11.675
breytingar
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(6 millibreytingar ekki sýndar frá 4 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Brandur''' er lítil eyja (0.1 km²) sem liggur rétt sunnan við [[Álsey]]. Hún er gíglaga nema suðurhlið gígsins hefur orðið sterkri suðuröldunni að bráð og rofnað burt. Ytri hluti gígsins norðan og austan megin er | [[Mynd:Fa-blom (37).jpg|thumb|200px|left|Brandur til vinstri og Álsey]] | ||
[[Lundi|Lundaveiði]] og [[eggjataka]] er | {{Eyjur}} | ||
'''Brandur''' er lítil eyja (0.1 km²) sem liggur rétt sunnan við [[Álsey]]. Hún er gíglaga nema suðurhlið gígsins hefur orðið sterkri suðuröldunni að bráð og rofnað burt. Ytri hluti gígsins norðan og austan megin er gyrtur hömrum á meðan innri hliðin sunnan megin er meira aflíðandi. Greinilega má sjá 5 m háan gígtappa við rætur suðurbrekkunnar. Veiðikofinn í Brandinum er staðsettur ofarlega á eyjunni en graslendi þekur hana alla. | |||
[[Lundi|Lundaveiði]] og [[eggjataka]] er hvort tveggja stundað í Brandi og [[sauðfé]] haft á beit. | |||
==Úr örnefnaskrá [[Gísli Lárusson|Gísla Lárussonar]]== | |||
VII. '''Brandur''' liggur ca ²/5 úr mílu vestur frá [[Suðurey]] (frá austri til vesturs) í hálfhring og er hryggur uppi á honum þannig lagaður, að halli er beggja megin til suðurs og norðurs; að austanverðu (norðaustan) er hryggurinn hæstur og nefndur '''Hábrandur''' – austan í Hábrandi eru há sig og [[súla|súlnatekja]] töluverð. Fyrir norðan hrygginn, austast, er bergflái allmikill og er þar súlnatekja nefnd '''Norðurbreiðan''' . Þar niður af er flá í sjó niður og svartfuglabæli, '''Þjófaflá''' . Fyrir sunnan hrygginn er annar flái, þar sem einnig var súlnavarp en nú er þrotið, nefnt '''Landsuðursbreiða''' . Austan til fyrir miðju er hamar, mjög brunninn, '''Rauðhamar''' . Sunnan megin við hrygginn og niður á þennan hamar er grasi vaxið og vetrarbeit fyrir 30 lömb. | |||
Fyrir sunnan Brandinn að vestan er allhár drangur, '''Háidrangur''' eða '''Mávadrangur''' að nafni. Milli Háadrangs og Brandsins að sunnan er mjótt sund, sem róa má inn að uppgöngunni, nefnt '''Vestursund''' . Annar drangur lágur en landfastur er einnig sunnan megin, en gegnt Háadrangi; er hann nefndur '''Gyrðisdrangur''' (af því hann girðir fyrir?) og má einnig róa milli hans og Háadrangs og er þar nefnt '''Austursund''' . Bæði Brandurinn og drangarnir Háidrangur og Gyrðisdrangur eru úr móbergi, en í miðju lóni hér um bil er 3ji drangur, lágur en mikill um sig og nefndur '''Hafnardrangur''' og er hann úr blágrýti og er þó kolbrunnið hraun allur að ofan. | |||
== Myndir == | |||
<Gallery> | |||
Mynd:Hliri ve b.jpg | |||
</gallery> | |||
{{Heimildir| | |||
* [[Gísli Lárusson]]. ''Örnefni á Vestmannaeyjum''. [http://www.ornefni.is Örnefnastofnun Íslands], 1914. | |||
}} | |||
[[Flokkur:Eyjur]] | [[Flokkur:Eyjur]] |
breytingar