„Hörður Jónsson (skipstjóri)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 3: | Lína 3: | ||
'''Hörður Snævar Jónsson''' var fæddur í Reykjavík 7. júní árið 1937. Hann lést 13. október 2001. Foreldrar Harðar voru Elínborg Guðjónsdóttir sem var búsett í Svíþjóð frá 1939 og Jón Björnsson, fv. loftskeytamaður frá Akureyri. | '''Hörður Snævar Jónsson''' var fæddur í Reykjavík 7. júní árið 1937. Hann lést 13. október 2001. Foreldrar Harðar voru Elínborg Guðjónsdóttir sem var búsett í Svíþjóð frá 1939 og Jón Björnsson, fv. loftskeytamaður frá Akureyri. | ||
Hörður kvæntist [[Sjöfn Guðjónsdóttir|Sjöfn Guðjónsdóttur]] árið 1959. Hún lést 1993. Börn þeirra eru [[Hrönn Harðardóttir|Hrönn]], [[Alda Harðardóttir|Alda]], [[Eyþór Harðarson|Eyþór]] og [[Katrín Harðardóttir|Katrín]]. Síðari kona Harðar var [[Bára Jóney Guðmundsdóttir]] en hún á fjögur börn frá fyrra hjónabandi. | Hörður kvæntist [[Sjöfn Guðjónsdóttir|Sjöfn Guðjónsdóttur]] árið 1959. Hún lést 1993. Börn þeirra eru [[Hrönn Harðardóttir|Hrönn]], [[Alda Harðardóttir|Alda]], [[Eyþór Harðarson|Eyþór]] og [[Katrín Harðardóttir|Katrín]]. Síðari kona Harðar var [[Bára Jóney Guðmundsdóttir (Presthúsum)|Bára Jóney Guðmundsdóttir]] en hún á fjögur börn frá fyrra hjónabandi. | ||
Árið 1962 hóf Hörður formennsku á [[Gylfi|Gylfa]] og síðan á [[Gulltoppur|Gulltoppi]]. Hörður var síðan í útgerð til ársins 1980, en réði sig til Hraðfrystistöðvarinnar, og var með eftirtalda báta, Suðurey, Heimaey, Álsey, Hellisey og Bjarnarey. | Árið 1962 hóf Hörður formennsku á [[Gylfi|Gylfa]] og síðan á [[Gulltoppur|Gulltoppi]]. Hörður var síðan í útgerð til ársins 1980, en réði sig til Hraðfrystistöðvarinnar, og var með eftirtalda báta, Suðurey, Heimaey, Álsey, Hellisey og Bjarnarey. | ||
Lína 38: | Lína 38: | ||
4. [[Katrín Harðardóttir]] íþróttafræðingur, f. 4. desember 1969. Maður hennar [[Aðalsteinn Ingvarsson]]. | 4. [[Katrín Harðardóttir]] íþróttafræðingur, f. 4. desember 1969. Maður hennar [[Aðalsteinn Ingvarsson]]. | ||
II. Síðari kona Harðar, (1. febrúar 1997), er [[Bára Jóney Guðmundsdóttir]] frá [[Presthús]]um, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 6. nóvember 1946. Fyrri maður hennar, skildu, var [[Jóhannes Esra Ingólfsson]], f. 7. október 1948, d. 23. júlí 2009. <br> | II. Síðari kona Harðar, (1. febrúar 1997), er [[Bára Jóney Guðmundsdóttir (Presthúsum)|Bára Jóney Guðmundsdóttir]] frá [[Presthús]]um, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 6. nóvember 1946. Fyrri maður hennar, skildu, var [[Jóhannes Esra Ingólfsson]], f. 7. október 1948, d. 23. júlí 2009. <br> | ||
Börn Báru frá fyrra hjónabandi eru: <br> | Börn Báru frá fyrra hjónabandi eru: <br> | ||
1. [[Ása S. Jóhannesdóttir]] hársnyrtir, f. 15. september 1966, gift [[Andrés Þ. Sigurðsson (skipstjóri)|Andrési Þ. Sigurðssyni]] skipstjóra. <br> | 1. [[Ása S. Jóhannesdóttir]] hársnyrtir, f. 15. september 1966, gift [[Andrés Þ. Sigurðsson (skipstjóri)|Andrési Þ. Sigurðssyni]] skipstjóra. <br> |
Núverandi breyting frá og með 20. október 2024 kl. 20:17
Hörður Snævar Jónsson var fæddur í Reykjavík 7. júní árið 1937. Hann lést 13. október 2001. Foreldrar Harðar voru Elínborg Guðjónsdóttir sem var búsett í Svíþjóð frá 1939 og Jón Björnsson, fv. loftskeytamaður frá Akureyri.
Hörður kvæntist Sjöfn Guðjónsdóttur árið 1959. Hún lést 1993. Börn þeirra eru Hrönn, Alda, Eyþór og Katrín. Síðari kona Harðar var Bára Jóney Guðmundsdóttir en hún á fjögur börn frá fyrra hjónabandi.
Árið 1962 hóf Hörður formennsku á Gylfa og síðan á Gulltoppi. Hörður var síðan í útgerð til ársins 1980, en réði sig til Hraðfrystistöðvarinnar, og var með eftirtalda báta, Suðurey, Heimaey, Álsey, Hellisey og Bjarnarey.
Hörður varð aflakóngur Vestmannaeyja tvisvar.
Heimildir
- Þórarinn Ingi Ólafsson. http://www.eyjar.is/ingiol
Frekari umfjöllun
Hörður Snævar Jónsson skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 7. júní 1937 á Eyrarbakka og lést 3. október 2021.
Foreldrar hans voru Jón Björnsson loftskeytamaður frá Akureyri, f. 7. febrúar 1910, d. 17. nóvember 1992 og Elínbjörg Guðjónsdóttir, síðar í Svíþjóð, f. 23. janúar 1910, d. 18. júlí 1996.
Önnur börn Jóns Björnssonar:
Björn Jónsson, Sævar Ingi Jónsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Atli Ön Jónsson og Jón Már Jónsson.
Önnur börn Elínbjargar Guðjónsdóttur:
Guðrún Möller, Kurt Wennerberg.
Hörður lauk prófi í Stýrimannaskólanum í Reykjavík um tvítugt.
Hann ólst upp á Eyrarbakka, stundaði sjómennsku frá 17 ára aldri. Að loknu námi réri hann frá Eyjum nema gosárið 1973. Í Eyjum byrjaði hann að róa með Oddi Sigurðssyni frá Skuld á Jötni og Sigrúnu. Þá varð hann stýrimaður á Bergi 1959-1962. Hann var skipstjóri á Gylfa vertíðina 1963 og á Gulltoppi 1964.
Hörður hóf útgerð á sjöunda áratugnum og gerði út Andvara VE með Jóhanni Halldórssyni til 1981. Hann hóf þá störf hjá Hraðfrystistöðinni, sem síðar sameinaðist Ísfélaginu. Þar var hann skipstjóri á Suðurey VE, Heimaey VE, Hellisey VE og síðar Álsey VE til ársloka 2000.
Hörður Snævar var aflakóngur Vestmannaeyja á Andvara VE 1971 og Heimaey VE 1983.
Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Verðanda og var heiðursfélagi þess.
Þau Sjöfn bjuggu við Sólhlíð 8, en síðar við Kirkjuveg 80.
Hörður Snævar lést 2021.
Hörður var tvíkvæntur:
I. Fyrri kona hans, (1957), var Sjöfn Guðjóndóttir húsfreyja, f. 16. apríl 1930, d. 20. september 1993. Foreldrar hennar voru
Guðjón Guðmundsson bóndi í Villingadal í V.-Ís og Steinholti í Leirársveit í Borg., síðar starfsmaður Sláturfélags Suðurlands, f. 2. júlí 1898, d. 8. júní 1980, og kona hans Rakel Katrín Jóna Jörundsdóttir húsfreyja, f. 17. ágúst 1900, d. 6. maí 1956.
Börn þeirra:
1. Hrönn Harðardóttir bankastarfsmaður, f. 22. júlí 1961. Maður hennar Grettir Ingi Guðmundsson.
2. Alda Harðardóttir skrifstofumaður, f. 22. júlí 1961. Barnsfaðir hennar Jón Snorrason. Maður hennar Jónas Jónasson.
3. Eyþór Harðarson rafmagnstæknifræðingur, f. 11. júní 1963. Kona hans Laufey Grétarsdóttir.
4. Katrín Harðardóttir íþróttafræðingur, f. 4. desember 1969. Maður hennar Aðalsteinn Ingvarsson.
II. Síðari kona Harðar, (1. febrúar 1997), er Bára Jóney Guðmundsdóttir frá Presthúsum, húsfreyja, skrifstofumaður, f. 6. nóvember 1946. Fyrri maður hennar, skildu, var Jóhannes Esra Ingólfsson, f. 7. október 1948, d. 23. júlí 2009.
Börn Báru frá fyrra hjónabandi eru:
1. Ása S. Jóhannesdóttir hársnyrtir, f. 15. september 1966, gift Andrési Þ. Sigurðssyni skipstjóra.
2. Guðmundur I. Jóhannesson verslunarstjóri, f. 9. október 1972, í sambúð með Soffíu Baldursdóttur dagmóður.
3. Ingólfur Jóhannesson kerfisfræðingur, f. 27. ágúst 1976, í sambúð með Fjólu M. Róbertsdóttur skrifstofukonu.
4. Bryndís Jóhannesdóttir, f. 22. júlí 1981.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Morgunblaðið 20. október 2001. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.