„Óli Sigurður Þórarinsson (Hoffelli)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Óli Sigurður Þórarinsson''' frá Hoffelli við Ásaveg 10, verkamaður, starfsmaður Flugfélags Íslands fæddist 31. maí 1931 og lést 19. júní 1989.<br> Foreldrar hans voru Þórarinn Ólason frá Kílakoti í Kelduhverfi í S.-Þing,, húsasmiður, skrifstofumaður f. 1. mars 1893, d. 19. október 1958, og kona hans Jónína Sigurðardóttir frá Húsavík í N.-Múl., hús...) |
m (Verndaði „Óli Sigurður Þórarinsson (Hoffelli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 22. mars 2023 kl. 10:18
Óli Sigurður Þórarinsson frá Hoffelli við Ásaveg 10, verkamaður, starfsmaður Flugfélags Íslands fæddist 31. maí 1931 og lést 19. júní 1989.
Foreldrar hans voru Þórarinn Ólason frá Kílakoti í Kelduhverfi í S.-Þing,, húsasmiður, skrifstofumaður f. 1. mars 1893, d. 19. október 1958, og kona hans Jónína Sigurðardóttir frá Húsavík í N.-Múl., húsfreyja, f. 17. september 1892, d. 27. desember 1988.
Börn Jónínu og fyrri manns hennar Bjarna Bjarnasonar, f. 15. maí 1885, drukknaði 16. desember 1924.
1. Jóhann Bjarnason hafnarvörður, f. 16. október 1913, d. 6. febrúar 1994, kvæntur Oddnýju Bjarnadóttur forstöðukona barnaheimilisins að Sóla, f. 23. apríl 1914, d. 29. september 2000.
2. Bjarni Bjarnason hárskeri, f. 12. maí 1916, d. 26. desember 1998, kvæntur Kristínu Einarsdóttur húsfreyju, f. 29. apríl 1914, d. 7. febrúar 1995.
3. Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja og sjúkranuddari, f. 6. janúar 1921, d. 25. júní 1990, gift Eðvaldi Hinrikssyni Mikson sjúkranuddara, f. 12. júlí 1911, d. 27. desember 1993.
4. Andvana stúlka, f. 6. janúar 1921, tvíburi móti Sigríði.
Börn Jónínu og síðari manns hennar Þórarins Ólasonar, f. 1. mars 1893, d. 19. október 1958.
5. Óli Sigurður Þórarinsson lærður hárskeri, verkamaður, starfsmaður Flugfélagsins, f. 31. maí 1931, d. 19. júní 1989, kvæntur Gyðu Steingrímsdóttur húsfreyju frá Höfðakoti á Skaga í A-Hún., f. 6. júní 1935, d. 4. janúar 2011.
Óli var með foreldrum sínum.
Hann lærði hárskeraiðn.
Óli vann verkamannastörf, var starfsmaður Flugfélags Íslands.
Þau Gyða giftu sig 1957, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Ásavegi 8, síðan á Hoffelli, en skildu.
Óli lést 1989.
I. Kona Óla, (29. desember 1957, skildu), var Gyða Steingrímsdóttir húsfreyja frá Höfðakoti á Skaga í A-Hún., f. 6. júní 1935, d. 4. janúar 2011.
Börn þeirra:
1. Kristjana Óladóttir, f. 25. apríl 1958. Maður hennar Þráinn G. Þorbjörnsson.
2. Albert Ólason, f. 12. mars 1960. Barnsmóðir hans Sólrún U. Harðardóttir.
3. Þórarinn Ólason, f. 21, febrúar 1963. Barnsmóðir hans Elsa Busk. Sambúðarkona hans Eydís Unnur Tórshamar
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 13. janúar 2011. Minning Gyðu Steingrímsdóttur.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.