„Sigríður Ólöf Þorsteinsdóttir (Litlu-Hólum)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Sigríður Ólöf Þorsteinsdóttir (Litlu-Hólum)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 10: | Lína 10: | ||
Á árinu 1920 bjuggu þau á Litlu-Hólum með 8 börnum sínum.<br> | Á árinu 1920 bjuggu þau á Litlu-Hólum með 8 börnum sínum.<br> | ||
Systur Friðriku móður Sigríðar Ólafar voru þær [[Sigríður Sighvatsdóttir ( | Systur Friðriku móður Sigríðar Ólafar voru þær [[Sigríður Sighvatsdóttir (Vilborgarstöðum)|Sigríður]], kona [[Jón Eyjólfsson |Jóns Eyjólfssonar]] á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]], foreldrar [[Loftur Jónsson|Lofts Jónssonar]] og systkina hans. Sigríður var líka móðir [[Júlíana Sigurðardóttir (Búastöðum)|Júlíönu á Búastöðum]]. <br> | ||
Systir Friðriku var einnig [[Björg Sighvatsdóttir (Gilsbakka)|Björg Sighvatsdóttir]], f. 5. júní 1873, d. 22. maí 1955, kona [[Erlendur Árnason|Erlendar]] trésmiðs á [[Gilsbakki|Gilsbakka]].<br> | Systir Friðriku var einnig [[Björg Sighvatsdóttir (Gilsbakka)|Björg Sighvatsdóttir]], f. 5. júní 1873, d. 22. maí 1955, kona [[Erlendur Árnason|Erlendar]] trésmiðs á [[Gilsbakki|Gilsbakka]].<br> | ||
Hálfsystkini Sigríðar Ólafar, af sömu móður, voru:<br> | Hálfsystkini Sigríðar Ólafar, af sömu móður, voru:<br> | ||
1. [[Sigfús Scheving|Sigfús Scheving]], f. 2. maí 1886, d. 3. maí 1964.<br> | 1. [[Sigfús Scheving|Sigfús Scheving]], f. 2. maí 1886, d. 3. maí 1964.<br> | ||
2. [[ | 2. [[Ágúst Scheving (Vilborgarstöðum)|Vilhjálmur ''Ágúst'' Scheving]], f. 5. ágúst 1888, d. 29. mars 1913.<br> | ||
3. [[Pálína Kristjana Scheving]], f. 29. nóvember 1890, d. 27. maí 1982.<br> | 3. [[Pálína Kristjana Scheving]], f. 29. nóvember 1890, d. 27. maí 1982.<br> | ||
4. [[Jóhann V. Scheving (Vilborgarstöðum)|Jóhann Sveinn Scheving]], f. 5. desember 1893, d. 26. janúar 1957.<br> | 4. [[Jóhann V. Scheving (Vilborgarstöðum)|Jóhann Sveinn Scheving]], f. 5. desember 1893, d. 26. janúar 1957.<br> | ||
5. | 5. Sigríður Scheving, f. 22. ágúst 1901, d. 3. september 1902 .<br> | ||
Maður Sigríðar Ólafar, (1907), var [[Matthías Finnbogason]] vélfræðingur, f. 25. apríl 1882, d. 9. júní 1969.<br> | Maður Sigríðar Ólafar, (1907), var [[Matthías Finnbogason]] vélfræðingur, f. 25. apríl 1882, d. 9. júní 1969.<br> | ||
Lína 36: | Lína 36: | ||
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973. | *Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973. | ||
*Manntöl. | *Manntöl. | ||
*Íslendingabók.is.}} | *Íslendingabók.is.}}{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: Húsfreyjur]] | [[Flokkur: Húsfreyjur]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] |
Núverandi breyting frá og með 29. janúar 2022 kl. 18:48
Sigríður Ólöf Þorsteinsdóttir húsfreyja á Litlu-Hólum fæddist 29. janúar 1880 og lést 17. júní 1949.
Faðir hennar var Þorsteinn vinnumaður og lausamaður á Vilborgarstöðum, f. 28. desember 1853 í Holti í Mýrdal, d. 9. mars 1883 á Vilborgarstöðum, Björnsson bónda, síðast á Dyrhólum í Mýrdal, f. 12. maí 1827 á Árgilsstöðum í Hvolhreppi, d. 23. júní 1906 á Dyrhólum, Bergsteinssonar bónda og hreppstjóra á Árgilsstöðum, f. 1781, d. 29. mars 1848, Sigurðssonar, og konu Bergsteins, Þórunnar húsfreyju, f. 15. ágúst 1794, d. 1. nóvember 1879, Einarsdóttur.
Móðir Þorsteins á Vilborgarstöðum og kona Björns á Dyrhólum, (12. júní 1850), var Ólöf húsfreyja, f. 18. mars 1825 á Ketilsstöðum, d. 20. október 1899 á Dyrhólum, Þorsteinsdóttir bónda, síðast á Eystri-Sólheimum í Mýrdal, f. 1786 á Vatnsskarðshólum í Mýrdal, d. 26. janúar 1845, Þorsteinssonar Eyjólfssonar og fyrstu konu hans, Karítasar Jónsdóttur klausturhaldara á Reynistað í Skagafirði, Vigfússonar og konu hans Þórunnar Hannesdóttur Scheving, síðar konu Jóns eldklerks Steingrímssonar.
Kona Þorsteins Þorsteinssonar á Eystri-Sólheimum var Elín húsfreyja, f. 1787 á Hvoli í Mýrdal, d. 16. janúar 1871 á Eystri-Sólheimum, Jónsdóttir.
Móðir Sigríðar Ólafar á Litlu-Hólum og unnusta Þorsteins Björnssonar var Friðrika Sighvatsdóttir, síðar kona Vigfúsar P. Schevings á Vilborgarstöðum.
Sigríður Ólöf var með móður sinni og stjúpföður á Vilborgarstöðum 1890 og 1901.
Hún giftist Matthíasi 3. nóvember 1907 og við manntal 1910 bjuggu þau á Jaðri með þrem börnum sínum.
Á árinu 1920 bjuggu þau á Litlu-Hólum með 8 börnum sínum.
Systur Friðriku móður Sigríðar Ólafar voru þær Sigríður, kona Jóns Eyjólfssonar á Kirkjubæ, foreldrar Lofts Jónssonar og systkina hans. Sigríður var líka móðir Júlíönu á Búastöðum.
Systir Friðriku var einnig Björg Sighvatsdóttir, f. 5. júní 1873, d. 22. maí 1955, kona Erlendar trésmiðs á Gilsbakka.
Hálfsystkini Sigríðar Ólafar, af sömu móður, voru:
1. Sigfús Scheving, f. 2. maí 1886, d. 3. maí 1964.
2. Vilhjálmur Ágúst Scheving, f. 5. ágúst 1888, d. 29. mars 1913.
3. Pálína Kristjana Scheving, f. 29. nóvember 1890, d. 27. maí 1982.
4. Jóhann Sveinn Scheving, f. 5. desember 1893, d. 26. janúar 1957.
5. Sigríður Scheving, f. 22. ágúst 1901, d. 3. september 1902 .
Maður Sigríðar Ólafar, (1907), var Matthías Finnbogason vélfræðingur, f. 25. apríl 1882, d. 9. júní 1969.
Börn Matthíasar og Sigríðar voru:
1. Júlía, fædd 27. maí 1907 í Vatnsdal, síðast að Sólvangi í Hafnarfirði, dáin 19. janúar 1991.
2. Matthildur, fædd 21. ágúst 1908 á Jaðri, dáin 22. apríl 1990, jarðs. í Njarðvík.
3. Klara Friðrikka, fædd 29. nóvember 1909 á Jaðri, síðast í Reykjavík, dáin 27. ágúst 1988.
4. Bogi, fæddur 28. september 1911 á Jaðri, dáinn 8. júní 1986.
5. Friðþjófur, fæddur 16. apríl 1913 á Jaðri, síðast í Reykjavík, dáinn 7. maí 1986.
6. Ágúst Vilhjálmur, fæddur 30. júlí 1914 á Jaðri, síðast í Reykjavík, dáinn 21. janúar 1988.
7. Sigurbjörg, fædd 28. maí 1918 á Litlu-Hólum, dáin 1. ágúst 1925.
8. Ólöf, fædd 28. maí 1918 á Litlu-Hólum, síðast í Kópavogi, dáin 14. janúar 1999.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Árni Árnason.
- Heimaslóð.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
- Manntöl.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.