„Vigfús P. Scheving (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Vigfus P. Scheving.jpg|thumb|200px|''Vigfús P. Scheving.]] | |||
'''Vigfús Pálsson Scheving''' útvegsbóndi á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] fæddist 5. september 1852 í Norður-Hvammi í Mýrdal og lést 23. desember 1939 í Eyjum.<br> | '''Vigfús Pálsson Scheving''' útvegsbóndi á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]] fæddist 5. september 1852 í Norður-Hvammi í Mýrdal og lést 23. desember 1939 í Eyjum.<br> | ||
Faðir Vigfúsar var Páll, síðast bóndi í Görðum í Mýrdal, f. 19. janúar 1822 á Hellum þar, d. 9. apríl 1864, drukknaði í lendingu úr róðri, Vigfússon Schevings bónda í Görðum 1819 til æviloka, f. 1790, drukknaði í Dyrhólaós 25. apríl 1822, Vigfússonar bónda víða sunnan lands og vestan-, en síðast á Hellum 1803 til æviloka, f. 1748 á Reynistaðarklaustri í Skagafirði, d. 29. janúar 1834 á Hellum, Jónssonar klausturhaldara, f. 13. febrúar 1705, Vigfússonar, og konu Jóns Vigfússonar klausturhaldara, Þórunnar Hannesdóttur Scheving, f. 1718, en hún varð síðar kona Jóns eldklerks Steingrímssonar. Ættarnafnið Scheving kemur úr hennar legg.<br> | Faðir Vigfúsar var Páll, síðast bóndi í Görðum í Mýrdal, f. 19. janúar 1822 á Hellum þar, d. 9. apríl 1864, drukknaði í lendingu úr róðri, Vigfússon Schevings bónda í Görðum 1819 til æviloka, f. 1790, drukknaði í Dyrhólaós 25. apríl 1822, Vigfússonar bónda víða sunnan lands og vestan-, en síðast á Hellum 1803 til æviloka, f. 1748 á Reynistaðarklaustri í Skagafirði, d. 29. janúar 1834 á Hellum, Jónssonar klausturhaldara, f. 13. febrúar 1705, Vigfússonar, og konu Jóns Vigfússonar klausturhaldara, Þórunnar Hannesdóttur Scheving, f. 1718, en hún varð síðar kona Jóns eldklerks Steingrímssonar. Ættarnafnið Scheving kemur úr hennar legg.<br> | ||
Lína 25: | Lína 26: | ||
6. Sigríður, f. 22. ágúst 1901, d. 3. september 1902. <br> | 6. Sigríður, f. 22. ágúst 1901, d. 3. september 1902. <br> | ||
II. Síðari kona Vigfúsar, (1905), var [[Helga Guðmundsdóttir (Vilborgarstöðum)|Helga Guðmundsdóttir]], f. 11. júní 1861 í Voðmúlastaðasókn í Landeyjum.<br> | II. Síðari kona Vigfúsar, (1905), var [[Helga Guðmundsdóttir (Vilborgarstöðum)|Helga Guðmundsdóttir]], f. 11. júní 1861 í Voðmúlastaðasókn í Landeyjum, d. 10. ágúst 1929.<br> | ||
Þau Vigfús voru barnlaus.<br> | Þau Vigfús voru barnlaus.<br> | ||
III. Barn Vigfúsar með Steinunni Einarsdóttur frá Efri-Ey í Meðallandi, f. 1851:<br> | III. Barn Vigfúsar með Steinunni Einarsdóttur frá Efri-Ey í Meðallandi, vinnukonu, f. 4. apríl 1851, síðar í Vesturheimi:<br> | ||
7. Páll Vigfússon, f. 1882.<br> | 7. Páll Vigfússon, f. 19. október 1882, d. 1883.<br> | ||
{{Heimildir| | {{Heimildir| | ||
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. | *Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]]. |
Núverandi breyting frá og með 3. janúar 2023 kl. 10:32
Vigfús Pálsson Scheving útvegsbóndi á Vilborgarstöðum fæddist 5. september 1852 í Norður-Hvammi í Mýrdal og lést 23. desember 1939 í Eyjum.
Faðir Vigfúsar var Páll, síðast bóndi í Görðum í Mýrdal, f. 19. janúar 1822 á Hellum þar, d. 9. apríl 1864, drukknaði í lendingu úr róðri, Vigfússon Schevings bónda í Görðum 1819 til æviloka, f. 1790, drukknaði í Dyrhólaós 25. apríl 1822, Vigfússonar bónda víða sunnan lands og vestan-, en síðast á Hellum 1803 til æviloka, f. 1748 á Reynistaðarklaustri í Skagafirði, d. 29. janúar 1834 á Hellum, Jónssonar klausturhaldara, f. 13. febrúar 1705, Vigfússonar, og konu Jóns Vigfússonar klausturhaldara, Þórunnar Hannesdóttur Scheving, f. 1718, en hún varð síðar kona Jóns eldklerks Steingrímssonar. Ættarnafnið Scheving kemur úr hennar legg.
Móðir Vigfúsar Schevings Vigfússonar (f. 1790) og síðari kona Vigfúsar Jónssonar var Ólöf húsfreyja, f. 1766 í Mýrarholti á Kjalarnesi, d. 23. mars 1858 á Þykkvabæjarklaustri, Teitsdóttir bónda, f. 1722, Gíslasonar, og konu Teits, Þóreyjar húsfreyju, f. 1736, Pálsdóttur.
Móðir Páls Vigfússonar Schevings og kona Vigfúsar Schevings Vigfússonar (f. 1790) var Guðríður húsfreyja, f. 1790 í Vatnsdal í Fljótshlíð, d. 14. nóvember 1871 á Reyni í Mýrdal, Jónsdóttir bónda í Vatnsdal og víðar, síðast í Stóra-Dal u. Eyjafjöllum, f. 1764 í Múlakoti í Fljótshlíð, d. 3. desember 1844 í Norður-Hvammi í Mýrdal, Gunnlaugssonar, og konu Jóns Gunnlaugssonar, Valgerðar húsfreyju, f. 1761, Pálsdóttur.
Móðir Vigfúsar á Vilborgarstöðum og kona Páls í Görðum var Sigríður húsfreyja, f. 22. janúar 1832 í Neðri-Dal í Mýrdal, d. 6. júlí 1871 í Görðum, Sigurðardóttir bónda í Neðri-Dal og Skarðshjáleigu í Mýrdal, f. 1787 á Eystri-Sólheimum þar, d. 29. maí 1852 í Skarðshjáleigu, Jónssonar bónda og hreppstjóra, síðast í Neðri-Dal, f. í september 1762, d. 20. maí 1830, Árnasonar, og konu Jóns Árnasonar, Gróu húsfreyju, f. 1749, Jónsdóttur.
Móðir Sigríðar í Neðri-Dal og kona Sigurðar Jónssonar var Ingibjörg húsfreyja, f. 1801, d. 16. júní 1839, Jónsdóttir bónda í Hryggjum í Mýrdal, f. 1764, d. 22. september 1825, Bjarnasonar, og konu Jóns Bjarnasonar, Ingveldar húsfreyju, f. 1771, Jónsdóttur.
Bróðir Vigfúsar á Vilborgarstöðum var Sveinn P. Scheving á Steinsstöðum.
Vigfús P. Scheving var með foreldrum sínum til 1871 og líklega lengur með stjúpa sínum.
Hann var vinnumaður í Suður-Vík 1871-1883. Þá fór hann til Eyja.
Bóndi var hann á Vilborgarstöðum 1890 til dd.
Árið 1924 keypti Vigfús fjórðung í Maí VE-275, 21 tonns bát, og var hann einn stærsti báturinn í flotanum, byggður í Noregi. Báturinn var eign Lofts Jónssonar á eystri Vilborgarstöðum, Jóhanns, bróður hans Sigfúsar í Heiðarhvammi og Vigfúsar. Var Sigfús formaður á bátnum.
Vigfús var mikill sagnamaður, sagði vel frá og lét söguna sjaldan gjalda sannleikans. Oftast voru þetta lífsreynslusögur.
Vigfús var tvíkvæntur:
I. Fyrri kona hans, (1886), var Friðrika Sighvatsdóttir Sigurðssonar, f. 5. ágúst 1858 í Eyjum, d. 27. apríl 1904.
Börn þeirra Friðriku voru:
1. Pálína Sigríður Ásdís Scheving, f. 29. mars 1885, d. 8. apríl 1885.
2. Sigfús, f. 2. maí 1886, d. 3. maí 1964.
3. Vilhjálmur Ágúst, f. 5. ágúst 1888, d. 29. mars 1913.
4. Pálína Kristjana, f. 29. nóvember 1890, d. 27. maí 1982.
5. Jóhann Sveinn, f. 5. desember 1893, d. 26. janúar 1957.
6. Sigríður, f. 22. ágúst 1901, d. 3. september 1902.
II. Síðari kona Vigfúsar, (1905), var Helga Guðmundsdóttir, f. 11. júní 1861 í Voðmúlastaðasókn í Landeyjum, d. 10. ágúst 1929.
Þau Vigfús voru barnlaus.
III. Barn Vigfúsar með Steinunni Einarsdóttur frá Efri-Ey í Meðallandi, vinnukonu, f. 4. apríl 1851, síðar í Vesturheimi:
7. Páll Vigfússon, f. 19. október 1882, d. 1883.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðjón Ármann Eyjólfsson og Eyjólfur Gíslason: Loftur Jónsson. Minningargrein í Morgunblaðinu 9. maí 1981.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.