„Árni Guðmundsson (Eiðum)“: Munur á milli breytinga
m (Verndaði „Árni Guðmundsson (Eiðum)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Mynd:Árni Guðmundsson.jpg|thumb|200px|Árni Guðmundsson.]] | [[Mynd:Árni Guðmundsson.jpg|thumb|200px|''Árni Guðmundsson.]] | ||
'''Árni Guðmundsson''' frá [[Eiðar|Eiðum]], vélstjóri fæddist þar 25. júní 1926 og lést 12. nóvember 2000.<br> | '''Árni Guðmundsson''' frá [[Eiðar|Eiðum]], vélstjóri fæddist þar 25. júní 1926 og lést 12. nóvember 2000.<br> | ||
Foreldrar hans voru [[Guðmundur Eyjólfsson (Eiðum)|Guðmundur Eyjólfsson]] sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, f. 24. nóvember 1900 á Iðu í Biskupstungum, d. 1. október 1976, og kona hans [[Árný Árnadóttir (Eiðum)|Árný Magnea Steinunn Árnadóttir]] frá [[Byggðarholt]]i, f. 18. september 1901 í [[Stíghús]]i, d. 2. nóvember 1960. <br> | Foreldrar hans voru [[Guðmundur Eyjólfsson (Eiðum)|Guðmundur Eyjólfsson]] sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, f. 24. nóvember 1900 á Iðu í Biskupstungum, d. 1. október 1976, og kona hans [[Árný Árnadóttir (Eiðum)|Árný Magnea Steinunn Árnadóttir]] frá [[Byggðarholt]]i, f. 18. september 1901 í [[Stíghús]]i, d. 2. nóvember 1960. <br> | ||
Lína 24: | Lína 24: | ||
Börn þeirra:<br> | Börn þeirra:<br> | ||
1. [[Steinar Vilberg Árnason]] lífefnafræðingur, cand. mag., löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í spænsku, f. 2. október 1947. Kona hans er Guðrún Norðfjörð.<br> | 1. [[Steinar Vilberg Árnason]] lífefnafræðingur, cand. mag., löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í spænsku, f. 2. október 1947. Kona hans er Guðrún Norðfjörð.<br> | ||
2. [[ | 2. [[Þyri Kap Árnadóttir]] menntaskólakennari, f. 6. nóvember 1948. Maður hennar er Trausti Leósson.<br> | ||
3. [[Jón Atli Árnason]] læknir í Bandaríkjunum, sérfræðingur í giktsjúkdómum, f. 19. júlí 1959. Kona hans er Salvör Jónsdóttir. | 3. [[Jón Atli Árnason]] læknir í Bandaríkjunum, sérfræðingur í giktsjúkdómum, f. 19. júlí 1959. Kona hans er Salvör Jónsdóttir. | ||
Núverandi breyting frá og með 22. desember 2021 kl. 14:40
Árni Guðmundsson frá Eiðum, vélstjóri fæddist þar 25. júní 1926 og lést 12. nóvember 2000.
Foreldrar hans voru Guðmundur Eyjólfsson sjómaður og síðar starfsmaður Lifrarsamlags Vestmannaeyja, f. 24. nóvember 1900 á Iðu í Biskupstungum, d. 1. október 1976, og kona hans Árný Magnea Steinunn Árnadóttir frá Byggðarholti, f. 18. september 1901 í Stíghúsi, d. 2. nóvember 1960.
Fósturforeldrar Árna voru Þuríður Kapítóla Jónsdóttir frá Hlíð, húsfreyja, f. 16. nóvember 1905, d. 4. júlí 1961 og maður hennar Jón Þorleifsson bifreiðastjóri, f. 24. júní 1898, d. 29. mars 1983.
Jón í Hlíð faðir Kapítólu og Ólöf í Byggðarholti móðir Árnýjar á Eiðum voru systkini.
Börn Árnýjar og Guðmundar:
1. Ólöf Stella Guðmundsdóttir húsfreyja í Kópavogi, f. 29. júlí 1923 á Eiðum.
2. Sigurður Guðmundsson netagerðarmaður, f. 14. janúar 1925 á Eiðum, d. 12. september 2002.
3. Árni Guðmundsson vélstjóri, síðar húsvörður í Kópavogi, f. 25. júní 1926 á Eiðum, d. 12. nóvember 2000.
4. Ólafur Guðmundsson trésmíðameistari, kennari á Húsavík, f. 26. október 1927 á Eiðum, d. 10. ágúst 2007.
5. Anton Guðmundsson vélsmiður, f. 29. júlí 1929 á Eiðum, d. 10. ágúst 2013.
6. Páll Valdimar Karl Guðmundsson, f. 13. október 1930 á Eiðum, d. 14. apríl 1931.
Árni var með foreldrum sínum fyrstu fjögur ár ævinnar, en vegna erfiðra veikinda þeirra fór hann í fóstur til frænku sinnar Þuríðar Kapítólu Jónsdóttur húsfreyju og manns hennar Jóns Þorleifssonar bifreiðastjóra.
Hann var bifreiðastjóri hjá Ársæli Sveinssyni, tók vélstjórapróf og var vélstjóri á fiskiskipum lengstan hluta ævinnar.
Við Gosið fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur og þar var Árni vélstjóri til sjós.
Eftir nær 40 ára starf á sjónum, fór hann að vinna við smíðar og síðan vann hann hjá Olís um skeið.
Að síðustu var hann húsvörður við Þinghólsskóla í Kópavogi.
Árni skrifaði um skeið þætti í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þau Jóna giftu sig 1947, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Sólhlíð 6, síðan á Einidrangi við Brekastíg og síðast á Túngötu 24.
I. Kona Árna, (1. nóvember 1947), var Jóna Bergþóra Hannesdóttir frá Hæli, húsfreyja, f. 27. mars 1925, d. 10. febrúar 2010.
Börn þeirra:
1. Steinar Vilberg Árnason lífefnafræðingur, cand. mag., löggiltur skjalaþýðandi og dómtúlkur í spænsku, f. 2. október 1947. Kona hans er Guðrún Norðfjörð.
2. Þyri Kap Árnadóttir menntaskólakennari, f. 6. nóvember 1948. Maður hennar er Trausti Leósson.
3. Jón Atli Árnason læknir í Bandaríkjunum, sérfræðingur í giktsjúkdómum, f. 19. júlí 1959. Kona hans er Salvör Jónsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 19. nóvember 2000. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.