„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1974/ Heimaslóð og Siggi bonn“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(4 millibreytingar ekki sýndar frá 1 notanda)
Lína 1: Lína 1:
<br>
<big><big><center>'''Heimaslóð og Siggi bonn'''</center></big></big><br>
<big><big><center>'''Heimaslóð og Siggi bonn'''</center></big></big><br>
   
   
''Meðan öldur á Eiðinu brotna''<br>
''Meðan öldur á Eiðinu brotna''<br>
''og unr fugl í klettaskor,''<br>
''og unir fugl í klettaskor,''<br>
''mun ég leita í Eyjarnar eins og fyrr''<br>
''mun ég leita í Eyjarnar eins og fyrr''<br>
''i æsku minnar spor.''<br>
''í æsku minnar spor.''<br>
''Þar sem lundinn er ljúfastur fugla,''<br>
''Þar sem lundinn er ljúfastur fugla,''<br>
''þar seru lifði Siggi bonn''<br>
''þar sem lifði Siggi bonn''<br>
''og Binni bann sótti i sjávardjúp''<br>
''og Binni hann sótti í sjávardjúp''<br>
''sextíu þúsund tonn.''<br>
''sextíu þúsund tonn.''<br>
''Meðan lífsþorstinn leitar á hjörtun,''<br>
''Meðan lífsþorstinn leitar á hjörtun,''<br>
Lína 16: Lína 17:


Svo kveður skáldið Ási í Bœ í ljóði sínu, sem hann syngur á ágætri plötu, er gefin var út veturinn 1973 með lögum eftir nokkra Vestmannaeyinga til styrktar uppbyggingarstarfi í Vestmannaeyjum eftir gosið. Heitir platan Eyjaliðið.<br>
Svo kveður skáldið Ási í Bœ í ljóði sínu, sem hann syngur á ágætri plötu, er gefin var út veturinn 1973 með lögum eftir nokkra Vestmannaeyinga til styrktar uppbyggingarstarfi í Vestmannaeyjum eftir gosið. Heitir platan Eyjaliðið.<br>
Ási syngur ljóðið undir fallegu lagi eftir Alfreð Washington Þórðarson við undirleik Alfreðs og bræðranna Gísla og Arnþórs Helgasona. Þeir Ási og Alfreð hafa þarna stillt vel saman strengi og skáldið syngur með trega og innlifun um liðna tíð.<br>
Ási syngur ljóðið undir fallegu lagi eftir [[Alfreð Washington Þórðarson]] við undirleik Alfreðs og bræðranna [[Gísli Helgason|Gísla]] og [[Arnþór Helgason|Arnþórs Helgasona]]. Þeir Ási og Alfreð hafa þarna stillt vel saman strengi og skáldið syngur með trega og innlifun um liðna tíð.<br>
Í ljóðinu kannast allir við Binna heitinn í Gröf, þann mikla aflamann. Margur hefur aftur á móti grundað yfir hver hann væri þessi Siggi bonn. Var þetta skringilega og undarlega viðurnefni bara tilfundið hjá Ása, svo að hann gæti rímað á móti tonn, eða lifði hér í Vestmannaeyjum maður af holdi og blóði, sem var nefndur því sérkennilega nafni?<br>
Í ljóðinu kannast allir við [[Benóný Friðriksson|Binna heitinn í Gröf]], þann mikla aflamann. Margur hefur aftur á móti grundað yfir hver hann væri þessi [[Sigurður Guðmundsson (bonn)|Siggi bonn]]. Var þetta skringilega og undarlega viðurnefni bara tilfundið hjá Ása, svo að hann gæti rímað á móti tonn, eða lifði hér í Vestmannaeyjum maður af holdi og blóði, sem var nefndur því sérkennilega nafni?<br>
Já, svo sannarlega. Siggi bonn lifði hér í Vestmannaeyjum á ofanverðri 19. öld og nokkuð fram á þessa. Hann var fæddur að Hlíðarhúsi í Vestmannaeyjum 10. april 1858. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson smiður og þurrabúðarmaður (að þeirra tíma ósið síðar kallaður geglir) og Sigríður Jónsdóttir.<br>
Já, svo sannarlega. Siggi bonn lifði hér í Vestmannaeyjum á ofanverðri 19. öld og nokkuð fram á þessa. Hann var fæddur að [[Hlíðarhús]]i í Vestmannaeyjum 10. apríl 1858. Foreldrar hans voru [[Guðmundur Guðmundsson (Hólnum)|Guðmundur Guðmundsson]] smiður og þurrabúðarmaður (að þeirra tíma ósið síðar kallaður geglir) og [[Sigríður Jónsdóttir (Hólnum)|Sigríður Jónsdóttir]].<br>
Siggi bonn var óskilgetinn sonur þeirra, en Guðmundur kvæntist árið 1860 Valgerði Magnúsdóttur. Milli þeirra feðga var þó alltaf gott samband. Til er erfðaskrá, sem Guðmundur gerði og á þar óskilgetinn sonur hans (Siggi) að erfa allar eignir hans. Síðar er erfðaskránni breytt á þann veg, að hann skuli erfa til jafns við börn þeirra hjóna.<br>
Siggi bonn var óskilgetinn sonur þeirra, en Guðmundur kvæntist árið 1860 [[Valgerður Magnúsdóttir (Jónshúsi)|Valgerði Magnúsdóttur]]. Milli þeirra feðga var þó alltaf gott samband. Til er erfðaskrá, sem Guðmundur gerði og á þar óskilgetinn sonur hans (Siggi) að erfa allar eignir hans. Síðar er erfðaskránni breytt á þann veg, að hann skuli erfa til jafns við börn þeirra hjóna.<br>
Siggi bonn var einn af þessum kynlegu kvistum, sem til eru á hverri tíð og setja lit og ofurlitlar gárur á slétt og oft tilbreytingarlaust daglegt líf sambræðra sinna. Hann var af sumum talinn greindur, en smáskrítinn. Hann var vínhneigður og blótaði stundum Bakkus allhressilega. Sigurður reri í nokkrar vertíðir með Gísla Eyjólfssyni á Búastöðum á áraskipinu Elliða, og þrjú ár var hann vinnumaður hjá Guðjóni Jónssyni bónda á Oddstöðum, árin 1906 til 1908.<br>
Siggi bonn var einn af þessum kynlegu kvistum, sem til eru á hverri tíð og setja lit og ofurlitlar gárur á slétt og oft tilbreytingarlaust daglegt líf sambræðra sinna. Hann var af sumum talinn greindur, en smáskrítinn. Hann var vínhneigður og blótaði stundum Bakkus allhressilega. Sigurður reri í nokkrar vertíðir með [[Gísli Eyjólfsson (eldri)|Gísla Eyjólfssyni]] á [[Búastaðir|Búastöðum]] á áraskipinu [[Elliði (áraskip)|Elliða]], og þrjú ár var hann vinnumaður hjá [[Guðjón Jónsson (Oddsstöðum)|Guðjóni Jónssyni]] bónda á [[Oddsstaðir|Oddsstöðum]], árin 1906 til 1908.<br>
Siggi bonn andaðist 27. júní 1911 og er þá skráður á sveit í Svaðkoti, 53ja ára gamall.<br>
Siggi bonn andaðist 27. júní 1911 og er þá skráður á sveit í [[Svaðkot]]i, 53ja ára gamall.<br>
Siggi þótti undarlegur og hélt fyrirlestra um ýmis efni, sem hann grúskaði í. Auglýsti hann fyrirlestrana og fékk eitt sinn þinghúsið til fyrirlestrahalds. Eitt sinn í sumardagsveislu hjá Gísla á Búastöðum hélt hann langan fyrirlestur og flutti Guðrúnu húsfreyju hann áður en komið var í veisluna.<br>
Siggi þótti undarlegur og hélt fyrirlestra um ýmis efni, sem hann grúskaði í. Auglýsti hann fyrirlestrana og fékk eitt sinn þinghúsið til fyrirlestrahalds. Eitt sinn í sumardagsveislu hjá Gísla á Búastöðum hélt hann langan fyrirlestur og flutti [[Guðrún Magnúsdóttir (Búastöðum)|Guðrúnu húsfreyju]] hann áður en komið var í veisluna.<br>
Guðmundur, faðir Sigga bonn bjó í Staðarbænum á Kirkjubæ, og gerði stundum við rokka, því að hann var lagtækur, rýndi hann og skældi sig í þá hluti, sem hann skoðaði og átti að gera við; mun hann af því hafa hlotið uppnefnið geglir.<br>
Guðmundur, faðir Sigga bonn bjó í [[Staðarbærinn|Staðarbænum]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]], og gerði stundum við rokka, því að hann var lagtækur, rýndi hann og skældi sig í þá hluti, sem hann skoðaði og átti að gera við; mun hann af því hafa hlotið uppnefnið geglir.<br>
Um Guðmund gegli eru til nokkrar sögur. Guðmundur var af sumum talinn forspár. Eitt sinn kom til hans húsfreyja í Eyjum með rokkinn sinn. Ekki var þá vitað um ósamkomulag hjónanna á bænum, en þegar Guðmundur fékk rokkinn og hafði rýnt í hann um stund sagði hann: „Ekki veit ég hvað er að honum, nema ef hann skyldi vanta kærleikann.“ Nokkrum árum síðar skildu þau hjón samvistum.<br>
Um Guðmund gegli eru til nokkrar sögur. Guðmundur var af sumum talinn forspár. Eitt sinn kom til hans húsfreyja í Eyjum með rokkinn sinn. Ekki var þá vitað um ósamkomulag hjónanna á bænum, en þegar Guðmundur fékk rokkinn og hafði rýnt í hann um stund sagði hann: „Ekki veit ég hvað er að honum, nema ef hann skyldi vanta kærleikann.“ Nokkrum árum síðar skildu þau hjón samvistum.<br>
Eitt sinn kom Siggi bonn slompaður heim til föður síns að Kirkjubæ. Hann var að koma af sjó og hafði fengið einn fisk í hlut, og hafði selt Bryde kaupmanni bolinn fyrir brennivíni, en kom með hausinn og færði föður sínum. Sagði þá Guðmundur, er hann leit á þorskhausinn: „Já, sætur er sonaraflinn". Var þetta lengi síðar og er enn haft að orðtaki í Vestmannaeyjum.<br>
Eitt sinn kom Siggi bonn slompaður heim til föður síns að Kirkjubæ. Hann var að koma af sjó og hafði fengið einn fisk í hlut, og hafði selt [[J.P.T. Bryde|Bryde kaupmanni]] bolinn fyrir brennivíni, en kom með hausinn og færði föður sínum. Sagði þá Guðmundur, er hann leit á þorskhausinn: „Já, sætur er sonaraflinn". Var þetta lengi síðar og er enn haft að orðtaki í Vestmannaeyjum.<br>
Um Sigga bonn og fleiri Eyjamenn var þetta kveðið:<br>
Um Sigga bonn og fleiri Eyjamenn var þetta kveðið:<br>


Lína 35: Lína 36:
''Siggi bonn á freðnum hnjánum.''<br>
''Siggi bonn á freðnum hnjánum.''<br>


Vísan þarf nokkurra skýringa við: Stáli var formaðurinn á bátnum, sem þeir reru á. Var það Ingimundur Árnason í Götu, sem taldi sig vera launson kaptajns Kohl. Hann hafði viðurnefnið stáli og var formaður með vorbáta. Óli naddi, sjómaður góður, sonur Ólafs í Koti, sem lengi var bitamaður hjá Árna Diðrikssyni í Stakkagerði. Bjarni Jónsson var til heimilis á Kirkjubæ. Syngur messu, hér er vitnað til fyrirlestrahalds Sigga bonn, og að hann haldi ræður og fyrirlestra á sjónum.<br>
Vísan þarf nokkurra skýringa við: Stáli var formaðurinn á bátnum, sem þeir reru á. Var það [[Ingimundur Árnason]] í [[Gata|Götu]], sem taldi sig vera launson [[Andreas August von Kohl|kaptajns Kohl]]. Hann hafði viðurnefnið stáli og var formaður með vorbáta. [[Ólafur Diðrik Ólafsson|Óli naddi]], sjómaður góður, sonur [[Ólafur Einarsson (Litlakoti)|Ólafs í Koti]], sem lengi var bitamaður hjá [[Árni Diðriksson|Árna Diðrikssyni]] í [[Stakkagerði]]. Bjarni Jónsson var til heimilis á Kirkjubæ. Syngur messu, hér er vitnað til fyrirlestrahalds Sigga bonn, og að hann haldi ræður og fyrirlestra á sjónum.<br>
Siggi bonn setti saman vísur; reyndar ekki alltaf mikinn skáldskap og þó - á poppöldinni þætti hann góður - og a. m. k. er einn mjög þekktur og lífseigur húsgangur eftir Sigga, sem iðulega er sunginn af Eyjamönnum og er þá veruleg stemmning í mönnum, þegar þeir hefja raust og syngja „Til hákarla“.<br>
Siggi bonn setti saman vísur; reyndar ekki alltaf mikinn skáldskap og þó - á poppöldinni þætti hann góður - og a. m. k. er einn mjög þekktur og lífseigur húsgangur eftir Sigga, sem iðulega er sunginn af Eyjamönnum og er þá veruleg stemmning í mönnum, þegar þeir hefja raust og syngja „Til hákarla“.<br>


Lína 41: Lína 42:
''fara þeir norðan gaddi í.''<br>
''fara þeir norðan gaddi í.''<br>
''Hálfkaldir koma þeir að landi,''<br>
''Hálfkaldir koma þeir að landi,''<br>
''upp á Vertshúsið skunda þeir.''<br>
''upp á [[Frydendal|Vertshúsið]] skunda þeir.''<br>
''Sína sjóblauta vettlinga''<br>
''Sína sjóblauta vettlinga''<br>
''verða þeir selja upp grútuga.''<br>
''verða þeir setja upp grútuga.''<br>


Hér áður fyrr á Þjóðhátíð Vestmannaeyja í Herjólfsdal heyrðust stundum „brekkukórar“ syngja þennan brag við raust, dimmar bassaraddir sjómanna, sem bergmáluðu í Saltabergi og Molda.<br>
Hér áður fyrr á Þjóðhátíð Vestmannaeyja í Herjólfsdal heyrðust stundum „brekkukórar“ syngja þennan brag við raust, dimmar bassaraddir sjómanna, sem bergmáluðu í [[Saltaberg]]i og [[Moldi|Molda]].<br>
Er þessi bragur sunginn undir alkunnu sálmalagi.<br>
Er þessi bragur sunginn undir alkunnu sálmalagi.<br>
Þá orti Siggi þessa vísu um Bryde kaupmann í Garðinum:<br>[[Mynd:Aldrapir sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn 1972.png|353x353px|thumb|Aldraðir sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn 1972. Frá vinstri: Jón Hinriksson, Egill Árnason, Björgvin Jónsson frá Úthlíð.]]
Þá orti Siggi þessa vísu um Bryde kaupmann í [[Garðurinn|Garðinum]]:<br>[[Mynd:Aldrapir sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn 1972.png|353x353px|thumb|Aldraðir sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn 1972. Frá vinstri: Jón Hinriksson, Egill Árnason, Björgvin Jónsson frá Úthlíð.]]
''Bryde er kominn, býst ég við'' <br>
''Bryde er kominn, býst ég við'' <br>
''bragnar mega sjá hann,''<br>
''bragnar mega sjá hann,''<br>
''með báða syni sina og sig,''<br>  
''með báða syni sína og sig,''<br>  
''sitt hús prýða lætur hér.''<br>
''sitt hús prýða lætur hér.''<br>


Siggi bonn var einn af mörgum börnum sinnar samtíðar, sem mátti líða sult og seyru, háð og spé, ef þeir féllu ekki að tíðaranda og fábreyttum atvinnuháttum. Áður fyrr var mikið um uppnefni hér á landi og var það ekki alltaf til gamans eða heiðurs gert, eimdi lengi eftir af þessum ósiði.<br>
Siggi bonn var einn af mörgum börnum sinnar samtíðar, sem mátti líða sult og seyru, háð og spé, ef þeir féllu ekki að tíðaranda og fábreyttum atvinnuháttum. Áður fyrr var mikið um uppnefni hér á landi og var það ekki alltaf til gamans eða heiðurs gert, eimdi lengi eftir af þessum ósiði.<br>
Jóhann Gunnar Ólafsson hefur í síðari útgáfu af Sögum og Sögnum úr Vestmannaeyjum tekið saman þátt um uppnefni. Telur hann þar upp nokkur uppnefni; og eru sum þeirra óneitanlega allskringileg.<br>
[[Jóhann Gunnar Ólafsson]] hefur í síðari útgáfu af [[Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum|Sögum og sögnum úr Vestmannaeyjum]] tekið saman þátt um uppnefni. Telur hann þar upp nokkur uppnefni; og eru sum þeirra óneitanlega allskringileg.<br>
Frá miðri 19. öld í höfuðbók Garðsverslunar finnur hann árið 1852: Einar grófi, Jón durgur, Ólafur jötunuxi, Guðmundur klart, Guðmundur káfína, Sveinn loði, Jón sæli, Guðmundur frost, Sigurður snarli (og til var hjallur í Eyjum, sem búið var í og kallaður var Snarla-hjallur), Einar stopp og Magnús kollur. Frá síðari hluta 19. aldar eru taldir: Siggi bonn, Guðmundur geglir, Hannes sladdi, Þóroddur sprengir, Ólafur kúkur, Erlendur taðauga, Bjarni skotti, Einar stormur og Runólfur barkrókur. Einnig voru til Gísli pú, Mangi lútpey, Ogmundur flóki, og Mundi pæ.<br>
Frá miðri 19. öld í höfuðbók [[Garðurinn|Garðsverslunar]] finnur hann árið 1852: Einar grófi, Jón durgur, Ólafur jötunuxi, Guðmundur klart, Guðmundur káfína, Sveinn loði, Jón sæli, Guðmundur frost, Sigurður snarli (og til var hjallur í Eyjum, sem búið var í og kallaður var Snarla-hjallur), Einar stopp og Magnús kollur. Frá síðari hluta 19. aldar eru taldir: Siggi bonn, Guðmundur geglir, Hannes sladdi, Þóroddur sprengir, Ólafur kúkur, Erlendur taðauga, Bjarni skotti, Einar stormur og Runólfur barkrókur. Einnig voru til Gísli pú, Mangi lútpey, Ögmundur flóki, og Mundi pæ.<br>
Þessi ósiður mun nú sem betur fer aflagður. En líklega má Siggi betur una við sitt aukanefni en flestir aðrir. Ekki er ólíklegt, að bonn sé dregið af franska lýsingarorðinu bon(kk.), sem þýðir góður eða kvenkynsmyndinni bonne, sem er borin fram bonn. En á þessum árum var mikið um franskar duggur og skúrukarla hér við land og duggufranska upp á biskví, votralíng og allabaddarí Fransí þekkt og notuð í hverju sjávarplássi í viðskiptum við Fransmenn.<br>
Þessi ósiður mun nú sem betur fer aflagður. En líklega má Siggi betur una við sitt aukanefni en flestir aðrir. Ekki er ólíklegt, að bonn sé dregið af franska lýsingarorðinu bon(kk.), sem þýðir góður eða kvenkynsmyndinni bonne, sem er borin fram bonn. En á þessum árum var mikið um franskar duggur og skútukarla hér við land og duggufranska upp á biskví, votralíng og allabaddarí Fransí þekkt og notuð í hverju sjávarplássi í viðskiptum við Fransmenn.<br>
Það má vel vera, að Siggi bonn hafi slegið um sig með duggarafrönskunni og meira hefur ekki þurft til.<br>
Það má vel vera, að Siggi bonn hafi slegið um sig með duggarafrönskunni og meira hefur ekki þurft til.<br>
En um Sigga og fleiri, sem hafa ekki verið hátt skrifaðir á sínum jarðvístardögum, má segja, að þá sjálfa og samtíðarmenn þeirra hefur síst grunað, að síðar yrði sungið um þá í fleygum ljóðum og sagnaljóðum (ballöðum), en læknirinn, presturinn og sýslumaðurinn, fyrirmenn þeirra tíma, þá flestir löngu grafnir í gleymsku.<br>
En um Sigga og fleiri, sem hafa ekki verið hátt skrifaðir á sínum jarðvistardögum, má segja, að þá sjálfa og samtíðarmenn þeirra hefur síst grunað, að síðar yrði sungið um þá í fleygum ljóðum og sagnaljóðum (ballöðum), en læknirinn, presturinn og sýslumaðurinn, fyrirmenn þeirra tíma, þá flestir löngu grafnir í gleymsku.<br>
''(Skráð eftir Eyjólfi Gíslasyni, kirkjubókum, Sögum og sögnum úr Vestm.eyjum og Jóh. Gunnari Olafssyni).''<br>
''(Skráð eftir [[Eyjólfur Gíslason (Bessastöðum)|Eyjólfi Gíslasyni]], kirkjubókum, Sögum og sögnum úr Vestm.eyjum og Jóh. Gunnari Ólafssyni).''<br>
 


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 17. maí 2019 kl. 18:30


Heimaslóð og Siggi bonn


Meðan öldur á Eiðinu brotna
og unir fugl í klettaskor,
mun ég leita í Eyjarnar eins og fyrr
í æsku minnar spor.
Þar sem lundinn er ljúfastur fugla,
þar sem lifði Siggi bonn
og Binni hann sótti í sjávardjúp
sextíu þúsund tonn.
Meðan lífsþorstinn leitar á hjörtun,
meðan leiftrar augans glóð,
þó á Höfðanum þjóti ein þrettán stig,

ég þrái heimaslóð.

Skáldið Ási í Bæ.


Svo kveður skáldið Ási í Bœ í ljóði sínu, sem hann syngur á ágætri plötu, er gefin var út veturinn 1973 með lögum eftir nokkra Vestmannaeyinga til styrktar uppbyggingarstarfi í Vestmannaeyjum eftir gosið. Heitir platan Eyjaliðið.
Ási syngur ljóðið undir fallegu lagi eftir Alfreð Washington Þórðarson við undirleik Alfreðs og bræðranna Gísla og Arnþórs Helgasona. Þeir Ási og Alfreð hafa þarna stillt vel saman strengi og skáldið syngur með trega og innlifun um liðna tíð.
Í ljóðinu kannast allir við Binna heitinn í Gröf, þann mikla aflamann. Margur hefur aftur á móti grundað yfir hver hann væri þessi Siggi bonn. Var þetta skringilega og undarlega viðurnefni bara tilfundið hjá Ása, svo að hann gæti rímað á móti tonn, eða lifði hér í Vestmannaeyjum maður af holdi og blóði, sem var nefndur því sérkennilega nafni?
Já, svo sannarlega. Siggi bonn lifði hér í Vestmannaeyjum á ofanverðri 19. öld og nokkuð fram á þessa. Hann var fæddur að Hlíðarhúsi í Vestmannaeyjum 10. apríl 1858. Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson smiður og þurrabúðarmaður (að þeirra tíma ósið síðar kallaður geglir) og Sigríður Jónsdóttir.
Siggi bonn var óskilgetinn sonur þeirra, en Guðmundur kvæntist árið 1860 Valgerði Magnúsdóttur. Milli þeirra feðga var þó alltaf gott samband. Til er erfðaskrá, sem Guðmundur gerði og á þar óskilgetinn sonur hans (Siggi) að erfa allar eignir hans. Síðar er erfðaskránni breytt á þann veg, að hann skuli erfa til jafns við börn þeirra hjóna.
Siggi bonn var einn af þessum kynlegu kvistum, sem til eru á hverri tíð og setja lit og ofurlitlar gárur á slétt og oft tilbreytingarlaust daglegt líf sambræðra sinna. Hann var af sumum talinn greindur, en smáskrítinn. Hann var vínhneigður og blótaði stundum Bakkus allhressilega. Sigurður reri í nokkrar vertíðir með Gísla Eyjólfssyni á Búastöðum á áraskipinu Elliða, og þrjú ár var hann vinnumaður hjá Guðjóni Jónssyni bónda á Oddsstöðum, árin 1906 til 1908.
Siggi bonn andaðist 27. júní 1911 og er þá skráður á sveit í Svaðkoti, 53ja ára gamall.
Siggi þótti undarlegur og hélt fyrirlestra um ýmis efni, sem hann grúskaði í. Auglýsti hann fyrirlestrana og fékk eitt sinn þinghúsið til fyrirlestrahalds. Eitt sinn í sumardagsveislu hjá Gísla á Búastöðum hélt hann langan fyrirlestur og flutti Guðrúnu húsfreyju hann áður en komið var í veisluna.
Guðmundur, faðir Sigga bonn bjó í Staðarbænum á Kirkjubæ, og gerði stundum við rokka, því að hann var lagtækur, rýndi hann og skældi sig í þá hluti, sem hann skoðaði og átti að gera við; mun hann af því hafa hlotið uppnefnið geglir.
Um Guðmund gegli eru til nokkrar sögur. Guðmundur var af sumum talinn forspár. Eitt sinn kom til hans húsfreyja í Eyjum með rokkinn sinn. Ekki var þá vitað um ósamkomulag hjónanna á bænum, en þegar Guðmundur fékk rokkinn og hafði rýnt í hann um stund sagði hann: „Ekki veit ég hvað er að honum, nema ef hann skyldi vanta kærleikann.“ Nokkrum árum síðar skildu þau hjón samvistum.
Eitt sinn kom Siggi bonn slompaður heim til föður síns að Kirkjubæ. Hann var að koma af sjó og hafði fengið einn fisk í hlut, og hafði selt Bryde kaupmanni bolinn fyrir brennivíni, en kom með hausinn og færði föður sínum. Sagði þá Guðmundur, er hann leit á þorskhausinn: „Já, sætur er sonaraflinn". Var þetta lengi síðar og er enn haft að orðtaki í Vestmannaeyjum.
Um Sigga bonn og fleiri Eyjamenn var þetta kveðið:

Einatt Stáli út í bál
Óla nadda gerir pota
Bjarna grey með svarta sál,
sem að lýðir nefna Skota,
syngur messu sjós á trjánum
Siggi bonn á freðnum hnjánum.

Vísan þarf nokkurra skýringa við: Stáli var formaðurinn á bátnum, sem þeir reru á. Var það Ingimundur Árnason í Götu, sem taldi sig vera launson kaptajns Kohl. Hann hafði viðurnefnið stáli og var formaður með vorbáta. Óli naddi, sjómaður góður, sonur Ólafs í Koti, sem lengi var bitamaður hjá Árna Diðrikssyni í Stakkagerði. Bjarni Jónsson var til heimilis á Kirkjubæ. Syngur messu, hér er vitnað til fyrirlestrahalds Sigga bonn, og að hann haldi ræður og fyrirlestra á sjónum.
Siggi bonn setti saman vísur; reyndar ekki alltaf mikinn skáldskap og þó - á poppöldinni þætti hann góður - og a. m. k. er einn mjög þekktur og lífseigur húsgangur eftir Sigga, sem iðulega er sunginn af Eyjamönnum og er þá veruleg stemmning í mönnum, þegar þeir hefja raust og syngja „Til hákarla“.

Til hákarla í Vestmannaeyjum
fara þeir norðan gaddi í.
Hálfkaldir koma þeir að landi,
upp á Vertshúsið skunda þeir.
Sína sjóblauta vettlinga
verða þeir setja upp grútuga.

Hér áður fyrr á Þjóðhátíð Vestmannaeyja í Herjólfsdal heyrðust stundum „brekkukórar“ syngja þennan brag við raust, dimmar bassaraddir sjómanna, sem bergmáluðu í Saltabergi og Molda.
Er þessi bragur sunginn undir alkunnu sálmalagi.

Þá orti Siggi þessa vísu um Bryde kaupmann í Garðinum:

Aldraðir sjómenn heiðraðir á sjómannadaginn 1972. Frá vinstri: Jón Hinriksson, Egill Árnason, Björgvin Jónsson frá Úthlíð.

Bryde er kominn, býst ég við
bragnar mega sjá hann,
með báða syni sína og sig,
sitt hús prýða lætur hér.

Siggi bonn var einn af mörgum börnum sinnar samtíðar, sem mátti líða sult og seyru, háð og spé, ef þeir féllu ekki að tíðaranda og fábreyttum atvinnuháttum. Áður fyrr var mikið um uppnefni hér á landi og var það ekki alltaf til gamans eða heiðurs gert, eimdi lengi eftir af þessum ósiði.
Jóhann Gunnar Ólafsson hefur í síðari útgáfu af Sögum og sögnum úr Vestmannaeyjum tekið saman þátt um uppnefni. Telur hann þar upp nokkur uppnefni; og eru sum þeirra óneitanlega allskringileg.
Frá miðri 19. öld í höfuðbók Garðsverslunar finnur hann árið 1852: Einar grófi, Jón durgur, Ólafur jötunuxi, Guðmundur klart, Guðmundur káfína, Sveinn loði, Jón sæli, Guðmundur frost, Sigurður snarli (og til var hjallur í Eyjum, sem búið var í og kallaður var Snarla-hjallur), Einar stopp og Magnús kollur. Frá síðari hluta 19. aldar eru taldir: Siggi bonn, Guðmundur geglir, Hannes sladdi, Þóroddur sprengir, Ólafur kúkur, Erlendur taðauga, Bjarni skotti, Einar stormur og Runólfur barkrókur. Einnig voru til Gísli pú, Mangi lútpey, Ögmundur flóki, og Mundi pæ.
Þessi ósiður mun nú sem betur fer aflagður. En líklega má Siggi betur una við sitt aukanefni en flestir aðrir. Ekki er ólíklegt, að bonn sé dregið af franska lýsingarorðinu bon(kk.), sem þýðir góður eða kvenkynsmyndinni bonne, sem er borin fram bonn. En á þessum árum var mikið um franskar duggur og skútukarla hér við land og duggufranska upp á biskví, votralíng og allabaddarí Fransí þekkt og notuð í hverju sjávarplássi í viðskiptum við Fransmenn.
Það má vel vera, að Siggi bonn hafi slegið um sig með duggarafrönskunni og meira hefur ekki þurft til.
En um Sigga og fleiri, sem hafa ekki verið hátt skrifaðir á sínum jarðvistardögum, má segja, að þá sjálfa og samtíðarmenn þeirra hefur síst grunað, að síðar yrði sungið um þá í fleygum ljóðum og sagnaljóðum (ballöðum), en læknirinn, presturinn og sýslumaðurinn, fyrirmenn þeirra tíma, þá flestir löngu grafnir í gleymsku.
(Skráð eftir Eyjólfi Gíslasyni, kirkjubókum, Sögum og sögnum úr Vestm.eyjum og Jóh. Gunnari Ólafssyni).