Oddný Garðarsdóttir (meðhjálpari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Oddný Þorgerður Garðarsdóttir húsfreyja fæddist 14. febrúar 1956.
Foreldrar hennar voru Garðar Þorgrímsson frá Selnesi á Breiðdalsvík, vélstjóri, útgerðarmaður, f. 9. október 1932, d. 4. ágúst 2022, og kona hans María Karólína Gunnþórsdóttir frá Skálateigi í Norðfirði, húsfreyja, f. 20. janúar 1937, d. 10. janúar 2008.

Oddný ólst upp hjá foreldrum sínum.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1973.
Oddný vann verslunarstörf, var á Breiðdalsvík við fiskvinnslu frá 1977 uns hún flutti til Eyja 1981. Þar var hún meðhjálpari um skeið. Í Reykjavík hefur hún unnið í kirkjuhúsinu við Bústaðakirkju.
Oddný eignaðist barn með Þorsteini Stefáni Eiríkssyni 1975.
Þau Yngvi Sigurður giftu sig 1984, eignuðust þrjú börn, en misstu yngsta barnið í æsku þess. Þau bjuggu við Helgafellsbraut 17, fluttu úr Eyjum til Reykjavíkur 2017, búa við Dunhaga 17 í Rvk.

I. Barnsfaðir Oddnýjar er Þorsteinn Stefán Eiríksson, f. 6. september 1965.
Barn þeirra:
1. Garðar Þorsteinsson kennari á Akureyri, f. 28. mars 1975. Kona hans Rannveig Sigurðardóttir.

II. Maður Oddnýjar, (2. júní 1984), er Yngvi Sigurður Sigurgeirsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 6. desember 1955 á Boðaslóð 24.
Börn þeirra:
1. Sigurbjörg Yngvadóttir kennari, skjalastjóri, f. 12. desember 1980. Maður hennar Jón Gunnar Erlingsson
2. Kári Yngvason tölvunarfræðingur í Reykjavík, f. 23. maí 1987. Sambúðarkona hans Ingibjörg Ólafsdóttir.
3. Erlingur Geir Yngvason, f. 23. júlí 1994, d. 26. febrúar 2000.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.