„Björg Ágústsdóttir (húsfreyja)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:KG-mannamyndir 16845.jpg|200px|thumb|''Björg og Sigurgeir.'']] | |||
'''Björg Ágústa Ágústsdóttir''' húsfreyja fæddist í Vestmannaeyjum 18. ágúst 1923 og lést 30. september 2005 í Eyjum.<br> | '''Björg Ágústa Ágústsdóttir''' húsfreyja fæddist í Vestmannaeyjum 18. ágúst 1923 og lést 30. september 2005 í Eyjum.<br> | ||
Faðir hennar var [[Ágúst Sigfússon (Landagötu)|Ágúst Sigfússon]] bóndi, útgerðarmaður og síðar verslunarmaður, fæddur 13. september 1896 í Stóru-Breiðuvík við Reyðarfjörð en hann lést þann 11. desember 1983. Móðir Bjargar var [[Elín Halldórsdóttir (Landagötu)|Elín Halldórsdóttir]] húsfreyja en hún var fædd 9. ágúst 1898 að Búðarhóli í Landeyjum en hún lést 30. október 1969.<br> | Faðir hennar var [[Ágúst Sigfússon (Landagötu)|Ágúst Sigfússon]] bóndi, útgerðarmaður og síðar verslunarmaður, fæddur 13. september 1896 í Stóru-Breiðuvík við Reyðarfjörð en hann lést þann 11. desember 1983. Móðir Bjargar var [[Elín Halldórsdóttir (Landagötu)|Elín Halldórsdóttir]] húsfreyja en hún var fædd 9. ágúst 1898 að Búðarhóli í Landeyjum en hún lést 30. október 1969.<br> | ||
Ágúst og Elín eignuðust einnig tvo syni: <br> | Ágúst og Elín eignuðust einnig tvo syni: <br> | ||
1. [[Halldór Ágústsson ( | 1. [[Halldór Ágústsson (skipasmiður)|Halldór]] var fæddur 26. október 1926 en hann lést 9. janúar 1957 og <br> | ||
2. [[Jóhann | 2. [[Jóhann N. Ágústsson| Jóhann]], fæddur 18. september 1932. <br> | ||
Fyrstu árin bjó Björg ásamt foreldrum sínum í Vestmannaeyjum en fluttist með þeim að Stóru Breiðuvík í Helgustaðarhreppi árið 1928 þar sem Ágúst gerðist bóndi og útgerðarmaður í Stóru-Breiðavík og Vöðlavík. Ágúst veiktist af berklum 1939 og var um skeið á hælinu í Kópavogi og svo að Kristnesi í Eyjafirði. Björg fór þá til Vestmannaeyja og bjó við mikið ástríki hjá [[Nikólína Halldórsdóttir|Nikólínu Halldórsdóttur]], móðursystur sinni, og [[Jóhann V. Scheving (Vilborgarstöðum)|Jóhanni V. Scheving]], manni hennar á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] og var hjá þeim þegar hún fermdist í Vestmannaeyjum. Ágúst og Elín fluttist að nýju til Eyja árið 1940 og bjuggu þau þar síðan. <br> | Fyrstu árin bjó Björg ásamt foreldrum sínum í Vestmannaeyjum en fluttist með þeim að Stóru Breiðuvík í Helgustaðarhreppi árið 1928 þar sem Ágúst gerðist bóndi og útgerðarmaður í Stóru-Breiðavík og Vöðlavík. Ágúst veiktist af berklum 1939 og var um skeið á hælinu í Kópavogi og svo að Kristnesi í Eyjafirði. Björg fór þá til Vestmannaeyja og bjó við mikið ástríki hjá [[Nikólína Halldórsdóttir|Nikólínu Halldórsdóttur]], móðursystur sinni, og [[Jóhann V. Scheving (Vilborgarstöðum)|Jóhanni V. Scheving]], manni hennar á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] og var hjá þeim þegar hún fermdist í Vestmannaeyjum. Ágúst og Elín fluttist að nýju til Eyja árið 1940 og bjuggu þau þar síðan. <br> | ||
Björg vann ýmis störf í Vestmannaeyjum eftir að hún lauk almennri skólagöngu og var einn vetur á saumaverkstæði í Reykjavík þar sem hún lærði kjólasaum. Björg kynntist manni sínum, [[Sigurgeir Kristjánsson|Sigurgeiri Kristjánssyni]], þegar hún réð sig sem kaupakonu að Laugardælum í Hraungerðishreppi.<br> | Björg vann ýmis störf í Vestmannaeyjum eftir að hún lauk almennri skólagöngu og var einn vetur á saumaverkstæði í Reykjavík þar sem hún lærði kjólasaum. Björg kynntist manni sínum, [[Sigurgeir Kristjánsson|Sigurgeiri Kristjánssyni]], þegar hún réð sig sem kaupakonu að Laugardælum í Hraungerðishreppi.<br> | ||
Lína 17: | Lína 18: | ||
a) [[Sigurgeir Kristjánsson (yngri)|Sigurgeir]] er fæddur 2. júní 1974 en kona hans er [[Rakel Ýr Pétursdóttir]] og eiga þau tvö börn, Katrínu Theodóru og Kristján. <br> | a) [[Sigurgeir Kristjánsson (yngri)|Sigurgeir]] er fæddur 2. júní 1974 en kona hans er [[Rakel Ýr Pétursdóttir]] og eiga þau tvö börn, Katrínu Theodóru og Kristján. <br> | ||
b) [[Guðmundur Kristjánsson Sigurgeirssonar|Guðmundur]] er fæddur 10. febrúar 1980, kvæntur [[Brynja Sigurðardóttir (húsfreyja)|Brynju Sigurðardóttur]] og eiga þau tvo syni, Jakob og Tómas. <br> | b) [[Guðmundur Kristjánsson Sigurgeirssonar|Guðmundur]] er fæddur 10. febrúar 1980, kvæntur [[Brynja Sigurðardóttir (húsfreyja)|Brynju Sigurðardóttur]] og eiga þau tvo syni, Jakob og Tómas. <br> | ||
III. [[Yngvi | III. [[Yngvi Sigurgeirsson|Yngvi Sigurður]] skipstjóri er fæddur í Vestmannaeyjum þann 6. desember 1955. Kona hans er [[Oddný Garðarsdóttir (meðhjálpari)|Oddný Garðarsdóttir]] meðhjálpari við [[Landakirkja|Landakirkju]], fædd 14. febrúar 1956. Börn þeirra eru:<br> | ||
a) [[Garðar Yngvason|Garðar]], fæddur 28. mars 1975 en kona hans er [[Rannveig Sigurðardóttir (húsfreyja)|Rannveig Sigurðardóttir]]. <br> | a) [[Garðar Yngvason|Garðar]], fæddur 28. mars 1975 en kona hans er [[Rannveig Sigurðardóttir (húsfreyja)|Rannveig Sigurðardóttir]]. <br> | ||
b) [[Sigurbjörg Yngvadóttir|Sigurbjörg]] er fædd 12. desember 1980, í sambúð með [[Jón Gunnar Erlingsson|Jóni Gunnari Erlingssyni]]. Sigurbjörg á Yngva Þór og þau saman Oddnýju Dís.<br> | b) [[Sigurbjörg Yngvadóttir|Sigurbjörg]] er fædd 12. desember 1980, í sambúð með [[Jón Gunnar Erlingsson|Jóni Gunnari Erlingssyni]]. Sigurbjörg á Yngva Þór og þau saman Oddnýju Dís.<br> | ||
Lína 26: | Lína 27: | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Samantekt: [[Guðbjörg Sigurgeirsdóttir (kennari)|Guðbjörg Sigurgeirsdóttir]].}} | *Samantekt: [[Guðbjörg Sigurgeirsdóttir (kennari)|Guðbjörg Sigurgeirsdóttir]].}} | ||
== Myndir == | |||
<Gallery> | |||
Mynd:KG-mannamyndir307.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir 1129.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir 11982.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir 12108.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir 12109.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir 16844.jpg | |||
Mynd:KG-mannamyndir 16845.jpg | |||
</gallery> |
Núverandi breyting frá og með 11. desember 2023 kl. 13:12
Björg Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja fæddist í Vestmannaeyjum 18. ágúst 1923 og lést 30. september 2005 í Eyjum.
Faðir hennar var Ágúst Sigfússon bóndi, útgerðarmaður og síðar verslunarmaður, fæddur 13. september 1896 í Stóru-Breiðuvík við Reyðarfjörð en hann lést þann 11. desember 1983. Móðir Bjargar var Elín Halldórsdóttir húsfreyja en hún var fædd 9. ágúst 1898 að Búðarhóli í Landeyjum en hún lést 30. október 1969.
Ágúst og Elín eignuðust einnig tvo syni:
1. Halldór var fæddur 26. október 1926 en hann lést 9. janúar 1957 og
2. Jóhann, fæddur 18. september 1932.
Fyrstu árin bjó Björg ásamt foreldrum sínum í Vestmannaeyjum en fluttist með þeim að Stóru Breiðuvík í Helgustaðarhreppi árið 1928 þar sem Ágúst gerðist bóndi og útgerðarmaður í Stóru-Breiðavík og Vöðlavík. Ágúst veiktist af berklum 1939 og var um skeið á hælinu í Kópavogi og svo að Kristnesi í Eyjafirði. Björg fór þá til Vestmannaeyja og bjó við mikið ástríki hjá Nikólínu Halldórsdóttur, móðursystur sinni, og Jóhanni V. Scheving, manni hennar á Vilborgarstöðum og var hjá þeim þegar hún fermdist í Vestmannaeyjum. Ágúst og Elín fluttist að nýju til Eyja árið 1940 og bjuggu þau þar síðan.
Björg vann ýmis störf í Vestmannaeyjum eftir að hún lauk almennri skólagöngu og var einn vetur á saumaverkstæði í Reykjavík þar sem hún lærði kjólasaum. Björg kynntist manni sínum, Sigurgeiri Kristjánssyni, þegar hún réð sig sem kaupakonu að Laugardælum í Hraungerðishreppi.
Sigurgeir var fæddur 30. júlí 1916 í Haukadal í Biskupstungum og lést 5. júní 1993. Foreldar hans voru Guðbjörg Greipsdóttir, húsfreyja og Kristján Loftsson, bóndi í Haukadal í Biskupstungum, síðar Felli í sömu sveit. Þegar Sigurgeir var í framhaldsnámi í búnaðarfræðum í Svíþjóð veturinn 1946 til 1947 var Björg við nám við Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Þau giftu sig 2. desember 1947 en Sigurgeir var bústjóri í Laugardælum í Hraungerðishreppi 1942 til 1950 og eftir að Björg var á Hallormstað tók hún við sem bústýra. Björg fluttist til Vestmannaeyja ásamt manni sínum og tveimur elstu börnunum vorið 1950 og bjó þar alla tíð síðan að undanskildu gosárinu 1973.
Björg og Sigurgeir bjuggu fyrst hjá foreldrum Bjargar að Landagötu 16 og svo um tíma í Vatnsdal. Þau byggðu sér hús að Boðaslóð 24 og voru flutt í húsið á tímabilinu 1953 til 1954. Björg sinnti uppeldi barna sinna og öðrum húsmóðurstörfum og vann í nokkur ár við skrifstofustörf hjá Olíufélaginu hf.
Björg og Sigurgeir eignuðust fjögur börn:
I. Elín Ágústa ritari velferðarráðherra, er fædd í Laugardælum þann 20. maí 1948. Hennar maður er Gunnar Briem, kerfisfræðingur, fæddur 25. apríl 1951.
Börn Elínar frá fyrra hjónabandi með Skúla Sigurðssyni eru:
a) Björg, fædd 31. október 1970. Björg er gift Snorra Þorkelssyni og eiga þau tvær dætur, Eddu Björgu og Elínu Sölku.
b) Ólafur Ingi, fæddur 1. apríl 1983. Ólafur Ingi er kvæntur Sigurbjörgu Hjörleifsdóttur og eiga þau þrjú börn, Andreu Elínu, Viktor Skúla og Freyju Líf.
II. Kristján kerfisfræðingur er fæddur í Laugardælum þann 8. janúar 1950. Hann er kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur bankastarfsmanni, fædd 8. september 1951, og eiga þau tvo syni:
a) Sigurgeir er fæddur 2. júní 1974 en kona hans er Rakel Ýr Pétursdóttir og eiga þau tvö börn, Katrínu Theodóru og Kristján.
b) Guðmundur er fæddur 10. febrúar 1980, kvæntur Brynju Sigurðardóttur og eiga þau tvo syni, Jakob og Tómas.
III. Yngvi Sigurður skipstjóri er fæddur í Vestmannaeyjum þann 6. desember 1955. Kona hans er Oddný Garðarsdóttir meðhjálpari við Landakirkju, fædd 14. febrúar 1956. Börn þeirra eru:
a) Garðar, fæddur 28. mars 1975 en kona hans er Rannveig Sigurðardóttir.
b) Sigurbjörg er fædd 12. desember 1980, í sambúð með Jóni Gunnari Erlingssyni. Sigurbjörg á Yngva Þór og þau saman Oddnýju Dís.
c) Kári er fæddur 23. maí 1987.
d) Erlingur Geir var fæddur 23. júlí 1994 en hann lést aðeins fimm ára gamall 26. febrúar 2000.
IV. Guðbjörg framhaldsskólakennari er fædd í Vestmannaeyjum 25. september 1959. Maður hennar er Pétur Steingrímsson lögregluvarðstjóri, fæddur 14. janúar 1957. Sonur þeirra er:
a) Arnar, fæddur 5. júlí 1976, kvæntur Guðfinnu Björk Ágústsdóttur. Þau eiga tvö börn Dag og Kötlu.
Heimildir
- Samantekt: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir.