Pálína Kristjana Scheving

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Pálína Kristjana Vigfúsdóttir Scheving fæddist 29. nóvember 1890 og lést 27. maí 1982.
Foreldrar hennar voru Vigfús Pálsson Scheving bóndi á Vilborgarstöðum og kona hans Friðrika Sighvatsdóttir húsfreyja.

Meðal systkina hennar voru:
1. Sigfús, f. 2. maí 1886, d. 3. maí 1964.
2. Vilhjálmur Ágúst, f. 5. ágúst 1888, d. 29. mars 1913.
3. Jóhann Sveinn , f. 5. desember 1893, d. 26. janúar 1957.

Pálína Kristjana var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum og síðan með föður sínum til 1910, en í lok ársins var hún fiskverkakona hjá Birni Finnbogasyni og Láru Guðjónsdóttur á Kirkjubæ.
Hún fluttist ti Reykjavíkur 1912, kom frá Reykjavík 1914, var vinnukona í Laufási á því ári, bjó í Heiðarhvammi 1918, á Kirkjulandi við fæðingu Ástu 1920, var lausakona á Gilsbakka 1921 og 1922.
Pálína Kristjana fluttist til Reykjavíkur 1928, var húsfreyja á Óðinsgötu 6 1930 og 1931 með Gunnlaugi og börnunum Hermanni og Hrefnu. Þau Gunnlaugur bjuggu síðar á Skeggjagötu 15 í Reykjavík.
Pálína Kristjana lést 1981.

I. Barnsfaðir Pálínu var Steingrímir Magnússon, sjómaður, síðar fiskimatsmaður í Reykjavík, f. 6. janúar 1891, d. 30. maí 1980.
Börn þeirra voru:
1. Hermann Steingrímsson, f. 29. júní 1918 í Heiðarhvammi, d. 8. apríl 1935. Hann var með móður sinni í Reykjavík 1931, stundaði menntaskólanám við andlát.
2. Ásta Steingrímsdóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1920 á Kirkjulandi, d. 23. apríl 2000. Hún var fóstruð í Hlíð u. Eyjafjöllum.

II. Barnsfaðir Pálínu Kristjönu var Ottó Holger Winter Jörgensen póst- og símstjóri á Siglufirði, f. 18. janúar 1896, d. 9. júní 1979.
Barn þeirra var
3. Friðrik Jörgensen kaupsýslumaður, f. 24. janúar 1922 á Gilsbakka, d. 21. september 2006. Hann var fóstraður í Hvoltungu u. Eyjafjöllum frá eins árs aldri.

III. Maður Pálínu var Gunnlaugur Bárðarson frá Króki í Ásahreppi, verkstjóri í Reykjavík, f. 13. febrúar 1892 í Króki, d. 7. janúar 1981. Foreldrar hans voru Bárður Gunnlaugsson bóndi og Guðrún Jónsdóttir húsfreyja.
Barn þeirra var
4. Hrefna Gunnlaugsdóttir, f. 15. september 1930 í Reykjavík, d. 11. ágúst 1999.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.