„Guðni Einarsson (Grund)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðni Einarsson''' frá Hallgeirsey í A.-Landeyjum, sjómaður fæddist þar 27. júlí 1883 og lést 20. febrúar 1924.<br> Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson bóndi í Hallgeirsey, f. 12. júlí 1843 í Hallgeirsey, d. 16. september 1899, og kona hans Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja, síðar í Breiðholti, f. 20. júní 1848 á Parti í Oddasókn, d. 4. september 1938.<br> Börn Þuríðar og Einars í Eyjum:<br> 1....) |
m (Verndaði „Guðni Einarsson (Grund)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 8. ágúst 2024 kl. 16:46
Guðni Einarsson frá Hallgeirsey í A.-Landeyjum, sjómaður fæddist þar 27. júlí 1883 og lést 20. febrúar 1924.
Foreldrar hans voru Einar Sigurðsson bóndi í Hallgeirsey, f. 12. júlí 1843 í Hallgeirsey, d. 16. september 1899, og kona hans Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja, síðar í Breiðholti, f. 20. júní 1848 á Parti í Oddasókn, d. 4. september 1938.
Börn Þuríðar og Einars í Eyjum:
1. Gróa Einarsdóttir fiskverkakona í Gróuhúsi, f. 19. júlí 1875, d. 16. október 1967, ógift, en átti einn son.
2. Þorleifur Einarsson bóndi á Kirkjulandi í A-Landeyjum, síðar á Túnsbergi, f. 7. janúar 1878, d. 22. maí 1960.
3. Jóhanna Einarsdóttir húsfreyja í Giljum í Hvolhreppi, síðan í Eyjum, f. 7. mars 1879, d. 26. maí 1959.
4. Guðni Einarsson sjómaður á Grund, f. 27. júlí 1883, d. 20. febrúar 1924.
5. Guðjón Einarsson fiskimatsmaður í Breiðholti, f. 18. október 1886, d. 11. desember 1966.
Guðni varð sjómaður.
Þau Þorbjörg Sigrún giftu sig, eignuðust a.m.k. tvö börn. Þau bjuggu í Rvk.
I. Kona Guðna var Þorbjörg Sigrún Eggertsdóttir, frá Langey á Breiðafirði, húsfreyja, f. 9. mars 1877, d. 20. júlí 1943. Foreldrar hennar voru Eggert Thorberg Gíslason, f. 17. júní 1852, d. 18. maí 1928, og Ólína María Jónsdóttir, f. 15. september 1849, d. 5. ágúst 1929.
Meðal barna þeirra:
1. Gísli Guðnason, yfirverkstjóri hjá Rvkborg, f. 25. september 1914, d. 5. nóvember 1974. Kona hans Jóna Gróa Kristmundsdóttir.
2. Einar Guðnason, verkamaður í Rvk, f. 10. maí 1916, d. 25. nóvember 1989.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.