Ólafur Þórðarson (Suðurgarði)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
(Endurbeint frá Ólafur Þórðarson)
Fara í flakk Fara í leit
Ólafur til vinstri ásamt Þórði Stefánssyni frá Haga.

Ólafur Þórðarson fæddist 30. janúar 1911 og lést 1. janúar 1996. Hann var kvæntur Önnu Svölu Johnsen og áttu þau þrjú börn; Árna Óla, Jónu og Margréti Mörtu en Ólafur átti einnig tvær dætur af fyrra hjónabandi. Þau áttu heima í Suðurgarði en þar áttu móðurforeldrar og foreldrar Önnu Svölu heima.

Ólafur var rafvirkjameistari en stundaði einnig sjó. Eftir að hann kláraði nám í rafvirkjun sigldi hann um heimsins höf og var það mikil lífsreynsla, þar sem nálægðin við seinni heimsstyrjöldina var stundum æði mikil. Er hann kom til Eyja vann hann sem vélstjóri, bæði í landi og á sjó. Þegar hann hætti á sjó hóf hann störf hjá Fiskimjölsverksmiðjunni í Vestmannaeyjum og undi vel hag sínum þar.

Hjónin í Suðurgarði

Ólafur var í mörg ár virkur félagi í Vestmannaeyjadeild Gideonfélagsins. Ólafur var þekktur lundaveiðimaður í Stórhöfða. Einn daginn veiddi hann 1.013 fugla í höfðanum, frá 10 um morguninn fram á kvöldmat.

Frekari umfjöllun

Ólafur Þórðarson í Suðurgarði, rafvirkjameistari, vélstjóri fæddist 30. janúar 1911 í Reykjavík og lést 1. janúar 1996.
Foreldrar hans voru Þórður Sigfús Vigfússon skipstjóri, f. 14. júní 1881 í Hamrakoti í Torfalækjarhreppi, A.-Hún., d. 28. október 1924, og kona hans Þuríður Ólafsdóttir húsfreyja, f. 13. mars 1886 í Garðhúsum á Eyrarbakka, d. 5. maí 1962.

Ólafur lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1930. Meistari var Jón Sigurðsson. Hann lærði einnig vélstjórn.
Ólafur var rafvirkjameistari hjá Haraldi Eiríkssyni, var vélstjóri til sjós og lands.
Þau Jóna giftu sig, eignuðust þrjú börn, en misstu fyrst barn sitt í frumbernsku. Þau skildu.
Þau Anna Svala giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Dagsbrúnvið Kirkjuveg 8b, á Hásteinsvegi 41 og síðan í Suðurgarði.
Svala lést 1995 og Ólafur 1996.

I. Kona Ólafs, (skildu), var Jóna Pálsdóttir frá Skúmsstöðum á Eyrarbakka, húsfreyja, f. þar 24. júlí 1913, d. 27. október 1942. Foreldrar hennar voru Páll Pálsson bóndi, f. 11. ágúst 1967 í Ferjunesi í Flóa, d. 23. ágúst 1932, og kona hans Jónína Jónsdóttir húsfreyja, f. 21. september 1879 á Skúmsstöðum, d. 1. desember 1959.
Börn þeirra:
1. Þuríður Ólafsdóttir, f. 1933, d. 1934.
2. Þuríður Ólafsdóttir, húsfreyja, starfsmaður í prentsmiðjurekandi og -starfsmaður, f. 19. febrúar 1935. Maður hennar Jón Svan Sigurðsson.
3. Ásta Ólafsdóttir, f. 18. júlí 1936. Maður hennar Eyjólfur Pálsson.

II. Kona Ólafs var Anna Svala Johnsen frá Suðurgarði, húsfreyja, matsveinn, ræstitæknir, f. 19. október 1917, d. 16. janúar 1995,
Börn þeirra:
4. Árni Óli Ólafsson stýrimaður, f. 24. mars 1945, d. 29. maí 2021. Kona hans Hanna Birna Jóhannsdóttir.
5. Jóna Ólafsdóttir húsfreyja, kennari, aðstoðarskólastjóri, forstöðumaður, f. 31. desember 1946, d. 29. nóvember 2008.Maður hennar Vilhjálmur Már Jónsson kennari.
6. Margrét Marta Ólafsdóttir, f. 9. nóvember 1960. Sambúðarmaður hennar Sævar Þór Magnússon.


Myndir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.