„Úr fórum Árna Árnasonar. Verk annarra/Gullskreyttur sem general“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Gullskreyttur sem general“ (‎[edit=sysop] (ótiltekinn)))
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 150: Lína 150:


::::::Strákur nokkur austan að
::::::Strákur nokkur austan að
::::::öllu góðu kunnur, :
::::::öllu góðu kunnur,
::::::umboðsmaður útsmoginn,
::::::umboðsmaður útsmoginn,
::::::andans mesti brunnur.
::::::andans mesti brunnur.
Lína 172: Lína 172:


::::::[[Guðmundur Jónsson (skósmiður)|Guðmundur skósmiður Jónsson]]  
::::::[[Guðmundur Jónsson (skósmiður)|Guðmundur skósmiður Jónsson]]  
::::::(Var þá nýrekinn úr stjórn [[Kaupfélag Alþýðu|Kaupfélags Alþýðu]].
::::::(Var þá nýrekinn úr stjórn [[Kaupfélag Alþýðu|Kaupfélags Alþýðu]]).


::::::Guðmundur er góðmenni,
::::::Guðmundur er góðmenni,

Núverandi breyting frá og með 4. nóvember 2013 kl. 11:12




Úr fórum Árna Árnasonar


Gullskreyttur sem general
Eftir Högna Sigurðsson í Vatnsdal


Stefán Árnason
Gullskreyttur sem general,
góðkunnur frá Mandal.
Er í leynum allsstaðar,
en alltaf laus við skandal.
Þegar bófar brjótast inn,
bæði á nóttu og degi,
yfirþjóninn ávallt finn
uppi á Kirkjuvegi.


Gísli Finnsson
Mikið hefir maður reynt
meðal vor á jörðu,
ekið bíl og blásið horn
og braski lent í hörðu.
Munnhörpur og mandólín
mönnum vildi selja.
Það er ekki heiglum hent
hörmung hans að telja.


Einar Sigurðsson
(Var að byggja neðanjarðaríshúsið).
Maður nokkur byggði bæ
bjargföstum á steini
og að ári aðra hæð
og undirgang í leyni.
Nú á prjónum hefir haft
húsinu að skjóta
upp á háan Heimaklett,
hárunum til bóta.


Baldur Ólafsson
(Var þá með umboð fyrir Egilsöl og Bláa borðann).
Maður nokkur býr á Borg
býsna toginleitur,
því að norskum eplum af
enginn verður feitur.
Líka reyndi Egilsöl,
ekkert bættist hagur.
Blái borðinn bestur er,
en Baldur er jafn magur.


Jóhann Gunnar Ólafsson bæjarstjóri
(þá í deilum við Gróu).
Borgarstjórans ljúfu lund
létt er mjög að særa.
Gróa hefir gert það nóg,
grimm var mjög sú skæra.
Frúin vildi ei fara burt
fyrir Kirkjuvegi.
Veslings Gunnar bað og bauð,
en bænir tjáðu eigi.


Ólafur Kristjánsson
Óli nokkur arkitekt
alveg hætti að smíða.
Það er ekki undarlegt,
þó eitthvað yrði að bíða.
Núna selur náttpotta,
netagarn og tjöru.
Það kvað þykja feikna fínt
að fást við þessa vöru.


Sigurbjörn Kárason
Kárason er kvensamur,
kætir ungar meyjar.
Vinnukonur veiðir hann
víða um þessar eyjar.
Yngismeyjar afgreiðir
með undirkjóla og sokka.
Ræl og tangó virkta vel
vinurinn kann að skokka.


Sigurður Guttormsson
Siggi Gutt er gáfaður
og gefinn fyrir móðinn,
unni funkis, þýskri þjóð,
Þorsteins kunni ljóðin.
En kapítal og krónujakt
kvað hann djúpt í fallinn.
Klárast þetta kom í ljós,
er keypt hann Thomsens hjallinn.


Leifur á Bakka
Leifur málar hænsnahús
höfðingjanna í bænum.
Fimur er í fjallgöngum.
(hér vantar ljóðlínu )
Ekur stiga út um bæ
einhver var að hlæja.
Sá hlær best sem síðast hlær,
en vi estas gæja.


Siggi Jónsson (orðtak: eins og hundarnir á hinum bæjunum).
Góðar vörur fást í Fram,
fangalína og krani.
Siggi Jóns er sagður þar
sífellt vera á spani,
sem hundarnir á hinum bæ
í hverju máli geltir,
og sannfæringin síviljug
síðasta manninn eltir.


Skynji hani hanagal.
hann fer líka að gala
eins vill Siggi í umræðum
í öllum málum tala.
Viðlag:
Það skeður enn, það skrafa menn,
það skeður alla tíma,
það skeður nær það skeður fjær,
það skeður líka í síma.
það skeður æ um sveit og sæ,
það skeður líka á fundum,
það skeður nú og skilur þú,
það skeður öllum stundum.


Jóhannes Long Jóhannesson
Strákur nokkur austan að
öllu góðu kunnur,
umboðsmaður útsmoginn,
andans mesti brunnur.
Áður seldi Akra smjör,
öl og kaffibæti.
Gefjun hefir græjað hann
gott í kaupmanns sæti.


Kjartan Jónsson, Búastöðum
Sjóveituna situr við
sæll í öðrum heimi.
Óttalegur andafans
oft er þar á sveimi.
Kjartan unir kátur þar
í kuldahríð og gjósti,
því átján pakka af opelskro
andar sendu í pósti.


Guðmundur skósmiður Jónsson
(Var þá nýrekinn úr stjórn Kaupfélags Alþýðu).
Guðmundur er góðmenni,
glaður öllum stundum.
Alltaf sést hans blíða bros,
en best á kratafundum.
Kaupfélagi kratanna
kom hann upp með Jónum.
Núna hefir hugur hans
hallast mest að skónum.


Óskar Bjarnasen
(Vantaði alltaf í nefið)
Alltaf hljóma orðin söm
á okkar skemmtifundum,
þegar blíður Bjarnasen
byrjar ræður stundum.
Lokar augum, hóstar hátt,
hábölvað er kvefið.
Geturðu ekki, greyið mitt,
gefið mér í nefið.


Gísli rafvirki,
(kallaður Pexikon,
fékkst við loftnetauppsetningu).
Uppi á strompum allsstaðar,
einn í ströngu jobbi.
Lýður horfir hugfanginn,
heldur að þar sé Tobbi.
Karlar hafa kvartað mjög,
kjöt úr strompum týnist.
Poka hefir Pexikon
og plokkar þegar sýnist.


Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit