„Þórður Stefánsson (Rauðafelli)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Olafur Þórðarson og Þórður Stefánsson.jpg|thumb|300px|Þórður til hægri, ásamt [[Ólafur Þórðarson|Ólafi Þórðarsyni]] frá [[Suðurgarður|Suðurgarði]].]] | |||
'''Þórður Stefánsson''', [[Rauðafell]]i, fæddist 15. júní 1893 að Hrútafelli undir Eyjafjöllum og lést 9. nóvember 1980. Þórður ólst upp á Rauðafelli hjá afa sínum, [[Þórður Tómasson|Þórði Tómassyni]]. Þórður bjó í húsinu [[Hagi]]. | |||
Þórður byrjaði sína sjómennsku á skútu en formennsku byrjaði Þórður árið 1915 á [[Nansen]] og var með hann í tvær vertíðir. Var hann nánast óslitið formaður til ársins 1940. Meðal báta sem hann var formaður á eru [[Enok VE-164|Enok]], [[Magnús]], [[Unnur VE-80|Unnur]] og [[Bragi I]]. | |||
{{Heimildir| | |||
* ''Sjómannablaðið Víkingur.'' Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.}} | |||
=Frekari umfjöllun= | |||
[[Mynd:Screen Shot 2017-07-18 at 10.26.48.png|150px|thumb|''Þórður Stefánsson.]] | [[Mynd:Screen Shot 2017-07-18 at 10.26.48.png|150px|thumb|''Þórður Stefánsson.]] | ||
'''Þórður Stefánsson''' bóndi, útgerðarmaður, skipstjóri, skipasmiður fæddist 15. júní 1892 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum og lést 9. nóvember 1980.<br> | '''Þórður Stefánsson''' bóndi, útgerðarmaður, skipstjóri, skipasmiður fæddist 15. júní 1892 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum og lést 9. nóvember 1980.<br> | ||
Lína 27: | Lína 35: | ||
10. [[Þóra Stefánsdóttir (Fagrafelli)|Karólína ''Þóra'' Stefánsdóttir]], f. 2. júní 1929 á Fagrafell]]i, d. 16. mars 2014.<br> | 10. [[Þóra Stefánsdóttir (Fagrafelli)|Karólína ''Þóra'' Stefánsdóttir]], f. 2. júní 1929 á Fagrafell]]i, d. 16. mars 2014.<br> | ||
11. [[Ásta Þórðardóttir (félagsráðgjafi)|Ásta Þórðardóttir]] húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 16. október 1930 á [[Fagrafell]]i, d. 19. september 2019.<br> | 11. [[Ásta Þórðardóttir (félagsráðgjafi)|Ásta Þórðardóttir]] húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 16. október 1930 á [[Fagrafell]]i, d. 19. september 2019.<br> | ||
12. [[Birna Þórðardóttir]], f. 10. júní 1933 á [[Fagrafell]]i, d. 17. ágúst 1990. | 12. [[Birna Þórðardóttir (Fagrafelli)|Birna Þórðardóttir]], f. 10. júní 1933 á [[Fagrafell]]i, d. 17. ágúst 1990. | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| |
Núverandi breyting frá og með 26. nóvember 2021 kl. 19:28
Þórður Stefánsson, Rauðafelli, fæddist 15. júní 1893 að Hrútafelli undir Eyjafjöllum og lést 9. nóvember 1980. Þórður ólst upp á Rauðafelli hjá afa sínum, Þórði Tómassyni. Þórður bjó í húsinu Hagi.
Þórður byrjaði sína sjómennsku á skútu en formennsku byrjaði Þórður árið 1915 á Nansen og var með hann í tvær vertíðir. Var hann nánast óslitið formaður til ársins 1940. Meðal báta sem hann var formaður á eru Enok, Magnús, Unnur og Bragi I.
Heimildir
- Sjómannablaðið Víkingur. Farmanna- og Fiskimannasamband Íslands.
Frekari umfjöllun
Þórður Stefánsson bóndi, útgerðarmaður, skipstjóri, skipasmiður fæddist 15. júní 1892 á Hrútafelli u. Eyjafjöllum og lést 9. nóvember 1980.
Foreldrar hans voru Stefán Tómasson bóndi, f. 7. febrúar 1866, d. 16. maí 1901, og kona hans Vilborg Þórðardóttir húsfreyja, f. 9. febrúar 1867, d. 1. september 1933.
Fósturforeldrar Þórðar voru móðurforeldrar hans, Þórður Tómasson bóndi á Rauðafelli, f. 19. febrúar 1834, d. 8. október 1911, og kona hans Guðrún Tómasdóttir húsfreyja, f. 7. desember 1843, d. 1. apríl 1927.
Þórður var með foreldrum sínum, en faðir hans drukknaði við Klettsnef í sjóslysinu mikla 1901. Hann var síðan fóstraður hjá móðurforeldrum sínum.
Þórður stundaði smíðar auk sjómennsku og bústarfa. Fékkst hann bæði við húsa- og bátasmíðar og hlaut meistararéttindi í skipasmíði.
Hann hóf sjósókn 12 ára gamall og varð fullgildur háseti á róðrarskipi við Sandinn, var hjú á Rauðafelli 1910.
Þórður stundaði sjósókn í Eyjum, var skipstjóri þar, áður en hann flutti þangað, var síðan útgerðarmaður og skipstjóri í um 40 ár.
Þau Katrín giftu sig 1915, eignuðust 12 börn. Þau bjuggu í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum.
Þau fluttu til Eyja með fjögur börn sín 1919, fluttu húsið Rauðafell u. Eyjafjöllum til Eyja og byggðu það upp og nefndu Rauðafell, bjuggu í Barnaskólanum 1921 og 1922 á meðan þau byggðu Fagrafell við Hvítingaveg 5, fluttu þangað 1923, fóru þaðan 1935 og bjuggu í Höfða við Hásteinsveg 21 til 1939.
Þau Katrín fluttu til Reykjavíkur 1940, bjuggu á Öldugötu 59 1941.
Þórður vann í Reykjavík í nokkur ár við skipasmíðar og húsbyggingar, en árið 1949 kom hann aftur til Eyja. Síðustu árin þar bjó hann í Haga við Heimagötu, en það hús hafði hann stækkað mikið og endurbætt. Þórður missti hús sitt í Gosinu 1973 og fluttist þá til Reykjavíkur, þar sem hann bjó þangað til í júlí 1980, er hann flutti til Eyja til dvalar í Hraunbúðum.
Hann lést 1980.
I. Kona Þórðar, (31. júlí 1915), var Katrín Guðmundsdóttir frá Gíslakoti u. Eyjafjöllum, húsfreyja f. 24. október 1892 á Leirum þar, d. 28. nóvember 1974.
Börn þeirra:
1. Þórður Guðmann Þórðarson, f. 17. júní 1914 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 19. ágúst 1986.
2. Guðmundur Þórðarson, f. 20. febrúar 1916 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 30. janúar 1936.
3. Rut Gróa Þórðardóttir, f. 15. maí 1917 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 10. júní 1995.
4. Sigurður Þórðarson, f. 18. september 1918 í Berjaneskoti u. Eyjafjöllum, d. 14. júní 1940.
5. Björn Þórðarson, f. 13. desember 1919 á Rauðafelli, d. 31. mars 1994.
6. Stefán Þórðarson, f. 19. mars 1921 á Rauðafelli, d. 29. apríl 1945.
7. Guðbjörg Anna Þórðardóttir, f. 29. október 1922 í Barnaskólanum, d. 8. febrúar 1940.
8. Grímur Gísli Þórðarson, f. 5. apríl 1925 á Fagrafelli, d. 18. júlí 1925.
9. Vilborg Alda Þórðardóttir, f. 22. nóvember 1926 á Fagrafelli, d. 25. ágúst 1938.
10. Karólína Þóra Stefánsdóttir, f. 2. júní 1929 á Fagrafell]]i, d. 16. mars 2014.
11. Ásta Þórðardóttir húsfreyja, félagsráðgjafi, f. 16. október 1930 á Fagrafelli, d. 19. september 2019.
12. Birna Þórðardóttir, f. 10. júní 1933 á Fagrafelli, d. 17. ágúst 1990.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.
- Æviskrár Víglundar Þórs Þorsteinssonar
- Bændur
- Sjómenn
- Skipstjórar
- Útgerðarmenn
- Iðnaðarmenn
- Fólk fætt á 19. öld
- Fólk dáið á 20. öld
- Íbúar á Rauðafelli
- Íbúar við Vestmannabraut
- Íbúar á Fagrafelli
- Íbúar við Hvítingaveg
- Íbúar í Höfða
- Íbúar við Hásteinsveg
- Íbúar í Haga
- Íbúar við Heimagötu
- Íbúar í Hraunbúðum
- Íbúar við Dalveg