Ásta Kristinsdóttir (Háagarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ásta Kristinsdóttir og Grímur Sigurðsson.

Ásta Kristinsdóttir frá Háagarði, húsfreyja á Selfossi fæddist 5. október 1934 og lést 30. maí 2020 á Fossheimum á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Kristinn Jónsson sjómaður, síðar póstmaður á Mosfelli, f. 26. maí 1899, d. 13. júní 1969, og kona hans Jóna Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 14. ágúst 1903, d. 20. desember 1985.

Bróðir Ástu í Eyjum var
Jón Kristinsson vélvirki frá Mosfelli, f. 8. apríl 1926, d. 1. mars 2009.

Ásta var með foreldrum sínum í Háagarði, á Brekku og á Mosfelli.
Foreldrar hennar skildu og hún var með móður sinni á Bárustíg 15, (Baðhúsinu) 1940.
Hún fluttist með móður sinni til Reykjavíkur, síðan á Hvolsvöll og að síðustu á Selfoss. Ásta giftist Grími 1951, eignaðist 4 börn, en missti eitt barn á 1. ári þess.
Ásta vann hjá Kaupfélagi Árnesinga og síðar hjá Sjúkrahúsi Suðurlands og um skeið í barnaskólanum.
Grímur maður hennar lést 2001 og Ásta 2020.

Maður hennar, (23. desember 1951), var Grímur Sigurðsson bifvélavirki, slökkviliðsstjóri, f. 6. október 1928, d. 28. maí 2001. Foreldrar hans voru Sigurður Ingvar Grímsson smiður á Stokkseyri og Selfossi, f. 12. febrúar 1901, d. 5. september 1987, og kona hans Sesselja Símonardóttir húsfreyja, f. 21. febrúar 1901, d. 29. júní 1978.
Börn þeirra:
1. Sigurður Ingvar Grímsson kennari við Fjölbrautarskóla Suðurlands, f. 12. september 1951. Kona hans Jóna Ingvarsdóttir.
2. Kristinn Ómar Grímsson rafvirkjameistari, f. 17. mars 1953. Kona hans Erla Ólafía Gísladóttir Grímssonar.
3. Jóna Grímsdóttir, f. 6. maí 1956, d. 25. nóvember 1956.
4. Sveinn Grímsson vélstjóri, f. 14. júní 1960. Kona hans Sædís Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Ásta Kristinsdóttir.
  • Bergsætt II. útgáfa. Guðni Jónsson 1966.
  • Bollagarðaætt á Seltjarnarnesi. Niðjatal Einars Hjörtssonar útvegsbónda í Bollagörðum og konu hans Önnu Jónsdóttur og barnsmóður hans Sigríðar Jónsdóttur. Gylfi Ásmundsson tók saman. Þjóðsaga. Reykjavík 1990.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 10. júní 2020. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.