„Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, III.“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: Efnisyfirlit 1963 =Saga séra Brynjólfs Jónssonar= =prests að ofanleiti= ::(III. hluti) <br> ==Nýtt íbúðarhús að Ofanleiti== <br> <big>Úttekt á Ofanleiti e...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 5: | Lína 5: | ||
<center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center> | |||
<big><big><center>Saga séra Brynjólfs Jónssonar</center> | |||
<center>prests að Ofanleiti</center></big></big> | |||
< | <center>(Þriðji hluti)</center> | ||
< | |||
<big>'''Nýtt íbúðarhús að Ofanleiti'''</big> | |||
Úttekt á Ofanleiti eftir séra Jón Austmann fór fram 11. júní 1800. Þá voru þessi hús á jörðinni: <br> | |||
1. Bænhús, 7 álnir á lengd, 3 álnir á breidd, innanmál, með hurð, þili og einföldum vindskeiðum, löm og skrá. Þetta hús var illa farið. Það var upprunalega byggt í þrem stafgólfum, en nú var þriðjungur þess hruninn að nokkru leyti, svo að tvö stafgólf stóðu uppi með hurð, þili, þrem lömum, hespu og lás. Allt var bænhús þetta undir súð, og það sem stóð af hliðarveggjum, töldu úttektarmenn gallalaust. <br> | 1. Bænhús, 7 álnir á lengd, 3 álnir á breidd, innanmál, með hurð, þili og einföldum vindskeiðum, löm og skrá. Þetta hús var illa farið. Það var upprunalega byggt í þrem stafgólfum, en nú var þriðjungur þess hruninn að nokkru leyti, svo að tvö stafgólf stóðu uppi með hurð, þili, þrem lömum, hespu og lás. Allt var bænhús þetta undir súð, og það sem stóð af hliðarveggjum, töldu úttektarmenn gallalaust. <br> | ||
Lína 34: | Lína 37: | ||
Segja má, að með þessum breytingum prestsins á útihúsunum hverfi bænhúsið gamla á Ofanleiti með öllu. Bænhús hafði þar staðið um hundruð ára eða síðan Péturskirkja á Ofanleiti var sameinuð undir einu þaki Nikulásarkirkju á Kirkjubæ. Sú sameiningarkirkja sóknanna var byggð á [[Lönd]]um 1583. Það var kirkja sú, er Tyrkir brenndu 1627. <br> | Segja má, að með þessum breytingum prestsins á útihúsunum hverfi bænhúsið gamla á Ofanleiti með öllu. Bænhús hafði þar staðið um hundruð ára eða síðan Péturskirkja á Ofanleiti var sameinuð undir einu þaki Nikulásarkirkju á Kirkjubæ. Sú sameiningarkirkja sóknanna var byggð á [[Lönd]]um 1583. Það var kirkja sú, er Tyrkir brenndu 1627. <br> | ||
Íbúðarhúsið að Ofanleiti lét séra Brynjólfur síðan byggja veturinn 1863. Það var tekið út 19. júní um sumarið á giftingardegi prestshjónanna, enda stærsti sigur þeirra til þessa í lífsins önn. <br> | Íbúðarhúsið að Ofanleiti lét séra Brynjólfur síðan byggja veturinn 1863. Það var tekið út 19. júní um sumarið á giftingardegi prestshjónanna, enda stærsti sigur þeirra til þessa í lífsins önn. <br> | ||
[[Mynd: 1963 b 35.jpg|left|thumb|400px]] | [[Mynd: 1963 b 35 A.jpg|left|thumb|400px]] | ||
Lína 44: | Lína 47: | ||
[[Mynd: | [[Mynd: 1961 b 187 A.jpg|left|thumb|400px]] | ||
Lína 69: | Lína 74: | ||
Séra Brynjólfur vann mikið sjálfur að öllum þessum byggingarframkvæmdum. Hann var sem fyrr segir ágætur smiður á tré a.m.k. og allt fór honum það verk vel úr hendi. Hann hlífði sér heldur ekki við grjótvinnu og hleðslustarfi. | Séra Brynjólfur vann mikið sjálfur að öllum þessum byggingarframkvæmdum. Hann var sem fyrr segir ágætur smiður á tré a.m.k. og allt fór honum það verk vel úr hendi. Hann hlífði sér heldur ekki við grjótvinnu og hleðslustarfi. | ||
< | <big>'''Öryggismálið mikla.'''</big> | ||
[[Bjarni Einar Magnússon]] frá Flatey á Breiðafirði fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjasýslu 18. febr. 1861. Hann tók við sýslunni um vorið. Brátt urðu þeir miklir vinir og nánir samstarfsmenn presturinn að Ofanleiti og sýslumaðurinn, enda keimlíkir um margt í skapgerð og sjónarmiðum, áhugamálum og framtakshug. <br> | [[Bjarni Einar Magnússon]] frá Flatey á Breiðafirði fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjasýslu 18. febr. 1861. Hann tók við sýslunni um vorið. Brátt urðu þeir miklir vinir og nánir samstarfsmenn presturinn að Ofanleiti og sýslumaðurinn, enda keimlíkir um margt í skapgerð og sjónarmiðum, áhugamálum og framtakshug. <br> | ||
Saga Eyjabúa greindi frá mörgum og hörmulegum skipstöpum og manntjónum á liðnum tímum, þar sem sjórinn var fast sóttur á opið úthafið. Byggðarlagið hafði þannig oft og tíðum goldið mikið afhroð með geigvænlegum afleiðingum fyrir efnalega afkomu fjölda kvenna og barna, lífsbjargræði | Saga Eyjabúa greindi frá mörgum og hörmulegum skipstöpum og manntjónum á liðnum tímum, þar sem sjórinn var fast sóttur á opið úthafið. Byggðarlagið hafði þannig oft og tíðum goldið mikið afhroð með geigvænlegum afleiðingum fyrir efnalega afkomu fjölda kvenna og barna, lífsbjargræði þeirra og lífsheill. <br> | ||
Enginn þekkti betur þessar hörmulegu afleiðingar en presturinn á Ofanleiti, bæði af eigin reynslu í sálusorgarastarfinu og svo af sögunni. Síðustu 50 árin, þegar hér var komið sögu, höfðu yfir 100 manns drukknað við Eyjar og Landeyjasand af opnum skipum, þar af milli 30 og 40 menn, eftir að séra Brynjólfur fluttist til Eyja. Oftast týndust skipin sjálf með mannskapnum eða skemmdust stórlega, svo að byggja varð þau eða smíða að nýju. <br> | Enginn þekkti betur þessar hörmulegu afleiðingar en presturinn á Ofanleiti, bæði af eigin reynslu í sálusorgarastarfinu og svo af sögunni. Síðustu 50 árin, þegar hér var komið sögu, höfðu yfir 100 manns drukknað við Eyjar og Landeyjasand af opnum skipum, þar af milli 30 og 40 menn, eftir að séra Brynjólfur fluttist til Eyja. Oftast týndust skipin sjálf með mannskapnum eða skemmdust stórlega, svo að byggja varð þau eða smíða að nýju. <br> | ||
Enginn vissi gleggri skil á hinum hörmulegu afleiðingum slysanna en presturinn, sem ekki aðeins var sálusorgari fólksins heldur einnig gæzlumaður fátækrasjóðsins, styrktarsjóðs nauðleitarfólksins, sem langoftast var léttur og stundum alveg tómur. <br> | Enginn vissi gleggri skil á hinum hörmulegu afleiðingum slysanna en presturinn, sem ekki aðeins var sálusorgari fólksins heldur einnig gæzlumaður fátækrasjóðsins, styrktarsjóðs nauðleitarfólksins, sem langoftast var léttur og stundum alveg tómur. <br> | ||
Lína 87: | Lína 93: | ||
Séra Brynjólfur tók þegar sæti í stjórn hins nýstofnaða Skipaábyrgðarfélags og starfaði þar næstu 8 árin (1862-1870). Síðar var hann aftur kosinn í stjórn félagsins (1879) og var í henni þá til dánardægurs eða síðustu 5 árin, sem hann lifði. | Séra Brynjólfur tók þegar sæti í stjórn hins nýstofnaða Skipaábyrgðarfélags og starfaði þar næstu 8 árin (1862-1870). Síðar var hann aftur kosinn í stjórn félagsins (1879) og var í henni þá til dánardægurs eða síðustu 5 árin, sem hann lifði. | ||
<big>'''Einn af þrem aðalstofnendum'''<br> | |||
'''[[Lestrarfélag Vestmannaeyja|Lestrarfélags Vestmannaeyja]]. '''<br> | |||
< | '''Bókavörður.'''</big> | ||
Til þess að spara tíma og ritsrými verður hér farið fljótt yfir sögu, þar sem saga Lestrarfélags Vestmannaeyja birtist í [[Blik 1962|Bliki 1962]], skrifuð af [[Haraldur Guðnason|Haraldi Guðnasyni]], bókaverði. <br> | Til þess að spara tíma og ritsrými verður hér farið fljótt yfir sögu, þar sem saga Lestrarfélags Vestmannaeyja birtist í [[Blik 1962|Bliki 1962]], skrifuð af [[Haraldur Guðnason|Haraldi Guðnasyni]], bókaverði. <br> | ||
Sumarið 1862 eða um það bil hálfu ári eftir stofnun Skipaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, tóku þeir prestur og sýslumaður aftur höndum saman um menningarmál Eyjabúa og beittu sér fyrir stofnun lestrarfélags í kauptúninu, stofnuðu Lestrarfélag Vestmannaeyja. Tilgangur þessa félags var ,,að efla almenna þekkingu á öllu því, er stutt geti að andlegum og líkamlegum framförum og þar með fylgjandi heill og hagsæld Eyjabúa sérílagi.“ <br> | Sumarið 1862 eða um það bil hálfu ári eftir stofnun Skipaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, tóku þeir prestur og sýslumaður aftur höndum saman um menningarmál Eyjabúa og beittu sér fyrir stofnun lestrarfélags í kauptúninu, stofnuðu Lestrarfélag Vestmannaeyja. Tilgangur þessa félags var ,,að efla almenna þekkingu á öllu því, er stutt geti að andlegum og líkamlegum framförum og þar með fylgjandi heill og hagsæld Eyjabúa sérílagi.“ <br> | ||
Lína 103: | Lína 110: | ||
Þarna sóttu Eyjabúar eldri og yngri til hans bækur, oft einu sinni í viku. Þarna innti prestur áhugastarf sitt af hendi til fræðslu og aukinnar menningar Eyjabúum í kulda og hálfrökkri við kertaljós eða grútartýru frá því í okt. á haustin til vertíðaranna, sem venjulega færðust mjög í aukana með marzmánuði á ári hverju. | Þarna sóttu Eyjabúar eldri og yngri til hans bækur, oft einu sinni í viku. Þarna innti prestur áhugastarf sitt af hendi til fræðslu og aukinnar menningar Eyjabúum í kulda og hálfrökkri við kertaljós eða grútartýru frá því í okt. á haustin til vertíðaranna, sem venjulega færðust mjög í aukana með marzmánuði á ári hverju. | ||
< | <big>'''Bindindisfrömuðurinn.'''</big> | ||
Áður hefi ég á það drepið, að séra Brynjólfur Jónsson gekk í bindindisfélag nemenda í Bessastaðaskóla árið 1844. Einnig hefi ég minnzt á hörmungarástand það, sem ríkjandi var í áfengismálum í Vestmannaeyjum, er séra Brynjólfur gerðist þar ábyrgur aðstoðarprestur 1852. Þau 6 ár, sem hann var það, og allt var í óvissu um veitingu fyrir brauðinu og framtíðina, lét hann ekki hið ríkjandi áfengisböl í Eyjum til sín taka, heldur þagði og þraukaði. Þar var síður hægt um vik, meðan séra Jón Austmann var lífs, drykkjumaður svo mikill að hann hefði verið settur af embætti um miðja öldina, ef sóknarbörn hans hefðu ekki sent yfirvöldunum bænaskrá, beðið vel fyrir prest og óskað þess, að hinn mæti maður, þrátt fyrir breyskleikann, fengi að halda brauðinu í orði kveðnu til æviloka. <br> | Áður hefi ég á það drepið, að séra Brynjólfur Jónsson gekk í bindindisfélag nemenda í Bessastaðaskóla árið 1844. Einnig hefi ég minnzt á hörmungarástand það, sem ríkjandi var í áfengismálum í Vestmannaeyjum, er séra Brynjólfur gerðist þar ábyrgur aðstoðarprestur 1852. Þau 6 ár, sem hann var það, og allt var í óvissu um veitingu fyrir brauðinu og framtíðina, lét hann ekki hið ríkjandi áfengisböl í Eyjum til sín taka, heldur þagði og þraukaði. Þar var síður hægt um vik, meðan séra Jón Austmann var lífs, drykkjumaður svo mikill að hann hefði verið settur af embætti um miðja öldina, ef sóknarbörn hans hefðu ekki sent yfirvöldunum bænaskrá, beðið vel fyrir prest og óskað þess, að hinn mæti maður, þrátt fyrir breyskleikann, fengi að halda brauðinu í orði kveðnu til æviloka. <br> | ||
Þegar séra Brynjólfur hafði svo loks fengið veitingu fyrir Vestmannaeyjasókn (1860), tók hann að hugleiða, hvað hann gæti bezt gert til þess að spyrna gegn áfengisnautn Eyjabúa og hindra þau hneyksli, sem iðulega áttu sér stað við messur í Landakirkju sökum ölvunar sóknarbarna, jafnvel framámanna og hinna svokölluðu betri bænda í sókninni. <br> | Þegar séra Brynjólfur hafði svo loks fengið veitingu fyrir Vestmannaeyjasókn (1860), tók hann að hugleiða, hvað hann gæti bezt gert til þess að spyrna gegn áfengisnautn Eyjabúa og hindra þau hneyksli, sem iðulega áttu sér stað við messur í Landakirkju sökum ölvunar sóknarbarna, jafnvel framámanna og hinna svokölluðu betri bænda í sókninni. <br> | ||
Lína 117: | Lína 125: | ||
1. Brynjólfur Jónsson, prestur á Ofanleiti. <br> | 1. Brynjólfur Jónsson, prestur á Ofanleiti. <br> | ||
2. [[Bjarni Einar Magnússon|Bjarni E. Magnússon]], sýslumaður. <br> | 2. [[Bjarni Einar Magnússon|Bjarni E. Magnússon]], sýslumaður. <br> | ||
3. [[Árni Einarsson]], hreppstjóri og bóndi á Vilborgarstöðum. <br> | 3. [[Árni Einarsson (Vilborgarstöðum)|Árni Einarsson]], hreppstjóri og bóndi á Vilborgarstöðum. <br> | ||
4. [[Árni Diðriksson]], hreppstjóri og bóndi í Stakkagerði. <br> | 4. [[Árni Diðriksson]], hreppstjóri og bóndi í Stakkagerði. <br> | ||
5. [[Þorsteinn Jónsson (þingmaður)|Þorsteinn Jónsson]], bóndi í Nýjabæ, síðar hreppstj. og alþingismaður. <br> | 5. [[Þorsteinn Jónsson (þingmaður)|Þorsteinn Jónsson]], bóndi í Nýjabæ, síðar hreppstj. og alþingismaður. <br> | ||
6. [[Wilhelm Thomsen|W. Thomsen]], faktor í [[Godthaab]]. <br> | 6. [[Wilhelm Thomsen|W. Thomsen]], faktor í [[Godthaab]]. <br> | ||
7. [[Johan Jes Abel]], assistent í [[Garðurinn|Garðinum]]. <br> | 7. [[Johan Jes Abel]], assistent í [[Garðurinn|Garðinum]]. <br> | ||
8. [[Guðni Guðnason]], bóndi í [[Dalir|Dölum]]. <br> | 8. [[Guðni Guðnason (Dölum)|Guðni Guðnason]], bóndi í [[Dalir|Dölum]]. <br> | ||
9. [[Ólafur Magnússon | 9. [[Ólafur Magnússon í Nýborg|Ólafur Magnússon]], yngismaður á Vilborgarstöðum. <br> | ||
10. [[ | 10. [[Jósef Sveinsson (Háagarði)|Jósep Sveinsson]], yngismaður í [[Háigarður|Háagarði]]. <br> | ||
11. [[Hannes Jónsson]], unglingur í [[Nýi-Kastali|Nýja-Kastala]] (síðar hafnsögumaður). <br> | 11. [[Hannes Jónsson]], unglingur í [[Nýi-Kastali|Nýja-Kastala]] (síðar hafnsögumaður). <br> | ||
12. [[Björn Runólfsson | 12. [[Björn Runólfsson (Stóra-Gerði)|Björn Runólfsson]], yngismaður í Stakkagerði. <br> | ||
13. [[Bjarni Helgason | 13. [[Bjarni Helgason (Kornhól)|Bjarni Helgason]] yngismaður í [[Kornhóll|Kornhól]]. <br> | ||
14. [[Ingimundur Jónsson]], bóndi í [[Gjábakki|Gjábakka]]. <br> | 14. [[Ingimundur Jónsson]], bóndi í [[Gjábakki|Gjábakka]]. <br> | ||
15. [[Guðmundur Guðmundsson | 15. [[Guðmundur Guðmundsson (Kastala)|Guðmundur Guðmundsson]], unglingur í [[Kastali|Kastala]]. <br> | ||
16. [[Jón Gíslason | 16. [[Jón Gíslason (Túni)|Jón Gíslason]], yngismaður í [[Tún (hús)|Túni]]. <br> | ||
Þessi nafnaskrá er að ýmsu leyti athyglisverð. <br> | Þessi nafnaskrá er að ýmsu leyti athyglisverð. <br> | ||
Lína 238: | Lína 246: | ||
|1. jan. 1884||54 | |1. jan. 1884||54 | ||
|} | |} | ||
[[Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, IV.|IV.]] | [[Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, IV.|IV. hluti]] | ||
[[Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, II.|Til baka]] | [[Blik 1963/Saga séra Brynjólfs Jónssonar, II.|Til baka]] | ||
{{Blik}} | {{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 29. desember 2014 kl. 17:30
Nýtt íbúðarhús að Ofanleiti
Úttekt á Ofanleiti eftir séra Jón Austmann fór fram 11. júní 1800. Þá voru þessi hús á jörðinni:
1. Bænhús, 7 álnir á lengd, 3 álnir á breidd, innanmál, með hurð, þili og einföldum vindskeiðum, löm og skrá. Þetta hús var illa farið. Það var upprunalega byggt í þrem stafgólfum, en nú var þriðjungur þess hruninn að nokkru leyti, svo að tvö stafgólf stóðu uppi með hurð, þili, þrem lömum, hespu og lás. Allt var bænhús þetta undir súð, og það sem stóð af hliðarveggjum, töldu úttektarmenn gallalaust.
2. Stofa. Einnig var hún hrörleg. Upprunalega hafði hún verið byggð í þrem stafgólfum, 6 álnir á lengd og 3 1/4 alin á breidd innan veggja. En nú vantaði 3/4 úr alin á lengdina. Hún var þiljuð í kring með lofti og raftviðarreisifjöl og hurð á járnum.
3. Eldhús, 11 álnir á lengd og 3 álnir á breidd í 4 stafgólfum.
4. Smiðja í 2 stafgólfum, 5 álnir á lengd, 3 álnir á breidd með þili, hurð á járnum og hespu en engri læsingu. Á smiðjunni var suðurþekjan fallin, gaflhlaðið bilað og hurðin hangandi á einni löm.
5. Búr, 5 3/4 al. á lengd, 2 3/4 al. á br., ónýtt með öllu, einskis virði.
6. Útihús. 7 áln. á lengd, 3 áln. á br. með raftviði, þili og hurð á járnum. Raftviðurinn fúinn, en veggir stæðilegir.
7. Sængurhúsið átti að vera tæpar 4 áln. á lengd og 3 3/4 al. á br. í tveim stafgólfum, þiljað allt um kring og með stöfum, bitum og sperrum. Þetta svefnhús prestshjónanna var nú ekki lengur til, aðeins hrúgald.
8. Skáli. Hann stóð fyrir framan sængurhúsið, fram að bæjarröndinni, 4 1/4 al. á lengd og 3 1/2 al. á br.
9. Bæjardyr, 5 áln. á lengd, 2 1/3 al. á br. með tilhlýðilegum stöfum, bitum, sperrum, lofti og stiga, að nokkru leyti undir súð. Austurveggur mest allur að falli kominn. Súðin að mestu leyti ónýt.
10. Fjós með 4 básum auk „hlöðubáss“, ætlað 4 kúm, stæðilegt að viðum og veggjum. Þó var þak á norðurhlið fúið og því lélegt.
33 faðmar af torfgarði þeim, sem lá um nokkurn hluta túnsins, voru fallnir, og grjótgarðar lélegir, þ.e. hálffallnir.
11. Hjallur og tvær krær í Skipasandi, þ.e. norður við höfn, þar sem gert var að fisktíund prestsins og þorskurinn saltaður, þegar hann var ekki lagður inn blautur í verzlun hins danska selstöðukaupmanns.
Sama dag, haustið 1860, sem séra Brynjólfur kvittar fyrir veitingu Ofanleitisprestakalls, skrifar hann prófasti og óskar þess að mega lagfæra húsakynnin á Ofanleiti og sameina stofu, búr, sængurhús, skála og bæjardyr í eitt hús, sem væri að stærð jafnt innanmáli allra þessara húsa, þ.e. byggja eitt allsherjar íbúðarhús með lofti og tilhlýðilegum skilrúmum.
Yfirvöldin veittu séra Brynjólfi þetta leyfi, þ.e. byggingarleyfið, eftir að hafa gengið úr skugga um, að ekkert húsanna á Ofanleiti var í rauninni íbúðarhæft, þegar séra Jón Austmann féll frá.
Prestshjónin fluttu þó í grottakofa þessa 1861. Þá hafði Ofanleiti staðið autt í 2 ár eða frá því mad. Þórdís Magnúsdóttir, ekkja séra Jóns Austmanns, lézt.
Séra Brynjólfur Jónsson hófst nú handa um að undirbúa byggingarframkvæmdirnar á prestssetrinu. Margs þurfti við. Efnisaðdrættir voru erfiðir í vegaleysinu. Einnig þurfti að afla láns eða lána, og gat það tekið mánuði og ár í samgönguleysinu. Allt var seinfært og silalegt.
Meðan prestur gat ekki hafizt handa um byggingu íbúðarhússins, lét hann vinna að endurbótum á útihúsunum. Hann sameinaði bænhúsið og eldhúsið undir eitt þak og hafði það hús að lengd jafnt hinu væntalega íbúðarhúsi, þ.e. 14 álna langt. Íveruhúsið skyldi svo standa jafnhliða þessu útihúsi og bilið á milli húsanna nema 8 álnum.
Segja má, að með þessum breytingum prestsins á útihúsunum hverfi bænhúsið gamla á Ofanleiti með öllu. Bænhús hafði þar staðið um hundruð ára eða síðan Péturskirkja á Ofanleiti var sameinuð undir einu þaki Nikulásarkirkju á Kirkjubæ. Sú sameiningarkirkja sóknanna var byggð á Löndum 1583. Það var kirkja sú, er Tyrkir brenndu 1627.
Íbúðarhúsið að Ofanleiti lét séra Brynjólfur síðan byggja veturinn 1863. Það var tekið út 19. júní um sumarið á giftingardegi prestshjónanna, enda stærsti sigur þeirra til þessa í lífsins önn.
Grunnflötur íbúðarhússins, sem séra Br.J. byggði 1863. Séra Oddgeir lét breyta gluggum, setti t.d. einn glugga á vesturvegg stofuhæðar í stað tveggja. Einnig lét hann byggja skúr með norðurhlið hússins til skjóls fyrir norðan nœðingi.
Sjá að öðru leyti myndina af húsinu.
Þessi mynd er af íbúðarhúsi því, sem séra Brynjólfur Jónsson byggði 1863, (Sjá Blik 1961, bls. 187).
Séra Stefán Thordersen og frú hans bjuggu í þessu húsi, meðan hann var hér prestur (1885-1889), síðan séra Oddgeir Guðmundsen og frú hans frá 1889-1902. En það ár var húsið rifið.
Séra Oddgeir lét byggja skúrinn austan við húsið til hlýinda og skjóls.
Myndin er tekin 1901. Á myndinni sést útihúsið, sem um er getið hér í sögu séra Brynjólfs, byggt að nokkru leyti úr bænhúsinu gamla. Milli húsanna voru hlaðnir steinveggir. Annar sést á myndinni.
Bilið milli húsanna var 8 álnir eða 5 metrar.
Íbúðarhúsið var 14 álnir að lengd og 6 álnir á breidd innan útveggja. Það var allt byggt úr timbri nema hvað neðsti hluti
austurgafls fyrir neðan glugga var hlaðinn upp úr grjóti.
Húsið var ein aðalhæð með háu risi. Stofa var á aðalhæð í vestan verðu húsinu. Hún var 6 álna löng og tók þvert yfir húsið, með fjalagólfi og þiljuð allt um kring upp að bita en „spegilþil“ neðst upp að gluggastað og þar fyrir ofan „betrækk“ límt innan á striga. (Með „spegilþili“ mun átt við speldi í umgjörð eða „fylding“, sem svo er nefnt í daglegu tali á danska vísu). Tvær hurðir á járnum og með læsingum voru á stofunni.
Útidyr voru rétt austan við miðju á norðurhlið og vængjahurð fyrir. Þar inn af var lítið andyri til skjóls og rennihurð fyrir því. Þar inn af var eldhúsið, 8 áln. langt og 3 áln. br. Í því var „innmúraður“ reykháfur og stigi upp á loftið.
Suður af eldhúsinu var búr 4 1/2x3 áln. Undir því var svolítil kjallarahola.
Innangengt var úr eldhúsinu í annað herbergi við miðja suðurhlið. Það var skrifstofa prestsins 3 1/2x3 áln. kölluð „skrifkammers“. Á stofunni voru 2 gluggar gegn vestri. Hvor þeira var með 6 stórum rúðum. (Sjá hér mynd af húsinu). Á austurstafni niðri voru tveir gluggar, annað á eldhúsinu með 12 smáum rúðum, hinn á búrinu með 4 rúðum.
Á austurstafni uppi var einn gluggi með 12 smáum rúðum. Tveir þakgluggar voru á suðurþekju og 4 rúður í hvorum.
Einn gluggi með tveim stórum rúðum var á skrifstofu prestsins.
Yfir loftstiganum var hleri. Á loftinu voru tvö herbergi, annað 6 hitt 8 áln. á lengd. Skilrúm þvert yfir loftið skildi herbergin að. Þar voru hurðir með járnum og læsingum. Hæð á lofti upp að skammbita var 3 1/2 alin.
Allt var húsið þiljað í hólf og gólf og þótti hin vandaðasta bygging á þátíðar mælikvarða, svo að skoðunarmenn dáðust að og töldu það til mikillar fyrirmyndar öðrum, sem bæta þyrftu húsakynni sín.
Ég gat þess, að prestur lét sameina bænhúsið og eldhúsið undir eitt þak, gera úr þeim báðum eitt hús. Það hús stóð eins og áður segir samhliða íbúðarhúsinu, og 8 álna bil milli húsa. Prestur lét síðan hlaða háan og öflugan grjótgarð milli húsanna austast og vestast og fékk þannig skjólgott hlað á milli þeirra. Hlið var á veggnum beggja vegna og grind í.
Séra Brynjólfur vann mikið sjálfur að öllum þessum byggingarframkvæmdum. Hann var sem fyrr segir ágætur smiður á tré a.m.k. og allt fór honum það verk vel úr hendi. Hann hlífði sér heldur ekki við grjótvinnu og hleðslustarfi.
Öryggismálið mikla.
Bjarni Einar Magnússon frá Flatey á Breiðafirði fékk veitingu fyrir Vestmannaeyjasýslu 18. febr. 1861. Hann tók við sýslunni um vorið. Brátt urðu þeir miklir vinir og nánir samstarfsmenn presturinn að Ofanleiti og sýslumaðurinn, enda keimlíkir um margt í skapgerð og sjónarmiðum, áhugamálum og framtakshug.
Saga Eyjabúa greindi frá mörgum og hörmulegum skipstöpum og manntjónum á liðnum tímum, þar sem sjórinn var fast sóttur á opið úthafið. Byggðarlagið hafði þannig oft og tíðum goldið mikið afhroð með geigvænlegum afleiðingum fyrir efnalega afkomu fjölda kvenna og barna, lífsbjargræði þeirra og lífsheill.
Enginn þekkti betur þessar hörmulegu afleiðingar en presturinn á Ofanleiti, bæði af eigin reynslu í sálusorgarastarfinu og svo af sögunni. Síðustu 50 árin, þegar hér var komið sögu, höfðu yfir 100 manns drukknað við Eyjar og Landeyjasand af opnum skipum, þar af milli 30 og 40 menn, eftir að séra Brynjólfur fluttist til Eyja. Oftast týndust skipin sjálf með mannskapnum eða skemmdust stórlega, svo að byggja varð þau eða smíða að nýju.
Enginn vissi gleggri skil á hinum hörmulegu afleiðingum slysanna en presturinn, sem ekki aðeins var sálusorgari fólksins heldur einnig gæzlumaður fátækrasjóðsins, styrktarsjóðs nauðleitarfólksins, sem langoftast var léttur og stundum alveg tómur.
Ólíkar eru manngerðirnar, og ólíkt höfumst við að. Með séra Brynjólfi og Bjarna sýslumanni var í Vestmannaeyjum um þessar mundir þriðji embættismaðurinn. Er þeir reyndu eftir megni að bæta kjör Eyjabúa, auka fróðleiksþrá þeirra og víðsýni með eflingu bókasafnsins og rekstri þess, tryggja þeim tjónabætur, þegar slys bar að höndum, draga sem mest úr böli áfengisneyzlunnar, sem þjáði sveitarfélagið og var Eyjabúum til hins mesta vansa og óhamingju, lýsti hinn þriðji embættismaður fyrirlitningu sinni á háttum Eyjabúa í bréfi til yfirboðara síns. Hann skrifaði:
„Úr þessum asnakjálka ætla ég mér til gamans að hripa yður fáeinar línur.
Fréttirnar eru héðan engar, eins og lög gera ráð fyrir, því að hér er ekki hugsað um annað en fýl og lunda, og svo er sóðast áfram eins og bezt má. Já, svínaríið hérna það tekur í hnjúkana, og að dónarnir skuli halda heilsu í þessum kofum, það gengur yfir mig ... Forirnar eru rétt við bæjardyrnar og fýlan úr þeim leggur inn í bæinn, sem undir er fullur af fýladaun og allskonar óþverra, en þarna hýrast þeir í þessum kompum og líður vel, nema hvað lúsin ónáðar þá.“
En sóðaskapurinn með þessari þjóð var víðar áberandi en í Vestmannaeyjum. Í bæklingi, sem prentaður var í Kaupmannahöfn 1867 á íslenzku og hét „Nokkur orð um hreinlæti“, stendur þessi klausa: „Margir útlendingar, sem komið hafa til Reykjavíkur, segja, að sér hafi œtlað að verða illt, fyrst þegar þeir komu á land, af slorinu upp úr fjörunni, sem lofað er að fúlna þar og úldna, eins og bezt má verða. Ekki er að tala um fjóshauginn, sem býður gesta fyrir framan eina kaupmannsbúðina.“ Skyldi það hafa verið danskur kaupmaður, sem átti og rak þá búð?
Að sjálfsögðu þekktu þeir prestur og sýslumaður ekki síður fátæktina og eymdina, sem grúfði yfir Eyjabúum á þessum tímum, en þriðji embættismaðurinn. Munurinn var hinsvegar sá, að þeir litu á mannlífið í kringum sig með samúð og skilningi, sannri hjartagæzku og velvild. Þeir þekktu og skildu sögu þessa fólks. Þeir vissu, að danska konungsvaldið hafði alltaf leigt selstöðukaupmönnunum Vestm.eyjar til nytja fyrir hærra verð en aðra verzlunarstaði. Ástæðan var sú fyrst og fremst, að sjórinn var gjöfulli þar en víðast hvar annarsstaðar í kringum landið, og svo var einangrunin þess valdandi, að hinn ófyrirleitni eiginhagsmunamaður og valdhafi gat komið þar ár sinni betur fyrir borð en víðast hvar annars staðar, beitt þar ómengaðri danskri nýlendukúgun á öllum sviðum atvinnulífsins, sogið og þrælkað, pínt og reytt. Á þann hátt var allur framtakshugur fólksins drepinn í dróma. Ávöxtur framtaks og dugnaðar varð fyrst og fremst vatn á myllu arðræningjans. Allt þetta skildu þeir svo mæta vel, prestur og sýslumaður, en fengu þar engu um þokað. Það var vonlaust verk. Sú barátta var hlutdeild í sjálfri sjálfstæðisbaráttu allrar þjóðarinnar. Þó gat þeim hafa verið ljóst, að hin margþættu félagsstörf þeirra í sveitarfélaginu yrðu síðar hyrningasteinar bættrar afkomu og fegurra mannlífs sóknarbörnum prests og þegnum þess valds, sem sýslumaður var fulltrúi.
Mjög sterkar líkur eru fyrir því, að Bjarni sýslumaður hafi kynnzt tryggingarmálum og tryggingarstarfi, er hann dvaldi við laganámið í Kaupmannahöfn. Hann var maður, sem brann af þrá eftir því að láta eitthvað gott af sér leiða, neyta vits og krafta til að bæta og efla, auka og tryggja líf þess fólks, sem hann var í einu settur til að þjóna og ráða yfir. Hann skildi og vissi hlutverk sitt, sá maður. Það fyrsta, sem hann hugleiddi til hagsbóta almenningi, er til Eyja kom, voru örygismál skipaeigenda þar, vátryggingamálin, sem gripu svo mjög inn í efnahag og alla lífsafkomu almennings í þessu sveitarfélagi, er byggði meginafkomu sína á sjósókn og sjófangi.
Það var ekki óeðlilegt, að sýslumaður ræddi ítarlega þessi öryggismál við prestinn, hinn áhrifaríka aðila, sem þá hafði starfað í sókninni í 10 ár, unnið sér traust fólksins og tillit, liðið súrt og sætt með því og miðlað því úr léttum fátækrasjóði, þegar ekkert var til að bíta og brenna, fyrst og fremst af því að faðirinn eða fyrirvinnan hafði týnt lífinu við að afla bjargar í bú, horfið með skipi, tækjum, rá og reiða.
Þessar viðræður sýslumanns og prestsins leiddu til þess, að þeir stofnuðu Skipaábyrgðarfélag Vestmannaeyja í janúarmánuði 1862. Þá hafði sýslumaður aðeins dvalizt nokkra mánuði í Eyjum. En þrátt fyrir það, að Eyjabúar höfðu lítil kynni af honum haft, treystu þeir á gjörðir hans í tryggingamálunum, af því að prestur stóð styrkur við hlið sýslumannsins um framkvæmdirnar, þó að fólkið sjálft bæri takmarkað skyn á fyrirætlanir þeirra í þeim málum eða skildi gildi þeirra.
Séra Brynjólfur tók þegar sæti í stjórn hins nýstofnaða Skipaábyrgðarfélags og starfaði þar næstu 8 árin (1862-1870). Síðar var hann aftur kosinn í stjórn félagsins (1879) og var í henni þá til dánardægurs eða síðustu 5 árin, sem hann lifði.
Einn af þrem aðalstofnendum
Lestrarfélags Vestmannaeyja.
Bókavörður.
Til þess að spara tíma og ritsrými verður hér farið fljótt yfir sögu, þar sem saga Lestrarfélags Vestmannaeyja birtist í Bliki 1962, skrifuð af Haraldi Guðnasyni, bókaverði.
Sumarið 1862 eða um það bil hálfu ári eftir stofnun Skipaábyrgðarfélags Vestmannaeyja, tóku þeir prestur og sýslumaður aftur höndum saman um menningarmál Eyjabúa og beittu sér fyrir stofnun lestrarfélags í kauptúninu, stofnuðu Lestrarfélag Vestmannaeyja. Tilgangur þessa félags var ,,að efla almenna þekkingu á öllu því, er stutt geti að andlegum og líkamlegum framförum og þar með fylgjandi heill og hagsæld Eyjabúa sérílagi.“
Þegar þeir, þessir framsæknu hugsjónamenn, stofnuðu Skipaábyrgðarfélagið, fannst þeim Eyjafólk taka hugsjóninni og starfinu með slíkum velvilja, áhuga og skilningi, að þær undirtektir urðu hvatning til annars og meira starfs til menningar og hagsbóta almenningi í sveitarfélaginu.
Til þess að ná fyrr hinu fyrirhugaða markmiði sínu með stofnun Lestrarfélagsins, þar sem þeir voru með öllu févana, þá fóru þeir næsta óvenjulegar leiðir um stofnun félagsskaparins. Þeir buðu hinum danska erfingja selstöðuverzlunarinnar í Eyjum, J.P.T. Bryde, að vera með þeim að stofna Lestrarfélagið. Stofnun þess með hinum mætu mönnum, sýslumanni og presti, varð Dananum metnaðarmál og virðingaratriði. Hjá honum og fjölskyldu hans vissu þeir fé í fórum og aðstöðu til að afla bókasafninu margra danskra bóka, en það mál gátu margir Eyjamenn lesið sér til gagns sökum samskipta sinna við danska verzlunarmenn, verzlunarþjóna og farmenn, svo árum skipti.
Á þessum tímum var íslenzk bókaútgáfa fáskrúðug. Þaðan var því ekki mikils að vænta.
J.P.T. Bryde var sonur N. N. Bryde, hins danska selstöðukaupmanns í Eyjum frá 1844—1879.
Þó að J.P.T. Bryde væri síður en svo efni í framfaramann, eins og síðar sannaðist, er hann hafði náð tangarhaldi á allri verzlun í sveitarfélaginu (1879—1910), þá samþykkti hann það fúslega að vera einn af þrem stofnendum hins merka menningarfélags, Lestrarfélagsins, og lagði metnað sinn í það að reynast þar vel hlutgengur, láta um sig muna í félagsskapnum. Þeim presti og sýslumanni urðu ekki vonbrigði úr þeim stuðningi. Kaupmannssonurinn reyndist þeim vel í alla staði og sannaði þar í stuðningi sínum, að þeir skutu þar ekki fram hjá markinu.
Við stofnun Lestrarfélagsins lagði Bryde þegar í bókakaupasjóðinn 20 ríkisdali eða jafnmikla upphæð, sem þeir sýslumaður og prestur treystust til að láta af mörkum í hann samanlagt. Þar að auki útvegaði Bryde safninu mikið af dönskum bókum fyrir lítið eða ekki neitt. Þegar félagið hafði starfað í 6 ár, lét það prenta bókaskrá sína. Hún sannar, að Lestrarfélagið átti þá 506 bindi bóka, sem skipt er í 8 flokka eftir efni. Í 4 flokkunum eru fleiri danskar bækur en íslenzkar og af þessum 506 bindum voru ekki minna en 356 bindi dönsk. Það má segja Bryde kaupmannssyni til verðugs hróss, að hann átti ekki lítinn þátt í hinum öra vexti safnsins, sérstaklega hinu danska bókasafni þess. Þannig sannaðist brátt, að reikningsþraut þessa til styrktar og gengis bókasafninu þegar í upphafi höfðu þeir prestur og sýslumaður leyst af skerpu og skilningi. Þar mun séra Brynjólfur hafa átt sinn drjúga þátt í, því að hann hafði árum saman þekkt Brydefeðgana, keypt hús af föðurnum og átt við þá önnur viðskipti í sátt og góðu samlyndi, enda friðsemdarmaður mikill og drengskapar, sem þeir mátu og treystu og tóku mikið tillit til. Öll þessi góðu kynni af prestinum urðu Lestrarfélaginu til vaxtar og gengis í upphafi vega.
Fyrstu 10 árin, eða þar til þau hjónin fluttu burt úr Eyjum (1872), annaðist sýslumaður bókavörzluna ókeypis og af hugsjónaáhuga. Skilaði hann þá af sér safninu í reglu og hirðu. Þá var hinn danski sýslumaður Aagaard kominn til staðarins. Hann tók þegar að sér bókavörzluna með aðstoðarmönnum. En þá tók brátt að halla undan fæti fyrir framtakinu. Hætt var að hirða um, að bókum væri skilað safninu og félagsmenn ýmsir létu það dragast úr hömlu fyrir sér, svo að ekki sé of mikið sagt, enda var Aagaard sýslumanni margt annað betur gefið en hirðusemi og stjórnsemi. Eftir eins árs bókavörzlu lét hann safnið af hendi. Þá var séra Brynjólfur fenginn til að annast starfið. Vitaskuld var starf þetta innt af hendi endurgjaldslaust framvegis sem hingað til. En fleira kom til en starfið sjálft. Húsnæði safnsins var óhentugt, og í rauninni var það í húsnæðishraki. Þá var það sem prestur flutti bókasafnið á loft Landakirkju. Þar annaðist hann síðan bókavörzluna í 10 ár eða til dauðadags.
Þar kom hann því fyrir í skápum, sem hann smíðaði sjálfur, safninu að kostnaðarlausu, enda þótt hann léti bókasjóð greiða efnið í þá.
Þarna sóttu Eyjabúar eldri og yngri til hans bækur, oft einu sinni í viku. Þarna innti prestur áhugastarf sitt af hendi til fræðslu og aukinnar menningar Eyjabúum í kulda og hálfrökkri við kertaljós eða grútartýru frá því í okt. á haustin til vertíðaranna, sem venjulega færðust mjög í aukana með marzmánuði á ári hverju.
Bindindisfrömuðurinn.
Áður hefi ég á það drepið, að séra Brynjólfur Jónsson gekk í bindindisfélag nemenda í Bessastaðaskóla árið 1844. Einnig hefi ég minnzt á hörmungarástand það, sem ríkjandi var í áfengismálum í Vestmannaeyjum, er séra Brynjólfur gerðist þar ábyrgur aðstoðarprestur 1852. Þau 6 ár, sem hann var það, og allt var í óvissu um veitingu fyrir brauðinu og framtíðina, lét hann ekki hið ríkjandi áfengisböl í Eyjum til sín taka, heldur þagði og þraukaði. Þar var síður hægt um vik, meðan séra Jón Austmann var lífs, drykkjumaður svo mikill að hann hefði verið settur af embætti um miðja öldina, ef sóknarbörn hans hefðu ekki sent yfirvöldunum bænaskrá, beðið vel fyrir prest og óskað þess, að hinn mæti maður, þrátt fyrir breyskleikann, fengi að halda brauðinu í orði kveðnu til æviloka.
Þegar séra Brynjólfur hafði svo loks fengið veitingu fyrir Vestmannaeyjasókn (1860), tók hann að hugleiða, hvað hann gæti bezt gert til þess að spyrna gegn áfengisnautn Eyjabúa og hindra þau hneyksli, sem iðulega áttu sér stað við messur í Landakirkju sökum ölvunar sóknarbarna, jafnvel framámanna og hinna svokölluðu betri bænda í sókninni.
Séra Brynjólfi var það ljóst af fréttum frá Ameríku, að bindindisfélög höfðu verið stofnuð þar víða og starfrækt með góðum árangri. Það hafði hann lesið um. Einnig hafði hann lesið áhrifamiklar greinar menntamanna í Noregi gegn áfengisnautninni, t.d. í norska tímaritinu Menneskevennen, sem hann var kaupandi að.
Sumarið 1864 afréð prestur að stofna bindindisfélag með Eyjabúum. Þar skyldi hann kosta kapps um að ná sem allra flestum karlmönnum í Eyjum undir áhrifavæng sinn, bæði mönnum búsettum þar og eins aðkomnum vertíðarmönnum.
Haustið 1864, sunnudaginn 27. nóv., var haldinn almennur fundur í sýslufélaginu. Það átti sér iðulega stað, þegar hinir ráðandi menn, t.d. sýslumaður, þurftu að ná til almennings með erindi sín, svo sem fyrirmæli eða reglur varðandi uppsátur skipa, notkun beitilands á Heimaey, fuglaveiði í björgum o.fl.
Á þessum almenna fundi notaði prestur tækifærið og skoraði á Eyjabúa að taka höndum saman með sér og stofna bindindisfélag í sókninni „til þess að sporna sem mest við nautn áfengra drykkja í Vesmannaeyjum“ eins og hann orðaði það. Þessari áskorun prestsins var þannig tekið á fundinum, að þegar gáfu 17 menn sig fram og hétu presti þátttöku sinni í félagsskapnum. Allt voru það karlmenn, því að konur komu þá naumast til greina í félagsstarfi, sízt með karlmönnum, þar sem þær höfðu hvergi kosninga- eða atkvæðisrétt til opinberra áhrifa og þess vegna helzt hvergi taldar hlutgengar í félagsstörfum. Drykkjuskapur var þá líka lítt þekkt fyrirbrigði hjá hinu fagra og „veika“ kyni. Í því sem mörgu öðru sýndu konur þá eldri og yngri yfirburði sína í daglegu lífi, enda þótt fáir veittu því athygli og flestir mátu lítils.
Bindindisdyggð kvenfólksins þótti þá sjálfsögð og áfengisneyzla þeirra sérstaklega hneykslanleg, jafnvel með þeim „sterku“ einstaklingum, sem sjálfir „þrömmuðu hinn breiða veginn“ og voru iðulega skaðvaldar og hneykslunarhella sökum áfenginnautnar í heimilum og á almannafæri. Enn þóttust þá þjóðfélögin almennt hafa efni á að afsala sér þannig áhrifum dætra sinna, brjóstsvits þeirra og hjartalagi, dómgreind og tilfinningum nema þá innan veggja heimilanna.
Þannig var þá stofnfundur Bindindisfélags Vestmannaeyja haldinn 27. nóv. 1864. Fullyrða má, að það er eitt hið merkasta menningarfélag, sem þar hefur starfað frá upphafi, þegar tekið er tillit til tímanna, sem það starfaði á, og tíðarandans.
Þessir menn gengu þegar í félagið og töldust stofnendur þess:
1. Brynjólfur Jónsson, prestur á Ofanleiti.
2. Bjarni E. Magnússon, sýslumaður.
3. Árni Einarsson, hreppstjóri og bóndi á Vilborgarstöðum.
4. Árni Diðriksson, hreppstjóri og bóndi í Stakkagerði.
5. Þorsteinn Jónsson, bóndi í Nýjabæ, síðar hreppstj. og alþingismaður.
6. W. Thomsen, faktor í Godthaab.
7. Johan Jes Abel, assistent í Garðinum.
8. Guðni Guðnason, bóndi í Dölum.
9. Ólafur Magnússon, yngismaður á Vilborgarstöðum.
10. Jósep Sveinsson, yngismaður í Háagarði.
11. Hannes Jónsson, unglingur í Nýja-Kastala (síðar hafnsögumaður).
12. Björn Runólfsson, yngismaður í Stakkagerði.
13. Bjarni Helgason yngismaður í Kornhól.
14. Ingimundur Jónsson, bóndi í Gjábakka.
15. Guðmundur Guðmundsson, unglingur í Kastala.
16. Jón Gíslason, yngismaður í Túni.
Þessi nafnaskrá er að ýmsu leyti athyglisverð.
Ólíklegt er það, að tilviljun ein ráði því, að forustumenn fólksins, mennirnir, sem það bar mest traust til og mat mest, gerast fyrstir félagar Bindindisfélagsins. Við hljótum að draga þá ályktun, að það séu samantekin ráð þeirra fyrir atbeina sóknarprestsins. Það hafði þegar komið í ljós á öðrum sviðum í sýslufélaginu, að samstarf sýslumannsins og prestsins var náið og innilegt og miðaði fram til heilla og blessunar Eyjabúum, t.d. samstarf þeira um stofnun Skipaábyrgðarfélagsins tveim árum áður og svo lestrarfélagsins.
Samstaða þessara tveggja embættismanna í Eyjum þá og hreppstjóranna í bindindismálum er athyglisverð. Hún sannar
ágæti þessara manna, ríka ábyrgðartilfinningu þeirra, drengskap og þegnskaparlund. Fyrirmynd þeirra í þessu máli varð líka afdrifarík fyrir sýslufélagið. Þetta samstarf þeirra átti eftir að leiða inn á mörg heimili í Eyjum frið og farsæld, bætta afkomu með vaxandi hamingju, þar sem áður ríkti ófriður, fátækt og eymd af völdum áfengisnautnar.
Að viku liðinni frá stofnfundi, eða sunnudaginn 4. des., var annar fundur haldinn í Bindindisfélaginu. Þá hafði verið samin reglugerð fyrir félagið og stefna þess og störf mótuð þar með.
- Reglugjörð fyrir Bindindisfélag Vestmannaeyja.
- 1. grein.
- 1. grein.
Það er mark og mið félagsins að gjöra allt, er í þess valdi stendur, samkvæmt lögum þess, til að sporna sem mest við nautn áfengra drykkja, nema að svo miklu leyti sem í einstaka tilfellum geta verið nauðsynlegir sem læknismeðal.
- 2. grein.
Hver sá, er gengur í félagið og ritar eða lætur rita nafn sitt á nafnaskrá félagsmanna, undirgengst þar með sjálfur ekki að neyta neins áfengs drykkjar, — ei heldur að gefa hann eða selja neinum félagsmanni svo sem drykk. En utanfélagsmanni, sé hann með öllu ódrukkinn eða ekki sjáist neitt vín á honum, má hann, ef einhver sérleg knýjandi orsök er til þess, veita áfengan drykk, þó án þess að gjöra hann ölvaðan.
- 3. grein.
Hverjum þeim verzlunarmanni, sem gengur í félagið, skal heimilt að selja áfenga drykki þeim, er beiðist kaups á þeim, en að öðru leyti sé hann undir sömu lögum sem aðrir félagsmenn.
- 4. grein.
Það sé ennfremur skylda hvers félagsmanns með skynsamlegum fortölum að fá sem flesta hér á eyju í félagið, og skal sá, er í þessu tilliti fyrir sérlega framkvæmdasemi eftir álykun félagsins, verða sæmdur heiðursfélaganafni.
- 5. grein.
Sá, sem verður brotlegur móti reglum félagsins, sæti í fyrsta sinn einslegri áminningu af forseta félagsins, og lofi hann þá að bæta ráð sitt, má hann vera í félaginu. Brjóti hann öðru sinni, skal hann sæta áminningu á félagsfundi, og lofi hann þá að vera trúr félagsmaður, skal hann enn vera í félaginu. Brjóti hann í þriðja sinn og þannig sýni sig óhæfilegan til að vera í félaginu, skal hann eftir ákvörðun félagsins rekinn úr félaginu og nafn hans opinherlega auglýst honum til maklegrar ávirðingar svo sem óhafandi í félaginu.
- 6. grein.
Verði einhver félagsmanna þess var, að einhver af félagsbræðrum hans hafi brotið reglur félagsins, skal hann gefa forseta það til vitundar.
- 7. grein.
Til yfirstjórnar yfir málefnum félagsins kjósi félagið einn forseta og einn varaforseta, og skal sú kosning gilda í 3 ár, en falli annar hvor þeirra eða báðir frá eða yfirgefi félagið, kjósist aftur menn í þeirra stað, og standi kosning þeirra þar til sá þriggja ára tími er liðinn, sem kosning hinna fyrst kjörnu átti að standa.
- 8. grein.
Ár hvert um nýjársleytið skal forseti eða í hans forföllum varaforseti skýra félagsmönnum frá aðgjörðum félagsins um afliðið ár. Svo skal hann og hafa rétt til að kalla félagsmenn á fund, þegar eitthvað félagsmálefni útheimtir, — að leitað sé álits félagsmanna, sem atkvæðisrétt hafa, séu þeir viðstaddir.
- 9. grein.
Akvæðisrétt skulu allir félagsmenn hafa, sem orðnir eru 16 ára og sem fermdir eru. Verði atkvæði jöfn, skulu þau atkvæði, sem forseti er með, álítast sem álykun félagsins.
- 10. grein.
Forseti hafi gjörðabók og séu í hana ritaðar gjörðir félagsins, nafnaskrá félagsmanna og sérhvað það, sem félaginu viðvíkur.
Þannig hljóðaði þá reglugerð hins merka Bindindisfélags Vestmannaeyja, þar sem Eyjabúar ruddu brautir í menningarmálum með forustu sóknarprestsins.
Telja má víst, að ákvæði 2. greinar reglugerðarinnar séu runnin undan rifjum þeirra, sem æsktu að vera gildir félagsmenn en þurftu þó á stundum, embættis síns vegna eða annarrar aðstöðu, að veita gestum vín, svo sem sjálfsagt þótti, t.d. sýslumaður eða verzlunarstjóri, samkv. tíðaranda. Ákvæði þriðju greinar eru að sjálfsögðu sett með tilliti til búðarmanna hinna dönsku selstöðukaupmanna, sem daglega seldu áfengi í staupum, á flöskum eða leglum.
Þegar framanskráð reglugerð hafði verið samþykkt, var gengið til atkvæða um kosningu forseta og varaforseta. Forseti var kosinn séra Brynjólfur og varaforseti sýslumaðurinn Bjarni E. Magnússon.
Þá skoraði hinn nýkjörni forseti á utanfélagsmenn á fundinum að ganga í félagið. Þá gáfu 14 menn sig fram. Þannig hefur þá 31 Eyjabúi gerzt félagi Bindindisfélagsins, þegar hér er komið sögu þess. Næstu daga óskuðu 5 menn að auki þáttöku í félagsskapnum.
Fyrsti aðalfundur Bindindisfélagsins var haldinn 7. jan. 1866. Höfðu þá alls 48 manns gengið í félagið en 7 þeirra hrökklazt úr því aftur á sama tíma vegna drykkjuskapar.
Ekki hafði Bindindisfélagið starfað lengi, er erfiðleikar prestsins í forsetasætinu tóku að segja til sín. Segja mátti með sanni um mjög marga af félagsmönnunum að holdið væri veikt, enda þótt andinn væri að sönnu reiðubúinn. Alltof margir félagsmennirnir reyndust „veikir á svellinu“, brutu trúnað sinn við félagið og neyttu áfengis. Þessi trúnaðarbrot voru rædd á fundum félagsins og félagsmönnum þá gefinn kostur á að bæta ráð sitt, ella var þeim vikið úr félagsskapnum. Það átti sér iðulega stað.
Fundir félagsins fór yfirleitt þannig fram, að forseti þess flutti ávarp, hvatti félagsmenn til að sýna drengskap gagnvart bindindisheiti sínu og stöðuglyndi í áformum sínum um að neyta ekki áfengra drykkja. Oft las prestur upp merkar greinar um bindindi, nauðsyn þess og blessun, eða áfengisneyzluna, bölvan hennar og skaðræði. Ýmist voru greinar þessar fengnar úr innlendum ritum eða hann þýddi þær úr erlendum málum, t.d. norska ritinu Menneskevennen eða amerískum ritum, sem hann virðist hafa keypt.
Innlendu greinarnar voru t.d. eftir landlæknana Jón Thorsteinssen og dr. Jón Hjaltalín. Eftir hinn fyrrnefnda las hann Hugvekju um skaðsemi áfengra drykkja, sem prentuð var í Rv. 1847. Greinar þær, sem prestur las eftir dr. Jón Hjaltalín, birtust í Heilbrigðistíðindum, sem landlæknir var ritstjóri að
1871—1880. Úr ýmsum öðrum tímaritum og blöðum las prestur greinar á fundum Bindindisfélags Vestmannaeyja.
Þá voru á fundum félagsins tekin fyrir mál hinna brotlegu félagsmanna, hvort víkja skyldi þeim úr félaginu eða gefa þeim enn kost á að bæta ráð sitt, sigra sjálfa sig. Venjulega endaði sú barátta með brottvikningu úr félagsskapnum. Sumir hinna brotlegu sögðu sig úr félaginu, áður en til brottvikningar kom. Á sama tíma gengu nýir menn í félagið. Algengt var, að nýfermdir sveinar gengu í það fyrir áhrif prests og urðu oft hinir traustustu félagsmenn og bindindismenn til varanlegra heilla sjálfum sér og sínum. Á aukafundi í félaginu 20. okt. 1870 gengu t.d. 17 menn í félagið, þar af 9 nýfermdir sveinar.
Og á fundi 29. sept. 1879 gengu 9 menn í félagið, þar af 7 nýfermdir piltar.
Á árinu 1873 var t.d. 10 mönnuni vikið úr Bindindisfélaginu sökum áfengisnautnar og þar með trúnaðarbrots við félagið. Árið 1875 var 13 mönnum vikið af sömu sökum. En maður kom ávallt manns í stað.
Þannig barðist séra Brynjólfur Jónsson gegn drykkjuskaparástríðu sóknarbarna sinna síðustu 20 ár ævinnar. Og hver var svo árangurinn af öllu þessu starfi, sem æði oft var ekki sársaukalaust?
Drykkjuskapur fór sífellt minnkandi í sókninni. Truflanir við messu sökum drykkjuskapar áttu sér ekki stað eftir stofnun Bindindisfélagsins.
Á aðalfundi í félaginu 5. jan. 1873 æskti prestur þess, að tveir menn yrðu kosnir með sér til þess að veita Bindindisfélaginu forustu. Kosningu til þess hlutu Þorsteinn Jónsson, bóndi í Nýjabæ, og Gísli Stefánsson, verzlunarþjónn í Hlíðarhúsi, síðar kaupmaður og sýslunefndarmaður.
Þessir þrír menn voru síðan ávallt endurkosnir forustumenn félagsins til æviloka séra Brynjólfs 19. nóv. 1884, en þá lagðist félagið niður með öllu. Þannig sannaðist það berlega, að allt félagsstarfið hvíldi á prestinum. Hann var orkan og aflið, viljinn og áhrifavaldurinn í félagsskapnum. Allt valt á honum og með honum.
Alls gengu 143 menn í Bindindisfélag Vestmannaeyja, þau 20 ár sem það starfaði. Þessi var félagatalan við hver áramót samkv. fundargjörðarbók félags
ins:
Ár | Fjöldi félagsmanna |
1. jan 1865 | 36 |
1. jan 1866 | 41 |
1. jan. 1867 | 41 |
1. jan 1868 | 36 |
1. jan. 1869 | 46 |
eða 32,4% af öllum karlmönnum í Eyjum þá, 15 ára og eldri | |
1. jan 1870 | 50 |
1. jan. 1871 | 67 |
1. jan. 1872 | 66 |
1. jan. 1873 | 68 |
1. jan. 1874 | 61 |
1. jan. 1875 | 59 |
eða 37,6% af karlm. þar, 15 ára og eldri | |
1. jan. 1876 | 53 |
1. jan. 1877 | 56 |
1. jan. 1878 | 56 |
1. jan. 1879 | 62 |
1. jan. 1880 | 70 |
1. jan. 1881 | 72 |
1. jan. 1882 | 65 |
1. jan. 1883 | 57 |
eða 33,3% af öllum karlm. þar, 15 ára og eldri. | |
1. jan. 1884 | 54 |