„Sigríður Árnadóttir (Kalmanstjörn)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Sigríður Árnadóttir (Gunnarshólma)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 11. maí 2022 kl. 17:41

Sigríður Árnadóttir frá Ölvesholtshjáleigu í Holtahreppi, Rang., húsfreyja, fæddist 16. september 1926 og lést 29. september 2019.
Foreldrar hennar voru Árni Árnason bóndi, kennari, f. 2. nóvember 1886 í Ósgröf á Landi, d. 4. september 1948, og kona hans Marsibil Jóhannsdóttir frá Efri-Hömrum í Ásahreppi, húsfreyja, f. 22. mars 1893, d. 26. desember 1980

Börn Jóhanns Ólafssonar og Sigrúnar Þórðardóttur á Efri-Hömrum, - í Eyjum:
1. Oktavía Þórunn Jóhannsdóttir húsfreyja á Löndum, f. 23. október 1884, d. 9. desember 1968.
2. Kristjana Þórey Jóhannsdóttir húsfreyja í Steinholti, Reyni og Jaðri, f. 8. júní 1891, d. 21. mars 1969.

Sigríður var með foreldrum sínum til 1944.
Hún eignaðist fyrsta barn sitt í Ölvesholtshjáleigu og annað barn sitt á Selfossi.
Þau Friðgeir giftu sig 1944 í Eyjum, eignuðust sex börn, en síðasta barnið fæddist andvana. Þau bjuggu í fyrstu á Gunnarshólma við Vestmannabraut 37, síðar í Bragga við Urðaveg, en á Kalmanstjörn við Vestmannabraut 3 við Gos 1973.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu síðast á Orrahólum 7.
Friðgeir lést 2016 og Sigríður 2019.

I. Maður Sigríðar, (16. apríl 1944), var Magnús Friðgeir Björgvinsson sjómaður, verkamaður, f. 3. nóvember 1923, d. 18. nóvember 2016.
Börn þeirra:
1. Helgi Magnús Friðgeirsson, f. 11. febrúar 1944 í Ölvesholtshjáleigu, Rang.
2. Erlingur Árni Friðgeirsson, f. 7. október 1945 á Selfossi, Árn.
3. Ástríður Friðgeirsdóttir, f. 28. apríl 1947 á Sjh.
4. Pétur Lúðvík Friðgeirsson, f. 4. apríl 1953 á Sjh.
5. Árni Mars Friðgeirsson, f. 23. mars 1954 á Sjh.
6. Andvana stúlka, f. 29. desember 1964.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.