Einar Sigurðsson (Búastöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Einar Sigurðsson skipstjóri frá Búastöðum fæddist 25. febrúar 1856 og fórst með hákarla- og handfæraveiðiskipinu Reykjavík 31. mars 1889. Foreldrar hans voru Sigurður Torfason sjávarbóndi og hreppstjóri á Búastöðum, f. 14. febrúar 1822, d. 18. apríl 1870, og kona hans Guðríður Jónsdóttir húsfreyja, f. 6. ágúst 1829, d. 15. ágúst 1867.

Börn Sigurðar og Guðríðar voru:
1. Jón Sigurðsson, f. 25. febrúar 1851, d. 11. mars 1851 „af Barnaveikin ginklofa“.
2. Guðrún Sigurðardóttir vinnukona, f. 18. september 1852, d. 21. mars 1939.
3. Hjálmar Sigurðsson, f. 17. ágúst 1853, d. 30. október 1853 „af barnaveiki“.
4. Jón Sigurðsson, f. 22. ágúst 1854, d. 16. nóvember 1854, „dó hastarlega án þess að merki væru um nokkurn sjúkleika“.
5. Einar Sigurðsson skipstjóri, f. 25. febrúar 1856, drukknaði 31. mars 1889.
6. Tómas Sigurðsson, f. 24. mars 1857, d. 5. apríl 1857 úr ginklofa.
7. Sigríður Sigurðardóttir, f. 24. júní 1859, d. 25. janúar 1940.
8. Vilborg Sigurðardóttir, f. 9. júní 1858, d. 20. júní 1858 úr ginklofa.
9. Vilhjálmur Sigurðsson, f. 14. ágúst 1860, d. 2. febrúar 1861 af bólguígerð.
10. Torfi Sigurðsson verkamaður í Norðurbæ á Eyrarbakka 1930, f. 11. nóvember 1861, d. 19. september 1950.
11. Bjarni Sigurðsson, f. 5. ágúst 1863, d. 10. desember 1863 úr „uppdráttarsýki‟.
12. Gróa Björg Sigurðardóttir vinnukona, f. 26. maí 1865, d. 12 júlí 1882.
13. Guðríður Sigurðardóttir vinnukona, f. 13. ágúst 1867, d. 1918.

Móðir Einars lést er hann var á 12. árinu og faðir hans, er hann var 14 ára.
Hann var léttadrengur í Garðinum 1870.
Einar stundaði sjófræðinám og bjó í Sauðagerði í Reykjavík 1880. Þau Þórunn giftu sig 1881 og eignuðust 4 börn, það síðasta eftir lát Einars.
Hann var stýrimaður og skipstjóri og fórst með veiðiskipinu Reykjavík 1889.
Þórunn sneri til Eyja með börnin 1891 og bjó á Oddsstöðum. Hún lést 1893.

Kona Einars, (16. desember 1881), var Þórunn Þórarinsdóttir húsfreyja frá Berufirði, f. 24. febrúar 1851, d. 9. febrúar 1893.
Börn þeirra hér:
1. Lísabet Þóra Einarsdóttir húsfreyja á Eskifirði, f. 19. október 1882, d. 13. október 1920. Maður hennar Jón Kristinn Jónsson klæðskeri.
2. Jóhanna Ásdís Einarsdóttir Peyto hjúkrunarfræðingur í Vancouver í Kanada, f. 24. október 1883, d. 25. desember 1972.
3. Sigríður Einarsdóttir, f. 1886. Hún var húsfreyja í Vancouver
4. Einarína Þórunn Einarsdóttir Petersen húsfreyja í Danmörku, f. 15. september 1889, d. 14. nóvember 1987.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.