Erla Ólafía Gísladóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Erla Ólafía Gísladóttir húsfreyja, skrifstofumaður, kaupmaður á Selfossi fæddist 21. maí 1955 á Helgafellsbraut 20.
Foreldrar hennar Gísli Grímsson frá Haukabergi, f. 16. janúar 1931, d. 29. mars 2016, og kona hans Bjarney Sigurlín Erlendsdóttir frá Ólafshúsum, f. 20. febrúar 1932.

Börn Bjarneyjar og Gísla:
1. Erla Ólafía Gísladóttir húsfreyja, kaupmaður á Selfossi, f. 21. maí 1955 á Helgafellsbraut 20. Maður hennar Kristinn Ómar Grímsson.
2. Grímur Gíslason framkvæmdastjóri, f. 26. apríl 1960 á Sjúkrahúsinu. Fyrrum kona hans Bryndís Anna Guðmundsdóttir. Kona hans Guðrún Hjörleifsdóttir.

Erla var með foreldrum sínum í æsku, bjó með þeim við Helgafellsbraut 20, á Heiðarvegi 52 og við Grænuhlíð 5.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1972.
Erla vann á afgreiðslu Herjólfs til Goss 1973.
Hún flutti til Selfoss, vann á skrifstofu Mjólkurbús Flóamanna, fór til Bandaríkjanna á árinu 1973 og var þar við barnagæslu í hálft ár. Heimkomin starfaði hún á skrifstofu, sem vann við ferðamál, tryggingar og fleira.
Þau Kristinn fluttu til Eyja 1977. Þar vann Erla í Sparisjóðnum og Útvegsbankanum til 1985, en sneri þá til Selfoss að nýju.
Þær mæðgur Ásta og hún hafa rekið verslunina Motivo-verslun á Selfossi frá 2007.
Þau Kristinn Ómar giftu sig 1976, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Áshamri 16 í Eyjum, búa nú á Laxabakka 5 á Selfossi.

I. Maður Erlu Ólafíu, (5. júní 1976), er Kristinn Ómar Grímsson rafvirkjameistari, f. 17. mars 1953 á Selfossi. Foreldrar hans voru Grímur Sigurðsson bifvélavirki, slökkviliðsstjóri, f. 6. október 1928 d. 28. maí 2001, og kona hans Ásta Kristinsdóttir húsfreyja, f. 5. október 1934, d. 30. maí 2020.
Börn þeirra:
1. Ásta Björg Kristinsdóttir húsfreyja, kaupmaður, f. 22. júní 1978 í Eyjum. Maður hennar er Trausti Jósefsson sonur Líneyjar Traustadóttur.
2. Bjarney Sif Kristinsdóttir húsfreyja, lífeindafræðingur á Landspítalanum, f. 9. desember 1981 í Eyjum. Maður hennar Ævar Þór Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.