„Guðmundur Guðmundsson eldri (Kirkjubæ)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 19: Lína 19:
*Manntöl.
*Manntöl.
*Prestþjónustubækur}}
*Prestþjónustubækur}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Bændur]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 18. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]]
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]]
[[Flokkur: Íbúar á Kirkjubæ]]
[[Flokkur: Íbúar á Kirkjubæ]]

Núverandi breyting frá og með 29. júní 2015 kl. 16:35

Guðmundur Guðmundsson eldri, bóndi á Kirkjubæ, fæddist 1753 og lést 28. september 1825.
Foreldrar hans voru sr. Guðmundur Högnason prestur á Kirkjubæ, f. 1713, d. 6. febrúar 1795, og kona hans Guðrún Hallsdóttir húsfreyja, f. 1725, d. 16. desember 1785.

Börn sr. Guðmundar og Guðrúnar í Eyjum voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1749, d. 12. febrúar 1817. Hún var ekkja, vinnukona á Kirkjubæ 1801, ekkja þar 1816. Maki hennar og börn eru ókunn.
2. Stefán Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1750, d. 13. febrúar 1793. Kona hans var Vilborg Erlendsdóttir húsfreyja.
3. Guðmundur Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ, f. 1753, d. 28. september 1825. Kona hans var Þuríður Einarsdóttir húsfreyja.
4. Anna Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1757, d. 17. apríl 1849, kona sr. Bjarnhéðins Guðmundssonar.
5. Rakel Guðmundsdóttir húsfreyja í Gvendarhúsi, f. 1758, d. 20. febrúar 1793, kona Bergsteins Guðmundssonar.
6. Árni Guðmundsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 1762, d. 21. apríl 1819. Fyrri kona hans var Guðríður Guðmundsdóttir húsfreyja. Síðari kona hans var Ástríður Þorláksdóttir húsfreyja.
7. Guðrún Guðmundsdóttir bústýra og vinnukona á Búastöðum, f. 1769, d. 8. janúar 1841 á Búastöðum.

Guðmundur var bóndi á Kirkjubæ 1801 og var þar með Þuríði konu sinni. Hjá þeim voru Sólrún Bjarnadóttir og Ólafur Sigvaldason vinnufólk.

Kona Guðmundar var Þuríður Einarsdóttir húsfreyja, f. 1745, d. 6. apríl 1801.
Barneignir þeirra eru ókunnar. (Ath. að fæðingaskrá í Eyjum er til frá árinu 1786, en dánarskrá með eyðum frá 1785)


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.