„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1952/ Jón Jónsson Ólafshúsum: Nokkur minningarorð“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <big><big>Jón Jónsson Ólafshúsum</big></big><br> <big>NOKKUR MINNINGARORÐ</big><br> Hann andaðist að heimili sínu 16. apríl 1952, eftir lang...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
<big><big>[[Jón Jónsson ( | <big><big><center>[[Jón Bergur Jónsson (eldri)|Jón Jónsson, Ólafshúsum]]</center></big></big> | ||
<big><center>NOKKUR MINNINGARORÐ</center></big> | |||
[[Mynd:Jón Jónsson.png|200px|thumb|''Jón Jónsson.]] | |||
Hann andaðist að heimili sínu 16. apríl 1952, eftir langvarandi og þunga vanheilsu.<br> | |||
Jón var fæddur að Hörgslandi á Síðu 10. ágúst 1864. | Jón var fæddur að Hörgslandi á Síðu 10. ágúst 1864. | ||
Foreldrar Jóns voru | Foreldrar Jóns voru Jón Bergsson bóndi að Hólmum í Landeyjum og síðar Skálholti í Biskupstungum, og Þóra Stefánsdóttir frá Hörgslandskoti á Síðu.<br> | ||
Jafnframt búskapnum stundaði Jón sjómennsku til ársins 1920. Formaður með vélbát var hann 14 vertíðir og hétu bátarnir, | Snemma hneigðist hugur Jóns að sjónum og byrjaði hann mjög ungur að róa út frá „Söndunum“. Og ekki varð þess langt að bíða, að hann yrði eftirsóttur í skiprúm, sem afbragðssjómaður, harðduglegur, kappsmikill og glaðlyndur.<br> | ||
Á sínum yngri árum réri hann nokkrar vertíðir með Sigurði Þorbjörnssyni Kirkjulandshjáleigu í Landeyjum. En atvik réði því, að Jón varð of seinn í „Sandinn“ til skips daginn, sem Sigurður fórst með allri sinni skipshöfn. Fram á síðustu æviár minntist Jón með trega þeirra góðu félaga og vina, sem hann missti þar.<br> | |||
Sigurður var talinn ágætur formaður og mikill fiskimaður.<br> | |||
Til Vestmannaeyja fluttist Jón árið 1893, og fór þá vinnumaður til [[Árni Einarsson (Vilborgarstöðum)|Árna Einarssonar]] bónda á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]].<br> | |||
Árið 1895 keypti hann hálfa [[Uppsalir|Uppsalina]] og byrjaði þar búskap, með fyrri konu sinni, [[Elín Sigurðardóttir (Ólafshúsum)|Elínu Sigurðardóttur]] frá Vatnshól í Landeyjum. Þau eignuðust 4 börn, [[Sigurlín Jónsdóttir (Ólafshúsum)|Sigurlínu]], [[Jón Bergur Jónsson (yngri)|Jón Berg]], [[Guðfinna Jónsdóttir (Heiðarbæ)|Guðfinnu]] og [[Guðni Jónsson (Ólafshúsum)|Guðna]]. Elínu konu sína missti Jón 1906.<br> | |||
Árið 1900 fékk Jón Ólafshúsa-jörðina til ábúðar. Hafði jörðin þá verið í eyði um nokkurt skeið, og voru þar öll hús fallin. Byggði hann þar allt að nýju og tók til af kappi miklu með ræktun jarðarinnar. Öll ræktun var þá unnin hér með handverkfærum og aðrar aðstæður eftir því. Þegar hann flutti á jörðina, fékk hann af túni hennar aðeins 26 hesta af töðu, en er hann hætti búskap, var heyfengurinn kominn upp í 150 hesta.<br> | |||
Jafnframt búskapnum stundaði Jón sjómennsku til ársins 1920. Formaður með vélbát var hann 14 vertíðir og hétu bátarnir, „Geysir“, „SkarphéðinnV, „Svanur“ og „Gústaf“. Eina vertíð var hann með sexæringinn „Skíða“. Jón var ágætur fiskimaður og kappsmikill, en athugull formaður. | |||
Árið 1908 giftist Jón síðari konu sinni, [[Jórunn Erlendsdóttir (Ólafshúsum)|Jórunni Erlendsdóttur]] frá Skíðbakka í Landeyjum, og lifir hún mann sinn. Hún var honum góð kona og samhent í öllu og annaðist hann af sérstakri alúð og nákvæmni í hans erfiðu veikindum. Þau eignuðust tvö börn, [[Erlendur Jónsson|Erlend]] og [[Elín Jónsdóttir (Ólafshúsum)|Elínu]]. | Árið 1908 giftist Jón síðari konu sinni, [[Jórunn Erlendsdóttir (Ólafshúsum)|Jórunni Erlendsdóttur]] frá Skíðbakka í Landeyjum, og lifir hún mann sinn. Hún var honum góð kona og samhent í öllu og annaðist hann af sérstakri alúð og nákvæmni í hans erfiðu veikindum. Þau eignuðust tvö börn, [[Erlendur Jónsson (Ólafshúsum)|Erlend]] og [[Elín Jónsdóttir (Ólafshúsum)|Elínu]]. | ||
Jón var ákveðinn og sjálfstæður maður, sem treysti á sitt | Jón var ákveðinn og sjálfstæður maður, sem treysti á sitt eigið framtak, en jafnframt var hann félagslyndur og lagði sinn skerf til félagssamtaka síns tíma. Hann var hreinskilinn og hispurslaus í tali, og lét í ljós skoðanir sínar einarðlega og ákveðið, hver sem í hlut átti. Allir, sem honum kynntust, báru til hans fullt traust. Hann var ráðhollur, greiðvikinn og góður nágranni.<br> | ||
Jón í Ólafshúsum var einn af þeim úr sjómannastétt Eyjanna, sem sóttu sjóinn á fyrstu vélbátunum og öfluðu þeirra verðmæta, sem með þurfti til að breyta þessu byggðarlagi úr fámennu og fátæku fiskiveri í einn stærsta kaupstað landsins. Einn af þeim mönnum, sem á árunum 1910-1920, byggðu hér bryggjur, hafnargarða, reistu fiskhús, íbúðarhús, rafveitu, barnaskóla og hófust handa um stórfellda ræktun Eyjanna. Einn úr hópi þeirra, sem lagði grundvöllinn að þeim lífsþægindum, sem við nú eigum við að búa. | |||
:::::::::::::::::''[[Eyjólfur Gíslason]]. | |||
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}} |
Núverandi breyting frá og með 30. desember 2017 kl. 15:44
Hann andaðist að heimili sínu 16. apríl 1952, eftir langvarandi og þunga vanheilsu.
Jón var fæddur að Hörgslandi á Síðu 10. ágúst 1864.
Foreldrar Jóns voru Jón Bergsson bóndi að Hólmum í Landeyjum og síðar Skálholti í Biskupstungum, og Þóra Stefánsdóttir frá Hörgslandskoti á Síðu.
Snemma hneigðist hugur Jóns að sjónum og byrjaði hann mjög ungur að róa út frá „Söndunum“. Og ekki varð þess langt að bíða, að hann yrði eftirsóttur í skiprúm, sem afbragðssjómaður, harðduglegur, kappsmikill og glaðlyndur.
Á sínum yngri árum réri hann nokkrar vertíðir með Sigurði Þorbjörnssyni Kirkjulandshjáleigu í Landeyjum. En atvik réði því, að Jón varð of seinn í „Sandinn“ til skips daginn, sem Sigurður fórst með allri sinni skipshöfn. Fram á síðustu æviár minntist Jón með trega þeirra góðu félaga og vina, sem hann missti þar.
Sigurður var talinn ágætur formaður og mikill fiskimaður.
Til Vestmannaeyja fluttist Jón árið 1893, og fór þá vinnumaður til Árna Einarssonar bónda á Vilborgarstöðum.
Árið 1895 keypti hann hálfa Uppsalina og byrjaði þar búskap, með fyrri konu sinni, Elínu Sigurðardóttur frá Vatnshól í Landeyjum. Þau eignuðust 4 börn, Sigurlínu, Jón Berg, Guðfinnu og Guðna. Elínu konu sína missti Jón 1906.
Árið 1900 fékk Jón Ólafshúsa-jörðina til ábúðar. Hafði jörðin þá verið í eyði um nokkurt skeið, og voru þar öll hús fallin. Byggði hann þar allt að nýju og tók til af kappi miklu með ræktun jarðarinnar. Öll ræktun var þá unnin hér með handverkfærum og aðrar aðstæður eftir því. Þegar hann flutti á jörðina, fékk hann af túni hennar aðeins 26 hesta af töðu, en er hann hætti búskap, var heyfengurinn kominn upp í 150 hesta.
Jafnframt búskapnum stundaði Jón sjómennsku til ársins 1920. Formaður með vélbát var hann 14 vertíðir og hétu bátarnir, „Geysir“, „SkarphéðinnV, „Svanur“ og „Gústaf“. Eina vertíð var hann með sexæringinn „Skíða“. Jón var ágætur fiskimaður og kappsmikill, en athugull formaður.
Árið 1908 giftist Jón síðari konu sinni, Jórunni Erlendsdóttur frá Skíðbakka í Landeyjum, og lifir hún mann sinn. Hún var honum góð kona og samhent í öllu og annaðist hann af sérstakri alúð og nákvæmni í hans erfiðu veikindum. Þau eignuðust tvö börn, Erlend og Elínu.
Jón var ákveðinn og sjálfstæður maður, sem treysti á sitt eigið framtak, en jafnframt var hann félagslyndur og lagði sinn skerf til félagssamtaka síns tíma. Hann var hreinskilinn og hispurslaus í tali, og lét í ljós skoðanir sínar einarðlega og ákveðið, hver sem í hlut átti. Allir, sem honum kynntust, báru til hans fullt traust. Hann var ráðhollur, greiðvikinn og góður nágranni.
Jón í Ólafshúsum var einn af þeim úr sjómannastétt Eyjanna, sem sóttu sjóinn á fyrstu vélbátunum og öfluðu þeirra verðmæta, sem með þurfti til að breyta þessu byggðarlagi úr fámennu og fátæku fiskiveri í einn stærsta kaupstað landsins. Einn af þeim mönnum, sem á árunum 1910-1920, byggðu hér bryggjur, hafnargarða, reistu fiskhús, íbúðarhús, rafveitu, barnaskóla og hófust handa um stórfellda ræktun Eyjanna. Einn úr hópi þeirra, sem lagði grundvöllinn að þeim lífsþægindum, sem við nú eigum við að búa.