Anna Guðrún Pálsdóttir (Arnarholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anna Guðrún Pálsdóttir og Sigurður Sigurðsson.

Anna Guðrún Pálsdóttir í Arnarholti, húsfreyja, píanóleikari fæddist 16. ágúst 1882 í Gaulverjabæ í Flóa og lést 24. september 1959 í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru sr. Páll Sigurðsson prestur, síðast í Gaulverjabæ, f. 16. júlí 1839, d. 23. júlí 1887, og kona hans Margrét Andrea Þórðardóttir sýslumanns að Litla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 5. ágúst 1841, d. 5. janúar 1938.

Móðurbróðir Önnu Guðrúnar var sr. Oddgeir Þórðarson GuðmundsenOfanleiti.

Anna Guðrún giftist Sigurði 1906, eignuðust Helgu 1907. Hjónin fluttust með Helgu dóttur sína úr Borgarfirði til Eyja 1913 og bjuggu í Arnarholti, áður nefnt Stakkahlíð, þar sem Apótekið var í áratugi.
Anna Guðrún tók virkan þátt í listalífi Eyjanna, var píanóleikari.
Vegna lélegs heilsufars varð Sigurður að hætta lyfsölustörfum og fluttust hjónin til Reykjavíkur í byrjun 4. áratugarins

Maður Önnu Guðrúnar, (29. september 1906), var Sigurður Sigurðsson lyfsali og skáld, f. 15. september 1879 í Kaupmannahöfn, d. 4. ágúst 1939 í Reykjavík.
Barn þeirra var
1. Helga Sigurðardóttir húsfreyja í Eyjum, f. 17 júní 1907 í Arnarholti í Stafholtstungum í Borgarfirði, d. 12. júlí 1931 í Eyjum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.