Helga Guðmundsdóttir (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Helga Guðmundsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum fæddist 11. júní 1861 á Strönd í V.-Landeyjum og lést 10. ágúst 1929.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Pálsson bóndi á Strönd í V.-Landeyjum, f. 13. maí 1808, d. 13. mars 1885 og kona hans Elín Magnúsdóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1822, d. 3. september 1885.

Helga var sveitarbarn á Hemlu í V.-Landeyjum 1870, vinnukona á Strönd 1880, í Miðkoti þar 1890.
Helga kom til Eyja úr V.-Landeyjum 1896, var leigjandi, lausakona á Fögruvöllum 1901.
Þau Vigfús giftu sig 1905, eignuðust ekki börn. Hún var síðari kona hans. Þau bjuggu á Vilborgarstöðum.
Helga lést 1929 og Vigfús 1939.

I. Maður Helgu, (24. júní 1905), var Vigfús Pálsson Scheving útvegsbóndi á Vilborgarstöðum, f. 5. september 1852, d. 23. desember 1939.
Þau voru barnlaus.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.