Júlía Matthíasdóttir (Litlu-Hólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Júlía Matthíasdóttir frá Litlu-Hólum, húsfreyja fæddist 27. maí 1907 í Vatnsdal og lést 19. janúar 1991 á Sólvangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Matthías Finnbogason vélfræðingur, f. 25. febrúarl 1882, d. 9. júní 1969 og kona hans Sigríður Ólöf Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1880, d. 17. júní 1949.

Börn Sigríðar Ólafar og Matthíasar voru:
1. Júlía, f. 27. maí 1907 í Vatnsdal, síðast að Sólvangi í Hafnarfirði, d. 19. janúar 1991.
2. Matthildur, f. 21. ágúst 1908 á Jaðri, d. 22. apríl 1990, jarðs. í Njarðvík.
3. Klara Friðrikka, f. 29. nóvember 1909 á Jaðri, síðast í Reykjavík, d. 27. ágúst 1988.
4. Bogi, f. 28. september 1911 á Jaðri, d. 8. júní 1986.
5. Friðþjófur, f. 16. apríl 1913 á Jaðri, síðast í Reykjavík, d. 7. maí 1986.
6. Ágúst Vilhjálmur, f. 30. júlí 1914 á Jaðri, síðast í Reykjavík, d. 21. janúar 1988.
7. Sigurbjörg, f. 28. maí 1918 á Litlu-Hólum, d. 1. ágúst 1925.
8. Ólöf, f. 28. maí 1918 á Litlu-Hólum, síðast í Kópavogi, d. 14. janúar 1999.

Júlía var með foreldrum sínum í æsku.
Hún stundaði verslunarstörf, lengst hjá Helga Benediktssyni.
Þau Þorsteinn Lúther giftu sig 1934, eignuðust ekki börn saman, en eignuðust tvö kjörbörn. Þau bjuggu í á Kolbeinsstöðum og síðar í Söðulsholti í Miklaholtsprestakalli í 30 ár. Þar héldu þau skóla í sveitinni.
Þau fluttu til Eyja 1961, bjuggu við Heiðarveg 51 við Gos 1973. Þau settust að í Reykjavík, bjuggu við Tjarnargötu.
Þorsteinn lést 1979.
Júlía bjó um stund á Tjarnargötu, en dvaldi síðan á Sólvangi í Hafnarfirði. Hún lést 1992.

I. Maður Júlíu, (10. ágúst 1934), var Þorsteinn Lúther Jónsson prestur, f. 19. júlí 1906, d. 4. október 1979.
Kjörbörn þeirra:
1. Hjördís Þorsteinsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 18. nóvember 1938. Maður hennar var Jóhannes Ögmundsson, látinn.
2. Hörður Smári Þorsteinsson bifreiðasmiður, f. 3. maí 1952. Kona hans Guðrún Tryggvadóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 27. janúar 1991. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.