Ágúst Scheving (Vilborgarstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vilhjálmur Ágúst Scheving útgerðarmaður, bátsformaður fæddist 5. ágúst 1888 og lést 29. mars 1913.
Foreldrar hans voru Vigfús P. Scheving bóndi á Vilborgarstöðum og kona hans Friðrika Sighvatsdóttir húsfreyja.

Vilhjálmur Ágúst var með foreldrum sínum í æsku. Þau Friðrikka Ingibjörg giftust 1909 og bjuggu á Bólstað 1910 við fæðingu Friðriks Vigfúsar, en á Hnausum í lok ársins. Þau byggðu húsið Vallanes og bjuggu þar í lok árs 1912 með Harald son sinn nýfæddan, en Friðrik Vigfús hafði látist á árinu.
Vilhjálmur lést 1913.

Kona Vilhjálms Ágústs, (29. september 1909 á Seyðisfirði), var Friðrikka Ingibjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1890 á Seyðisfirði. Hún varð síðar húsfreyja í Breiðavík við Kirkjuveg, d. 12. mars 1979.
Börn þeirra hér:
1. Friðrik Vigfús Ágústsson, f. 26. mars 1910 í Bólstað, d. 17. júlí 1912.
2. Haraldur Ágústsson, f. 14 janúar 1912 í Vallanesi, d. 29. september 1914.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.