Ólafur Diðrik Ólafsson
Ólafur Diðrik Ólafsson sjómaður á Bjargi fæddist 4. ágúst 1865 og lést 9. apríl 1913.
Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson sjávarbóndi í Litlakoti, f. 7. október 1836, d. 6. apríl 1916, og kona hans Guðríðar Sigurðardóttir húsfreyja, f. 19. mars 1834, d. 25. júlí 1890.
Systkini Ólafs Diðriks voru:
1. Jóhanna Ólafsdóttir verkakona, f. 4. ágúst 1865, d. 29. október 1947, tvíburasystir.
2. Kristín Ólafsdóttir húsfreyja, f. 8. september 1868, d. 6. janúar 1944.
3. Ingimundur Ólafsson sjómaður á Seyðisfirði, f. 25. maí 1872, d. 10. september 1894.
4. Einar Ólafsson landverkamaður og sjómaður í Reykjavík (1910), f. 2. apríl 1875, d. 22. október 1942.
Hálfrbróðir sammæðra var
5. Sigurður Ólafsson útvegsbóndi, f. 10. október 1860, d. 10. mars 1931.
Ólafur Diðrik var með fjölskyldunni 1870 og 1880.
Hann var vinnumaður á Fögruvöllum hjá Sigurði Vigfússyni og Þorgerði Erlendsdóttur 1890, kvæntur húsmaður í Vegg, áður Litlakot, 1901 með Maríu Guðrúnu Jakobsdóttur konu sinni. Þar var einnig Ólafur Einarsson faðir hans, 65 ára ekkill.
Ólafur Diðrik og María Guðrún voru búsett í Hlíðarhúsi við fæðingu fyrsta barns þeirra 1903. Við skráningu 1910 voru hjónin búsett á Bjargi með börnunum Vigdísi, Steinunni Margréti og Magneu Veróníku.
Kona Ólafs Diðriks, (7. janúar 1900), var María Guðrún Jakobsdóttir húsfreyja, f. 28. febrúar 1870, d. 21. ágúst 1951.
Börn þeirra hér:
1. Ingimundur Stefán Ólafsson, f. 7. júlí 1901, d. 26. júlí 1902.
2. Andvana stúlka, f. 6. júní 1903.
3. Vigdís Ólafsdóttir húsfreyja, f. 19. janúar 1906, d. 10. júlí 1990.
4. Magnea Veróníka Ólafsdóttir, f. 7. febrúar 1908, d. 10. apríl 1996.
5. Steinunn Margrét Ólafsdóttir, f. 5. september 1909, d. 3. janúar 1988.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.