„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1959/ Minnisstæðar sjóferðir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 1 notanda)
Lína 1: Lína 1:
<big><big><center>Minnisstæðar sjóferðir</center></big></big><br>
<big><big><center>Minnisstæðar sjóferðir</center></big></big><br>


[[Valdimar Árnason (Vallanesi)|Valdimar Árnason]] er fæddur 13. júlí 1885 og verður því 71 ára eftir miðsumar n. k. Kom fyrst til Eyja á vertíð 1907, þá búinn að vera við sjó nokkur ár eystra. Hér hefur hann svo eytt ævistarfi sínu, ávallt til sjós, vélstjóri eða formaður.<br>
[[Mynd:Valdimar Árnason Sdbl. 1959.jpg|vinstri|thumb|[[Valdimar Árnason (Vallanesi)|Valdimar Árnason]] er fæddur 13. júlí 1885 og verður því 71 ára eftir miðsumar n. k. Kom fyrst til Eyja á vertíð 1907, þá búinn að vera við sjó nokkur ár eystra. Hér hefur hann svo eytt ævistarfi sínu, ávallt til sjós, vélstjóri eða formaður.<br>
Valdimar (Valdi í Vallanesi) ber aldurinn vel og vinnur hvern dag, eftir að hafa verið á sætrjánum meira en 1/2 öld, síðast á v.s. Skaftfellingi 1958. Geðprúður og ungur í anda, eru einkenni Valdimars enn þann dag í dag, þrátt fyrir háan aldur og reynslukafla í lífinu.<br>
Valdimar (Valdi í Vallanesi) ber aldurinn vel og vinnur hvern dag, eftir að hafa verið á sætrjánum meira en 1/2 öld, síðast á v.s. Skaftfellingi 1958. Geðprúður og ungur í anda, eru einkenni Valdimars enn þann dag í dag, þrátt fyrir háan aldur og reynslukafla í lífinu.<br>
''Ritstj.'']]<br>


''Ritstj.''<br>
Efirfarandi atburður kom fyrir er Valdimar Árnason var formaður á v. b. [[Hlíf VE-166|Hlíf, V. E. 166]], 9 tonna bát með 12 HK tveggja cyl. Danvél. Eigendur v.b. „Hlífar“ voru þeir [[Þórarinn Gíslason (Lundi)|Þórarinn sál. Gíslason]] [[Lundur|Lundi]] og [[Kristinn Ingvarsson]]. Eftir lát Kristins 1918 var Valdimar formaður eina vertíð. Áhöfnin var 6 menn og veitt á línu og í net.<br>
 
Um mánaðamótin marz—apríl, nokkru eftir að netavertíð hófst, réri Hlíf með þrjár 10 neta trossur. Ein var við Mannklakkinn, önnur við Kúksklakk og sú þriðja inn af Álbrúninni á 20 föðmum. Vitjað var um daglega eins og tíðkast. 29. marz var róið í blíðalogni, en miklum útsunnan sjó og brimi. Dimmur bakki var í suðri og vestri. Haldið var að Kúksklakk og netin dregin. Þar sem lítill fiskur var í netunum og ljótt útlit, þá ákvað Valdimar formaður að allt skyldi látið í lest, fiskur og veiðarfæri. Truflun varð í drættinum, þar sem kælivatnsrör bilaði, sem gert var við úti í sjó. Síðan er trossan var komin inn, var haldið inn fyrir Ál. Braut þá út á 15 faðma og öll grunnbrot uppi. Dráttur hófst og gekk greiðlega eftir aðstæðum. Biksvartur óveðursbakkinn í S. V. nálgaðist og var því betra að hafa hraðann á. Er 8 1/2, net höfðu verið innbyrt, þá skall veðrið á sem skothvellur, með afspyrnuroki og sædrifi. Valdimar skipaði svo fyrir að þegar skyldi skorið á, en spurt var á móti hvort ekki ætti að draga að skilum. Klára netið. Skerið á undir eins, var svar Valdimars.<br>
Efirfarandi atburður kom fyrir er Valdimar Árnason var formaður á v. b. [[Hlíf VE-166|Hlíf, V. E. 166]], 9 tonna bát með 12 HK tveggja cyl. Danvél. Eigendur v.b. „Hlífar“ voru þeir [[Þórarinn Gíslason|Þórarinn sál. Gíslason]] [[Lundur|Lundi]] og [[Kristinn Ingvarsson]]. Eftir lát Kristins 1918 var Valdimar formaður eina vertíð. Áhöfnin var 6 menn og veitt á línu og í net.<br>
Vélin var sett á fulla ferð áfram og stefna tekin á Eyjar. En hvað? Stefnan hélt ekki, heldur sló bátnum flötum fyrir sjó og vindi, þrátt fyrir ýtrasta álag vélarinnar. Þessa vertíð var Sigvaldi Þorsteinsson vélstjóri á Hlíf. (Bróðir [[Helgi Þorsteinsson (vélstjóri)|Helga Þorsteinssonar]] vélstjóra í H. 30.). Valdimar bauð Sigvalda og hásetunum að fella mastrið, því það var mögulegt á mörgum þeirrar tíðar skipum. Vann vélin nú það betur að báturinn hélt upp í, en hafði ekkert framdrif. Þetta voru óglæsilegar kringumstæður fyrir Hlíf og áhöfn hennar. Foráttubrim og strönd að baki, og ofsaveðri og stórsjó móti að sækja. Þar að auki liðið fram yfir miðjan dag. Ennfremur og þá engin talstöð eða gúmbjörgunarbátur.<br>
Um mánaðamótin marz—apríl, nokkru eftir að netavertíð hófst, réri Hlíf með þrjár 10 neta trossur. Ein var við Mannklakkinn, önnur við Kúgsklakk og sú þriðja inn af Álbrúninni á 20 föðmum. Vitjað var um daglega eins og tíðkast. 29. marz var róið í blíðalogni, en miklum útsunnan sjó og brimi. Dimmur bakki var í suðri og vestri. Haldið var að Kúgsklakk og netin dregin. Þar sem lítill fiskur var í netunum og ljótt útlit, þá ákvað Valdimar formaður að allt skyldi látið í lest, fiskur og veiðarfæri. Truflun varð í drættinum, þar sem kælivatnsrör bilaði, sem gert var við úti í sjó. Síðan er trossan var komin inn, var haldið inn fyrir Ál. Braut þá út á 15 faðma og öll grunnbrot uppi. Dráttur hófst og gekk greiðlega eftir aðstæðum. Biksvartur óveðursbakkinn í S. V. nálgaðist og var því betra að hafa hraðann á. Er 8 1/2, net höfðu verið innbyrt, þá skall veðrið á sem skothvellur, með afspyrnuroki og sædrifi. Valdimar skipaði svo fyrir að þegar skyldi skorið á, en spurt var á móti hvort ekki ætti að draga að skilum. Klára netið. Skerið á undir eins, var svar Valdimars.<br>
Valdimar hugkvæmdist að við aukinn og léttari smurning, þá mundi vélin vinna betur. Bauð hann því Sigvalda vélstjóra að fara niður, setja smurolíu í smurkönnuna, hita hana svo á glóðarhausnum, þar til olían væri lapþunn, hella henni síðan á smurglösin, sem voru tvö á hvorum „cylinder“ og hafa fullopið frá þeim inn á stimpilinn. Því loks við þetta ráð fór að miða áfram, þannig var gert alla heimleiðina og var Sigvaldi bundinn niðri við þetta verk því halda þurfti smurkönnunni um leið og olían var hituð, sjógangsins vegna. Ófært var að slá í bakborða, eilítið til hlés og fara austan við [[Elliðaey]] og njóta skjólsins þar, því [[Breki]] var uppi. Klukkan 12 á miðnætti kom Hlíf að landi, eftir þrotlausa á klukkustunda siglingu og barning, gegn stormi og stórsjó. Vegalengd, sem venjulega var farin á þremur stundarfjórðungum.<br>
Vélin var sett á fulla ferð áfram og stefna tekin á Eyjar. En hvað? Stefnan hélt ekki, heldur sló bátnum flötum fyrir sjó og vindi, þrátt fyrir ýtrasta álag vélarinnar. Þessa vertíð var Sigvaldi Þorsteinsson vélstjóri á Hlíf. (Bróðir [[Helgi Þorsteinsson|Helga Þorsteinssonar]] vélstjóra í H. 30.). Valdimar bauð Sigvalda og hásetunum að fella mastrið, því það var mögulegt á mörgum þeirrar tíðar skipum. Vann vélin nú það betur að báturinn hélt upp í, en hafði ekkert framdrif. Þetta voru óglæsilegar kringumstæður fyrir Hlíf og áhöfn hennar. Foráttubrim og strönd að baki, og ofsaveðri og stórsjó móti að sækja. Þar að auki liðið fram yfir miðjan dag. Ennfremur og þá engin talstöð eða gúmbjörgunarbátur.<br>
Valdimar hugkvæmdist að við aukinn og léttari smurning, þá mundi vélin vinna betur. Bauð hann því Sigvalda vélstjóra að fara niður, setja smurolíu í smurkönnuna, hita hana svo á glóðarhausnum, þar til olían væri lapþunn, hella henni síðan á smurglösin, sem voru tvö á hvorum „cylinder“ og hafa lullopið frá þeim inn á stimpilinn. Því loks við þetta ráð fór að miða áfram, þannig var gert alla heitnleiðina og var Sigvaldi bundinn niðri við þetta verk því halda þurfti smurkönnunni um leið og olían var hituð, sjógangsins vegna. Ófært var að slá í bakborða, eilítið til hlés og fara austan við [[Elliðaey]] og njóta skjólsins þar, því Breki var uppi. Klukkan 12 á miðnætti kom Hlíf að landi, eftir þrotlausa á klukkustunda siglingu og barning, gegn stormi og stórsjó. Vegalengd, sem venjulega var farin á þremur stundarfjórðungum.<br>
Allir þóttu Hlíf úr helju heimta hafa, því menn reiknuðu með að henni hefði hlekkzt á og jafnvel hrakið upp í Elliðaey að vestan.<br>
Allir þóttu Hlíf úr helju heimta hafa, því menn reiknuðu með að henni hefði hlekkzt á og jafnvel hrakið upp í Elliðaey að vestan.<br>
Í þessum veðurofsa sökk v.b. [[Skuld]] við legufæri sín í höfninni, símastaurar féllu niður og annað tjón varð.<br>
Í þessum veðurofsa sökk v.b. [[Skuld]] við legufæri sín í höfninni, símastaurar féllu niður og annað tjón varð.<br>
Næst eftir miskunn almáttugs Guðs, má hiklaust telja hugsun og lægni formannsins, til þess að Hlíf náði landi þennan óveðursdag. Má þar um leið nelna hvorttveggja: kjölfestuna, er báturinn fékk af veiðarfærunum, fellingu mastursins og háttinn í meðferð smurolíunnar. En það var aldrei gert nema í ýtrustu neyð, bætir Valdimar við.<br>
Næst eftir miskunn almáttugs Guðs, má hiklaust telja hugsun og lagni formannsins, til þess að Hlíf náði landi þennan óveðursdag. Má þar um leið nefna hvorttveggja: kjölfestuna, er báturinn fékk af veiðarfærunum, fellingu mastursins og háttinn í meðferð smurolíunnar. En það var aldrei gert nema í ýtrustu neyð, bætir Valdimar við.<br>
Á v.b. „[[Gammur VE-174|Gammur]]“ V. E. 174, sem var 9 smálesta súðbyrðingur, með 10 hk. Skandiavél, var Valdimar formaður eina vertíð. Nefnda vertíð var byrjað að róa með nn um miðjan janúar. Tíðarfar var erfitt til sjósóknar. En mikið í austanátt. Komið var fram í miðjan febrúar og sama otíð hafði haldizt. Seint að morgni leit út fyrir sjóveður, var þá kallað um klukkan átta og farið af stað frá bóli klukkan níu. Vont veður hafði verið um nóttina, því talsverður sjór og vindur var strekkingur allhvass á austan. Lágsjávað var og byrjað aðfall. Braut stundum á leiðinni.<br>
Á v.b. „[[Gammur VE-174|Gammur]]“ V. E. 174, sem var 9 smálesta súðbyrðingur, með 10 hk. Skandiavél, var Valdimar formaður eina vertíð. Nefnda vertíð var byrjað að róa með línu um miðjan janúar. Tíðarfar var erfitt til sjósóknar. En mikið í austanátt. Komið var fram í miðjan febrúar og sama ótíð hafði haldizt. Seint að morgni leit út fyrir sjóveður, var þá kallað um klukkan átta og farið af stað frá bóli klukkan níu. Vont veður hafði verið um nóttina, því talsverður sjór og vindur var strekkingur allhvass á austan. Lágsjávað var og byrjað aðfall. Braut stundum á leiðinni.<br>
Þegar Gammur var kominn þvert norður af [[Hringsker|Hringskers]]-hafnargarði (syðri garðinum), snarstoppar vélin. Nú voru góð ráð dýr. Enginn bátur nálægur í gangi og vélin annaði ekki gangsetningu. Grjótfaðmur Hörgseyrarhafnargarðs blasti við, og vindur, straumur og sjór, myndu innan stundar bera Gamm þangað, ef ekki kæmu skjót ráð til lausnar. Þá var ekki um endalok áhafnar Gamms að spyrja, en þeir voru fjórir þar um borð nefndan róður.<br>
Þegar Gammur var kominn þvert norður af [[Hringsker|Hringskers-hafnargarði]] (syðri garðinum), snarstoppar vélin. Nú voru góð ráð dýr. Enginn bátur nálægur í gangi og vélin annaði ekki gangsetningu. Grjótfaðmur [[Hörgaeyri|Hörgseyrar-hafnargarðs]] blasti við, og vindur, straumur og sjór, myndu innan stundar bera Gamm þangað, ef ekki kæmu skjót ráð til lausnar. Þá var ekki um endalok áhafnar Gamms að spyrja, en þeir voru fjórir þar um borð nefndan róður.<br>
Akkerið var látið falla og fékk festu strax. Keðjan hélt. Ítrekaðar tilraunir með gangsetningu vélar reyndust árangurslausar, vegna olíutruflunar. Vegna lítils svigrúms var útilokað að nota segl eins og á stóð. Kom nú frjó hugsun Valdimars formanns og skjótræði að góðum notum. Partur af sleftóginu, sem var traust grasmanilla var sett föst í polla afturá.<br>
Akkerið var látið falla og fékk festu strax. Keðjan hélt. Ítrekaðar tilraunir með gangsetningu vélar reyndust árangurslausar, vegna olíutruflunar. Vegna lítils svigrúms var útilokað að nota segl eins og á stóð. Kom nú frjó hugsun Valdimars formanns og skjótræði að góðum notum. Partur af sleftóginu, sem var traust grasmanilla var sett föst í polla afturá.<br>
Bundið svo við legufærið að framan, fyrir utan skjólborð. Góður belgur settur á grastógið. Síðan var sleppt að framan, við það snarsnérist báturinn og snéri nú alturenda uppí, en framenda á stefnu á leiðina. Fokkan var tilhöfð og hífð upp, um leið var sleppt legufærinu. Báturinn fékk nú góðan skrið á sig og komst vel frír af norður-hafnargarði og inn leið.<br>
Bundið svo við legufærið að framan, fyrir utan skjólborð. Góður belgur settur á grastógið. Síðan var sleppt að framan, við það snarsnérist báturinn og snéri nú afturenda uppí, en framenda á stefnu á leiðina. Fokkan var tilhöfð og hífð upp, um leið var sleppt legufærinu. Báturinn fékk nú góðan skrið á sig og komst vel frír af  
norður-hafnargarði og inn leið.<br>
Kom nú til móts við þá á Gammi, v.b. [[Atlandis]], formaður [[Runólfur Runólfsson (Bræðratungu)|Runólfur Runólfsson]] frá [[Bræðratunga|Bræðratungu]], Gamminum til hjálpar, en þeir komust hjálparlaust að bryggju á seglunum einum saman.<br>
Kom nú til móts við þá á Gammi, v.b. [[Atlandis]], formaður [[Runólfur Runólfsson (Bræðratungu)|Runólfur Runólfsson]] frá [[Bræðratunga|Bræðratungu]], Gamminum til hjálpar, en þeir komust hjálparlaust að bryggju á seglunum einum saman.<br>
Við bryggju var komizt fyrir olíutruflunina og haldið í róður næsta dag.<br>
Við bryggju var komizt fyrir olíutruflunina og haldið í róður næsta dag.<br>
Ekki fá orð lýst hrifningu, fögnuði og þakklæti, að svo vel skyldi til takast, hjá Valdimar og áhöfn hans. Því litlu þurfti að muna þarna að ekki skyldi hljótast slys af, eins og skeð hafði nokkrum árum áður. En þeir á Gammi fengu að reyna í þetta sinn, sem sérhver sjómaður verður svo oft vottur að. „Hollur er sá sem hlífir.“<br>
Ekki fá orð lýst hrifningu, fögnuði og þakklæti, að svo vel skyldi til takast, hjá Valdimar og áhöfn hans. Því litlu þurfti að muna þarna að ekki skyldi hljótast slys af, eins og skeð hafði nokkrum árum áður. En þeir á Gammi fengu að reyna í þetta sinn, sem sérhver sjómaður verður svo oft vottur að. „Hollur er sá sem hlífir.“<br>


<small>Skráð Eftir sögn Valdimars Árnasonar.</small><br>
::::::::::::<small>Skráð Eftir sögn Valdimars Árnasonar.</small><br>


<big>[[Einar J. Gíslason|E. J. G.]]</big><br>
::::::::::::::::::<big>[[Einar J. Gíslason|E. J. G.]]</big><br>


{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 6. apríl 2018 kl. 20:11

Minnisstæðar sjóferðir


Valdimar Árnason er fæddur 13. júlí 1885 og verður því 71 ára eftir miðsumar n. k. Kom fyrst til Eyja á vertíð 1907, þá búinn að vera við sjó nokkur ár eystra. Hér hefur hann svo eytt ævistarfi sínu, ávallt til sjós, vélstjóri eða formaður.
Valdimar (Valdi í Vallanesi) ber aldurinn vel og vinnur hvern dag, eftir að hafa verið á sætrjánum meira en 1/2 öld, síðast á v.s. Skaftfellingi 1958. Geðprúður og ungur í anda, eru einkenni Valdimars enn þann dag í dag, þrátt fyrir háan aldur og reynslukafla í lífinu.
Ritstj.


Efirfarandi atburður kom fyrir er Valdimar Árnason var formaður á v. b. Hlíf, V. E. 166, 9 tonna bát með 12 HK tveggja cyl. Danvél. Eigendur v.b. „Hlífar“ voru þeir Þórarinn sál. Gíslason Lundi og Kristinn Ingvarsson. Eftir lát Kristins 1918 var Valdimar formaður eina vertíð. Áhöfnin var 6 menn og veitt á línu og í net.
Um mánaðamótin marz—apríl, nokkru eftir að netavertíð hófst, réri Hlíf með þrjár 10 neta trossur. Ein var við Mannklakkinn, önnur við Kúksklakk og sú þriðja inn af Álbrúninni á 20 föðmum. Vitjað var um daglega eins og tíðkast. 29. marz var róið í blíðalogni, en miklum útsunnan sjó og brimi. Dimmur bakki var í suðri og vestri. Haldið var að Kúksklakk og netin dregin. Þar sem lítill fiskur var í netunum og ljótt útlit, þá ákvað Valdimar formaður að allt skyldi látið í lest, fiskur og veiðarfæri. Truflun varð í drættinum, þar sem kælivatnsrör bilaði, sem gert var við úti í sjó. Síðan er trossan var komin inn, var haldið inn fyrir Ál. Braut þá út á 15 faðma og öll grunnbrot uppi. Dráttur hófst og gekk greiðlega eftir aðstæðum. Biksvartur óveðursbakkinn í S. V. nálgaðist og var því betra að hafa hraðann á. Er 8 1/2, net höfðu verið innbyrt, þá skall veðrið á sem skothvellur, með afspyrnuroki og sædrifi. Valdimar skipaði svo fyrir að þegar skyldi skorið á, en spurt var á móti hvort ekki ætti að draga að skilum. Klára netið. Skerið á undir eins, var svar Valdimars.
Vélin var sett á fulla ferð áfram og stefna tekin á Eyjar. En hvað? Stefnan hélt ekki, heldur sló bátnum flötum fyrir sjó og vindi, þrátt fyrir ýtrasta álag vélarinnar. Þessa vertíð var Sigvaldi Þorsteinsson vélstjóri á Hlíf. (Bróðir Helga Þorsteinssonar vélstjóra í H. 30.). Valdimar bauð Sigvalda og hásetunum að fella mastrið, því það var mögulegt á mörgum þeirrar tíðar skipum. Vann vélin nú það betur að báturinn hélt upp í, en hafði ekkert framdrif. Þetta voru óglæsilegar kringumstæður fyrir Hlíf og áhöfn hennar. Foráttubrim og strönd að baki, og ofsaveðri og stórsjó móti að sækja. Þar að auki liðið fram yfir miðjan dag. Ennfremur og þá engin talstöð eða gúmbjörgunarbátur.
Valdimar hugkvæmdist að við aukinn og léttari smurning, þá mundi vélin vinna betur. Bauð hann því Sigvalda vélstjóra að fara niður, setja smurolíu í smurkönnuna, hita hana svo á glóðarhausnum, þar til olían væri lapþunn, hella henni síðan á smurglösin, sem voru tvö á hvorum „cylinder“ og hafa fullopið frá þeim inn á stimpilinn. Því loks við þetta ráð fór að miða áfram, þannig var gert alla heimleiðina og var Sigvaldi bundinn niðri við þetta verk því halda þurfti smurkönnunni um leið og olían var hituð, sjógangsins vegna. Ófært var að slá í bakborða, eilítið til hlés og fara austan við Elliðaey og njóta skjólsins þar, því Breki var uppi. Klukkan 12 á miðnætti kom Hlíf að landi, eftir þrotlausa á klukkustunda siglingu og barning, gegn stormi og stórsjó. Vegalengd, sem venjulega var farin á þremur stundarfjórðungum.
Allir þóttu Hlíf úr helju heimta hafa, því menn reiknuðu með að henni hefði hlekkzt á og jafnvel hrakið upp í Elliðaey að vestan.
Í þessum veðurofsa sökk v.b. Skuld við legufæri sín í höfninni, símastaurar féllu niður og annað tjón varð.
Næst eftir miskunn almáttugs Guðs, má hiklaust telja hugsun og lagni formannsins, til þess að Hlíf náði landi þennan óveðursdag. Má þar um leið nefna hvorttveggja: kjölfestuna, er báturinn fékk af veiðarfærunum, fellingu mastursins og háttinn í meðferð smurolíunnar. En það var aldrei gert nema í ýtrustu neyð, bætir Valdimar við.
Á v.b. „Gammur“ V. E. 174, sem var 9 smálesta súðbyrðingur, með 10 hk. Skandiavél, var Valdimar formaður eina vertíð. Nefnda vertíð var byrjað að róa með línu um miðjan janúar. Tíðarfar var erfitt til sjósóknar. En mikið í austanátt. Komið var fram í miðjan febrúar og sama ótíð hafði haldizt. Seint að morgni leit út fyrir sjóveður, var þá kallað um klukkan átta og farið af stað frá bóli klukkan níu. Vont veður hafði verið um nóttina, því talsverður sjór og vindur var strekkingur allhvass á austan. Lágsjávað var og byrjað aðfall. Braut stundum á leiðinni.
Þegar Gammur var kominn þvert norður af Hringskers-hafnargarði (syðri garðinum), snarstoppar vélin. Nú voru góð ráð dýr. Enginn bátur nálægur í gangi og vélin annaði ekki gangsetningu. Grjótfaðmur Hörgseyrar-hafnargarðs blasti við, og vindur, straumur og sjór, myndu innan stundar bera Gamm þangað, ef ekki kæmu skjót ráð til lausnar. Þá var ekki um endalok áhafnar Gamms að spyrja, en þeir voru fjórir þar um borð nefndan róður.
Akkerið var látið falla og fékk festu strax. Keðjan hélt. Ítrekaðar tilraunir með gangsetningu vélar reyndust árangurslausar, vegna olíutruflunar. Vegna lítils svigrúms var útilokað að nota segl eins og á stóð. Kom nú frjó hugsun Valdimars formanns og skjótræði að góðum notum. Partur af sleftóginu, sem var traust grasmanilla var sett föst í polla afturá.
Bundið svo við legufærið að framan, fyrir utan skjólborð. Góður belgur settur á grastógið. Síðan var sleppt að framan, við það snarsnérist báturinn og snéri nú afturenda uppí, en framenda á stefnu á leiðina. Fokkan var tilhöfð og hífð upp, um leið var sleppt legufærinu. Báturinn fékk nú góðan skrið á sig og komst vel frír af norður-hafnargarði og inn leið.
Kom nú til móts við þá á Gammi, v.b. Atlandis, formaður Runólfur Runólfsson frá Bræðratungu, Gamminum til hjálpar, en þeir komust hjálparlaust að bryggju á seglunum einum saman.
Við bryggju var komizt fyrir olíutruflunina og haldið í róður næsta dag.
Ekki fá orð lýst hrifningu, fögnuði og þakklæti, að svo vel skyldi til takast, hjá Valdimar og áhöfn hans. Því litlu þurfti að muna þarna að ekki skyldi hljótast slys af, eins og skeð hafði nokkrum árum áður. En þeir á Gammi fengu að reyna í þetta sinn, sem sérhver sjómaður verður svo oft vottur að. „Hollur er sá sem hlífir.“

Skráð Eftir sögn Valdimars Árnasonar.
E. J. G.