„Álsey“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(11 millibreytingar ekki sýndar frá 4 notendum)
Lína 1: Lína 1:
[[Mynd:Álsey.PNG|thumb|left|Gamalt kort af eynni]]
{{Eyjur}}
{{Eyjur}}
[[Mynd:Álsey.PNG|thumb|left|Gamalt kort af eynni]]
'''Álsey''' (''Álfsey'') liggur um 3.5 km vestur af [[Stórhöfði|Stórhöfða]] og er þriðja stærsta úteyjan, um 0.25km². Eyjan er gyrt háum hömrum, að norður hliðinni undanskilinni, og eru þeir næstum eggsléttir austan og sunnan til. Eyjan er hálend og er 137 m hár grasi þakinn hryggur á miðri eyju og er hallinn mikill niður á brúnirnar. Af þessum sökum er lundabyggð þétt í Álsey og er lundinn mikið veiddur og þar er einnig fé haft á beit. Veiðikofi Álseyinga er staðsettur norðan megin á eyjunni.
'''Álsey''' (''Álfsey'') liggur um 3.5 km vestur af [[Stórhöfði|Stórhöfða]] og er þriðja stærsta úteyjan, um 0.25km². Eyjan er girt háum hömrum, að norður hliðinni undanskilinni, og eru þeir næstum eggsléttir austan og sunnan til. Eyjan er hálend og er 137m hár grasi þakinn hryggur á miðri eyju og er hallinn mikill niður á brúnirnar. Af þessum sökum er lundabyggð þétt í Álsey og er lundinn mikið veiddur og þar er einnig fé haft á beit. Veiðikofi Álseyinga er staðsettur norðan megin á eyjunni.


== Höfuðlausi sigmaðurinn ==
== Höfuðlausi sigmaðurinn ==
Lína 10: Lína 10:
Nokkru fyrir síðustu aldamót voru þeir Magnús Vigfússon frá [[Presthús]]um og Sigurður Sigurðsson frá [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] við aðsókn í Álsey. Sigurður vildi fara á bælið en Magnús aftraði því. Hann sagðist ekki vilja fá hann hauslausan upp aftur.
Nokkru fyrir síðustu aldamót voru þeir Magnús Vigfússon frá [[Presthús]]um og Sigurður Sigurðsson frá [[Kirkjubær|Kirkjubæ]] við aðsókn í Álsey. Sigurður vildi fara á bælið en Magnús aftraði því. Hann sagðist ekki vilja fá hann hauslausan upp aftur.


== Heimildir ==
 
==Úr örnefnaskrá [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]]==
 
VIII. '''Álfsey'''  liggur því nær frá austri til vesturs, ca 400-500 faðma (?) frá Brandi í útnorður. Hún er stærst úteyja næst Ellirey. Hálendi er eftir henni frá austri til vesturs, þannig að halli er að norðaustan í sjó niður, en suður af er halli lítill fyrir miðju og standberg 60 faðmar á hæð. Er þetta svæði nefnt '''Sléttimoldi''' . Austur af Sléttamolda er halli og grasi vaxið lengra niður, svo og þar sem hryggurinn endar að austan. Er það nefnt '''Lend''' . Á Lend eru þessi örnefni: Til suðausturs er rennslétt brekka, en mjög snögg, nefnd '''Slægja'''  (hefir þar aldrei slegið verið svo menn viti). Þá er fyrir neðan brún bekkur, lítið grasivaxinn, '''Svelti''' , fýlabyggð.
 
Þá er '''Teinahringsbæli'''  – svartfuglabæli – stórt, ekki langt frá sjó (< Tíærings- átti að vera hægt að hvolfa þar tíæring, sbr. áttæring > áttahrings). Þá er norðar í Lendinni nefnt '''Landnorðursnef''' . Fyrir vestan Landnorðursnef, en norður af Lend er móhryggur, '''Hella''' . Hér fyrir vestan eru 2 brekkur, sú neðri er nefnd '''Siggafles''' , en sú efri '''Lúsafles''' . Austur úr Siggaflesi í sjó út er mjór tangi, '''Mjóistígur''' , en niður af Siggaflesi við sjó er nefndur ('''Ókindabás''' ) '''Kindabás''' . Fyrir vestan Sléttamolda er '''Brattimoldi''' , þar niður af '''Útsuðurskórar'''  – svartfuglabæli. Hér upp af frá Lend og vestur að skarði er nefnist '''Nóngil''' , er nefnt '''Hryggur'''  og er sunnan megin Nóngils stór grasbrekka, sem gengur lengst niður sunnan á móti, og vestur á enda eyjarinnar nefnd '''Lækjarbrekka'''  og takmarkar '''Útsuðursnef'''  hana að vestan. Þar upp af, en vestur af Lækjarbrekku, er allmikið svæði á hamrinum, '''Vestursvelti''' , fýlabyggð, en ofan við það og vestur af háeynni, '''Langaofanferð''' . Fyrir neðan hana er nefnt '''Háuflár''' ; er þar gengið upp af sjó til fugla. Hér fyrir norðan er fýlabyggð mikil, '''Slakki''' .
 
[[Mynd:Fa-blom (37).jpg|thumb|200px|Brandur og Álsey.]]
Langur tangi gengur nú hér út úr eynni, smáhallandi niður og myndast þannig eins og höfn til norðausturs og er tanginn nefndur '''Þjófanef''' . Nafnið tilorðið að sögn einhvern tíma er gengið var upp á eyna, fundu menn þar útlenskar voðir – skemmdar – og er ætlun manna að þær hafi verið látnar þar sem andvirði á stolnu fé er vantaði þá. Var tangi þessi áður nefndur „'''Húnanef'''“  (var karta á nefinu sem myndaði eins og hún). Er uppganga á Þjófanef bæði að austan og vestan. Af nefinu upp á eyna er tæpt einstigi.
 
Þar sem tanginn myndast upp við eyna, er gat gegnum tangann fyrir neðan sjávarmál, sést efri brún gatsins aðeins í stórbrimum, eða við lagfjöru. Þegar sól er komin í vestur, sést alltaf sólargeislinn í gegnum gatið. Myndast eins og krókur inn í eyna, þar sem gatið er og er það svæði nefnt '''Gat'''  og nefið fyrir austan '''Gatnef''' . Er svæðið hér upp af allt að Nóngili nefnt '''Nef''' , en niður af Nóngili að austan er nefnt '''Djúpafles''' . Hér austur af, en niður af hryggnum norðanmegin er nefnt '''Bringir''' . Þá er gil, sem liggur ofan af eynni norðanmegin, '''Vatnsgil''' (rennur vatn eftir því). Fyrir vestan Vatnsgil er aðaluppganga á eyna nefnd '''Lundakór'''  og '''Ögmundarkór.'''
 
== Myndir ==
<Gallery>
Mynd:Tjodhatid DSCF0401.jpg
Mynd:Skersul3a.jpg
Mynd:Frá Fjósunum.JPG
Mynd:Stafsnesfjara.jpg
Mynd:Kvöldsól.JPG
Mynd:Mynd 113 349.jpg
Mynd:Fa-blom (37).jpg
Mynd:Hansueli (24).JPG
 
</gallery>
 
 
{{Heimildir|
* Sögn Sigurðar Sigurðssonar úr Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum.
* Sögn Sigurðar Sigurðssonar úr Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum.
* Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014
* Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014
* [[Gísli Lárusson]]. ''Örnefni á Vestmannaeyjum''. [http://www.ornefni.is Örnefnastofnun Íslands], 1914.}}


[[Flokkur:Eyjur]]
[[Flokkur:Eyjur]]
[[Flokkur:Örnefni]]
[[Flokkur:Þjóðsögur]]
[[Flokkur:Þjóðsögur]]

Núverandi breyting frá og með 24. júlí 2012 kl. 08:08

Mynd:Álsey.PNG

Álsey (Álfsey) liggur um 3.5 km vestur af Stórhöfða og er þriðja stærsta úteyjan, um 0.25km². Eyjan er gyrt háum hömrum, að norður hliðinni undanskilinni, og eru þeir næstum eggsléttir austan og sunnan til. Eyjan er hálend og er 137 m hár grasi þakinn hryggur á miðri eyju og er hallinn mikill niður á brúnirnar. Af þessum sökum er lundabyggð þétt í Álsey og er lundinn mikið veiddur og þar er einnig fé haft á beit. Veiðikofi Álseyinga er staðsettur norðan megin á eyjunni.

Höfuðlausi sigmaðurinn

Fyrir neðan Molda í Álsey er allstórt svartfuglabæli sem sjaldan hefur verið farið á eftir að eftirfarandi atburður gerðist.

Fyrir löngu voru nokkrir menn við sig í Álsey. Einn þeirra fór á þetta bæli en þegar hann var dreginn upp aftur vantaði höfuðið á hann. Menn vissu ekki með hvaða hætti höfuðið hafði farið af honum en eftir þennan atburð voru sigamenn tregir til þess að fara á þetta bæli.

Nokkru fyrir síðustu aldamót voru þeir Magnús Vigfússon frá Presthúsum og Sigurður Sigurðsson frá Kirkjubæ við aðsókn í Álsey. Sigurður vildi fara á bælið en Magnús aftraði því. Hann sagðist ekki vilja fá hann hauslausan upp aftur.


Úr örnefnaskrá Gísla Lárussonar

VIII. Álfsey liggur því nær frá austri til vesturs, ca 400-500 faðma (?) frá Brandi í útnorður. Hún er stærst úteyja næst Ellirey. Hálendi er eftir henni frá austri til vesturs, þannig að halli er að norðaustan í sjó niður, en suður af er halli lítill fyrir miðju og standberg 60 faðmar á hæð. Er þetta svæði nefnt Sléttimoldi . Austur af Sléttamolda er halli og grasi vaxið lengra niður, svo og þar sem hryggurinn endar að austan. Er það nefnt Lend . Á Lend eru þessi örnefni: Til suðausturs er rennslétt brekka, en mjög snögg, nefnd Slægja (hefir þar aldrei slegið verið svo menn viti). Þá er fyrir neðan brún bekkur, lítið grasivaxinn, Svelti , fýlabyggð.

Þá er Teinahringsbæli – svartfuglabæli – stórt, ekki langt frá sjó (< Tíærings- átti að vera hægt að hvolfa þar tíæring, sbr. áttæring > áttahrings). Þá er norðar í Lendinni nefnt Landnorðursnef . Fyrir vestan Landnorðursnef, en norður af Lend er móhryggur, Hella . Hér fyrir vestan eru 2 brekkur, sú neðri er nefnd Siggafles , en sú efri Lúsafles . Austur úr Siggaflesi í sjó út er mjór tangi, Mjóistígur , en niður af Siggaflesi við sjó er nefndur (Ókindabás ) Kindabás . Fyrir vestan Sléttamolda er Brattimoldi , þar niður af Útsuðurskórar – svartfuglabæli. Hér upp af frá Lend og vestur að skarði er nefnist Nóngil , er nefnt Hryggur og er sunnan megin Nóngils stór grasbrekka, sem gengur lengst niður sunnan á móti, og vestur á enda eyjarinnar nefnd Lækjarbrekka og takmarkar Útsuðursnef hana að vestan. Þar upp af, en vestur af Lækjarbrekku, er allmikið svæði á hamrinum, Vestursvelti , fýlabyggð, en ofan við það og vestur af háeynni, Langaofanferð . Fyrir neðan hana er nefnt Háuflár ; er þar gengið upp af sjó til fugla. Hér fyrir norðan er fýlabyggð mikil, Slakki .

Brandur og Álsey.

Langur tangi gengur nú hér út úr eynni, smáhallandi niður og myndast þannig eins og höfn til norðausturs og er tanginn nefndur Þjófanef . Nafnið tilorðið að sögn einhvern tíma er gengið var upp á eyna, fundu menn þar útlenskar voðir – skemmdar – og er ætlun manna að þær hafi verið látnar þar sem andvirði á stolnu fé er vantaði þá. Var tangi þessi áður nefndur „Húnanef“ (var karta á nefinu sem myndaði eins og hún). Er uppganga á Þjófanef bæði að austan og vestan. Af nefinu upp á eyna er tæpt einstigi.

Þar sem tanginn myndast upp við eyna, er gat gegnum tangann fyrir neðan sjávarmál, sést efri brún gatsins aðeins í stórbrimum, eða við lagfjöru. Þegar sól er komin í vestur, sést alltaf sólargeislinn í gegnum gatið. Myndast eins og krókur inn í eyna, þar sem gatið er og er það svæði nefnt Gat og nefið fyrir austan Gatnef . Er svæðið hér upp af allt að Nóngili nefnt Nef , en niður af Nóngili að austan er nefnt Djúpafles . Hér austur af, en niður af hryggnum norðanmegin er nefnt Bringir . Þá er gil, sem liggur ofan af eynni norðanmegin, Vatnsgil (rennur vatn eftir því). Fyrir vestan Vatnsgil er aðaluppganga á eyna nefnd Lundakór og Ögmundarkór.

Myndir



Heimildir