„Garðar Arason (Þorlaugargerði)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 20: | Lína 20: | ||
Börn þeirra eru:<br> | Börn þeirra eru:<br> | ||
1. [[Guðrún Garðarsdóttir (Þorlaugargerði)|Guðrún Garðarsdóttir]] starfsmaður forsætisnefndar Norðurlandaráðs, búsett í Reykjavík, f. 11. september 1955. Maður hennar er Max Dager, fyrrv. forstjóri Norræna hússins. Þau eiga eitt barn.<br> | 1. [[Guðrún Garðarsdóttir (Þorlaugargerði)|Guðrún Garðarsdóttir]] starfsmaður forsætisnefndar Norðurlandaráðs, búsett í Reykjavík, f. 11. september 1955. Maður hennar er Max Dager, fyrrv. forstjóri Norræna hússins. Þau eiga eitt barn.<br> | ||
2. [[Friðrik Garðarsson (Þorlaugargerði)|Friðrik Garðarsson]] kjötiðnaðarmaður, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 18. desember 1956. Kona hans er Guðmunda Þorbjarnardóttir. Þau eiga | 2. [[Friðrik Garðarsson (Þorlaugargerði)|Friðrik Garðarsson]] kjötiðnaðarmaður, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 18. desember 1956. Kona hans er Guðmunda Þorbjarnardóttir. Þau eiga þrjú börn.<br> | ||
3. [[Fríða Garðarsdóttir (Þorlaugargerði)|Fríða Garðarsdóttir]] flugumferðarstjóri, búsett í Kópavogi, f. 22. janúar 1960. Maður hennar er Odd Stenersen flugumferðarstjóri. Þau eiga tvö börn.<br> | 3. [[Fríða Garðarsdóttir (Þorlaugargerði)|Fríða Garðarsdóttir]] flugumferðarstjóri, búsett í Kópavogi, f. 22. janúar 1960. Maður hennar er Odd Stenersen flugumferðarstjóri. Þau eiga tvö börn.<br> | ||
4. [[Sigríður Garðarsdóttir (Þorlaugargerði)|Sigríður Garðarsdóttir]], f. 16. október 1963, sölustjóri, kaupmaður, framkvæmdastjóri | 4. [[Sigríður Garðarsdóttir (Þorlaugargerði)|Sigríður Garðarsdóttir]], f. 16. október 1963, sölustjóri, kaupmaður, framkvæmdastjóri, var búsett í Noregi. Fyrrum maður hennar [[Bogi Sigurðsson (verkfræðingur)|Bogi Sigurðsson]]. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. |
Núverandi breyting frá og með 22. september 2024 kl. 15:54
Garðar Arason verslunarstjóri og bóndi í Þorlaugargerði eystra fæddist á Akureyri 2. maí 1935.
Foreldrar hans voru Ari Hallgrímsson verslunarmaður á Akureyri, f. 22. júní 1908, d. 15. september 1959 og Hólmfríður Septína Kristjánsdóttir (Fríða) frá Akureyri, f. 1. september 1907, d. 22. janúar 2001, síðar kona Jóns Antons Einars Guðmundssonar múrara, f. 10. mars 1919, d. 6. júlí 2014.
Systkini Garðars, samfeðra, eru:
1. Björn Arason þjónn og húsvörður á Akureyri, f. 10. júní 1943.
2. Hallgrímur Arason veitingamaður á Akureyri, f. 10. júní 1943.
3. Guðmundur Ingi Arason Akureyri, f. 20. apríl 1945, d. 11. desember 1963.
3. Sigríður Aradóttir húsfreyja, búsett í Luxemburg, f. 21. apríl 1946.
Systkini Garðars, sammædd, eru:
4. Sverrir Geir Jónsson bankastarfsmaður í Reykjavík, f. 4. janúar 1950.
5. Ásdís Jónsdóttir skrifstofumaður í Reykjavík, f. 14. desember 1951.
Garðar bjó á Akureyri fram yfir miðja síðustu öld, gekk í Barnaskóla Akureyrar og síðan í Iðnskóla Akureyrar.
Hann kom til Vestmannaeyja á vetrarvertíð og þar kynntust þau, hann og Ingibjörg kona hans. Þau bjuggu um tíma í Reykjavík, en fluttu til Vestmannaeyja árið 1955 og tóku við búi í Þorlaugargerði eystra, þar sem þau hafa búið síðan.
Garðar hóf fljótlega störf sem verslunarmaður hjá Kaupfélagi Vestmannaeyja og starfaði þar lengstan sinn starfsaldur, síðast sem verslunarstjóri.
Fljótlega eftir opnun nýju Flugstöðvarinnar í Vestmannaeyjum, árið 2000, tók hann við rekstri kaffiteríunnar þar og rak hana til ársins 2013.
Þau Ingibjörg hafa undanfarin ár stundað nokkurn fjárbúskap í Þorlaugargerði.
Kona Garðars, (17. júní 1957), er Ingibjörg Jónsdóttir húsfreyja í Þorlaugargerði eystra, f. 14. mars 1934 í Vestmannaeyjum.
Börn þeirra eru:
1. Guðrún Garðarsdóttir starfsmaður forsætisnefndar Norðurlandaráðs, búsett í Reykjavík, f. 11. september 1955. Maður hennar er Max Dager, fyrrv. forstjóri Norræna hússins. Þau eiga eitt barn.
2. Friðrik Garðarsson kjötiðnaðarmaður, búsettur í Vogum á Vatnsleysuströnd, f. 18. desember 1956. Kona hans er Guðmunda Þorbjarnardóttir. Þau eiga þrjú börn.
3. Fríða Garðarsdóttir flugumferðarstjóri, búsett í Kópavogi, f. 22. janúar 1960. Maður hennar er Odd Stenersen flugumferðarstjóri. Þau eiga tvö börn.
4. Sigríður Garðarsdóttir, f. 16. október 1963, sölustjóri, kaupmaður, framkvæmdastjóri, var búsett í Noregi. Fyrrum maður hennar Bogi Sigurðsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Að mestu byggt á samantekt Sigurgeirs Jónssonar.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.