„Blik 1962/Vestmannaeyjabyggð 1891“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1962 ='''Vestmannaeyjabyggð 1891'''= <br> <br> ctr|500px 1. Lengst til vinstri niður við höfnina eru verzlunarhús Bryd...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 5: Lína 5:




='''Vestmannaeyjabyggð 1891'''=
<big><big><big>  <center>Vestmannaeyjabyggð 1891</center> </big></big>
<br>
<br>
<br>
<br>
[[Mynd: 1962, bls. 117.jpg|ctr|500px]]
<center>[[Mynd: Saga Vestm. I., b 56A.jpg|600px]]</center>
 


1. Lengst til vinstri niður við höfnina eru verzlunarhús Brydeverzlunar. ([[Austurbúðin|Austurbúðarinnar]]). Sjálft verzlunarhúsið snýr stafni að höfninni, byggt 1880 úr höggnu móbergi. <br>
1. Lengst til vinstri niður við höfnina eru verzlunarhús Brydeverzlunar. ([[Austurbúðin|Austurbúðarinnar]]). Sjálft verzlunarhúsið snýr stafni að höfninni, byggt 1880 úr höggnu móbergi. <br>

Núverandi breyting frá og með 19. júlí 2011 kl. 20:26

Efnisyfirlit 1962



Vestmannaeyjabyggð 1891




1. Lengst til vinstri niður við höfnina eru verzlunarhús Brydeverzlunar. (Austurbúðarinnar). Sjálft verzlunarhúsið snýr stafni að höfninni, byggt 1880 úr höggnu móbergi.
2. Í hásuður frá verzlunarhúsinu sjást tvö lítil gerði girt torfgörðum. Hið syðra þeirra er Fornu-Lönd. Þar um bil stóð Landakirkja sú, sem Tyrkir brenndu 1627.
3. Vestan við verzlunarhúsið sést Austurbúðarbryggjan.
4. Spölkorn vestan við bryggjuna gengur Nausthamar svartur og grettur fram í höfnina.
5. Vikið hægra megin við Nausthamarinn er Lækurinn, athafnasvæði sjómanna í Eyjum um 10 alda skeið. Suður af Læknum, milli hans og Strandvegarins, voru Hrófin, uppsátur fyrir opin skip á vertíðum og síðar skjögtbáta, eftir að vélbátarnir komu til sögunnar.
6. Hægra megin við Lækinn (vestan við hann) sést Stokkhella, sem er undirstaða Bæjarbryggjunnar.
7. Spölkorn vestan við Stokkhellu sést Nýjabæjarhella, þar sem Ísfélag Vestmannaeyja byggði frystihús sitt 1908.
8. Vikið hægra megin á myndinni er „Anesarvikið“, eins og það hét í daglegu tali, kallað eftir Anders skipstjóra Asmundsen, afa séra Jes A. Gíslasonar og þeirra systkina. Anders skipstjóri er sagður hafa bjargað barni frá drukknun í viki þessu, sem skarst suður undir Litlabæ.
9. Burstirnar 7 suður af „Anesarviki“ eru á Litlabæ og Fögruvöllum, hinum kunnu tómthúsum.
10. Lengst til hægri sjást verzlunarhús Júlíushaabverzlunarinnar (Tangaverzlunarinnar), þar sem Gísli Engilbertsson var verzlunarstjóri um tugi ára.
11. Langa húsið suður af Nausthamri (tveir litlir kvistir á þekju) er eitt af verzlunarhúsum Miðbúðarinnar, en þar setti G.J.J. á stofn atvinnurekstur sinn árið 1903.
12. Beint í suður af austurstafni Miðbúðarhússins sést Þinghúsið með skúrbyggingu við austurhlið. Það var fangelsi Eyjamanna.
13. Nokkrum metrum suður af Þinghúsinu sést „Gamli skólinn“, fyrsta barnaskólahúsið, sem Eyjamenn byggðu (1883). Sjá greinina um barnafræðsluna hér í ritinu.
14. Hægra megin við miðja mynd sést bær með 4 burstum. Það er bærinn Stakkagerði eystra. Hann var rifinn 1899. (Sjá greinina Stakkagerðisvöllurinn í Bliki 1957) Torfgarðurinn umhverfis túnið sést glögglega.
15. Við austurjaðar túnsins sést einstætt hús úr timbri. Það er goodtemplarahúsið á Mylnuhól, byggt 1890-1891.
16. Til hægri á myndinni sést annar túngarður. Sá liggur að Nýjatúni að sunnan og vestan. Það lét Landssjóður rækta í atvinnubótavinnu 1871, er vertíðir brugðust gjörsamlega í Eyjum og sultur var fyrir dyrum mjög margra Eyjabúa. Mundi það ekki fyrsta atvinnubótavinna á landinu?
17. Suður af túngarði þessum vestanverðum stendur tómthúsið Uppsalir. Það vildi Bryde kaupmaður selja sýslunni til skólahalds 1881.
18. Suður af Uppsölum sést Landakirkja, byggð 1774-78.
19. Austur af kirkjunni sést kirkjugarðurinn.
20. Austur af kirkjugarðinum sjást Gerðisbæirnir.