Helgi Þorsteinsson (vélstjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Helgi Guðmar Þorsteinsson.

Helgi Guðmar Þorsteinsson frá Upsum í Svarfaðardal, vélstjóri fæddist þar 2. desember 1904 og lést 23. júní 1978.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Jónsson bóndi, formaður á Upsum, f. 3. ágúst 1870 á Krossum á Árskógsströnd, Eyj., d. 5. desember 1939, og kona hans Anna Björg Benediktsdóttir húsfreyja, f. 6. september 1871 á Völlum í Svarfaðardal, d. 18. apríl 1966.

Helgi var með foreldrum sínum á Upsum í æsku, fluttist með þeim til Akureyrar 1924.
Hann nam vélstjórn á Akureyri, stundaði sjómennsku, m.a. á Gissuri hvíta í Eyjum og fluttist til Eyja við giftingu 1932.
Helgi var vélstjóri í Vinnslustöðinni í 27 ár.
Þau Steinunn Hulda giftu sig 1932, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Hrafnagili við Vestmannabraut 29, síðan á Brekku við Faxastíg 4 1940, á Hásteinsvegi 7 1943, en fluttu á Heiðarveg 40 1944 og bjuggu þar meðan báðum entist líf nema á Gostíma og fram á árið 1974, er þau bjuggu hjá Helgu dóttur sinni í Borgarnesi.
Helgi lést 1978 og Steinunn Hulda 2009.

I. Kona Helga Guðmars, (14. maí 1932), var Steinunn Hulda Guðmundsdóttir frá Hrafnagili, húsfreyja, hárgreiðslukona, f. 20. júní 1911, d. 9. janúar 2009.
Börn þeirra:
1. Hrafnhildur Helgadóttir húsfreyja, hótelstjóri, lífeindafræðingur, f. 3. apríl 1932 á Hrafnagili. Maður hennar, skildu, Guðbjörn Guðjónsson.
2. Helga Helgadóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 12. janúar 1943 á Hásteinsvegi 7. Maður hennar Georg Valdimar Hermannsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.