálfstæðisvottur þjóðarinnar mætti rætast, verða að veruleika. Aðrir virtust reyna þar eftir megni að skreyta sig með fjöðrum Sigurðar lyfsala sér til frama, valds og fjárhagslegs hagnaðar. Þeir hinir sömu ornuðu sér þannig við þann eld, er lyfsalinn kveikti en fór sjálfur að mestu leyti varhluta af ylnum, að mér fannst.
Sigurður skáld Sigurðsson, lyfsali í Vestmannaeyjum frá 1913-1931, fæddist 15. september 1879 í Kaupmannahöfn. Hann á því 90 ára afmælistíð, er þessi orð eru skrifuð um hann til minningar um hið gagnmerka starf hans í þágu menningar og mannúðarmála í Vestmannaeyjabyggð.
Foreldrar Sigurðar lyfsala voru Sigurður kennari Sigurðsson, adjunkt við Lærða skólann (Menntaskólann) í Reykjavík, og dönsk stúlka, sem hét Flora Concordia Jensen. Síðasta árið, sem Sigurður Sigurðsson stundaði nám sitt við málfræðideild Kaupmannahafnarháskóla gat hann barn þetta með dönsku stúlkunni.
Að námi loknu gerist Sigurður Sigurðsson adjunkt við Lærða skólann. Deildarbróðir Sigurðar adjunkt í málfræðideild Kaupmannahafnarháskóla var Björn M. Ólsen, síðar rektor við Latínuskólann (Menntaskólann) í Reykjavík og síðast prófessor við Háskóla Íslands.
Hvorki kvæntist Björn M. Ólsen né eignaðist barn sjálfur. En hann vann miskunnarverkið á litla sveininum umkomulitla, Sigurði Sigurðssyni, og tók hann í fóstur, ól hann upp. Sigurður lyfsali var því fóstursonur Björns M. Ólsens, hins kunna fræðimanns og skólamanns, en Sigurður adjunkt, faðir lyfsalans, drukknaði á Viðeyjarsundi 1884, er sonur hans var aðeins 5 ára gamall.
Þegar fóstursonur rektorsins hafði aldur til, hóf hann nám í Latínuskólanum og stefndi að stúdentsprófi. En því lauk hann aldrei. Ef til vill hefur þar nokkru um valdið hverflyndi hans og ýmsar hneigðir, sem illa samrýmdust námi og skólasetu.
Svo liðu árin við drykkju og meinlítið dufl og nokkurt sjálfsnám. Þá var rímað og ort, og oft var þá ,,unga skáldið“ hátt uppi. Og svo tók tilhugalífið við, lyfti hug á æðri svið og hreinsaði þankann.
Síðan var hugsað til hjúskapar. Konuefnið var Anna Guðrún Pálsdóttir prests í Gaulverjabæ Sigurðssonar og konu hans mad. Margrétar A. Þórðardóttur sýslumanns í Árnessýslu Guðmundssonar. Þannig var frú Anna lyfsalafrú í Vestmannaeyjum systurdóttir séra Oddgeirs Þórðarsonar Gudmundsen að Ofanleiti.
Þessi skyldleiki við sóknarprestinn Vestmannaeyjum átti sinn þátt í því,
að svo varð afráðið, að þau hjón, Sigurður og Anna, settust að í Eyjum, eftir að hann hafði fengið lyfsalaleyfið. Búsetuna afréðu þau fyrir orð landlæknis, en þau höfðu hugsað sér að reka lyfsölubúð annars staðar.
Árið 1906 gerðist Sigurður Sigurðsson sýsluskrifari hjá Sigurði sýslumanni Þórðarsyni, er þá bjó að Arnarholti í Stafholtstungum og var sýslumaður
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Sama árið gengu þau í hjónaband, Anna heimasæta í Gaulverjabæ og Sigurður sýsluskrifari. Það gerðist 29. sept. 1906.
Sýsluskrifarastarfinu hélt Sigurður Sigurðsson í 6 ár eða til ársins 1912. Árið eftir lauk hann lyfsalaprófi og mun hafa hugsað sér að setjast að í Kaupmannahöfn, a.m.k. fyrst um sinn. En landlæknir fékk þau hjón til að snúa við blaðinu og hefja lyfjasölu í Vestmannaeyjum. Auðvitað átti héraðslæknirinn þar þá, Halldór Gunnlaugsson, þar hlut að máli.
Hin konunglegu lyfsalaréttindi til handa Sigurði Sigurðssyni voru undirrituð 13. febr. 1913. Sama árið fluttust hjónin til Vestmannaeyja.
Hér festu þau kaup á húseigninni Stakkahlíð við Vestmannabraut, sem Bernótus Sigurðsson, formaður og útgerðarmaður, hafði byggt við norðurmörk Stakkagerðistúnsins. Lyfsalahjónin skiptu um nafn á húsi þessu og kölluðu það Arnarholt eftir sýslumannssetrinu í Stafholtstungum, þar sem þau höfðu lifað hveitibrauðsdagana sína í sæld og syndlitlu lífi við iðkun lista í tómstundum, því að bæði voru hjónin listamenn, hvort á sínu sviði, hún tónlistarkona frábær og hann skáld, stundum af guðs náð.
Þau opnuðu lyfjabúð sína 9. september um haustið (1913). Síðan hefur verið rekin lyfjabúð í Vestmannaeyjum.
Lítil voru efnin í fyrstu hjá ungu lyfsalahjónunum í Vestmannaeyjum. En þau voru samhent og frúin vann í lyfjabúðinni með manni sínum. Búðin fékk orð á sig fyrir hreinlæti og snyrtimennsku. Trúnaðarmaður landlæknis vottaði það til yfirboðara síns, að lyfjabúðin í Vestmannaeyjum væri í flokki hinna hreinlegustu og snyrtilegustu í öllu landinu.
Brátt vaknaði hjá lyfsalanum brennandi áhugi á framfaramálum til hagsældar og menningarauka í kauptúninu í Vestmannaeyjum, og svo kaupstaðnum. Mörgu var þar ábótavant, fannst honum, og margt var þar ekki til, sem margir þéttbýliskjarnar þjóðfélagsins íslenzka höfðu haft til hagsældar og menningar fólkinu og státað af, svo sem unglingaskóli, hreinlætismiðstöð, sjúkrahús, gististaður handa gestum, veitinga- eða matsöluhús og fullkomnari hafnarframkvæmdir o.m.fl. Um þessi áhugamál sín skrifaði hann fyrst í eina blaðið, sem þá var gefið út í Vestmannaeyjum, Skeggja, blað Gísla J. Johnsen.
Lyfsalinn skrifaði í Skeggja 24. nóvember 1917:
,,Af öllu, sem hér þarf að gera, virðist ekkert eins bráðnauðsynlegt, sem það að koma hér upp unglingaskóla. Verklegar framkvæmdir eru þegar orðnar hér miklar, en til þess að vel fari, þarf vaxandi upplýsing og menntun að koma jafnhliða. Þetta tvennt þarf að fylgjast að. Hvorugt má án hins vera. Hér er nú ekki staður til þess að koma með tillögur um formið fyrir þessum skóla. Það munu margar auðsóttar leiðir til upplýsinga um það. Aðalörðugleikarnir munu verða að koma málinu af stað.“
Í sama blaði skrifaði lyfsalinn um sjómannaskóla í Vestmannaeyjum:
,,Upp af unglingaskólanum þarf að vaxa sjómannaskóli. Ég hef hugsað það mál nokkuð og hreyft því við stjórn Fiskveiðafélagsins hérna, en hún hefur ekki, því miður, séð sér fært að sinna því. Ég fæ ekki betur séð, en að mál þetta sé bezt komið í höndum þeirra, sem stjórna deild Fiskveiðafélagsins hér, eða svo ætti það að vera. Leyfi ég mér því enn á ný að snúa þessu máli mínu til þessarar stjórnar.“
Í sama blaði skrifaði Sigurður lyfsali um mörg önnur framfaramál, sem Eyjabúum væri mikil nauðsyn á að framkvæmd yrðu, svo sem bygging sjúkrahúss í Eyjum: „Þetta hús eigum við Eyjamenn að reisa sjálfir á eigin kostnað með landssjóðstillagi, en ekki láta málið sofna út af fyrir þá sök, að verið er að biðloka eftir einhverjum útlendum styrk, enda alveg óþarfi.“
Lyfsalinn áleit, að Eyjamenn hefðu góð efni á því að byggja sjálfir sjúkrahúsið. Eftir 10 ár frá því að grein þessi var skrifuð, hafði Gísli J. Johnsen byggt sjúkrahúsið Eyjum að töluverðu eða miklu leyti fyrir eigið fé.
Þá hvatti Sigurður lyfsali einnig til átaka í hafnarmálum Eyjabúa. Hann skrifaði: ,,Nú er hafnargerðin hér búin að standa svo lengi, að menn bíða með óþreyju að sjá einhverja ávexti af þessu eilífðarblómi okkar, þ.e. ytri hafnargarðinum, sem alltaf er að brotna og ekki stendur stundinni lengur.“ Síðan bendir hann á, að sýslunefndin eigi að leita ráða um gerð hafnarmannvirkjanna hjá íslenzkum verkfræðingum eða öðrum en útlendum, eins og verið hafi til þess tíma. Hann skrifaði: ,,Hér er um stórfé að ræða, sem fleiri eiga að borga en meðlimir sýslunefndarinnar, svo að hún verður að sætta sig við að heyra tillögur borgaranna.“
Mörg fleiri framfaramál skrifaði lyfsalinn um eða vakti máls á í Eyjablaðinu Skeggja, svo sem kartöflusýkina, sem þá gerði mikinn skaða Eyjabúum, er stunduðu garðrækt þá töluverða, sérstaklega kartöflu- og rófnarækt. Hann skrifaði um póstmálin í Eyjum, sem hann sagði að væru í ýmsu tilliti mjög ábótavant og sumt þar alveg úrelt um afgreiðslu póstsins. Hann skrifaði um rigningarvatnið, neyzluvatn Eyjabúa. Það vildi hann láta þá sía, um leið og það rynni í brunnana af húsþökunum. Þá skrifaði lyfsalinn um þörfina á almenningsbaðhúsi í hinum verðandi kaupstað. Fyrr yrði ,,persónulegt hreinlæti“ aldrei eins og það þyrfti að vera, sagði lyfsalinn. Í sambandi við Íshúsið væri auðvelt að stofna baðhús, þar sem almenningur gæti árið um kring fengið sér köld steypuböð úr sjó og væri það mikill fengur harla kostnaðarlítill, skrifaði hann.
Árið 1917 var hér aðeins einn næturvörður að vetrinum. Það var öll löggæzlan í daglega lífinu í Eyjum. Þetta var lyfsalinn óánægður með og taldi það með öllu ónóga starfskrafta á þessu sviði. Og það sem meira var: Næturvörðurinn var aðeins að starfi á vertíð. Birtan að sumrinu átti að koma í stað hans þann tíma ársins, ályktaði lyfsalinn og dró dár að. Hann vildi ráða til starfa tvo næturverði og síðan lögregluþjón að deginum. ,,Ef svo væri, mundi ýmislegt lagast hér, sem nú er illt að búa við,“ skrifaði lyfsalinn orðrétt. Þar ber okkur að lesa á milli línanna. En svo getur hann ekki orða bundizt um þetta og er berorður: „... svo sem rupl og ruddaskap, sem oft og einatt kann að vera framin í skjóli þess, hve lögreglan er liðfá og nú engin hola til að koma fyrir ofstopamönnum, sem þyrfti að sefa í einrúmi. (Ekkert fangahús var þá til Eyjum).
Um lifrartínslu barna og unglinga, sem skrifað er um í Bliki 1969, bls. 180, ræddi lyfsalinn út frá sjónarmiði uppeldis og heiðarleika: „Ósiður einn af mörgum tíðkast hér á vetrarvertíð, og verður ókunnugum hverft við, er verða hans varir: Smábörn eru að flækjast niður við sjó og bryggjur og aðgerðarskúra, þegar fiski er skipt og farið að gera að. Sum börnin eru útbúin með króka og dósir, hvorttveggja ætlað til að „tína“ eða „hirða“ lifur, sem svo er kallað. Með þessu lagi verður foreldrunum erfiðara fyrir um að innræta börnum sínum virðingu fyrir eignarrétti annarra. Það væri velgerningur, ef allir lifrarkaupmenn vildu gera plássinu þann greiða að kaupa alls enga lifur af börnum. Sjálfir mundu þeir engu tapa, öllu fremur græða, er fram liðu stundir. Þá mundi kannske fækka ruplinu frá þeim.
Fimmtán árum síðar var tekið fyrir þennan ósóma í Vestmannaeyjakaupstað.
Ég hef birt hér hrafl úr skrifum Sigurðar skálds og lyfsala, er hann birti í Skeggja haustið 1917. Með þeim vildi hann vekja máls á ýmsum áhuga og hugsjónamálum, sem miðuðu að menningarauka og mannbótum í byggðarlaginu.
- ----
Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum stofnuðu Fiskifélagsdeildina Létti veturinn 1914 með 60-70 félagsmönnum.
Mánudaginn 17. desember 1917 var haldinn aðalfundur Léttis. Þá tók ný stjórn við forustu þar. Sú stjórn mótaði þá svo markvert starf í sveitarfélaginu, að þess verður minnzt í Vestmannaeyjum um langa framtíð. Það starf verður síðar kafli í sjálfri Íslandssögunni.
Formaður Fiskifélagsdeildarinnar Léttis var þá kjörinn Páll Bjarnason frá Götu á Stokkseyri, þáverandi ritstjóri Skeggja og síðar skólastjóri barnaskóla Vestmannaeyja um nær tvo áratugi. Við gjaldkerastarfinu í Létti tók þá Sigurður Sigurðsson lyfsali, og ritari stjórnarinnar var kosinn Þorsteinn Jónsson, útgerðarmaður og skipstjóri í Laufási.
Mikið hafði til þessa verið um það rætt í Eyjum, að bráða nauðsyn bæri til, að Vestmannaeyingar eignuðust björgunarskip. Bátstapar voru tíðir og slysin geigvænleg. Farizt höfðu þar í sjó um 160 hraustir sjómenn s.l. 17 ár eða frá aldamótunum. Líka var um það rætt, að björgunarbáturinn gæti jafnframt verið varðskip til varnar útlendum togurum til að veiða upp í landsteinunum svo að segja dag eftir dag og viku eftir viku mestan hluta ársins, svo að Eyjamönnum sjálfum var varnað þess að veiða fisk á eigin miðum. Helzt var það von og trú almennings nú í Eyjum, að Fiskifélagsdeildin léti nú mál þetta til sín taka í samvinnu við þingmann kjördæmisins, Karl sýslumann Einarsson.
Í heild báru Eyjamenn mikið traust til stjórnarmanna Léttis eftir fundinn 17. desember og væntu mikils af þeim og starfi þeirra.
Hinn 12. jan. 1918 birti Eyjablaðið Skeggi grein um björgunarmálið. Hana skrifaði Guðni J. Johnsen. Þessi grein er ein sú allra skeleggasta, sem ég hef rekizt á um þetta mikilvæga mál, og ef til vill hafði hún meiri áhrif til framkvæmda í máli þessu, en Eyjabúar hafa nokkru sinni gert sér í hugarlund. Ágæti þessarar greinar veldur mér nokkrum heilabrotum vegna þess, að ég hef hvergi séð hennar minnzt, þar sem skráð hefur verið og skrifað um kaupin á fyrsta björgunar- og varðskipi íslenzku þjóðarinnar, sem er eitthvert mikilvægasta og markverðasta brautryðjendastarf, sem nokkru sinni hefur verið af hendi innt með íslenzku þjóðinni. Ég spyr: Getur hin ríkjandi þögn um þessa blaðagrein verið sprottin af því, að Guðni J. Johnsen var fylgjandi ,,hinum arminum“, og ekki þeim, sem á þessum tíma og næstu tvo áratugina „áttu kaupstaðinn“ til nytja sér og frama? Ég birti þessa umræddu grein á öðrum stað hér í ritinu. Réttlætiskenndin knýr mig til þess að biðja Blik að geyma hana fyrir okkur öll, sem unnum skapandi hugsun og manngöfgi. Hún er birt á bls. 84 hér í ritinu.
Eftir að þessi grein birtist í Skeggja, vaknaði verulegur áhugi á björgunarbátsmálinu með öllum almenningi í Eyjum. Mikið var rætt um málið á heimilum Eyjabúa og á félagsfundum.
Á þingmálafundi, sem haldinn var í Eyjum 7. apríl 1918 var mál þetta tekið til umræðu og deilt fast á þingmanninn fyrir það, að hafa ekkert gert til framdráttar hugsjóninni, síðan hún var vakin fyrst eða fyrir 4 árum.
Við fundarlok bar Jón Jónsson, útvegsbóndi í Hlíð, fram tillögu í björgunarskipsmálinu. Tillagan hljóðaði á þessa leið: „Fundurinn skorar á þingmanninn að flýta sem mest fyrir því, að landsstjórnin styrki Vestmannaeyinga til þess að eignast björgunarskip.“ Tillagan var samþykkt í einu hljóði.
Nú tók verulega að hitna í sál Sigurðar lyfsala fyrir hugsjón þessari. Hann varð gagntekinn af henni. Frá þessum stundum beitti hann allri orku sinni, eftir því sem tími hans hrökk til, til að kveikja áhuga allra Eyjabúa og fjölmargra utan Eyjanna fyrir hugsjón þessari.
Sigurður lyfsali var slyngur áróðursmaður, þegar hann vildi það við hafa, enda skorti þar hvorki skynsemi né rökrétta hugsun, hvorki hlýleika, hugsjónaeld né fórnarlund. Þess nutu nú Eyjabúar í ríkum mæli.
Næstu mánuði og næsta ár gekk hann um bæinn frá heimili til heimilis og talaði máli hugsjónarinnar. Honum varð svo mikið ágengt, að undrun sætti. Eyjabúar létu lausan sinn síðasta eyri, að segja má, til þess að kaupa hlutabréf í félagi því, er nú var ætlunin að stofna, Björgunarfélag Vestmannaeyja.
Í byrjun ágústmánaðar 1918 gat þingmaðurinn tilkynnt málsmetandi mönnum Eyja, á lokuðum fundi, að alþingi hefði samþykkt að veita Eyjamönnum styrk, er næmi 40 þúsundum króna til kaupa á björgunarskipinu.
Áður en fundi þessum lauk, höfðu safnazt loforð um kaup á hlutabréfum eða „stofnbréfum“ í hinu nýja björgunarfélagi svo að nam nálega 30 þúsundum króna. Þar hafði Sigurður lyfsali undirbúið „jarðveginn“.
Þarna kom í ljós fyrsti árangurinn af áróðri Sigurðar lyfsala og stjórnarfélaga hans í Fiskifélagsdeildinni Létti, þar sem lyfsalinn var gjaldkeri.
Sigurður lyfsali var sendur út af örkinni til þess að safna fé utan Eyja. Síðla sumars 1918 var hann sendur til Reykjavíkur til þess að safna hlutafé til björgunarbátskaupanna. Honum dvaldist þar nokkrar vikur og varð mikið ágengt. Síðar kom í ljós, að hlutafé margra þeirra manna, er hann hitti að máli í ferð þessari, nam nokkrum tugum þúsunda samanlagt. Hann skaut, lyfsalinn, styrkustu stoðunum undir kaupin á björgunarbátnum með ódeigri fórnarlund og atorku, lagni og áróðri og ódrepandi dugnaði fyrir hugsjónina miklu og göfugu, sem gagntók hann.
Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja valdi sér erindreka, Sigurð Sigurðsson lyfsala. Þann 11. október 1919 var hann sendur til útlanda til þess að vinna að byggingu björgunarbáts fyrir Eyjamenn eða festa kaup á skipi ella, ef það þætti hagkvæmara.
Landbúnaðarráðuneytið danska átti lítið hafrannsóknarskip. Thor hét það og var byggt árið 1899. Þetta skip var falt Björgunarfélaginu fyrir kr. 150.000,00, er greiðast skyldi út í hönd, er skipið var afhent kaupanda.
Loks var afráðið að kaupa þetta danska hafrannsóknarskip, og framkvæmdastjóri Eimskipafélags Íslands þá, Daninn E. Nielsen, fenginn til að ganga frá kaupunum af hálfu Vestmannaeyinga. Þannig lauk erindarekstri Sigurðar lyfsala fyrir Björgunarfélag Vestmannaeyja haustið 1919. Hann kom inn á flest öll heimili Eyjabúa sjálfra og fjölmörg reykvísk heimili og hann talaði máli hugsjónarinnar miklu, sem varðaði alla, líka sjálfstæði þjóðarinnar. Og lyfsalinn knúði hjá ýmsum mætum mönnum erlendis varðandi þetta markverða mál. Og með sanni verður um hann sagt: Hann kom, hann sá og sigraði, eins og sagan segir um fornan hershöfðingja, einbeittan og sigursælan.
Björgunarfélag Vestmannaeyja hélt aðalfund sinn 29. desember 1919. Það var fyrsti aðalfundurinn í sögu þess. Þar skýrði Sigurður Sigurðsson, lyfsali og erindreki félagsins frá því, að fjársöfnun í Vestmannaeyjum til björgunarbátskaupanna næmi samtals 111.000,00. Og kr. 36.000,00 hefði honum tekizt að safna í Reykjavík. Þá hafði félagið fengið ríkisstyrkinn í sína vörzlu, kr. 40.000,00. Við mat og yfirvegun þessara upphæða vildi ég biðja lesendur mína að íhuga, að tímakaup verkamanns var þá sem næst ein króna.
Aðalfundarmönnum var skýrt frá því, að Björgunarfélag Vestmannaeyja hefði þá fest kaup á danska hafrannsóknarskipinu Thor, sem þekkt var hér á landi af rannsóknarferðum sínum við strendur landsins um árabil. Kaupverð þess var 150 þúsundir króna án allra breytinga og aðgerða til þess starfs, er því var nú ætlað. Hins vegar var útbúnaður skipsins til björgunarstarfanna og strandgæzlunnar áætlaður að kosta um 75 þúsundir króna. Það var þá mikið fé. En Sigurði lyfsala óx ekkert í augum í þessum efnum. Bara að knýja á. Og á þessum fyrsta aðalfundi Björgunarfélagsins safnaðist hlutafé, sem nam 89 þúsundum króna til viðbótar því, sem Sigurður hafði áður safnað.
Og áfram hélt Sigurður söfnunarstarfinu, þar til markinu var náð.
Sjálfur gaf Sigurður og þau hjón drjúgan skilding í björgunarfélagssjóðinn.
Í 10. ársriti Björgunarfélags Vestmannaeyja er svona að orði komizt um þetta söfnunarstarf Sigurðar lyfsala: ,,Hann rak erindi sitt með miklum áhuga. Það var sagt um hann þá og lengi síðan, að í þessu velferðarmáli blési hann áhuga í alla þá, er hann hitti, hvort heldur var heima eða heiman. Hann var alltaf reiðubúinn að ræða þetta mál við hvern, er hann átti að skipta, hvort heldur var í viðræðum, á fundum, í blöðum eða bréfum. Hann átti og mikinn þátt í því, að Þór var keyptur og undinn var bráður bugur að því að fá hann svo fljótt, sem raun varð á.“
Föstudagurinn 26. marz 1920 rann upp. Stórkostlegasti dagurinn í lífi Sigurðar Sigurðssonar lyfsala og alls þorra þeirrar kynslóðar Vestmannaeyinga er þá báru hita og þunga dagsins: Björgunarskipið Þór sigldi inn á Vestmannaeyjahöfn. Göfug hugsjón var orðin að veruleika sökum eldhuga og áræðis skáldsins frá Arnarholti, fórnarvilja hans og allra hinna, sem skildu, hvað fyrir honum vakti og að hverju var stefnt, hins góða skilnings Eyjabúa í heild á nauðsyn skipsins og þeirri hamingju, blessun og öryggi, sem það gæti orðið allri Eyjabyggð og íslenzku þjóðinni í heild. Þessi veruleiki lét sér ekki til skammar verða. Það er víst og satt.
En Sigurður Sigurðsson lét sér ekki nægja starfið mikla fyrir björgunarmálin í Eyjum. Hann beitti einnig starfsorku sinni til þess að efla Ekknasjóðinn þar, sem ætlað var það hlutverk að styrkja ekkjur sjómanna og svo þeirra, sem misst höfðu lífið við öflun fæðu í björgum Eyjanna.
Þegar lyfsalinn fyllti fimmtíu árin (1929), skrifaði Páll V. G. Kolka læknir, sem þá hafði verið læknir í Eyjum nær einn áratug og kynnzt starfi og streði lyfsalans til eflingar mannúðarmálunum, skelegga grein um hann í eitt Vestmannaeyjablaðið. Ég leyfi mér að birta hér nokkurn hluta þeirrar greinar til áréttingar máli mínu.
Læknirinn skrifaði: ,,Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur frá öndverðu þann tvöfalda tilgang að vernda líf sjómanna og verja þau fiskimið, sem þeir og sifjalið þeirra á alla afkomu sína undir. Hvorttveggja hefur tekizt öllum vonum fremur. Mörg eru þau mannslífin, sem Þór og Óðinn (annað varðskipið sem íslenzka þjóðin eignaðist) hafa heimt úr helju á þeim árum, sem liðin eru frá félagsstofnuninni. Hraustir og hugrakkir sjómenn hafa stýrt þeim marga myrka nótt út í ofveður og ósjó til þess að leita meðbræðra, sem í lífsháska hafa verið staddir á litlum fiskibátum, er þeim var ofvaxið að ná landi af eigin rammleik. Fleiri væru hér börnin föðurlaus í landi og ekkjurnar illa stæðu, ef ekki hefði notið við björgunarskipanna. Og margir hefðu hér minna að bíta og brenna, ef strandvarnarskipin hefðu ekki varið hin dýrmætu mið og veiðarfæri landsmanna.
Enginn nefnir svo Björgunarfélag Vestmannaeyja, að honum komi ekki einnig í hug Sigurður lyfsali Sigurðsson, skáldið frá Arnarholti, því að nafn hans og starf gengur eins og rauður þráður í gegnum sögu þess félags. Með brennandi áhuga sínum fyrir þessu velferðarmáli sameinaði hann Vestmannaeyinga til þess stórræðis að kaupa á dýrum tíma heilt eimskip til björgunar og strandvarna, helgaði þessu máli krafta sína óslitna, lagði því sjálfur mikið fé úr eigin vasa, safnaði meðal vina sinna í
Reykjavík stórfé til fyrirtækisins, talaði svo máli þess, að hann aflaði því fylgi víðsýnustu stjórnmálamanna allra flokka, og hann vakti sofandi þing og þjóð til meðvitundar um heilaga skyldu og rétt til að verja landhelgina og fá þær auðsuppsprettur, er hún geymir, í hendur óborinna, íslenzkra kynslóða. Honum er það allra manna mest að þakka, að íslenzkur lögreglufáni blaktir nú yfir landhelgi vorri, og hefur starfi hans í þessu efni einnig orðið þýðingarmikill þáttur í sjálfstæðismáli þjóðarinnar.
Sagan af starfi Sigurðar lyfsala í þágu sjómanna er ekki fullsögð, þótt
afskiptum hans af Björgunarfélagi Vestmannaeyja sé lýst. Hann hefur fleira á prjónunum skyldra áhugaefna. Margra ára starf hans fyrir Ekknasjóðinn, sem kemur að notum eftirlifandi konum drukknaðra sjómanna, er öllum Vestmannaeyingum kunnugt. Fyrir tillögur hans og atbeina er líklegt, að Slysavarnafélag Íslands gefi hingað góðan björgunarbát til þess að nota aðallega á Eiðinu ... Enn fremur er eitthvert aðaláhugamál hans nú að reisa fleiri sæluhús á söndunum í Skaftafellssýslu fyrir sjómenn þá, erlenda og innlenda, sem stranda þar, en eins og kunnugt er, hafa strandmenn oft lent í hinum mestu hrakningum á hinum löngu eyðisöndum þar eystra, áður en þeir hafa hlotið húsaskjól.
Hvað er það, sem hefur gert Sigurð lyfsala svo áhugasaman og mikilvirkan í þarfir björgunarmála? Ég held skáldgáfa hans. Skáldin eru að vísu nokkuð hviklynd vegna þess, hve næm þau eru fyrir áhrifum utan að, en á hinn bóginn eru þau allra manna áhugasömust og mest óþreytandi, þegar þau berjast í þjónustu göfugra málefna, af því að þau eru einnig næmari fyrir því, sem tilfinning þeirra og sannfæring segir þeim að sé heilög hugsjón.
Sigurður orti áður fyrr allmikið af fögrum og lyriskum ljóðum. Á síðari árum hefur skáldgáfa hans aðallega fundið útrás í þeirri fögru hugsjón að vernda líf þeirra, sem á sjóinn sækja og verja óðalsrétt Íslendinga innan landhelginnar. Vegna þess að hann er einnig, þegar því er að skipta, hagsýnn maður og mikilvirkur, hafa draumar hans í þessum efnum, sem flestir hefðu í byrjun kallað skáldlegt ævintýri, orðið að bláberum veruleika. Hann er því ekki eingöngu höfundur hljómfagurra orða, heldur einnig engu síður höfundur farsælla framkvæmda. Fyrir þær framkvæmdir í þjónustu mannúðarinnar, atvinnuveganna og íslenzks þjóðernis mun nafn hans geymast lengi í sögu lands og þjóðar. Fyrir því heiðrum við hann einnig nú á fimmtugsafmæli hans, eins og verðugt er með hvern þann mann, sem vinnur óeigingjarnt verk í þarfir góðs og göfugs málefnis.“
Þetta voru nokkur orð úr skrifum Kolka læknis um Sigurð lyfsala, er hann varð fimmtugur.
Í 10 ára afmælisriti því, er Björgunarfélag Vestmannaeyja gaf út 1931 um störf sín fyrstu 10 árin, fannst Kolka lækni gert of lítið úr starfi lyfsalans, er björgunarskipskaupunum var komið í framkvæmd.
Páll Bjarnason, skólastjóri, skrifaði ritið fyrir þáverandi stjórn Björgunarfélagsins. Nokkrar hnýfilyrtar blaðadeilur spunnust út af riti þessu milli höfundar og læknisins. Ekki óska ég, sem þetta skrifa, að blanda mér í það ágreiningsmál, þó að mér fyndist þá og hafi alltaf fundizt ýmsir valdamenn í Eyjum vildu draga starf og fórnarvilja lyfsalans um málið það undir hulinshjálminn og skreyta sig með fjöðrum hans sér til pólitísks ávinnings og gyllingar. Sigurður sjálfur gekk þessa ekki dulinn. Hann lét stundum í ljós beiskju sína, þó að sjaldnar væri en ætla mætti. Af hreinni tilviljun varð ég áheyrandi að þessu.
Stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja hafði boðað til almenns fundar „Nýjabíó“, nú Vestmannabraut 28, vörugeymsluhúsi Heildverzlunar Heiðmundar Sigurmundssonar. Þangað slæddist ég m.fl. og þangað kom Sigurður lyfsali og flutti ræðu, bituryrta og stóryrta. Í beiskju sinni fullyrti hann, að níðzt hefði verið á sér og stjórnarmenn félagsins og aðrir framámenn félagsins hefðu á seinni árum reynt eftir megni að reyta af sér fjaðrirnar, eins og hann orðaði það, og skreytt sig sjálfa og störf sín í þágu björgunarmálanna með fjöðrum hans. Að ræðu lokinni rauk ræðumaður út af fundinum í fússi.
Þá tók formaður félagsins til máls og bað fundarmenn að taka lyfsalann, hugsanir hans og orð, ekki of hátíðlega, því að tæplega yrði hann talinn með fullu viti eins og komið væri fyrir honum. Ég undraðist stórum, því að ég hafði ekki heyrt það orðað, að neinn sjúkdómur ásækti sálarlíf Sigurðar. Hann var að vísu drykkjumaður, en það eru fleiri, og þó ekki opinberlega a.m.k. sagðir sálsjúklingar! (þó að vitaskuld séu þeir að einhverju leyti sjúklingar).
Sigurður lyfsali og skáld vann að fleiri framfaramálum í Vestmannaeyjum en björgunarmálunum og Ekknasjóðnum. Hann átti hlut að því, að Eyjabúar stofnuðu slökkvisveit í þorpinu árið 1913, sama árið og hann settist þar að. Fyrsti slökkvisveitarstjórinn var Brynjólfur Sigfússon, kaupmaður og tónlistarmaður, organisti og söngstjóri.
Þegar fram liðu stundir og sýslubókasafn kaupstaðarins (sem þá var orðinn ) var endurreist, gaf hann því margar bækur og talaði máli þess því til eflingar, hvar sem tækifæri bauðst.
Árið 1931 fluttu lyfsalahjónin burt frá Eyjum og settust að í Reykjavík. Þar bjuggu þau við Njarðargötuna.
Einhvernveginn hef ég það á tilfinningunni, að Sigurður lyfsali hafi aldrei fundið sjálfan sig, eftir að hann fluttist burt úr Eyjum. Hann mun hafa ánetjast þar Bakkusi meir og átakanlegar en nokkru sinni fyrr. Sigurður lyfsali andaðist 4. ágúst 1939.
Kristján Einarsson frá Stakkadal skrifaði grein um hann í Morgunblaðið 10. ágúst (1939) og standa þessi orð þar m.a.: ,,Hann var snjallasta skáld þeirra manna, er ég þekkti, og hann bar í hjarta sínu svo lifandi og einlægan áhuga fyrir velferð Íslands, atvinnuvegum þess og menningu, að með afbrigðum má telja. Þetta tvennt sannaði Sigurður hverjum þeim, sem heyrði hann og þekkti störf hans ... Ást hans á tungunni féll svo undravel saman við ást hans og virðingu á skáldskapnum. Þar mátti ekki sjást blettur né hrukka á hugsun né formi.“
Lyfsalahjónin Sigurður og Anna eignuðust eina stúlku barna. Hún hét Helga. Fædd árið 1907. Giftist Steindóri Sigurðssyni, rithöfundi, árið 1929. Andaðist í júlí 1931. Eignuðust eitt barn, sem hlaut nafn Sigurðar afa síns, skáldsins frá Arnarholti.