„Elliðaey“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(38 millibreytingar ekki sýndar frá 6 notendum)
Lína 1: Lína 1:
{{Eyjur}} [[Mynd:DSCF0862.jpg||thumb|left|Elliðaey]]
[[Mynd:Ellidaey.jpg|thumb|250px|left|Perla Atlantshafsins, Elliðaey
''Mynd Ívar Atlason - ágúst 1997'']]
{{Eyjur}}
'''Elliðaey''' er þriðja stærsta eyja [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyja]], (stundum nefnd ''Ellirey''), og er 0,45 km² að flatarmáli. Eyjan er víðast sæbrött, lægri að austanverðu þar sem greitt er uppgöngu um Austurflá þar sem reipi hefur verið komið fyrir. Elliðaey er mjög grösug og þar var heyjað fyrrum og einnig hagaganga fyrir sauðfé og jafnvel nautgripi. Gífurlega mikið varp er þar og fuglatekja. Eyjan er hæst að norðan, það er Hábarð (114 metrar yfir sjávarmáli). Á eyjunni eru tveir gjallgígar, Litli Bunki og Stóri Bunki. Talið er að eyjan hafi myndast í eldgosi sem hefur verið töluvert stærra en [[Surtsey]]jargosið, fyrir um 5-6 þúsund árum.  
'''Elliðaey''' er þriðja stærsta eyja [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyja]], (stundum nefnd ''Ellirey''), og er 0,45 km² að flatarmáli. Eyjan er víðast sæbrött, lægri að austanverðu þar sem greitt er uppgöngu um Austurflá þar sem reipi hefur verið komið fyrir. Elliðaey er mjög grösug og þar var heyjað fyrrum og einnig hagaganga fyrir sauðfé og jafnvel nautgripi. Gífurlega mikið varp er þar og fuglatekja. Eyjan er hæst að norðan, það er Hábarð (114 metrar yfir sjávarmáli). Á eyjunni eru tveir gjallgígar, Litli Bunki og Stóri Bunki. Talið er að eyjan hafi myndast í eldgosi sem hefur verið töluvert stærra en [[Surtsey]]jargosið, fyrir um 5-6 þúsund árum.  


Lína 6: Lína 8:
Deildar meiningar eru um nafn eyjunnar en Elliðaeyjarnafnið dregur hún sennilega af skipi því að hún er lík stafnháu skipi. En sumir segja að nafnið ''Ellirey'' sé vegna þess að eyjan taki nafn sitt af tveimur hellum H-ellirey, en önnur eyja í Vestmannaeyjum dregur nafn sitt af hellum, [[Hellisey]].  
Deildar meiningar eru um nafn eyjunnar en Elliðaeyjarnafnið dregur hún sennilega af skipi því að hún er lík stafnháu skipi. En sumir segja að nafnið ''Ellirey'' sé vegna þess að eyjan taki nafn sitt af tveimur hellum H-ellirey, en önnur eyja í Vestmannaeyjum dregur nafn sitt af hellum, [[Hellisey]].  


Í bókinni ''Örnefni í Vestmannaeyjum'' segir að Elliðaey sé „''[...] í tilliti til stærðar og frjósemi [[Heimaey]]junni næst. Hún liggur frá N. til S. og er breiðust að norðan, en mjóst að sunnan. Að vestan og norðan er eyjan afar há, og eru hamrarnir næstum þverhníptir. Þó eru hillur og bekkir hér og hvar í þeim, á hverjum rilla og [[svartfugl]] verpa.''“ [[Mynd:Elliðaey-kort.PNG|thumb|right|Gamalt kort af eynni]]
Í bókinni ''Örnefni í Vestmannaeyjum'' segir að Elliðaey sé „''[...] í tilliti til stærðar og frjósemi [[Heimaey]]junni næst. Hún liggur frá N. til S. og er breiðust að norðan, en mjóst að sunnan. Að vestan og norðan er eyjan afar há, og eru hamrarnir næstum þverhníptir. Þó eru hillur og bekkir hér og hvar í þeim, á hverjum rilla og [[svartfugl]] verpa.''“  


Austan til í eyjunni er hún mjög lág, og þar er uppganga í lítilli vík, sem kölluð er '''Höfnin'''.  
Austan til í eyjunni er hún mjög lág, og þar er uppganga í lítilli vík, sem kölluð er '''Höfnin'''.  
Lína 12: Lína 14:
Elliðaey er á náttúruminjaskrá því þar eru mjög miklar og sérstæðar sjófuglabyggðir. Í Elliðaey er að finna helstu varpbyggðir storm- og sjósvölu á Íslandi, sem telja tugþúsundir para. [[Fýll]] og [[langvía]] verpa mikið í Elliðaey, auk [[Lundi|lunda]].  
Elliðaey er á náttúruminjaskrá því þar eru mjög miklar og sérstæðar sjófuglabyggðir. Í Elliðaey er að finna helstu varpbyggðir storm- og sjósvölu á Íslandi, sem telja tugþúsundir para. [[Fýll]] og [[langvía]] verpa mikið í Elliðaey, auk [[Lundi|lunda]].  


Á eyjunni er stórt veiðihús í eigu Elliðaeyjarfélagsins, sem stundar þar [[Lundi|lundaveiði]] á sumrin og eggjatöku á vorin. Í gamla daga var veiðihúsið kallað „ból“.  Fyrsta bólið sem reist var í eynni stendur enn. Er það notað sem geymsla og stendur vestan við ''"Skápana“''.  Árið 1953 var nýtt ból reist við rætur [[Hábarð]]s því gamla húsið stóðst ekki tímans tönn.  1985 var hafist handa við að byggja nýtt veiðihús á tveimur hæðum sem var áfast húsinu sem byggt var 1953. Lokið var við þá byggingu 1987.  1994 kom í ljós að bólið frá 1953 var orðið það illa farið að ekki var hægt að nota það lengur.  Var það þvi rifið og annað hús reist í staðinn á sama stað, lauk þeirri byggingu 1996.
[[Mynd:Bolid.jpg|thumb|350px|Bólið í Elliðaey.
Á árunum 2000-2001 var reist lítið hús vestan við bólið sem hýsir gufubað Elliðaeyjarfélagsins.  [[Mynd:Bolid.jpg|thumb|300px|Bólið í Elliðaey.  ''Mynd Ívar Atlason-júní 1991'']]
''Mynd Ívar Atlason-júní 1991'']]
 
Á eyjunni er stórt veiðihús í eigu Elliðaeyjarfélagsins, sem stundar þar [[Lundi#Lundavei.C3.B0i|lundaveiði]] á sumrin og eggjatöku á vorin. Í gamla daga var veiðihúsið kallað „ból“.  Fyrsta bólið sem reist var í eynni stendur enn. Er það notað sem geymsla og stendur vestan við ''"Skápana“''.  Árið 1953 var nýtt ból reist við rætur [[Hábarð]]s því gamla húsið stóðst ekki tímans tönn.  1985 var hafist handa við að byggja nýtt veiðihús á tveimur hæðum sem var áfast húsinu sem byggt var 1953. Lokið var við þá byggingu 1987.  1994 kom í ljós að bólið frá 1953 var orðið það illa farið að ekki var hægt að nota það lengur.  Var það þvi rifið og annað hús reist í staðinn á sama stað, lauk þeirri byggingu 1996.
Á árunum 2000-2001 var reist lítið hús vestan við bólið sem hýsir gufubað Elliðaeyjarfélagsins.   


== Höskuldur í Elliðaey ==
== Höskuldur í Elliðaey ==
Lína 22: Lína 27:


== Jarðeignir ==
== Jarðeignir ==
[[Mynd:Elliðaey-vetur.jpg|thumb|250px|Elliðaey í vetrarbúningi. Eyjafjallajökull í baksýn.]]
[[Mynd:Elliðaey-vetur.jpg|thumb|350px|Elliðaey í vetrarbúningi. Eyjafjallajökull í baksýn.]]
 
Áður fyrr var eyjunum skipt upp milli jarða á Heimaey. Elliðaey gat borið 256 sauði, eða sextán kindur per jörð, þar sem sextán jarðir höfðu aðgang að Elliðaey.
Áður fyrr var eyjunum skipt upp milli jarða á Heimaey. Elliðaey gat borið 256 sauði, eða sextán kindur per jörð, þar sem sextán jarðir höfðu aðgang að Elliðaey.
* [[Kornhóll]] (Garðurinn)
* [[Kornhóll]] (Garðurinn)
Lína 28: Lína 34:
* [[Gjábakki]] (2 býli)
* [[Gjábakki]] (2 býli)
* [[Presthús]] (2 býli)
* [[Presthús]] (2 býli)
* [[Oddstaðir]] (2 býli)
* [[Oddsstaðir]] (2 býli)
* [[Búastaðir]] (2 býli)
* [[Búastaðir]] (2 býli)
* [[Stóragerði]]
* [[Stóragerði]]
Lína 35: Lína 41:
* [[Þorlaugargerði]] (2 býli)
* [[Þorlaugargerði]] (2 býli)


{{Heimildir|
* Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum.
* ''Aðalskipulag Vestmannaeyja'', 2004-2014, 4. tillaga (22/10/2004)
}}
== Ellirey - Gengið við á gömlum og nýjum lundaveiðistöðum ==
''Skráð af Pétri Guðjónssyni frá Oddsstöðum og síðar Kirkjubæ.
Okkur Þórarni Sigurðssyni rafvirkjameistara, með meiru, kom saman um það, að gaman væri að fara dagstund út í Ellirey, ganga um eyna og færa inn á blað hina ýmsu lundaveiðistaði, bæði gamla og nýja. Svo kom að því, að ákveðið var að fara skyldi einn laugardag eftir hádegi,enda var veðrið mjög gott, norðangola og ládauður sjór.
Farið var með m/b Lat, VE 10 skipstjóri að sjálfsögðu Sigurður Sigurðsson (Diddi frá Svanhóli), eigandi bátsins og formaður Ellireyjarfélagsins.
Þegar komið var út fyrir hafnargarða, var haldið laust sunnan við '''Ellireyjartanga''', sem er syðsti oddi á eynni. Þegar komið er fyrir tangana, er haldið í norður, austan við '''Suður- og Norður-Búr''' vegna þess, að norðan við '''Búrið''' er stór blindflúð, sem er að vísu upp úr á fjöru, en sést ekki á flóði nema í brimi. Þessi flúð er hið eina, sem forðast þarf þegar sjóleiðin er farin kringum Ellirey.  Þá er haldið vestur,sunnan við mjög stóran klettadrang eða sker, sem heitir '''Hlein''', og myndar hún mjótt sund við eyna.
Að austan eru þrjár uppgöngur.  Sú syðsta er syðst á flánni og er aðaluppgangan.  Þar út frá er haft ból, svo að í góðu leiði er hægt að hafa bátinn festan við það og í land.  Þarf þá enginn maður að vera í bátnum, og svo var í þetta sinn.
Um það bil fyrir miðri flánni er kór, sem kallaður er '''Lundakór'''.  Þar var báturinn, sem sótti lundann, alltaf afgreiddur áður fyrr, og hefur kórinn sennnilega fengið nafn af því.  Nú er þessi staður ekki notaður nema um fjöru, enda er um flóð mjög gott að afgreiða bát norður á nefinu og mun styttri burður, ef um flutning er að ræða. Af nefinu er haldið upp í rétt, þar sem leiðinni er skipt, hvort sem borið er upp eða niður, og hefur svo verið í langan tíma.  Áður en réttin var flutt, en það mun hafa verið um 1925, var þessi staður kallaður '''Skarð'''.  Réttin var áður við '''Suður-Búr''', en vetrarsjórinn jafnaði hana vanalega við jörðu.[[Mynd:Ellidaey_austurfla.JPG||thumb|450px|Uppgangan að austan í Elliðaey.  Trillan Lubba bíður út á höfninni eftir mannskapnum.  Vinstra megin við Lubbuna er '''Hleinin'''.  Skáhallandi kletturinn sem einnig sést heita '''Norður-Búr'''.  Í hamrinum aftan við Lubbuna er '''Teistuhellir'''.
''Mynd Ívar Atlason - ágúst 1986'']]
Þá er að ganga sólarsinnis með brúnum.  Þegar komið er um 80 metra suður af réttinni, myndast dálítið nef.  Þar er '''Norður-staðurinn''' á hamrinum, áttin rétt austan við Bjarnarey.  Þetta var mjög góður staður, áður en réttin var flutt.  Áfram er haldið.  Uppi af miðri '''Austururð''' er stór steinn, sem er laus við bergið að ofanverðu, en hefur aðeins setu að neðan, svo að maður skilur ekki, að hann skuli ekki hafa hrapað niður.  Þessi staður er nefndur '''„Við körtuna“'''.  Áttin er suðaustankaldi.
Áfram er haldið suður með hamrinum, þar til hann endar.  Þá tekur við annar hamar, sem liggur í austur, og austast er góður lundastaður, sem nefndur er Hrafnajaðar eða Hafnarjaðar.  Þar þarf vindstaðan að vera mjög norðlæg eða standa norðan við Norður-Búr.  Niður undan staðnum er hellir, sem heitir Teistuhellir.  Þar hafa teistur verpt.  Hægt er að komast í hellinn bæði austan og vestan frá um stórstraumsfjöru.
Héðan er haldið í suður eftir hamri, sem nær suður að '''Suður-Búrum''' og heitir '''Réttarhamar'''.  Undir honum er urð, sem heitir '''Réttarurð'''.  Nöfnin eru sennilega frá þeim tíma, er réttin var syðst í urðinni vestan við Suður-Búr, enda stutt að ná í grjót í urðina.  Á Réttarhamrinum er enginn lundastaður nema syðst, þar sem myndast smánef.  Var stundum setið þar í sunnan-suðaustangolu, en veiði var aldrei mikil.
Á Suður-Búrum eru tveir staðir.  Uppi á '''Há-Búrum''' er smáhaus, og niður undan honum er flá, sem setið var á og háfurinn lá eftir.  Þarna veiddist oft sæmilega vel.  Áttin er suðaustankaldi.  Hinn staðurinn er neðst norðan megin.  Þar er smápallur, sem setið er á, horft er í vestur, en háfurinn liggur í norður.  Þarna veiddist aldrei mikið.  Áttin er suðaustangola.  Suður-Búrum hallar frá austri til vesturs.  Að vestan er grasi gróin brekka, sem heitir '''Búrabrekka'''.  Svo er önnur brekka, sem hallar frá vestri til austurs.  Er þetta mikið flæmi, sem nær frá '''Hólum''' eða '''Hausum''', sem eru upp af Hrafnajaðri, og upp að '''Stóra-Bunka''' og alla leið að suðurbrún.  Þetta heitir '''Langihryggur'''.  Þar sem þessar brekkur mætast, myndast skarð.  Var oft setið syðst í skarðinu, þrír að austan og tveir að vestan.  Þarna veiddist aldrei mikið.  Fuglinn hætti svo fljótt að fljúga.  Áttin suðaustangola.
Í Langahrygg, uppi af syðstu brún Réttarhamars, var oft setið.  Þar voru útbúnar setur,og voru þar vanalega þrír menn, hver uppi af öðrum.  Aldrei var mikil veiði á þessum stað.  Áttin suðaustangola.
Á '''Norður-Búrum''' er enginn lundastaður, enda er gróður enginn.  Að austan er þverhnípt standberg, og verpir þar nokkuð mikið af svartfugli.  Að vestan er hallandi brekka alla leið niður að Réttarurð.  Er hallinn sennilega um 45 gráður, en þó sæmilega gengur.  Efni bergsins er móberg.
Frá efri staðnum á '''Suður-Búrum''' halla móbergslögin til suðurs alla leið niður í sjó.  Neðst er mikil flá, sem heitir '''Búraflá'''.  Þar fyrir ofan er nokkuð stórt lón, sem heitir '''Búralón''', og er í því bæði flóð og fjara.  Að ofan er urð, sem heitir '''Vatnsurð''', og að vestan er smápallur, þar sem vatn seytlar.  Er svo aðeins á þessum eina stað á eynni, en gallinn er sá, að vatnið er mjög salt.
Þegar komið er upp úr urðinni, liggur leiðin með lágum hamri, en mjög löngum, sem nær alla leið að syðstu brún.  Þessi hamar heitir '''Vatnsurðarhamar''', og er undir honnum gróin urð, sem heitir '''Vatnsurð'''.  Er hún oft þéttsetin fugli.  Syðst í urðinni, eða á '''Landsuðurnefinu''', eru mjög góðir lundastaðir, bæði þegar fuglinn flýgur norður eða suður.  Þegar fuglinn flýgur í norður, er setið á steini, sem er alveg frammi í brúninni, og flýgur þar fyrir mjög mikið af fugli.  Hefur og fengist í þessum stað mesta veiði, sem vitað er um á einum degi, eða 1000 fuglar.  Rétt ofan við þessa setu er önnur seta, þar sem veiðist oft sæmilega, en ekki má vera nema lítill vindur þar.  Áttin í báðum þessum stöðum er norðaustlæg.  Þegar fuglinn flýgur í suður, er setan í upphlaðinni vörðu rétt hjá neðri setunni.  Þar er áttin suðaustankaldi.
Svo er haldið áfram, og þá tekur við suður-brúnin, mjög mikill hamraveggur, sem nær alla leið vestur að '''Háubælum'''.  Rétt vestan við nefið er sennilega besti lundaveiðistaður í eynni.  Er setan þar um fjórir metrar neðan við brúnina.  Þessi staður heitir '''Skora'''.  Þarna veiðist mjög vel, ef áttin er hagstæð, en þá þarf að vera sunnan-suðaustankaldi.  Mesta veiði á þessum stað eru 900 fuglar á 8 klukkustundum.  Niður af setunni er nokkuð mikið af svartfugli.  Það er kallaðar '''Landsuðurshillur'''.  Þarna var oft sigið til eggja, en var erfitt, því að loft er mikið.  Eru þar um 300 egg.
Rétt vestan við '''Skoruna''' er veiðistaður, sem heitir '''Gil'''.  Þar er setan alveg frammi í brúninni, og hefur þar alla tíð aflast mjög vel.  Áttin er vestankaldi.
Rétt vestan við '''Gilið''', niðri í miðju bergi, er svartfuglabæli, sem heitir '''Kerlingabæli'''.  Eru þar um 150 egg.
Upp er haldið.  Þegar komið er upp á hábrún, er þar einkennilegt fyrirbæri, sem heitir '''Kerling'''.  Virðist þetta vera hlaðið af mannavöldum.  Fyrst er mjög mikil undirstaða, og koma svo á hana tveir stórir steinar með nokkru millibili, svo að þarna myndast gat.  Undir þessum steinum eru steinklípi eins og til að gera þá stöðugri.  Ofan á þessa steina kemur svo stór steinn, sem bindur þá saman, og síðan einn minni sem myndar höfuð frúarinnar.  En eitt er víst.  Ef þessi stytta er hlaðin af mannavöldum, hafa það verið mikil karlmenni, sem það gerðu.
[[Mynd:Kerling.jpg||thumb|250px|Kerlingin.
''Myndina tók Stefán Erlendsson'']]
Rétt austan við '''Kerlingu''' er mjög stór, gróinn steinn, sem heitir '''Stóri-Kerlingarhaus'''.  Þegar fugl er uppi, er hann þéttsetinn og eins hamrar og brekkur í kring.  Öruggt er, að þessi haus hefur aldrei verið höfuð frúarinnar, sem hér var verið að segja frá.
Vestan í '''Stóra-Kerlingarhaus''' er staður sem oft var setinn, en þar veiddist lítið.  Þessi staður var kallaður '''Kerlingarklof'''.
Nú fer að halla til vesturs.  Þar myndast nokkuð mikil brekka.  Heitir þetta '''Flái''', og hafa þeir lundastaðir, sem þarna eru, sama nafn.  Uppi á brúninni er nokkuð stór steinn, og undir honum er seta.  Þetta hefur alla tíð verið mjög góður staður og áttin vestankaldi.  Rétt neðan við þessa setu er flatur steinn, og við hann er seta, þar sem oft veiddist vel.  Þar er áttin suðaustankaldi.  Rétt austan og ofan við þennan stað, í sjálfu nefinu, er seta.  Þar heitir '''Lávarðadeild'''.  Veiddist þarna oft sæmilega.  Áttin suðaustankaldi.
Þegar farið er frá '''Fláanum''' og heim, er mikið um lautir og hóla alla leið að ''' Stór-Bunka'''.  Það heita '''Kirkjulágar'''.  Vestan við þær og alla leið eru mjög stórir hraundrangar eða hausar, sem nefnast '''Kirkjuhausar'''.  Í einum þeirra er nokkuð stór skúti, sem heitir '''Kirkja'''.  Sunnan við hausana er dálítil flöt og þar út frá sker, sem kallast '''Smali'''.  Uppi í eynni á móti er urð, sem heitir '''Smalaurð'''.  Í hana er ekki hægt að komast nema á bandi.  Uppi í berginu og austan við urðina er nef, sem heitir '''Smalaurðarnef'''.  Var oft setið þar í háaustanátt.  Veiddist þar oft mikið af svartfugli, því að þar austar og innar af er stærsta svartfuglabæli í eynni.  heitir þar '''Stór-Kerlingarbæli'''.  Maður hefur heyrt þess getið, að aðeins einu sinni hafi verið komið á þetta bæli, og var það Jón heitinn Ingimundarson í Mandal.  Hefur það sennilega verið um síðustu aldamót.  Hafði hann snarað 600 svartfugla.  Að vísu var gerð tilraun til að komast á bælið fyrir nokkrum árum, en hún mistókst.
Upp af nefinu er haldið upp troðna fjárgötu, sem var áður mjög greiðfær, en er nú orðin gróin, síðan fé hætti að vera í eynni.  Þegar upp er komið, komum við að nokkuð stórum steini.  Austan í honum er seta, og veiddist þar vel í byrjun.  Áttin er vestlæg. Þetta er kallað '''Árnasafn'''.  Norðvestan af þessum stað er seta, sem heitir '''Moldaskora'''.  Þar veiðist oft nokkuð vel, þegar lítið er að hafa annars staðar.  Þarna vestur af og norðar er nokkuð langur laus hamar, sem stendur á allbröttum mófláa, og nær hann nokkru lengra fram.  Þetta heitir '''Moldi'''.  Fyrir miðjum hamrinum er seta með sama nafni.  Frammi í brúninni á móflánni fyrir miðju, nokkra metra niðri í berginu, er allstór bekkur, sem nefndur er '''Moldabekkur'''.  Þar verpa nokkrir fýlar, og fyrir neðan þennan bekk er svartfuglabæli, sem heitir '''Moldabæli'''.  Er þar um 80 egg.  norðan við Molda eru nokkuð miklar flatir, sem heita '''Suðurflatir'''.  Þar var oft heyjað áður fyrr.  Þess skal getið, að þegar Presthúsin fengu jarðarréttindi með hlunnindum í Ellirey, var eina grasnyt þeirra Suðurflatirnar.


==Úr örnefnaskrá [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]]==
==Úr örnefnaskrá [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]]==
Lína 93: Lína 48:
Ellirey hefir tvö uppsátur fyrir báta, austan og vestan. Er hvilft allstór í eyna að vestan, og í henni urð nefnd '''Vestururð''' , hvar uppsátrið er. En hvilftin nefnd '''Höfn'''. Í mynni hennar er flúð, sem ber allmikið af brim, við lendingarstaðinn nefnd '''Hlein'''. Í urðinni er, að norðanverðu, stórir steinar, sem venjulega er lagt að, til að ferma og afferma og kallaðir eru '''Heysteinar, Efri-'''  og '''Fremri-'''  og '''Hryggsteinn'''  litlu norðar. Upp úr urðinni eru 3 uppgöngur á eyna, er sú syðsta vestan við svonefndan '''Suðurhamar'''. Önnur sunnan við '''Vesturhamar'''; eru þar í milli nefndir '''Ófeigshausar'''. Kolbrunnið berg (rautt) og er neðst í því '''Blábringur'''; hryggur úr blágrýti er nú stendur langt fram úr berginu.  
Ellirey hefir tvö uppsátur fyrir báta, austan og vestan. Er hvilft allstór í eyna að vestan, og í henni urð nefnd '''Vestururð''' , hvar uppsátrið er. En hvilftin nefnd '''Höfn'''. Í mynni hennar er flúð, sem ber allmikið af brim, við lendingarstaðinn nefnd '''Hlein'''. Í urðinni er, að norðanverðu, stórir steinar, sem venjulega er lagt að, til að ferma og afferma og kallaðir eru '''Heysteinar, Efri-'''  og '''Fremri-'''  og '''Hryggsteinn'''  litlu norðar. Upp úr urðinni eru 3 uppgöngur á eyna, er sú syðsta vestan við svonefndan '''Suðurhamar'''. Önnur sunnan við '''Vesturhamar'''; eru þar í milli nefndir '''Ófeigshausar'''. Kolbrunnið berg (rautt) og er neðst í því '''Blábringur'''; hryggur úr blágrýti er nú stendur langt fram úr berginu.  


[[Mynd:Ellidaey.1971.jpg|thumb|250px|left|Elliðaey 1971]]
Þriðja uppgangan er norðan við áðurnefndan Vesturhamar; en hér fyrir norðan er '''Pálsnef'''  norðurtakmark hvilftarinnar. Er þar stundum lent við þegar lágt er í sjó og er þar uppganga allerfið. Upp af Pálsnefi eru skútar 2 nefndir '''Heyból'''  (var geymt hey þar og er annar þeirra mikið hruninn). Þar nokkuð norðar er '''Guðlaugsskúti'''  – ofan við brún. En þar niður af í miðju berginu '''Fýlabekkur'''. Þar norður af '''Helgagöngur'''  – er þar uppganga af sjó nokkuð hátt upp í bergið. Norður af Guðlaugsskúta er nokkuð stór steinn, sem ber hæst á brúninni; nefndur '''Hrútur'''. Þar niður af og lítið vestar '''Svelti'''. Hér fyrir austan tekur við '''Hábarð''' , hæsti tindur á eynni. En frá Pálsnefi og að Hábarði er hryggurinn nefndur einu nafni '''Nál'''. Er Hábarð og Nálin grasivaxin að sunnan, en standberg að norðan. Austan í Hábarði er brekka nefnd '''Siggafles'''. En neðan við brún sjávarmegin, '''Siggafleskekkir'''. Hér niður af, við sjó niðri, '''Stampahellir'''. En vestar, niður af hæsta Hábarði er flúð, sem aðeins er upp úr um flóð, nefnd '''Látur'''. Austast í hrygg þeim er Hábarð myndar, að austan, eru nefndir '''Stampar'''  (tindóttur graslaus endi). Sunnan við þá er '''Nautaflá'''. Á að hafa verið farið þar upp með naut til hagagöngu.   
Þriðja uppgangan er norðan við áðurnefndan Vesturhamar; en hér fyrir norðan er '''Pálsnef'''  norðurtakmark hvilftarinnar. Er þar stundum lent við þegar lágt er í sjó og er þar uppganga allerfið. Upp af Pálsnefi eru skútar 2 nefndir '''Heyból'''  (var geymt hey þar og er annar þeirra mikið hruninn). Þar nokkuð norðar er '''Guðlaugsskúti'''  – ofan við brún. En þar niður af í miðju berginu '''Fýlabekkur'''. Þar norður af '''Helgagöngur'''  – er þar uppganga af sjó nokkuð hátt upp í bergið. Norður af Guðlaugsskúta er nokkuð stór steinn, sem ber hæst á brúninni; nefndur '''Hrútur'''. Þar niður af og lítið vestar '''Svelti'''. Hér fyrir austan tekur við '''Hábarð''' , hæsti tindur á eynni. En frá Pálsnefi og að Hábarði er hryggurinn nefndur einu nafni '''Nál'''. Er Hábarð og Nálin grasivaxin að sunnan, en standberg að norðan. Austan í Hábarði er brekka nefnd '''Siggafles'''. En neðan við brún sjávarmegin, '''Siggafleskekkir'''. Hér niður af, við sjó niðri, '''Stampahellir'''. En vestar, niður af hæsta Hábarði er flúð, sem aðeins er upp úr um flóð, nefnd '''Látur'''. Austast í hrygg þeim er Hábarð myndar, að austan, eru nefndir '''Stampar'''  (tindóttur graslaus endi). Sunnan við þá er '''Nautaflá'''. Á að hafa verið farið þar upp með naut til hagagöngu.   


Lína 101: Lína 57:
Norður af Háubælum eru '''Lauphöfuð''' , nyrsti tangi fjallgarðsins er myndar höfnina sunnan megin. Upp af höfninni, á því nær miðri eynni – norður og suður – er hóll, æðistór, með 2 djúpum en grasi grónum eldsgígum, og er hóllinn nefndur '''Bunki'''  en gígirnir '''Bunkalágar'''. Milli Bunka og Háborðs er slægjuland, '''Norðurflatir'''. Þar austur af eru hamrastallar lágir, en undir þeim byrgi, '''Nautarétt'''. Þar austur af er '''Höskuldarhellir''' , smá hellir í grasinu sem mjög örðugt er að finna. Á þar að hafa verið útburður, sem gerði sláttu- og lundamönnum mikið ónæði; einkum undir vond veður. Hét sú Guðrún Höskuldsdóttir, er út bar. Nafnið þar af. Þar austar er smáhellir með vatni í, nefndur '''Vatnshellir'''. Suður af Bunka er annað sléttlendi og slægjuland, '''Suðurflatir'''. Austur af því er bjarghnúkur, nefnt '''Kirkja'''  og þar austur af '''Kirkjulágar'''. Út af Vatnsurð er '''Vatnsurðartangi'''. Þar fram af er smá flúð, '''Vatnsurðarflúð'''. Á henni fórst franskt fiskiskip veturinn 1885 og drukknaði öll áhöfn 24-26 manns.
Norður af Háubælum eru '''Lauphöfuð''' , nyrsti tangi fjallgarðsins er myndar höfnina sunnan megin. Upp af höfninni, á því nær miðri eynni – norður og suður – er hóll, æðistór, með 2 djúpum en grasi grónum eldsgígum, og er hóllinn nefndur '''Bunki'''  en gígirnir '''Bunkalágar'''. Milli Bunka og Háborðs er slægjuland, '''Norðurflatir'''. Þar austur af eru hamrastallar lágir, en undir þeim byrgi, '''Nautarétt'''. Þar austur af er '''Höskuldarhellir''' , smá hellir í grasinu sem mjög örðugt er að finna. Á þar að hafa verið útburður, sem gerði sláttu- og lundamönnum mikið ónæði; einkum undir vond veður. Hét sú Guðrún Höskuldsdóttir, er út bar. Nafnið þar af. Þar austar er smáhellir með vatni í, nefndur '''Vatnshellir'''. Suður af Bunka er annað sléttlendi og slægjuland, '''Suðurflatir'''. Austur af því er bjarghnúkur, nefnt '''Kirkja'''  og þar austur af '''Kirkjulágar'''. Út af Vatnsurð er '''Vatnsurðartangi'''. Þar fram af er smá flúð, '''Vatnsurðarflúð'''. Á henni fórst franskt fiskiskip veturinn 1885 og drukknaði öll áhöfn 24-26 manns.


 
== Sjá einnig ==
* [[Elliðaey (gönguferð)|Gönguferð um Elliðaey]]. Slástu í lið með [[Pétur Guðjónsson (Kirkjubæ)|Pétri Guðjónssyni]] og kynnstu öllum helstu stöðum Elliðaeyjar.


{{Heimildir|
{{Heimildir|
* [[Gísli Lárusson]]. 1914 '''Örnefni á Vestmannaeyjum'''. [http://www.ornefni.is Örnefnastofnun Íslands]
* ''Aðalskipulag Vestmannaeyja'', 2004-2014, 4. tillaga (22/10/2004)
* [[Gísli Lárusson]]. 1914 ''Örnefni á Vestmannaeyjum''. [http://www.ornefni.is Örnefnastofnun Íslands]
* Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum.
}}
}}
== Myndasafn ==
<gallery>
Mynd:Hansueli (27).JPG
Mynd:Ellidaey(1).jpg
Mynd:Ellidaey(3).jpg
Mynd:Ellidaey(4).jpg
Mynd:Ellidaey(8).jpg
Mynd:Ellidaey(11).jpg
Mynd:Ellidaey(12).jpg
Mynd:Ellidaey(15).jpg
Mynd:Ellidaey(19).jpg
Mynd:Ellidaey(22).jpg
Mynd:Ellidaey(27).jpg
Mynd:Ellidaey(29).jpg
Mynd:Ellidaey(32).jpg
Mynd:Ellidaey(33).jpg
Mynd:Ellidaey(39).jpg
Mynd:Ellidaey(48).jpg
Mynd:Ellidaey(52).jpg
Mynd:Ellidaey(54).jpg
Mynd:Ellidaey(58).jpg
Mynd:Ellidaey(66).jpg
Mynd:Ellidaey(70).jpg
Mynd:Ellidaey(80).jpg
Mynd:Ellidaey(83).jpg
Mynd:Ellidaey(85).jpg
Mynd:Ellidaey(89).jpg
Mynd:Ellidaey(91).jpg
Mynd:Ellidaey(92).jpg
Mynd:Mannsi (7).JPG
Mynd:Austurfla.jpg
</gallery>


[[Flokkur:Eyjur]]
[[Flokkur:Eyjur]]
[[Flokkur:Elliðaey]]
[[Flokkur:Elliðaey]]
[[Flokkur:Þjóðsögur]]
[[Flokkur:Þjóðsögur]]

Núverandi breyting frá og með 15. október 2013 kl. 12:06

Perla Atlantshafsins, Elliðaey. Mynd Ívar Atlason - ágúst 1997

Elliðaey er þriðja stærsta eyja Vestmannaeyja, (stundum nefnd Ellirey), og er 0,45 km² að flatarmáli. Eyjan er víðast sæbrött, lægri að austanverðu þar sem greitt er uppgöngu um Austurflá þar sem reipi hefur verið komið fyrir. Elliðaey er mjög grösug og þar var heyjað fyrrum og einnig hagaganga fyrir sauðfé og jafnvel nautgripi. Gífurlega mikið varp er þar og fuglatekja. Eyjan er hæst að norðan, það er Hábarð (114 metrar yfir sjávarmáli). Á eyjunni eru tveir gjallgígar, Litli Bunki og Stóri Bunki. Talið er að eyjan hafi myndast í eldgosi sem hefur verið töluvert stærra en Surtseyjargosið, fyrir um 5-6 þúsund árum.

Graslendi þekur alla eyjuna og hefur gríðarlegur fjöldi lunda grafið sér holur þar. Í eyjunni er sauðfé beitt og lundaveiði er stunduð á sumrin.

Deildar meiningar eru um nafn eyjunnar en Elliðaeyjarnafnið dregur hún sennilega af skipi því að hún er lík stafnháu skipi. En sumir segja að nafnið Ellirey sé vegna þess að eyjan taki nafn sitt af tveimur hellum H-ellirey, en önnur eyja í Vestmannaeyjum dregur nafn sitt af hellum, Hellisey.

Í bókinni Örnefni í Vestmannaeyjum segir að Elliðaey sé „[...] í tilliti til stærðar og frjósemi Heimaeyjunni næst. Hún liggur frá N. til S. og er breiðust að norðan, en mjóst að sunnan. Að vestan og norðan er eyjan afar há, og eru hamrarnir næstum þverhníptir. Þó eru hillur og bekkir hér og hvar í þeim, á hverjum rilla og svartfugl verpa.

Austan til í eyjunni er hún mjög lág, og þar er uppganga í lítilli vík, sem kölluð er Höfnin.

Elliðaey er á náttúruminjaskrá því þar eru mjög miklar og sérstæðar sjófuglabyggðir. Í Elliðaey er að finna helstu varpbyggðir storm- og sjósvölu á Íslandi, sem telja tugþúsundir para. Fýll og langvía verpa mikið í Elliðaey, auk lunda.

Bólið í Elliðaey. Mynd Ívar Atlason-júní 1991

Á eyjunni er stórt veiðihús í eigu Elliðaeyjarfélagsins, sem stundar þar lundaveiði á sumrin og eggjatöku á vorin. Í gamla daga var veiðihúsið kallað „ból“. Fyrsta bólið sem reist var í eynni stendur enn. Er það notað sem geymsla og stendur vestan við "Skápana“. Árið 1953 var nýtt ból reist við rætur Hábarðs því gamla húsið stóðst ekki tímans tönn. 1985 var hafist handa við að byggja nýtt veiðihús á tveimur hæðum sem var áfast húsinu sem byggt var 1953. Lokið var við þá byggingu 1987. 1994 kom í ljós að bólið frá 1953 var orðið það illa farið að ekki var hægt að nota það lengur. Var það þvi rifið og annað hús reist í staðinn á sama stað, lauk þeirri byggingu 1996. Á árunum 2000-2001 var reist lítið hús vestan við bólið sem hýsir gufubað Elliðaeyjarfélagsins.

Höskuldur í Elliðaey

Ýmsar sögur eru til úr Elliðaey en ein þeirra hljóðar á þessa leið:

Einhvern tíma fyrir löngu var margt fólk við slátt í Elliðaey. Þar á meðal var vinnukona sem hét Guðrún Höskuldsdóttir. Á almæli var að þessi kona var ekki ein saman og hún hafði orðið léttari í Elliðaey um sláttinn. Hún bar barnið út og faldi það í helli einum í lundabyggðinni skammt austur af Nautaréttinni. Þessi útburður var nefndur Höskuldur eftir föður móðurinnar og hellirinn síðan Höskuldarhellir því að útburðurinn hafðist þar við.
Þessi útburður gerði lundamönnum og sláttumönnum ónæði með væli sínu á nóttum, einkum þó þegar gekk á með illviðri. Þá heyrðist útburðarvælið frá hellinum langt að.
Sögn Gísla Lárussonar í Stakkagerði

Jarðeignir

Elliðaey í vetrarbúningi. Eyjafjallajökull í baksýn.

Áður fyrr var eyjunum skipt upp milli jarða á Heimaey. Elliðaey gat borið 256 sauði, eða sextán kindur per jörð, þar sem sextán jarðir höfðu aðgang að Elliðaey.


Úr örnefnaskrá Gísla Lárussonar

I. Ellirey er norðaustur frá Heimaey ca ¾ mílu. Er hún stærst allra úteyja; nál. 200 sauða beit og hefir slægjuland, sem hafst hafa af 150 hestar af heyi. Lundatekja í meðalári um 26.000 og nokkur svartfugl. Í henni verpir urmull af sæsvölu (drúða).

Ellirey hefir tvö uppsátur fyrir báta, austan og vestan. Er hvilft allstór í eyna að vestan, og í henni urð nefnd Vestururð , hvar uppsátrið er. En hvilftin nefnd Höfn. Í mynni hennar er flúð, sem ber allmikið af brim, við lendingarstaðinn nefnd Hlein. Í urðinni er, að norðanverðu, stórir steinar, sem venjulega er lagt að, til að ferma og afferma og kallaðir eru Heysteinar, Efri- og Fremri- og Hryggsteinn litlu norðar. Upp úr urðinni eru 3 uppgöngur á eyna, er sú syðsta vestan við svonefndan Suðurhamar. Önnur sunnan við Vesturhamar; eru þar í milli nefndir Ófeigshausar. Kolbrunnið berg (rautt) og er neðst í því Blábringur; hryggur úr blágrýti er nú stendur langt fram úr berginu.

Elliðaey 1971

Þriðja uppgangan er norðan við áðurnefndan Vesturhamar; en hér fyrir norðan er Pálsnef norðurtakmark hvilftarinnar. Er þar stundum lent við þegar lágt er í sjó og er þar uppganga allerfið. Upp af Pálsnefi eru skútar 2 nefndir Heyból (var geymt hey þar og er annar þeirra mikið hruninn). Þar nokkuð norðar er Guðlaugsskúti – ofan við brún. En þar niður af í miðju berginu Fýlabekkur. Þar norður af Helgagöngur – er þar uppganga af sjó nokkuð hátt upp í bergið. Norður af Guðlaugsskúta er nokkuð stór steinn, sem ber hæst á brúninni; nefndur Hrútur. Þar niður af og lítið vestar Svelti. Hér fyrir austan tekur við Hábarð , hæsti tindur á eynni. En frá Pálsnefi og að Hábarði er hryggurinn nefndur einu nafni Nál. Er Hábarð og Nálin grasivaxin að sunnan, en standberg að norðan. Austan í Hábarði er brekka nefnd Siggafles. En neðan við brún sjávarmegin, Siggafleskekkir. Hér niður af, við sjó niðri, Stampahellir. En vestar, niður af hæsta Hábarði er flúð, sem aðeins er upp úr um flóð, nefnd Látur. Austast í hrygg þeim er Hábarð myndar, að austan, eru nefndir Stampar (tindóttur graslaus endi). Sunnan við þá er Nautaflá. Á að hafa verið farið þar upp með naut til hagagöngu.

Þar fyrir sunnan er aðaluppganga eyjarinnar austan megin, er það bergflái með hamri fyrir ofan, Steðjahamar. Er lendingarstaðurinn nefndur Steðji. Út af Nautaflánni er nefnd Austur-Hlein. Drangur lágur, en allstór, sem ekki er landfastur. Þá er Austur-Urð , þar sem smábátar eru settir upp. Þar upp af er Austur-Hamar. Hér fyrir sunnan er hamar í sjó út, Hrafnajaðar. En neðst í honum er hellir, Teistuhellir. Fyrir sunnan Hrafnajaðar er urð með lágum móbergshamar fremst, Réttarurð (réttað þar). En á móbergshamrinum er allstór drangur austast, nefndur Búr (Austur-Búr ). En vestar er hæðarhryggurinn nefndur Vestur-Búr. En norðan megin í þeim Búrabrekka. Þar vestar er Vatnsurðarskarð og Vatnsurð. En syðsti tangi eyjarinnar er nefndur við brún Landsuðursnef. Enn fláinn hér við sjó niðri, Tangar. Þar fyrir vestan hækkar eyjan upp að Kerlingarhól , sem er flatur hnúkur, grasivaxinn; allt að Kerlingu , sem er varða á blábrún hamarsins, myndað af 4 björgum er standa hvert ofan á öðru; hlýtur það að vera myndað af náttúrunnar höndum. Grettistök eftir ísöldu? Í hamrinum fyrir austan Kerlingu er Kerlingarbæli (fuglabæli). En fyrir vestan Kerlingu er hamar, Moldi og í honum Moldabæli. En niður við sjó Smalaurð.

Þar fram af í sjó út er sker nefnt Smali. Þar fyrir vestan eru Háubæli (hátt fuglabjarg). Gömul sögn segir að nafnkunnur fuglamaður hafi átt að kveða: „Hörð eru sig í Háubælum, og hættuleg. Hellirsey þykir mér ógnarleg; Hábrandinn og hræðist ég“. (Eru þetta hæstu og hörðustu sig hér). Neðst í bjarginu er hvilft nefnd Hurð. Þá sól skín í hana alla er hádegi. En þegar sól skín fyrst í Hurðarnef – sem er vestast í Hurðinni – er klukkan 11 f.h. Gömul dagsmörk Eyjamanna.

Norður af Háubælum eru Lauphöfuð , nyrsti tangi fjallgarðsins er myndar höfnina sunnan megin. Upp af höfninni, á því nær miðri eynni – norður og suður – er hóll, æðistór, með 2 djúpum en grasi grónum eldsgígum, og er hóllinn nefndur Bunki en gígirnir Bunkalágar. Milli Bunka og Háborðs er slægjuland, Norðurflatir. Þar austur af eru hamrastallar lágir, en undir þeim byrgi, Nautarétt. Þar austur af er Höskuldarhellir , smá hellir í grasinu sem mjög örðugt er að finna. Á þar að hafa verið útburður, sem gerði sláttu- og lundamönnum mikið ónæði; einkum undir vond veður. Hét sú Guðrún Höskuldsdóttir, er út bar. Nafnið þar af. Þar austar er smáhellir með vatni í, nefndur Vatnshellir. Suður af Bunka er annað sléttlendi og slægjuland, Suðurflatir. Austur af því er bjarghnúkur, nefnt Kirkja og þar austur af Kirkjulágar. Út af Vatnsurð er Vatnsurðartangi. Þar fram af er smá flúð, Vatnsurðarflúð. Á henni fórst franskt fiskiskip veturinn 1885 og drukknaði öll áhöfn 24-26 manns.

Sjá einnig


Heimildir

Myndasafn