Guðrún Þorgrímsdóttir (Raufarfelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Þorgrímsdóttir fiskiðnaðarkona fæddist 6. nóvember 1916 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum og lést 13. september 2007 á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Þorgrímur Þorvaldsson Björnssonar bóndi í Ysta-Bæli og síðan á Raufarfelli, f. 23. nóvember 1886 í Brennu u. V-Eyjafjöllum, d. 3. febrúar 1953, og kona hans Guðfinna Runólfsdóttir húsfreyja, f. 26. janúar 1883 í Hörglandskoti á Síðu, V-Skaft., d. 10. september 1950.

Börn Guðfinnu og Þorgríms – í Eyjum:
1. Jónína Guðný Þorgrímsdóttir, f. 9. mars 1913, d. 24. nóvember 2002.
2. Guðrún Þorgrímsdóttir, f. 6. nóvember 1916, d. 13. september 2007.

Guðrún var með foreldrum sínum 1920 og enn 1948.
Hún flutti til Eyja, var þar í vist, síðar í Reykjavík og fiskverkakona í Hafnarfirði.
Hún eignaðist barn með Jóni Bjarna 1944.
Guðrún dvaldi á Hrafnistu í Hafnarfirði frá 2003.
Hún lést 2007.

I. Barnsfaðir Guðrúnar var Jón Bjarni Valdimarsson frá Sigtúni við Strandveg 53, vélstjóri, f. 25. september 1915, fórst með Helga við Faxasker 7. janúar 1950.
Barn þeirra:
1. Heiðar Kristinn Jónsson vélvirki á Sauðárkróki, f. 25. júlí 1944 á Raufarfelli u. Eyjafjöllum.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.