„Jón Bjarni Valdimarsson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 22: | Lína 22: | ||
Guðrún lést 1977. | Guðrún lést 1977. | ||
I. Barnsmóðir Jóns Bjarna var Guðrún Þorgrímsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 6. nóvember 1916 á Raufarfelli | I. Barnsmóðir Jóns Bjarna var [[Guðrún Þorgrímsdóttir (Raufarfelli)|Guðrún Þorgrímsdóttir]] frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, verkakona í Hafnarfirði, f. 6. nóvember 1916 á Raufarfelli, d. 13. september 2007.<br> | ||
Barn þeirra:<br> | Barn þeirra:<br> | ||
1. Heiðar Kristinn Jónsson vélvirki á Sauðárkróki, f. 25. júlí 1944 á Raufarfelli. | 1. Heiðar Kristinn Jónsson vélvirki á Sauðárkróki, f. 25. júlí 1944 á Raufarfelli. |
Núverandi breyting frá og með 2. febrúar 2023 kl. 17:35
Jón Bjarni Valdimarsson vélstjóri frá Sigtúni fæddist 25. september 1915 í Baldurshaga á Norðfirði og drukknaði 7. janúar 1950.
Foreldrar hans voru Valdimar Árnason frá Borgum í Norðfirði, sjómaður, skipstjóri, vélstjóri, verkamaður, f. 13. júlí 1885, d. 4. ágúst 1965, og kona hans Halldóra Ólafsdóttir húsfreyja frá Flatey á Breiðafirði, f. 17. september 1888, síðast í Kópavogi, d. 26. desember 1983.
I. Barn Valdimars og Axelínu Steinunnar Eyjólfsdóttur og hálfbróðir Jóns Bjarna var
1. Sölvi Valdimarsson vélstjóri í Kópavogi, f. 5. nóvember 1906 á Nesi í Norðfirði, d. 30. nóvember 1990. Kona Sölva var Pálína Sigrún Jóhannsdóttir frá Grafarósi á Höfðaströnd.
II. Barn Valdimars og fyrri konu hans Jónínu Bjarnadóttur frá Gvendarhúsi og hálfbróðir Jóns Bjarna var
2. Guðjón Kristinn Óskar Valdimarsson vélstjóri, f. 30. október 1909, d. 5. apríl 1946.
III. Börn Valdimars og Halldóru voru:
3. Jón Bjarni Valdimarsson, f. 25. september 1915 á Norðfirði, d. 7. janúar 1950.
4. Oddlaug Valdimarsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 5. maí 1917 í Vallanesi, d. 6. janúar 2003.
5. Arnrós Bertha Valdimarsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 25. ágúst 1921, d. 7. júlí 1972.
Fósturdóttir Valdimars og Halldóru var
6. Svala Guðmunda Sölvadóttir, f. 4. apríl 1933 á Bakka í Siglufirði, d. 23. október 2008. Hún var sonarbarn Valdimars og var komin til þeirra 1940.
Jón Bjarni var með foreldrum sínum í æsku, í Vallanesi og Sigtúni. Hann gerðist sjómaður og vélstjóri.
Hann eignaðist barn með Guðrúnu 1944.
Þau Guðrún giftu sig 1947 og bjuggu á Hvoli, Urðavegi 17. Þar fæddist Guðmundur. Þau bjuggu í Uppsölum vestri 1949 með barninu Guðmundi.
Jón Bjarni var 1. vélstjóri á Helga VE-333, er hann fórst á Faxaskeri 7. janúar 1950.
Guðrún lést 1977.
I. Barnsmóðir Jóns Bjarna var Guðrún Þorgrímsdóttir frá Raufarfelli u. Eyjafjöllum, húsfreyja, verkakona í Hafnarfirði, f. 6. nóvember 1916 á Raufarfelli, d. 13. september 2007.
Barn þeirra:
1. Heiðar Kristinn Jónsson vélvirki á Sauðárkróki, f. 25. júlí 1944 á Raufarfelli.
II. Kona Jóns Bjarna, (5. apríl 1947), var Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 18. júlí 1906 á Leirum u. Eyjafjöllum, d. 19. október 1977.
Barn þeirra:
2. Guðmundur Jónsson bifvélavirki, f. 1. september 1948.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Magnús Haraldsson.
- Manntöl.
- Minningarrit. Páll Oddgeirsson. Vestmannaeyjum 1952.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.