Pálína Kristjana Scheving
Pálína Kristjana Vigfúsdóttir Scheving fæddist 29. nóvember 1890 og lést 27. maí 1982.
Foreldrar hennar voru Vigfús Pálsson Scheving bóndi á Vilborgarstöðum og kona hans Friðrika Sighvatsdóttir húsfreyja.
Meðal systkina hennar voru:
1. Sigfús, f. 2. maí 1886, d. 3. maí 1964.
2. Vilhjálmur Ágúst, f. 5. ágúst 1888, d. 29. mars 1913.
3. Jóhann Sveinn , f. 5. desember 1893, d. 26. janúar 1957.
Pálína Kristjana var með foreldrum sínum á Vilborgarstöðum og síðan með föður sínum til 1910, en í lok ársins var hún fiskverkakona hjá Birni Finnbogasyni og Láru Guðjónsdóttur á Kirkjubæ.
Hún fluttist ti Reykjavíkur 1912, kom frá Reykjavík 1914, var vinnukona í Laufási á því ári, bjó í Heiðarhvammi 1918, á Kirkjulandi við fæðingu Ástu 1920, var lausakona á Gilsbakka 1921 og 1922.
Pálína Kristjana fluttist til Reykjavíkur 1928, var húsfreyja á Óðinsgötu 6 1930 og 1931 með Gunnlaugi og börnunum Hermanni og Hrefnu. Þau Gunnlaugur bjuggu síðar á Skeggjagötu 15 í Reykjavík.
Pálína Kristjana lést 1981.
I. Barnsfaðir Pálínu var Steingrímir Magnússon, sjómaður, síðar fiskimatsmaður í Reykjavík, f. 6. janúar 1891, d. 30. maí 1980.
Börn þeirra voru:
1. Hermann Steingrímsson, f. 29. júní 1918 í Heiðarhvammi, d. 8. apríl 1935. Hann var með móður sinni í Reykjavík 1931, stundaði menntaskólanám við andlát.
2. Ásta Steingrímsdóttir húsfreyja, f. 31. janúar 1920 á Kirkjulandi, d. 23. apríl 2000. Hún var fóstruð í Hlíð u. Eyjafjöllum.
II. Barnsfaðir Pálínu Kristjönu var Ottó Holger Winter Jörgensen póst- og símstjóri á Siglufirði, f. 18. janúar 1896, d. 9. júní 1979.
Barn þeirra var
3. Friðrik Jörgensen kaupsýslumaður, f. 24. janúar 1922 á Gilsbakka, d. 21. september 2006. Hann var fóstraður í Hvoltungu u. Eyjafjöllum frá eins árs aldri.
III. Maður Pálínu var Gunnlaugur Bárðarson frá Króki í Ásahreppi, verkstjóri í Reykjavík, f. 13. febrúar 1892 í Króki, d. 7. janúar 1981. Foreldrar hans voru Bárður Gunnlaugsson bóndi og Guðrún Jónsdóttir húsfreyja.
Barn þeirra var
4. Hrefna Gunnlaugsdóttir, f. 15. september 1930 í Reykjavík, d. 11. ágúst 1999.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Holtamannabók II – Ásahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Ásahreppur 2007.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.