„Torfi Sigurðsson (Búastöðum)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Torfi Sigurðsson (Búastöðum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 15: | Lína 15: | ||
11. Bjarni Sigurðsson, f. 5. ágúst 1863, d. 10. desember 1863 úr „uppdráttarsýki‟.<br> | 11. Bjarni Sigurðsson, f. 5. ágúst 1863, d. 10. desember 1863 úr „uppdráttarsýki‟.<br> | ||
12. [[Gróa Björg Sigurðardóttir (Búastöðum)|Gróa Björg Sigurðardóttir]] vinnukona, f. 26. maí 1865, d. 12 júlí 1882.<br> | 12. [[Gróa Björg Sigurðardóttir (Búastöðum)|Gróa Björg Sigurðardóttir]] vinnukona, f. 26. maí 1865, d. 12 júlí 1882.<br> | ||
13. [[Guðríður Sigurðardóttir (Búastöðum)|Guðríður Sigurðardóttir]] vinnukona, f. 13. ágúst 1867, d. 1918 | 13. [[Guðríður Sigurðardóttir (Búastöðum)|Guðríður Sigurðardóttir]] vinnukona, f. 13. ágúst 1867, d. 1918. <br> | ||
Torfi var tæpra 6 ára, þegar hann missti móður sína og á 10. árinu, er hann missti föður sinn.<br> | Torfi var tæpra 6 ára, þegar hann missti móður sína og á 10. árinu, er hann missti föður sinn.<br> | ||
Lína 51: | Lína 51: | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar á | [[Flokkur: Íbúar á Búastöðum]] | ||
Núverandi breyting frá og með 1. desember 2017 kl. 21:26
Torfi Sigurðsson verkamaður frá Búastöðum fæddist 11. nóvember 1861 og lést 19. september 1950.
Foreldrar hans voru Sigurður Torfason sjávarbóndi og hreppstjóri á Búastöðum, f. 14. febrúar 1822, d. 18. apríl 1870, og kona hans Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1829, d. 15. ágúst 1867.
Börn Sigurðar og Guðríðar voru:
1. Jón Sigurðsson, f. 25. febrúar 1851, d. 11. mars 1851 „af Barnaveikin ginklofa“.
2. Guðrún Sigurðardóttir vinnukona, f. 18. september 1852, d. 21. mars 1939.
3. Hjálmar Sigurðsson, f. 17. ágúst 1853, d. 30. október 1853 „af barnaveiki“.
4. Jón Sigurðsson, f. 22. ágúst 1854, d. 16. nóvember 1854, „dó hastarlega án þess að merki væru um nokkurn sjúkleika“.
5. Einar Sigurðsson skipstjóri, f. 25. febrúar 1856, drukknaði 31. mars 1889.
6. Tómas Sigurðsson, f. 24. mars 1857, d. 5. apríl 1857 úr ginklofa.
7. Sigríður Sigurðardóttir, f. 24. júní 1859, d. 25. janúar 1940.
8. Vilborg Sigurðardóttir, f. 9. júní 1858, d. 20. júní 1858 úr ginklofa.
9. Vilhjálmur Sigurðsson, f. 14. ágúst 1860, d. 2. febrúar 1861 af bólguígerð.
10. Torfi Sigurðsson verkamaður í Norðurbæ á Eyrarbakka 1930, f. 11. nóvember 1861, d. 19. september 1950.
11. Bjarni Sigurðsson, f. 5. ágúst 1863, d. 10. desember 1863 úr „uppdráttarsýki‟.
12. Gróa Björg Sigurðardóttir vinnukona, f. 26. maí 1865, d. 12 júlí 1882.
13. Guðríður Sigurðardóttir vinnukona, f. 13. ágúst 1867, d. 1918.
Torfi var tæpra 6 ára, þegar hann missti móður sína og á 10. árinu, er hann missti föður sinn.
Hann var niðursetningur á Vestri-Búastöðum í lok árs 1870 til ársins 1874, er hann fór til Reykjavíkur og síðan til Ólafs Torfasar föðurbróður síns og Margrétar Þorleifsdóttur konu hans í Árbæ í Ölfusi. Þar var Torfi vinnumaður 1880 og Guðrún systir hans vinnukona. Þá fór hann austuryfir að Óseyrarnesi 1886, var vinnumaður þar 1890.
Hann eignaðist barnið Margréti 1895, kvæntist Helgu 1900, þá húsmaður í Einarshöfn í Stokkseyrarsókn, var húsbóndi í Norðurbæ II á Eyrarbakka 1901, þar með Helgu konu sinni og börnunum Margréti og Jóhanni Ólafssyni, syni Helgu.
1910 var hjá þeim uppeldissonurinn Haraldur Jónsson frá Gamla-Hrauni, f. 1899. Torfi var þá daglaunamaður við verslunina Einarshöfn.
Torfi átti enn heimili á Eyrarbakka 1920 og 1930.
Helga lést 1939 og hann 1950.
I. Kona Torfa, (27. október 1900), var Helga Grímsdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1856 í Gvendarkoti í Holtum, d. 8. ágúst 1939. Foreldrar hennar voru Grímur Guðmundsson bóndi, síðar sjómaður, f. 3. mars 1833, drukknaði í fiskiróðri frá Vatnsleysuströnd 9. desember 1880, og barnsmóðir hans Margrét Sigurðardóttir vinnukona á Ytri-Hól í V-Landeyjum, f. 23. júlí 1825.
Margrét móðir Helgu var alsystir:
1. Þuríðar Sigurðardóttur húsfreyju á Löndum, mormóna, síðar á Stokkseyri, f. 23. september 1821, d. 8. mars 1910, fyrr gift Páli Einarssyni, síðar Magnúsi Kristjánssyni járnsmið.
Hún var hálfsystir:
2. Guðrúnar Sigurðardóttur eldri, húsfreyju í Hólshúsi, f. 1. janúar 1828, d. 13. maí 1882, kona Vigfúsar Magnússonar sjómanns.
3. Guðrúnar Sigurðardóttur yngri, húsfreyju, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897 í Vesturheimi, kona (skildu) Helga Jónssonar bónda í Draumbæ og tomthúsmanns á Miðhúsum.
4. Járngerðar Sigurðardóttur húsfreyju í Draumbæ, Túni og Stóra-Gerði, f. 17. september 1830, d. 23. desember 1876, konu Sigurðar Jónssonar bónda og sjómanns.
I. Barnsmóðir Torfa var Kristbjörg Steinsdóttir í Einarshöfn í Flóa, skírð 10. júní 1874.
Barn þeirra var
1. Margrét Torfsdóttir húsfreyja í Keflavík, f. 23. október 1895 í Stokkseyrarsókn, d. 11. nóvember 1965.
II. Barnsfaðir Helgu Grímsdóttur konu hans var Ólafur Erlendsson bóndi á Ytri-Hól, síðar smiður í Reykjavík, f. 10. júní 1863, d. 3. mars 1925.
Barn Þeirra var
2. Jóhann Ólafsson sjómaður í Svíþjóð, f. 5. febrúar 1881, d. 1918.
Uppeldissonur hjónanna 1910 var
3. Haraldur Jónsson sjómaður frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, f. 18. júní 1899, d. 20. febrúar 1962.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.