„Blik 1962/Hreppstjórahjónin Jón Jónsson og Jóhanna Gunnsteinsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 5: Lína 5:




=Hreppstjórahjónin Jón Jónsson og=
<big><big><big><big><big><center>Hreppstjórahjónin Jón Jónsson og</center>
=Jóhanna Gunnsteinsdóttir=
<center>Jóhanna Gunnsteinsdóttir</center></big></big></big></big>
<br>
<br>
<br>
<br>
Í maílok 1867 fékk [[Jón Jónsson á Vilborgarstöðum|Jón Jónsson]], hafnsögumaður í Vestmannaeyjum, byggingu fyrir hinni svokölluðu Norðurjörð á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]]. Í daglegu tali var hann kallaður Jón ,,lóðs“ að hætti danskra Eyjabúa. Jón var giftur [[Veigalín Eiríksdóttir|Veigalín Eiríksdóttur]] [[Eiríkur Hansson á Gjábakka|bónda Hanssonar]] á [[Gjábakki|Gjábakka]]. <br>
Í maílok 1867 fékk [[Jón Jónsson lóðs á Vilborgarstöðum|Jón Jónsson]], hafnsögumaður í Vestmannaeyjum, byggingu fyrir hinni svokölluðu Norðurjörð á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]]. Í daglegu tali var hann kallaður Jón ,,lóðs“ að hætti danskra Eyjabúa. Jón var giftur [[Veigalín Eiríksdóttir|Veigalín Eiríksdóttur]] [[Eiríkur Hansson á Gjábakka|bónda Hanssonar]] á [[Gjábakki|Gjábakka]]. <br>
Þessi hjón, Jón og Veigalín, bjuggu á Vilborgarstöðum tæp tvö ár, því að 26. febr. 1869 drukknaði Jón lóðs í útilegunni miklu. Hann var formaður á sexæringnum [[Blíð, áraskip|Blíð]], sem fórst þá á [[Bjarnareyjarbreki|Bjarnareyjarbreka]]. <br>
Þessi hjón, Jón og Veigalín, bjuggu á Vilborgarstöðum tæp tvö ár, því að 26. febr. 1869 drukknaði Jón lóðs í útilegunni miklu. Hann var formaður á sexæringnum [[Blíð, áraskip|Blíð]], sem fórst þá á [[Bjarnareyjarbreki|Bjarnareyjarbreka]]. <br>
Veturinn 1869 var vinnumaður í Vatnsgarðshólum í Mýrdal [[Jón Jónsson (hreppstjóri)|Jón Jónsson]] „yngismaður“ frá Hvoli í Mýrdal. Hann átti heitmey um þessar mundir, yngismaðurinn, og hét hún [[Jóhanna Gunnsteinsdóttir]]. Foreldrar hennar voru Gunnsteinn bóndi Runólfsson, Neðra-Dal í Mýrdal, og k.h. Ragnhildur Jónsdóttir. <br>
Veturinn 1869 var vinnumaður í Vatnsgarðshólum í Mýrdal [[Jón Jónsson (hreppstjóri)|Jón Jónsson]] „yngismaður“ frá Hvoli í Mýrdal. Hann átti heitmey um þessar mundir, yngismaðurinn, og hét hún [[Jóhanna Gunnsteinsdóttir]]. Foreldrar hennar voru Gunnsteinn bóndi Runólfsson, Neðra-Dal í Mýrdal, og k.h. Ragnhildur Jónsdóttir. <br>
Einhvernveginn fengu þessi hjónaefni Aagaard sýslumann til þess að leigja sér Norðurjörðina, ef Veigalín hætti þar búskap. <br>
Einhvernveginn fengu þessi hjónaefni [[Michael Marius Ludvig Aagaard|Aagaard sýslumann]] til þess að leigja sér Norðurjörðina, ef Veigalín hætti þar búskap. <br>


[[Mynd: 1962 b 237.jpg|ctr|400px]]
[[Mynd: 1962 b 237 A.jpg|ctr|400px]]


''Hreppstjórahjónin, Jón  Jónsson og Jóhanna Gunnsteinsdóttir.<br>
''Hreppstjórahjónin, Jón  Jónsson og Jóhanna Gunnsteinsdóttir.<br>
Lína 53: Lína 53:




==Brydestofan, Lystigarðurinn og Lýsishúsið==
<big><big><big><center>Brydestofan, Lystigarðurinn og Lýsishúsið </center></big></big></big></big>


[[Mynd: 1962, bls. 240.jpg|left|thumb|350px]]
[[Mynd: 1962, bls. 240.jpg|left|thumb|350px]]
Lína 59: Lína 59:




''Einn er sá maður enn búsettur í Eyjum, sem ólst upp undir handarjaðri danska selstöðukaupmannsins í Garðinum. Það er [[Axel Bjarnasen]], innheimtumaður hjá bæjarsjóði. Hann er sonur [[Anton Bjarnasen (Garðinum)|Antons Bjarnasen]], verzlunarstj. hinnar dönsku verzlunar í Garðinum (Danska Garði). Við höfum beðið Axel að segja nokkur orð um þessa mynd og skýra hana. Honum segist svo: <br>






''Einn er sá maður enn búsettur í Eyjum, sem ólst upp undir handarjaðri danska selstöðukaupmannsins í Garðinum. Það er [[Axel Bjarnasen]], innheimtumaður hjá bæjarsjóði. Hann er sonur [[Anton Bjarnasen|Antons Bjarnasen]], verzlunarstj. hinnar dönsku verzlunar í Garðinum (Danska Garði). Við höfum beðið Axel að segja nokkur orð um þessa mynd og skýra hana. Honum segist svo: <br>
 
''„Þessi mynd er tekin í „Brydegarðinum“, austast út við grjótgarðinn, sem hafði verið byggður þar til skjóls. Á myndinni eru Anton Bjarnasen og [[Óskar Bjarnasen]], sonur hans, sem er með kött í fanginu. — Það var gott skjól í Brydegarðinum, svo að gróðurinn þar þreifst vel. <br>
 
 
 
 
<big>''„Þessi mynd er tekin í „Brydegarðinum“, austast út við grjótgarðinn, sem hafði verið byggður þar til skjóls. Á myndinni eru [[Anton Bjarnasen (Garðinum)|Anton Bjarnasen]] og [[Óskar Bjarnasen]], sonur hans, sem er með kött í fanginu. — Það var gott skjól í Brydegarðinum, svo að gróðurinn þar þreifst vel. <br>
''Litla húsið var yfirleitt kallað „Lystihús“, úr dönskunni „Lysthus“, og var oft á sumrin drukkið kaffi þar til tilbreytingar. [[Herluf Bryde]] dvaldist samt aldrei lengi í Eyjum í einu, aðeins nokkra daga, en annar Dani, [[N.B. Nielsen]] að nafni, var oft nokkuð lengi í einu í Vestmannaeyjum, en hann átti heima í Kaupmannahöfn og Reykjavík til skiptis. Nielsen var vel liðinn af þeim, sem þekktu hann og talaði vel um Ísland og Íslendinga. Líklega hefur hann skilið betur en H. Bryde Íslendinga, sem voru að brjóta af sér þau bönd, sem einokunarverzlunin hafði lagt á þá.“
''Litla húsið var yfirleitt kallað „Lystihús“, úr dönskunni „Lysthus“, og var oft á sumrin drukkið kaffi þar til tilbreytingar. [[Herluf Bryde]] dvaldist samt aldrei lengi í Eyjum í einu, aðeins nokkra daga, en annar Dani, [[N.B. Nielsen]] að nafni, var oft nokkuð lengi í einu í Vestmannaeyjum, en hann átti heima í Kaupmannahöfn og Reykjavík til skiptis. Nielsen var vel liðinn af þeim, sem þekktu hann og talaði vel um Ísland og Íslendinga. Líklega hefur hann skilið betur en H. Bryde Íslendinga, sem voru að brjóta af sér þau bönd, sem einokunarverzlunin hafði lagt á þá.“


Lína 72: Lína 77:
''Húsið til vinstri er hin svo kallaða „Brydestofa“, sem var eitt af húsum Garðsverzlunarinnar í Eyjum. Í þessu húsi bjó sjálfur selstöðukaupmaðurinn danski, J.P.T. Bryde, etatsráð, er hann dvaldist í Eyjum til eftirlits og ráðagerða, sem venjulega var hlýjasta tíma sumarsins.  <br>
''Húsið til vinstri er hin svo kallaða „Brydestofa“, sem var eitt af húsum Garðsverzlunarinnar í Eyjum. Í þessu húsi bjó sjálfur selstöðukaupmaðurinn danski, J.P.T. Bryde, etatsráð, er hann dvaldist í Eyjum til eftirlits og ráðagerða, sem venjulega var hlýjasta tíma sumarsins.  <br>
''Svokallað „lýsishús“ sést til hœgri á myndinni. Síðar var það kallað „Kornhús“ og ber enn það nafn. Það stendur sem sé enn og var þó byggt 1833, elzta hús í Eyjum. <br>
''Svokallað „lýsishús“ sést til hœgri á myndinni. Síðar var það kallað „Kornhús“ og ber enn það nafn. Það stendur sem sé enn og var þó byggt 1833, elzta hús í Eyjum. <br>
''Myndin er tekin af suðurhlið húsanna, en þar áttu Brydarnir dálítinn lystigarð. Hár veggur var þar hlaðinn úr hraungrýti til skjóls við austurjaðar lystigarðsins. Eilítið „lystihús“ stóð þar við vegginn eða í honum. <br>
''Myndin er tekin af suðurhlið húsanna, en þar áttu Brydarnir dálítinn lystigarð. Hár veggur var þar hlaðinn úr hraungrýti til skjóls við austurjaðar lystigarðsins. Eilítið „lystihús“ stóð þar við vegginn eða í honum. <br>
''Undir suðurvegg Brydestofunnar sjást vermireitir, þar sem sáð var til sumarblóma snemma vors. <br>
''Undir suðurvegg Brydestofunnar sjást vermireitir, þar sem sáð var til sumarblóma snemma vors. <br>

Núverandi breyting frá og með 29. júlí 2014 kl. 10:43

Efnisyfirlit 1962



Hreppstjórahjónin Jón Jónsson og
Jóhanna Gunnsteinsdóttir



Í maílok 1867 fékk Jón Jónsson, hafnsögumaður í Vestmannaeyjum, byggingu fyrir hinni svokölluðu Norðurjörð á Vilborgarstöðum. Í daglegu tali var hann kallaður Jón ,,lóðs“ að hætti danskra Eyjabúa. Jón var giftur Veigalín Eiríksdóttur bónda Hanssonar á Gjábakka.
Þessi hjón, Jón og Veigalín, bjuggu á Vilborgarstöðum tæp tvö ár, því að 26. febr. 1869 drukknaði Jón lóðs í útilegunni miklu. Hann var formaður á sexæringnum Blíð, sem fórst þá á Bjarnareyjarbreka.
Veturinn 1869 var vinnumaður í Vatnsgarðshólum í Mýrdal Jón Jónsson „yngismaður“ frá Hvoli í Mýrdal. Hann átti heitmey um þessar mundir, yngismaðurinn, og hét hún Jóhanna Gunnsteinsdóttir. Foreldrar hennar voru Gunnsteinn bóndi Runólfsson, Neðra-Dal í Mýrdal, og k.h. Ragnhildur Jónsdóttir.
Einhvernveginn fengu þessi hjónaefni Aagaard sýslumann til þess að leigja sér Norðurjörðina, ef Veigalín hætti þar búskap.

ctr

Hreppstjórahjónin, Jón Jónsson og Jóhanna Gunnsteinsdóttir.
Á milli þeirra er Dómhildur, einkadóttirin.

Vorið 1869 fluttu þau til Vestmannaeyja, Jón og Jóhanna, og settust að á Vilborgarstöðum, Norðurjörðinni, sem Veigalín ekkja hafði sagt lausri. Þá var heitmey Jóns „yngismanns“, eins og séra Brynjólfur orðar það, þunguð af hans völdum og titluð „bústýra“ mannsefnis síns og barnsföður.
Með þeim kom til Eyja sonur Jóhönnu, Gunnsteinn, á 7. ári, Jónsson, sonur unnusta hennar, sem fórst af slysförum.
13. júlí sumarið 1869 (samkv. kirkjubók, en réttara mun vera 15. júlí), fæddi Jóhanna „yngismanninum“ son, vel gerðan og efnilegan. Um haustið 29. okt. gaf séra Brynjólfur hjónaefnin saman í Landakirkju. Jóhanna var þá 28 ára, f. 23. marz 1841, og hann ári yngri.
Brátt færðist búskapur þeirra Jóns og Jóhönnu á Vilborgarstöðum í aukana, því að bæði voru þau hyggin og eljusöm. Hún var mikil myndarhúsmóðir, stjórnsöm og atorkusöm, og hann þótti framar flestum öðrum um mennilega framkomu í sjón og raun.

Jón Jónsson frá Brautarholti, fyrrverandi sjúkrahússráðsmaður. Myndin er tekin af honum níræðum.

Sonur þeirra hjóna var skírður nokkrum dögum eftir fæðingu og hlaut nafn afa síns, Jóns bónda Jónssonar í Reynisdal í Mýrdal. Kona hans var Ólöf Gísladóttir. Þessi Jón, sem fæddist á Vilborgarstöðum 1869, er nú elzti þegn Vestmannaeyjakaupstaðar, sem fæddur er í Eyjum, Jón Jónsson frá Brautarholti, fyrrverandi sjúkrahússráðsmaður í Eyjum.
Þorsteinn Jónsson, hreppstjóri og alþingismaður í Nýjabæ í Eyjum, lézt 28. ágúst 1876.
Þegar skipa skyldi hreppstjóra í hans stað, komu þrír menn í Eyjum til álita og voru tilnefndir. Það voru þeir Jón Einarsson, húsmaður á Vilborgarstöðum, faðir Þorsteins í Laufási, síðar bóndi (1892) á einni Vilborgarstaðajörðinni, Vigfús Pálsson Scheving, bóndi á Vilborgarstöðum og Jón bóndi Jónsson á Vilborgarstöðum, maður Jóhönnu Gunnsteinsdóttur. Hann var sá, sem hlaut tignina og var skipaður hreppstjóri eftir Þorstein Jónsson í Nýjabæ.

Jóhanna Gunnsteinsdóttir.
Í fangi hennar situr Halldór Magnússon frá Grundarbrekku (Skólavegur 11) í Eyjum, góðkunnur borgari þar. — Foreldrar Halldórs og þeirra systkina, Magnús Eyjólfsson frá Tobbakoti í Þykkvabœ og k.h. Þorbjörg Jónsdóttir frá Norðurgarði í Mýrdal, voru vinnuhjú í Dölum, er þau kynntust og unnu hjúskaparheit hvert við annað.
Milli þessara fjölskyldna í Eyjum helzt síðan órofatryggð og vinátta.

Árið 1877, 2. okt., varð þeim hjónum, Jóni og Jóhönnu, annars barns auðið. Það var meybarn og skírt Dómhildur. Hér er byggt á kirkjubókum um fæðingarár hennar.
Um 1880 stóð búskapur þeirra hjóna með miklum blóma á Vilborgarstöðum. Undir honum stóðu traustar stoðir til lands og sjávar. Það ár höfðu þau hjón tvo vinnumenn og eina vinnukonu. Auk þess unnu þeim öldruð hjón, sem voru hjá þeim í einskonar vinnumennsku. Það ár tók þeim hjónum, Jóni og Jóhönnu, að þykja heldur þröngt um sig og búskap sinn í margbýlinu á Vilborgarstöðum og æsktu annarrar jarðar í Eyjum.
Árið 1880 var önnur Dalajörðin laus til ábúðar. Þau fengu byggingu fyrir henni frá fardögum 1881 og fluttust þá þangað.
Jón hreppstjóri átti hlut í áttæringnum Eolusi og var formaður með hann eina vertíð. Honum fannst hann ekki fiska nægilega vel og hætti þess vegna formennsku eftir þá einu vertíð. Gerðist hann þá háseti hjá Hannesi Jónssyni á Gideon. Með honum réri hann síðan í 30 vertíðir. Einnig réri Jón Jónsson yngri þar 13 vertíðir.
Eftir að þau hjón fluttu að Dölum, létu þau Ólaf smið Magnússon í London byggja sér fjögurra manna far. Sá bátur hlaut nafnið Dalbjörg.
Dalbjörgu gerði Jón hreppstjóri út úr Klauf suður, stundum fyrir vertíð eftir áramót, áður en Hannes dró út á Gideon, og svo á vorin og sumrin. Dalbjörg var mikil happafleyta, svo að Jón hreppstjóri efnaðist vel á þeirri útgerð. Dalbjörgu tók út úr Klaufinni í foráttubrimi og brotnaði í spón.
Árið 1877, 2. júní, kusu Eyjabúar Jón bónda Jónsson í hreppsnefnd. Í henni sat hann þrjú kjörtímabil eða 18 ár (1877—1895). Einnig var hann kosinn varamaður í sýslunefnd 1898. Þá var Jón einnig meðhjálpari í Landakirkju í 18 ár.
Í Dölum bjuggu þau hjón samfleytt í 23 ár eða til ársins 1904. Það ár brugðu þau búi í Dölum og fluttu í bæinn. Þau tóku sér þá leigt í húsinu Fagradal við Bárug., en það var þá nýbyggt. Við Dalajörðinni, sem þau fluttu frá, tóku hjónin Jón Gunnsteinsson, bróðir Jóhönnu, og Þorgerður Hjálmarsdóttir: Börn þeirra: „Dalabræðurnir“ Sveinbjörn, Matthías, Vilhjálmur og Hjálmar og systir þeirra Þorgerður. Bræður þessir eru kunnir þegnar Eyjanna.
Dómhildur Jónsdóttir fluttist til Ameríku fyrir aldamót og giftist þar. Hún mun hafa látizt árið 1956 eða 1957. Um hana kvað Guðrún Pálsdóttir prests Jónssonar á Kirkjubæ, „Gunna Pála“, þessa ferskeytlu:

Dómhildur er drósin fín;
drengir vilja hana sjá.
Blómarósin blíðust mín
bið ég drottinn leiði þá.

Hjónin Jón hreppstjóri og Jóhanna Gunnsteinsdóttir fluttu frá Fagradal að Bólstað (Heimagötu 18) árið 1908. Það hús var þá nýbyggt, og voru þar þá að hefja búskap og hjúskap Margrét Sigurðardóttir og Ólafur Auðunsson, hin þekktu og mætustu hjón í Eyjum, síðar búandi um margra ára skeið í Þinghól við Kirkjuveg, þar sem Margrét býr enn, ekkja tæpra 82 ára.
Árið 1908 byggði Jón yngri, sonur hreppstjórahjónanna, íbúðarhús sitt Brautarholt (Landagata 3). Hann lauk því um haustið. Fluttu þá gömlu hreppstjórahjónin í það hús til sonar síns og tengdadóttur, Guðríðar Bjarnadóttur frá Svaðkoti.
Jón hreppstjóri lézt 17. apríl 1916 í „Gamla spítalanum“, (Kirkjuvegur 20) en Jóhanna kona hans lézt 1. ágúst 1923 í Brautarholti.



Brydestofan, Lystigarðurinn og Lýsishúsið


Einn er sá maður enn búsettur í Eyjum, sem ólst upp undir handarjaðri danska selstöðukaupmannsins í Garðinum. Það er Axel Bjarnasen, innheimtumaður hjá bæjarsjóði. Hann er sonur Antons Bjarnasen, verzlunarstj. hinnar dönsku verzlunar í Garðinum (Danska Garði). Við höfum beðið Axel að segja nokkur orð um þessa mynd og skýra hana. Honum segist svo:





„Þessi mynd er tekin í „Brydegarðinum“, austast út við grjótgarðinn, sem hafði verið byggður þar til skjóls. Á myndinni eru Anton Bjarnasen og Óskar Bjarnasen, sonur hans, sem er með kött í fanginu. — Það var gott skjól í Brydegarðinum, svo að gróðurinn þar þreifst vel.
Litla húsið var yfirleitt kallað „Lystihús“, úr dönskunni „Lysthus“, og var oft á sumrin drukkið kaffi þar til tilbreytingar. Herluf Bryde dvaldist samt aldrei lengi í Eyjum í einu, aðeins nokkra daga, en annar Dani, N.B. Nielsen að nafni, var oft nokkuð lengi í einu í Vestmannaeyjum, en hann átti heima í Kaupmannahöfn og Reykjavík til skiptis. Nielsen var vel liðinn af þeim, sem þekktu hann og talaði vel um Ísland og Íslendinga. Líklega hefur hann skilið betur en H. Bryde Íslendinga, sem voru að brjóta af sér þau bönd, sem einokunarverzlunin hafði lagt á þá.“


Húsið til vinstri er hin svo kallaða „Brydestofa“, sem var eitt af húsum Garðsverzlunarinnar í Eyjum. Í þessu húsi bjó sjálfur selstöðukaupmaðurinn danski, J.P.T. Bryde, etatsráð, er hann dvaldist í Eyjum til eftirlits og ráðagerða, sem venjulega var hlýjasta tíma sumarsins.
Svokallað „lýsishús“ sést til hœgri á myndinni. Síðar var það kallað „Kornhús“ og ber enn það nafn. Það stendur sem sé enn og var þó byggt 1833, elzta hús í Eyjum.




Myndin er tekin af suðurhlið húsanna, en þar áttu Brydarnir dálítinn lystigarð. Hár veggur var þar hlaðinn úr hraungrýti til skjóls við austurjaðar lystigarðsins. Eilítið „lystihús“ stóð þar við vegginn eða í honum.
Undir suðurvegg Brydestofunnar sjást vermireitir, þar sem sáð var til sumarblóma snemma vors.


Elztu menn í Eyjum minnast þess, að lúðrasveit af varðskipinu danska, Heimdalli, steig eitt sinn á land í Eyjum, — það var fyrir aldamót, — og lék nokkur lög fyrir Eyjabúa í lystigarði Brydanna.
Á meðan gaf Bryde sjálfur, sem staddur var í Eyjum, öllu starfsfólki sínu lausn frá vinnu, svo að það gœti hlustað á lúðrasveit Dananna.

Fólkið, sem situr við borðið í lystigarðinum, er Herluf Bryde, síðasti Brydinn í Eyjum, og Jóhann faktor Bjarnasen, verzlunarstjóri Garðsverzlunar, og konur þeirra.