Yngvi Sigurgeirsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Yngvi Sigurður Sigurgeirsson frá Boðaslóð 24, sjómaður, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist þar 6. desember 1955.
Foreldrar hans voru Sigurgeir Kristjánsson lögreglumaður, bæjarfulltrúi, varaþingmaður, síðar forstjóri, f. 30. júlí 1916 í Haukadal í Biskupstungum, d. 5. júní 1993, og kona hans Björg Ágústa Ágústsdóttir húsfreyja, f. 18. ágúst 1923 í Birtingarholti, d. 30. september 2005.

Börn Bjargar og Sigurgeirs:
1. Elín Ágústa ritari velferðarráðherra, er fædd í Laugardælum þann 20. maí 1948. Fyrrum maður hennar Skúli Sigurðsson. Maður hennar er Gunnar Briem, kerfisfræðingur, fæddur 25. apríl 1951.
2. Kristján kerfisfræðingur er fæddur í Laugardælum þann 8. janúar 1950. Hann er kvæntur Kristínu Guðmundsdóttur bankastarfsmanni, fædd 8. september 1951.
3. Yngvi Sigurður skipstjóri er fæddur í Vestmannaeyjum þann 6. desember 1955. Kona hans er Oddný Garðarsdóttir meðhjálpari við Landakirkju, fædd 14. febrúar 1956.
4. Guðbjörg framhaldsskólakennari er fædd í Vestmannaeyjum 25. september 1959. Maður hennar er Pétur Steingrímsson lögregluvarðstjóri, fæddur 14. janúar 1957.

Yngvi lauk prófum II. stigs í Stýrimannaskólanum 1977.
Hann var á ýmsum bátum í Eyjum, stýrimaður og skipstjóri. Hann var m.a. skipstjóri á Drífu, sem hann síðan keypti og gerði út.
Í Reykjavík hefur hann m.a. verið handlangari við trésmíðar.
Þau Oddný giftu sig 1984, eignuðust þrjú börn, en misstu yngsta barnið í æsku þess. Þau bjuggu við Helgafellsbraut 17, fluttu úr Eyjum til Reykjavíkur 2017, búa við Dunhaga 17 í Rvk.

I. Kona Yngva, (2. júní 1984), er Oddný Þorgerður Garðarsdóttir húsfreyja, meðhjálpari, f. 14. febrúar 1956.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Yngvadóttir kennari, skjalastjóri, f. 12. desember 1980. Maður hennar Jón Gunnar Erlingsson
2. Kári Yngvason tölvunarfræðingur, f. 23. maí 1987. Sambúðarkona hans Ingibjörg Ólafsdóttir.
3. Erlingur Geir Yngvason, f. 23. júlí 1994, d. 26. febrúar 2000.
Barn Oddnýjar:
1. Garðar Þorsteinsson kennari á Akureyri, f. 28. mars 1975. Kona hans Rannveig Sigurðardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.