Þuríður Ólafsdóttir (Breiðholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Þuríður Ólafsdóttir.

Þuríður Ólafsdóttir í Breiðholti, fyrrum húsfreyja í Hallgeirsey í A-Landeyjum fæddist 20. júní 1848 á Parti í Oddasókn og lést 4. september 1938.
Foreldrar hennar voru Ólafur Jónsson, þá grashúsmaður í Vetleifsholtsparti, síðar bóndi þar, f. 8. september 1822, d. 1. júní 1873, og kona hans Margrét Jónsdóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1822, d. 22. desember 1897.

Þuríður var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Einar giftu sig 1876 og bjuggu á Hallgeirsey í A-Landeyjum, eignuðust fjórtán börn, en eitt þeirra andvana fætt.
Einar lést 1899.
Þuríður var leigjandi í Hallgeirsey 1901 með tvö yngstu börnin hjá sér.
Hún fluttist til Eyja frá Hallgeirsey 1910, var vinnukona á Ekru 1910-1920,var hjá Guðjóni syni sínum í Breiðholti 1920 og síðan. Hún lést 1938.

I. Maður Þuríðar, (19. maí 1876), var Einar Sigurðsson bóndi, f. 12. júlí 1843 í Hallgeirsey, d. 16. september 1899. Foreldrar hans voru Sigurður Einarsson bóndi í Hallgeirsey, f. 15. júlí 1807 í Hallgeirseyjarhjáleigu, d. 5. desember 1883 í Hallgeirsey, og kona hans Ólöf Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 26. júní 1809 á Hólmum í A-Landeyjum, d. 19. desember 1859 á Seli í A-Landeyjum.
Börn Þuríðar og Einars:
1. Gróa Einarsdóttir fiskverkakona í Gróuhúsi, f. 19. júlí 1875, d. 16. október 1967, ógift, en átti einn son.
2. Ólafur Einarsson, f. 29. júní 1876, d. 25. mars 1893.
3. Þorleifur Einarsson bóndi á Kirkjulandi í A-Landeyjum, síðar á Túnsbergi, f. 7. janúar 1878, d. 22. maí 1960.
4. Jóhanna Einarsdóttir húsfreyja á Giljum í Hvolhreppi, síðan í Eyjum og síðast í Reykjavík, f. 7. mars 1879, d. 26. maí 1959.
5. Þuríður Einarsdóttir, f. 29. október 1880, d. 24. febrúar 1881.
6. Markús Einarsson vinnumaður í Kúfhól í A-Landeyjum, f. 10. janúar 1882, d. 22. febrúar 1903.
7. Guðni Einarsson sjómaður á Grund, f. 27. júlí 1883, d. 20. febrúar 1924.
8. Ólína Einarsdóttir, f. 7. október 1884, d. 16. mars 1887.
9. Guðjón Einarsson fiskimatsmaður í Breiðholti, f. 18. október 1886, d. 11. desember 1966.
10. Ólína Einarsdóttir verkakona í Reykjavík, f. 5. mars 1888, d. 10. mars 1958.
11. Andvana drengur, f. 6. október 1889.
12. Jóhann Einarsson gæslumaður í Reykjavík, f. 27. október 1890, d. 11. janúar 1970.
13. Guðlín Guðrún Einarsdóttir, f. 3. júlí 1892, d. 29. nóvember 1987, ógift.
14. Ólafur Einarsson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 19. janúar 1994, d. 8. júní 1960.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.