„Kristinn Ómar Grímsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Kristinn Ómar Grímsson''' rafvirkjameistari fæddist 17. mars 1953 á Selfossi.<br> Foreldrar hans voru Grímur Sigurðsson bifvélavirki, slökkviliðsstjóri, f. 6. október 19...)
 
m (Verndaði „Kristinn Ómar Grímsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. desember 2021 kl. 16:28

Kristinn Ómar Grímsson rafvirkjameistari fæddist 17. mars 1953 á Selfossi.
Foreldrar hans voru Grímur Sigurðsson bifvélavirki, slökkviliðsstjóri, f. 6. október 1928, d. 28. maí 2001, og kona hans Ásta Kristinsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1934, d. 30. maí 2020.

Kristinn var með foreldrum sínum.
Hann lærði rafvirkjun og vann við iðn sína. Hann var sjómaður og vann hjá Geisla, er hann bjó í Eyjum 1977-1985.
Þau Erla giftu sig 1976, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Áshamri 16 við dvöl sína í Eyjum, en búa nú á Laxabakka 5 á Selfossi.

I. Kona Kristins Ómars, (5. júní 1976), er Erla Ólafía Gísladóttir húsfreyja, skrifstofumaður, kaupmaður, f. 21. maí 1955 á Helgafellsbraut 20.
Börn þeirra:
1. Ásta Björg Kristinsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 22. júní 1978 í Eyjum. Maður hennar er Trausti Jósefsson sonur Líneyjar Traustadóttur.
2. Bjarney Sif Kristinsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur á Landspítalanum, f. 9. desember 1981 í Eyjum. Maður hennar Ævar Þór Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.