Ágúst Scheving (Vilborgarstöðum)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Vilhjálmur Ágúst Scheving útgerðarmaður, bátsformaður fæddist 5. ágúst 1888 og lést 29. mars 1913.
Foreldrar hans voru Vigfús P. Scheving bóndi á Vilborgarstöðum og kona hans Friðrika Sighvatsdóttir húsfreyja.

Vilhjálmur Ágúst var með foreldrum sínum í æsku. Þau Friðrikka Ingibjörg giftust 1909 og bjuggu á Bólstað 1910 við fæðingu Friðriks Vigfúsar, en á Hnausum í lok ársins. Þau byggðu húsið Vallanes og bjuggu þar í lok árs 1912 með Harald son sinn nýfæddan, en Friðrik Vigfús hafði látist á árinu.
Vilhjálmur lést 1913.

Kona Vilhjálms Ágústs, (29. september 1909 á Seyðisfirði), var Friðrikka Ingibjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1890 á Seyðisfirði. Hún varð síðar húsfreyja í Breiðavík við Kirkjuveg, d. 12. mars 1979.
Börn þeirra hér:
1. Friðrik Vigfús Ágústsson, f. 26. mars 1910 í Bólstað, d. 17. júlí 1912.
2. Haraldur Ágústsson, f. 14 janúar 1912 í Vallanesi, d. 29. september 1914.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.