„Ginklofi“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
m (→Sjá einnig: tengill á 100. árgangur Læknablaðsins: Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum) |
||
(14 millibreytingar ekki sýndar frá 7 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
Ástand heilbrigðismála á Íslandi á 18. og 19. öld var dönskum stjórnvöldum stöðugt áhyggjuefni og ítrekað voru sendar tillögur til úrbóta á ýmsum málum og síðan fyrirspurnir um hvers vegna ekkert væri gert í málunum. Dönsk heilsupólitík átti að tryggja heilbrigði sem flestra til þess að efla vinnumarkaðinn og minnka útgjöld til fátækramála. Íslenskir embættismenn létu hjá líða að skipta sér af málum ef mögulegt var enda virðast þeir ekki hafa verið sammála þeirri stefnu sem rekin var af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Þannig nutu fátæklingar ekki ókeypis læknishjálpar né lyfjagjafar eins og kveðið var á um í lögum vegna þess að sveitarstjórnarmenn vildu ekki borga læknum fyrir þá þjónustu. Læknar voru einungis fyrir fáa útvalda og svo lengi sem sjúkdómar og sóttir náðu ekki til efri laga samfélagsins var ástæðulaust að grípa til aðgerða að mati Íslendinga. Í heilbrigðismálum eins og ýmsum öðrum málum fóru hugmyndir danskra yfirvalda alls ekki saman við íslenskan raunveruleika. Sagan úr Vestmannaeyjum þar sem ginklofi deyddi flest börn sem fæddust þar um langt árabili er lýsandi dæmi þess. | Ástand heilbrigðismála á Íslandi á 18. og 19. öld var dönskum stjórnvöldum stöðugt áhyggjuefni og ítrekað voru sendar tillögur til úrbóta á ýmsum málum og síðan fyrirspurnir um hvers vegna ekkert væri gert í málunum. Dönsk heilsupólitík átti að tryggja heilbrigði sem flestra til þess að efla vinnumarkaðinn og minnka útgjöld til fátækramála. Íslenskir embættismenn létu hjá líða að skipta sér af málum ef mögulegt var enda virðast þeir ekki hafa verið sammála þeirri stefnu sem rekin var af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Þannig nutu fátæklingar ekki ókeypis læknishjálpar né lyfjagjafar eins og kveðið var á um í lögum vegna þess að sveitarstjórnarmenn vildu ekki borga læknum fyrir þá þjónustu. Læknar voru einungis fyrir fáa útvalda og svo lengi sem sjúkdómar og sóttir náðu ekki til efri laga samfélagsins var ástæðulaust að grípa til aðgerða að mati Íslendinga. Í heilbrigðismálum eins og ýmsum öðrum málum fóru hugmyndir danskra yfirvalda alls ekki saman við íslenskan raunveruleika. Sagan úr Vestmannaeyjum, þar sem ginklofi deyddi flest börn sem fæddust þar um langt árabili, er lýsandi dæmi þess. | ||
== Landlæknir kemur til Vestmannaeyja == | == Landlæknir kemur til Vestmannaeyja == | ||
Íslendingar fengu sinn fyrsta landlækni árið 1760 en á næstu árum voru stofnuð embætti fjórðungslækna þannig að um 1800 voru starfandi fimm læknar auk landlæknis. Heilbrigðisyfirvöldum í Kaupmannahöfn bárust fregnir um að ungbarnadauði væri óvanalega mikill í Eyjum, skömmu fyrir aldamótin 1800 en þetta hafði verið lengi vitað hérlendis án þess að nokkuð væri að gert. Árið 1804 var [[Tómas Klog]] skipaður landlæknir en hann var fyrsti Daninn til að gegna læknisembætti á Íslandi og líklega var skipun hans tilkomin til að ná betri tökum á stjórn heilbrigðismála. Íslenskir embættismenn gerðu ekkert í málinu þrátt fyrir eftirrekstur og að lokum fór landlæknir til Vestmannaeyja árið 1810 og skrifaði skýrslu um málið, Indberettninger om Börnesygdommen Ginklofi. Þar lýsir hann ginklofatilfelli en talið var að sjúkdómurinn hefði verið valdur að flestum dauðsföllum. | |||
Ginklofi er stífkrampi sem stafar af svari líkamans við eitri bakteríunnar Clostridum tetani sem finnst víða í umhverfinu og getur lifað þar árum saman. Yfirleitt veldur hún ekki skaða þótt hún komist til dæmis í matvæli nema fleiri atriði komi til eins og óhreint vatn og ígerð á opnu holdi. Sjúkdómseinkenni eru margvísleg sem þó eru öll afleiðingar af krampa á mismunandi stigum í ýmsum líffærum. Dánarorsakir eru yfirleitt frá öndunarfærum, þ.e. köfnun, en hjartalömun og þó einkum lungnabólga eru iðulega talin orsök. | |||
Ginklofi er stífkrampi sem stafar af svari líkamans við eitri bakteríunnar Clostridum tetani sem finnst víða í umhverfinu og getur lifað þar árum saman. Yfirleitt veldur hún ekki skaða þótt hún komist til dæmis í matvæli nema | |||
Klog lagði til, til að lækka dánartíðnina, að konur hefðu börn sín á brjósti, meðferð matvæla yrði bætt sem og húsakynni og að eyjaskeggjar notuðu sama vatnsból og dönsku kaupmennirnir en hjá þeim þekktist varla ginklofi. Auk þess taldi hann brýnt að ganga betur frá naflastrengnum en læknar töldu að óhirða í því sambandi væri orsakavaldur í of mörgum dánartilfellum. Ekki var farið að ráðum hans þrátt fyrir ítrekuð tilmæli og ástandið lagaðist ekkert. | Klog lagði til, til að lækka dánartíðnina, að konur hefðu börn sín á brjósti, meðferð matvæla yrði bætt sem og húsakynni og að eyjaskeggjar notuðu sama vatnsból og dönsku kaupmennirnir en hjá þeim þekktist varla ginklofi. Auk þess taldi hann brýnt að ganga betur frá naflastrengnum en læknar töldu að óhirða í því sambandi væri orsakavaldur í of mörgum dánartilfellum. Ekki var farið að ráðum hans þrátt fyrir ítrekuð tilmæli og ástandið lagaðist ekkert. | ||
Ekkert hafði breyst í Vestmannaeyjum þrátt fyrir komu læknanna en þeir gerðu sér betur grein fyrir vandamálinu og voru með tillögur til úrbóta. | |||
== Schleisner og ginklofinn == | == Schleisner og ginklofinn == | ||
[[Mynd:Peter Schleisner.JPG|thumb|250px|Dr. Peter Anton Schleisner.<br>Birt með leyfi Læknablaðsins.]] | |||
Árið 1847 var ákveðið að senda [[Peter Anton Schleisner]] til Vestmannaeyja og þá var staðan þannig að milli 60 og 80% allra barna sem fæddust lifandi í Vestmannaeyjum dóu úr ginklofa en meðaltalið fyrir Ísland var um 30% og Danmörku milli 15 og 20%. Hvers vegna Schleisner varð fyrir valinu er ekki vitað en hann hafði skrifað ritgerð um | Árið 1847 var ákveðið að senda [[Peter Anton Schleisner]] til Vestmannaeyja og þá var staðan þannig að milli 60 og 80% allra barna sem fæddust lifandi í Vestmannaeyjum dóu úr ginklofa en meðaltalið fyrir Ísland var um 30% og Danmörku milli 15 og 20%. Hvers vegna Schleisner varð fyrir valinu er ekki vitað en hann hafði skrifað ritgerð um barnsfararsótt árið 1846 og kannski hefur það haft áhrif á valið. Þegar Schleisner kemur til Vestmannaeyja í byrjun júlí 1847 hefst hann þegar handa við að koma upp sérstakri fæðingarstofu og tók hún til starfa í september sama ár. En hvers vegna fæðingarstofu? [[Carl Hans Ulrich Balbroe|Bolbroe]] læknir sem starfaði í Eyjum 1832-1839 hafði áttað sig á því að þeir nýburar sem hann tók inn á heimili sitt fengu ekki ginklofa og eftirmaður hans, [[Andreas Steener Iversen Haaland|Haalland]], sem var í Eyjum 1840-1845 taldi nauðsynlegt að stofna sérstakt fæðingarheimili. Því var niðurstaðan sú að fæðingarstofa væri nauðsynleg. Illa gekk að fá konur til að koma á fæðingarstofuna og fæða þar en öll börn sem fæddust voru flutt þangað til meðferðar. Af 23 börnum sem fæddust frá september 1847 til júlí árið 1848 létust fimm, þar af þrjú úr ginklofa, eða 13% en undangengna tvo áratugi hafði dánartalan verið um 60% á sama árstíma. | ||
== Leiðir til úrbóta == | == Leiðir til úrbóta == | ||
[[Mynd:Copaifera Langesdorfii.JPG|thumb|250 px|Copaifera Langesdorfii. Tréð, sem framleiðir copaivabalsam.<br>Teikning eftir Baldur Johnsen.<br>Birt með leyfi Læknablaðsins.]]Schleisner beindi athyglinni fyrst og fremst að umbúnaði naflastrengsins og bar á hann sérstaka olíu, balsamum copaiba, þar til hann féll af. Á fæðingarstofunni voru viðhafðar strangar kröfur um hreinlæti og um mataræði en hvort tveggja líkaði konum illa. Brjóstagjöf var viðhöfð eftir því sem hægt var en þar sem einungis fáar konur voru með börnum á stofunni var erfitt um vik. Þegar börnin fóru heim fengu þau með sér pela, barnaföt og þvottasvamp og mæðrum voru lagðar lífsreglurnar um meðferð ungbarna eins þá var tíðkanlegt. Með þessu var tekið á þeim þáttum sem ítrekað hafði verið bent á sem hugsanlegan orsakavald en það var umbúnaður naflastrengs, ömurlegar umhverfisaðstæður, meðal annars þröngbýli og fúlt vatn, og skortur á brjóstamjólk. | |||
== Fæðingarstofa sett á laggirnar == | == Fæðingarstofa sett á laggirnar == | ||
Til þess að finna nákvæmlega hvað ylli ginklofanum rannsakaði Schleisner hvaða vatnsból var notað, hvað konur borðuðu um meðgönguna, hver næring nýbura væri (móðurmjólk, kúamjólk eða annað), hvort fuglafiður væri í sængum og almennt heilsufar heimilisfólks og bar þetta saman við fjölda fæddra og látinna barna á ginklofatímabilinu, þ.e. fimmta til tólfta dags. Ekki reyndist vera fylgni þarna á milli, hvorki við eitt né fleiri atriði. Þegar Schleisner reynir að átta sig á því hvað það sé sem valdi sjúkdómnum finnur hann ekki altæka lausn. Hann vitnar til erlendra rannsókna en menn höfðu ekki komist að hinu sanna í þessu máli þótt ýmsar hugmyndir væru á lofti. ''„Flestir virðast þó geta sameinast um að hér sé um að ræða heilbrigðisfræðilegan grundvöll sem færir þennan sjúkdóm í flokk með skyrbjúg og líkþrá sem tilheyra lágu menningarstigi...Þó má af minni reynslu sjá að nokkuð er hægt að gera til fyrirbyggingar sjúkdómsins, já og það ekki svo lítið. Það er fæðingarstofan sem leysir vandann.“'' | Til þess að finna nákvæmlega hvað ylli ginklofanum rannsakaði Schleisner hvaða vatnsból var notað, hvað konur borðuðu um meðgönguna, hver næring nýbura væri (móðurmjólk, kúamjólk eða annað), hvort fuglafiður væri í sængum og almennt heilsufar heimilisfólks og bar þetta saman við fjölda fæddra og látinna barna á ginklofatímabilinu, þ.e. fimmta til tólfta dags. Ekki reyndist vera fylgni þarna á milli, hvorki við eitt né fleiri atriði. Þegar Schleisner reynir að átta sig á því hvað það sé sem valdi sjúkdómnum finnur hann ekki altæka lausn. Hann vitnar til erlendra rannsókna en menn höfðu ekki komist að hinu sanna í þessu máli þótt ýmsar hugmyndir væru á lofti. ''„Flestir virðast þó geta sameinast um að hér sé um að ræða heilbrigðisfræðilegan grundvöll sem færir þennan sjúkdóm í flokk með skyrbjúg og líkþrá sem tilheyra lágu menningarstigi...Þó má af minni reynslu sjá að nokkuð er hægt að gera til fyrirbyggingar sjúkdómsins, já og það ekki svo lítið. Það er fæðingarstofan sem leysir vandann.“'' | ||
Þetta var niðurstaða Schleisners og læknirinn og fæðingarstofan mynda umgerð fyrir aðgerðirnar og verða tákn þeirra. Vitað var að börn Dana í Eyjum dóu ekki úr ginklofa og ástæðan var talin betri híbýli, neysluvatn og umhverfisaðstæður auk þess sem danskar mæður höfðu börn sín á brjósti. Með fæðingarstofunni átti að skapa sambærilegar aðstæður fyrir aðrar mæður og börn þeirra á þeim tíma sem hætta var á að þau fengju ginklofa. Það tókst að miklu leyti. Schleisner áttaði sig hins vegar ekki á því sem skipti mestu máli í þessu sambandi en það var notkun olíunnar enda var þetta löngu fyrir daga sýklafræðinnar. Olían, kopaivabalsam (balsamum copaiba) var þekkt víða um lönd enda er hennar getið í lyfjaskrám og notuð til græðingar við þvagfærasýkingar og á sárum. Mikilvægi hennar felst í því að hún er náttúrulegt sótthreinsandi sárasmyrsl og kom í veg fyrir að smitefni gæti borist í naflasár sem er viðkvæmasti staðurinn á ungbarni fyrir sýkingu. Olían var notuð fram um aldamótin 1900 en þá kom bórsýran til sögunnar og erlendis þar sem ginklofi var útbreiddur mun einkum hafa verið notað joð. Hún var hins vegar hvergi notuð til að bera á naflastrenginn og hérlendis var mælt með nýju og ósöltu smjöri. Frágangur naflans hafði lengi verið umkvörtunarefni lækna en það hafði einungis verið eitt af mörgum atriðum varðandi meðferð á ungbörnum. | Þetta var niðurstaða Schleisners og læknirinn og fæðingarstofan mynda umgerð fyrir aðgerðirnar og verða tákn þeirra. Vitað var að börn Dana í Eyjum dóu ekki úr ginklofa og ástæðan var talin betri híbýli, neysluvatn og umhverfisaðstæður auk þess sem danskar mæður höfðu börn sín á brjósti. Með fæðingarstofunni átti að skapa sambærilegar aðstæður fyrir aðrar mæður og börn þeirra á þeim tíma sem hætta var á að þau fengju ginklofa. Það tókst að miklu leyti. Schleisner áttaði sig hins vegar ekki á því sem skipti mestu máli í þessu sambandi en það var notkun olíunnar enda var þetta löngu fyrir daga sýklafræðinnar. Olían, kopaivabalsam (balsamum copaiba) var þekkt víða um lönd enda er hennar getið í lyfjaskrám og notuð til græðingar við þvagfærasýkingar og á sárum. Mikilvægi hennar felst í því að hún er náttúrulegt sótthreinsandi sárasmyrsl og kom í veg fyrir að smitefni gæti borist í naflasár sem er viðkvæmasti staðurinn á ungbarni fyrir sýkingu. Olían var notuð fram um aldamótin 1900 en þá kom bórsýran til sögunnar og erlendis, þar sem ginklofi var útbreiddur, mun einkum hafa verið notað joð. Hún var hins vegar hvergi notuð til að bera á naflastrenginn og hérlendis var mælt með nýju og ósöltu smjöri. Frágangur naflans hafði lengi verið umkvörtunarefni lækna en það hafði einungis verið eitt af mörgum atriðum varðandi meðferð á ungbörnum. | ||
== Sigrast á vandanum == | == Sigrast á vandanum == | ||
Þegar Schleisner fór aftur til Danmerkur var fæðingarstofan aflögð vegna áhuga- og skeytingarleysis heimamanna og jafnvel þótt héraðslæknirinn Davidsen gerði tillögu um að breyta henni í spítala, sem var vel tekið af dönskum yfirvöldum, þá sýndu innlendir aðilar því engan áhuga. Notkun olíunnar hélt hins vegar áfram og dauðsföll af völdum ginklofa heyrðu nær sögunni til. Það hefði þurft gagngerar breytingar á venjum og lifnaðarháttum fólks til að koma í veg fyrir að smit bærist úr umhverfinu en við slíku var ekki að búast á þessum tíma. En hvernig smituðust börnin? Niðurstaða Baldurs Johnsens, sem kannaði sögu ginklofans ítarlega, er: ''„Af öllu þessu...verður ekki ráðið í sérstakan smitbera öðrum fremur meðal dýra en vafalaust tengist útbreiðsla veikinnar atvinnuháttum og ýmsum búskaparháttum þar sem mold getur borist inn í hús beint eða óbeint. Í mold og saur verður að sækja smitefnið þar sem það lifði í einhvers konar dvalarástandi. Óþrifaleg umgengni og þrengsli gefa góðan hindrunarlausan farveg fyrir smitefni. Eitt er víst, þar sem sóttkveikjan er alls staðar nálæg mun hún hafa þrifist vel í hlýjum hreiðrum og holum bjargfugla í feitum jarðvegi fuglabyggðarinnar, engu að síður en í fjósum og öðrum skýlum búpenings.“'' Þannig er hún til staðar í umhverfinu og berst í naflann með naflabindunum eða vatninu sem börnin eru böðuð upp úr. Schleisner áttaði sig ekki nákvæmlega á því hvað olli ginklofanum en með því að útiloka umhverfisþættina inni á stofnun var hægt að sigrast á vandanum. Miasma-kenningin, þ.e. að sjúkdómar smituðust með eitruðum lofttegundum, var enn ráðandi og formlega heldur hann tryggð við hana en gamlar sögur úr Vestmannaeyjum segja að Schleisner hafi talað um að eitthvert smitefni gæti borist í fólk frá lundum. | |||
Þegar Schleisner fór aftur til Danmerkur var fæðingarstofan aflögð vegna áhuga- og skeytingarleysis heimamanna og jafnvel þótt héraðslæknirinn Davidsen gerði tillögu um að breyta henni í spítala sem var vel tekið af dönskum yfirvöldum þá sýndu innlendir aðilar því engan áhuga. Notkun olíunnar hélt hins vegar áfram og dauðsföll af völdum ginklofa heyrðu nær sögunni til. Það hefði þurft gagngerar breytingar á venjum og lifnaðarháttum fólks til að koma í veg fyrir að smit bærist úr umhverfinu en við slíku var ekki að búast á þessum tíma. En hvernig smituðust börnin? Niðurstaða | |||
Sagan um ginklofann í Vestmannaeyjum er lýsandi dæmi um baráttu heilbrigðisyfirvalda gegn ógnvænlegum staðbundnum sjúkdómi. Frá því að yfirvöldum berast fyrst upplýsingar um ástandið er unnið skipulega að því að kanna málið og síðan að grípa til viðeigandi ráðstafana. Þegar í ljós kemur að eyjaskeggjar fara ekki að þeim fyrirmælum sem gefin eru og talin voru nauðsynleg til að draga úr ungbarnadauðanum þá er skipaður sérstakur læknir. Þegar það dugir ekki til er sendur sérstakur erindreki sem starfar með lækninum í Vestmannaeyjum að því eina verkefni að kveða niður ginklofann og tekin er í notkun fæðingarstofa, sú fyrsta á Íslandi. | Sagan um ginklofann í Vestmannaeyjum er lýsandi dæmi um baráttu heilbrigðisyfirvalda gegn ógnvænlegum staðbundnum sjúkdómi. Frá því að yfirvöldum berast fyrst upplýsingar um ástandið er unnið skipulega að því að kanna málið og síðan að grípa til viðeigandi ráðstafana. Þegar í ljós kemur að eyjaskeggjar fara ekki að þeim fyrirmælum sem gefin eru og talin voru nauðsynleg til að draga úr ungbarnadauðanum þá er skipaður sérstakur læknir. Þegar það dugir ekki til er sendur sérstakur erindreki sem starfar með lækninum í Vestmannaeyjum að því eina verkefni að kveða niður ginklofann og tekin er í notkun fæðingarstofa, sú fyrsta á Íslandi. | ||
== Aðstæðurnar slæmar == | == Aðstæðurnar slæmar == | ||
Á þessum tímum var fátækt og örbirgð mikil, húsakynni þröng og óvistleg. Forir voru undir húsveggjum, þurrkuð fiskbein voru brennd með vondum fnyk. Þótti mesta furða hvað mannfólkið hélt þó vel heilsu í þessum ömurlegu vistarverum. Vatnsskortur var almennur og óhreinindi runnu í vatnsbólin og skepnur gengu í [[Vilpa|Vilpu]] og [[Tjörnin]]a og drukku. Nýmeti var oft af skornum skammti og ekki furða þótt viðloðandi væru hörgulsjúkdómar svo sem skyrbjúgur og beinkröm í Vestmannaeyjum. | [[Mynd:Gamalt fjós.JPG|thumb| 250 px|Gamalt fjós einokunarkaupmanna, síðar mannabústaður. Þar dó barn úr ginklofa 1915.]] Á þessum tímum var fátækt og örbirgð mikil, húsakynni þröng og óvistleg. Forir voru undir húsveggjum, þurrkuð fiskbein voru brennd með vondum fnyk. Þótti mesta furða hvað mannfólkið hélt þó vel heilsu í þessum ömurlegu vistarverum. Vatnsskortur var almennur og óhreinindi runnu í vatnsbólin og skepnur gengu í [[Vilpa|Vilpu]] og [[Tjörnin]]a og drukku. Nýmeti var oft af skornum skammti og ekki furða þótt viðloðandi væru hörgulsjúkdómar svo sem skyrbjúgur og beinkröm í Vestmannaeyjum. | ||
== Frydendal notað sem sjúkrahús == | == Frydendal notað sem sjúkrahús == | ||
Ekkert sjúkrahús var þá í Vestmannaeyjum, en árið 1837 settist þar að danskur skipstjóri að nafni | Ekkert sjúkrahús var þá í Vestmannaeyjum, en árið 1837 settist þar að danskur skipstjóri að nafni [[Eriksen]]. Kona hans hét [[Madama Roed|Anne Johanne]]. Þau byggðu húsið [[Frydendal]]. Anne Johanne var að sögn glaðvær kona og dugnaðarforkur. Læknir staðarins fékk að leggja sjúklinga inn í Frydendal og var það oft notað sem sjúkrahús. Fengu sjúklingar þá góða umönnun hjá Anne Johanne. Eftir lát manns síns giftist Anne Jóhanne dönskum manni að nafni Roed og var eftir það alltaf kölluð madama Roed. Hún rak veitingahús í Frydendal. Leifar Frydendal, þess stóra íbúðarhúss, var verslunarhúsið [[Bjarmi]] sem stóð við [[Miðstræti]]. | ||
Madame Roed flutti með sér ýmsa nýja siði. Hún kenndi Vestmannaeyingum að rækta kartöflur, sem varð til þess að seinna voru kartöflur ræktaðar við hvern bæ og brugðust sjaldan. Þá var mikið af kálgörðum í sandinum inn í Botni þar sem nú er Friðarhöfn. Síðar varð mikil garðrækt í Hrauninu fram af Herjólfsdal, svæði sem eftir [[Heimaeyjargosið]] var skipulagt undir ný íbúðarhúsahverfi. Kartöflur voru settar niður 20. maí ár hvert. Mikil vinna var við garðana og tók öll fjölskyldan þátt í þeim störfum. Börnunum þótti það sérstök skemmtun og tilbreyting þegar farið var í kálgarða í Botninum. | Madame Roed flutti með sér ýmsa nýja siði. Hún kenndi Vestmannaeyingum að rækta kartöflur, sem varð til þess að seinna voru kartöflur ræktaðar við hvern bæ og brugðust sjaldan. Þá var mikið af kálgörðum í sandinum inn í Botni þar sem nú er Friðarhöfn. Síðar varð mikil garðrækt í Hrauninu fram af Herjólfsdal, svæði sem eftir [[Heimaeyjargosið]] var skipulagt undir ný íbúðarhúsahverfi. Kartöflur voru settar niður 20. maí ár hvert. Mikil vinna var við garðana og tók öll fjölskyldan þátt í þeim störfum. Börnunum þótti það sérstök skemmtun og tilbreyting þegar farið var í kálgarða í Botninum. | ||
== Sjá einnig == | |||
* [[Heilbrigðissaga Vestmannaeyja]] | |||
* [[Sjúkrahús Vestmannaeyja]] | |||
* | * [https://www.laeknabladid.is/tolublod/2014/02/nr/5069 100. árgangur Læknablaðsins: Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum] | ||
{{Heimildir| | |||
* Baldur Johnsen, ''„Ginklofinn í Vestmannaeyjum“.'' ''Læknablaðið'', fylgirit 14, maí 1982. | |||
*''Læknar á Íslandi''. Reykjavík: Þjóðsaga ehf., 2000. | |||
}} | |||
<meta:creator>Skapti Örn Ólafsson</meta:creator> | |||
[[Flokkur:Saga]] |
Núverandi breyting frá og með 5. desember 2021 kl. 17:48
Ástand heilbrigðismála á Íslandi á 18. og 19. öld var dönskum stjórnvöldum stöðugt áhyggjuefni og ítrekað voru sendar tillögur til úrbóta á ýmsum málum og síðan fyrirspurnir um hvers vegna ekkert væri gert í málunum. Dönsk heilsupólitík átti að tryggja heilbrigði sem flestra til þess að efla vinnumarkaðinn og minnka útgjöld til fátækramála. Íslenskir embættismenn létu hjá líða að skipta sér af málum ef mögulegt var enda virðast þeir ekki hafa verið sammála þeirri stefnu sem rekin var af hálfu heilbrigðisyfirvalda. Þannig nutu fátæklingar ekki ókeypis læknishjálpar né lyfjagjafar eins og kveðið var á um í lögum vegna þess að sveitarstjórnarmenn vildu ekki borga læknum fyrir þá þjónustu. Læknar voru einungis fyrir fáa útvalda og svo lengi sem sjúkdómar og sóttir náðu ekki til efri laga samfélagsins var ástæðulaust að grípa til aðgerða að mati Íslendinga. Í heilbrigðismálum eins og ýmsum öðrum málum fóru hugmyndir danskra yfirvalda alls ekki saman við íslenskan raunveruleika. Sagan úr Vestmannaeyjum, þar sem ginklofi deyddi flest börn sem fæddust þar um langt árabili, er lýsandi dæmi þess.
Landlæknir kemur til Vestmannaeyja
Íslendingar fengu sinn fyrsta landlækni árið 1760 en á næstu árum voru stofnuð embætti fjórðungslækna þannig að um 1800 voru starfandi fimm læknar auk landlæknis. Heilbrigðisyfirvöldum í Kaupmannahöfn bárust fregnir um að ungbarnadauði væri óvanalega mikill í Eyjum, skömmu fyrir aldamótin 1800 en þetta hafði verið lengi vitað hérlendis án þess að nokkuð væri að gert. Árið 1804 var Tómas Klog skipaður landlæknir en hann var fyrsti Daninn til að gegna læknisembætti á Íslandi og líklega var skipun hans tilkomin til að ná betri tökum á stjórn heilbrigðismála. Íslenskir embættismenn gerðu ekkert í málinu þrátt fyrir eftirrekstur og að lokum fór landlæknir til Vestmannaeyja árið 1810 og skrifaði skýrslu um málið, Indberettninger om Börnesygdommen Ginklofi. Þar lýsir hann ginklofatilfelli en talið var að sjúkdómurinn hefði verið valdur að flestum dauðsföllum.
Ginklofi er stífkrampi sem stafar af svari líkamans við eitri bakteríunnar Clostridum tetani sem finnst víða í umhverfinu og getur lifað þar árum saman. Yfirleitt veldur hún ekki skaða þótt hún komist til dæmis í matvæli nema fleiri atriði komi til eins og óhreint vatn og ígerð á opnu holdi. Sjúkdómseinkenni eru margvísleg sem þó eru öll afleiðingar af krampa á mismunandi stigum í ýmsum líffærum. Dánarorsakir eru yfirleitt frá öndunarfærum, þ.e. köfnun, en hjartalömun og þó einkum lungnabólga eru iðulega talin orsök.
Klog lagði til, til að lækka dánartíðnina, að konur hefðu börn sín á brjósti, meðferð matvæla yrði bætt sem og húsakynni og að eyjaskeggjar notuðu sama vatnsból og dönsku kaupmennirnir en hjá þeim þekktist varla ginklofi. Auk þess taldi hann brýnt að ganga betur frá naflastrengnum en læknar töldu að óhirða í því sambandi væri orsakavaldur í of mörgum dánartilfellum. Ekki var farið að ráðum hans þrátt fyrir ítrekuð tilmæli og ástandið lagaðist ekkert.
Ekkert hafði breyst í Vestmannaeyjum þrátt fyrir komu læknanna en þeir gerðu sér betur grein fyrir vandamálinu og voru með tillögur til úrbóta.
Schleisner og ginklofinn
Árið 1847 var ákveðið að senda Peter Anton Schleisner til Vestmannaeyja og þá var staðan þannig að milli 60 og 80% allra barna sem fæddust lifandi í Vestmannaeyjum dóu úr ginklofa en meðaltalið fyrir Ísland var um 30% og Danmörku milli 15 og 20%. Hvers vegna Schleisner varð fyrir valinu er ekki vitað en hann hafði skrifað ritgerð um barnsfararsótt árið 1846 og kannski hefur það haft áhrif á valið. Þegar Schleisner kemur til Vestmannaeyja í byrjun júlí 1847 hefst hann þegar handa við að koma upp sérstakri fæðingarstofu og tók hún til starfa í september sama ár. En hvers vegna fæðingarstofu? Bolbroe læknir sem starfaði í Eyjum 1832-1839 hafði áttað sig á því að þeir nýburar sem hann tók inn á heimili sitt fengu ekki ginklofa og eftirmaður hans, Haalland, sem var í Eyjum 1840-1845 taldi nauðsynlegt að stofna sérstakt fæðingarheimili. Því var niðurstaðan sú að fæðingarstofa væri nauðsynleg. Illa gekk að fá konur til að koma á fæðingarstofuna og fæða þar en öll börn sem fæddust voru flutt þangað til meðferðar. Af 23 börnum sem fæddust frá september 1847 til júlí árið 1848 létust fimm, þar af þrjú úr ginklofa, eða 13% en undangengna tvo áratugi hafði dánartalan verið um 60% á sama árstíma.
Leiðir til úrbóta
Schleisner beindi athyglinni fyrst og fremst að umbúnaði naflastrengsins og bar á hann sérstaka olíu, balsamum copaiba, þar til hann féll af. Á fæðingarstofunni voru viðhafðar strangar kröfur um hreinlæti og um mataræði en hvort tveggja líkaði konum illa. Brjóstagjöf var viðhöfð eftir því sem hægt var en þar sem einungis fáar konur voru með börnum á stofunni var erfitt um vik. Þegar börnin fóru heim fengu þau með sér pela, barnaföt og þvottasvamp og mæðrum voru lagðar lífsreglurnar um meðferð ungbarna eins þá var tíðkanlegt. Með þessu var tekið á þeim þáttum sem ítrekað hafði verið bent á sem hugsanlegan orsakavald en það var umbúnaður naflastrengs, ömurlegar umhverfisaðstæður, meðal annars þröngbýli og fúlt vatn, og skortur á brjóstamjólk.
Fæðingarstofa sett á laggirnar
Til þess að finna nákvæmlega hvað ylli ginklofanum rannsakaði Schleisner hvaða vatnsból var notað, hvað konur borðuðu um meðgönguna, hver næring nýbura væri (móðurmjólk, kúamjólk eða annað), hvort fuglafiður væri í sængum og almennt heilsufar heimilisfólks og bar þetta saman við fjölda fæddra og látinna barna á ginklofatímabilinu, þ.e. fimmta til tólfta dags. Ekki reyndist vera fylgni þarna á milli, hvorki við eitt né fleiri atriði. Þegar Schleisner reynir að átta sig á því hvað það sé sem valdi sjúkdómnum finnur hann ekki altæka lausn. Hann vitnar til erlendra rannsókna en menn höfðu ekki komist að hinu sanna í þessu máli þótt ýmsar hugmyndir væru á lofti. „Flestir virðast þó geta sameinast um að hér sé um að ræða heilbrigðisfræðilegan grundvöll sem færir þennan sjúkdóm í flokk með skyrbjúg og líkþrá sem tilheyra lágu menningarstigi...Þó má af minni reynslu sjá að nokkuð er hægt að gera til fyrirbyggingar sjúkdómsins, já og það ekki svo lítið. Það er fæðingarstofan sem leysir vandann.“
Þetta var niðurstaða Schleisners og læknirinn og fæðingarstofan mynda umgerð fyrir aðgerðirnar og verða tákn þeirra. Vitað var að börn Dana í Eyjum dóu ekki úr ginklofa og ástæðan var talin betri híbýli, neysluvatn og umhverfisaðstæður auk þess sem danskar mæður höfðu börn sín á brjósti. Með fæðingarstofunni átti að skapa sambærilegar aðstæður fyrir aðrar mæður og börn þeirra á þeim tíma sem hætta var á að þau fengju ginklofa. Það tókst að miklu leyti. Schleisner áttaði sig hins vegar ekki á því sem skipti mestu máli í þessu sambandi en það var notkun olíunnar enda var þetta löngu fyrir daga sýklafræðinnar. Olían, kopaivabalsam (balsamum copaiba) var þekkt víða um lönd enda er hennar getið í lyfjaskrám og notuð til græðingar við þvagfærasýkingar og á sárum. Mikilvægi hennar felst í því að hún er náttúrulegt sótthreinsandi sárasmyrsl og kom í veg fyrir að smitefni gæti borist í naflasár sem er viðkvæmasti staðurinn á ungbarni fyrir sýkingu. Olían var notuð fram um aldamótin 1900 en þá kom bórsýran til sögunnar og erlendis, þar sem ginklofi var útbreiddur, mun einkum hafa verið notað joð. Hún var hins vegar hvergi notuð til að bera á naflastrenginn og hérlendis var mælt með nýju og ósöltu smjöri. Frágangur naflans hafði lengi verið umkvörtunarefni lækna en það hafði einungis verið eitt af mörgum atriðum varðandi meðferð á ungbörnum.
Sigrast á vandanum
Þegar Schleisner fór aftur til Danmerkur var fæðingarstofan aflögð vegna áhuga- og skeytingarleysis heimamanna og jafnvel þótt héraðslæknirinn Davidsen gerði tillögu um að breyta henni í spítala, sem var vel tekið af dönskum yfirvöldum, þá sýndu innlendir aðilar því engan áhuga. Notkun olíunnar hélt hins vegar áfram og dauðsföll af völdum ginklofa heyrðu nær sögunni til. Það hefði þurft gagngerar breytingar á venjum og lifnaðarháttum fólks til að koma í veg fyrir að smit bærist úr umhverfinu en við slíku var ekki að búast á þessum tíma. En hvernig smituðust börnin? Niðurstaða Baldurs Johnsens, sem kannaði sögu ginklofans ítarlega, er: „Af öllu þessu...verður ekki ráðið í sérstakan smitbera öðrum fremur meðal dýra en vafalaust tengist útbreiðsla veikinnar atvinnuháttum og ýmsum búskaparháttum þar sem mold getur borist inn í hús beint eða óbeint. Í mold og saur verður að sækja smitefnið þar sem það lifði í einhvers konar dvalarástandi. Óþrifaleg umgengni og þrengsli gefa góðan hindrunarlausan farveg fyrir smitefni. Eitt er víst, þar sem sóttkveikjan er alls staðar nálæg mun hún hafa þrifist vel í hlýjum hreiðrum og holum bjargfugla í feitum jarðvegi fuglabyggðarinnar, engu að síður en í fjósum og öðrum skýlum búpenings.“ Þannig er hún til staðar í umhverfinu og berst í naflann með naflabindunum eða vatninu sem börnin eru böðuð upp úr. Schleisner áttaði sig ekki nákvæmlega á því hvað olli ginklofanum en með því að útiloka umhverfisþættina inni á stofnun var hægt að sigrast á vandanum. Miasma-kenningin, þ.e. að sjúkdómar smituðust með eitruðum lofttegundum, var enn ráðandi og formlega heldur hann tryggð við hana en gamlar sögur úr Vestmannaeyjum segja að Schleisner hafi talað um að eitthvert smitefni gæti borist í fólk frá lundum.
Sagan um ginklofann í Vestmannaeyjum er lýsandi dæmi um baráttu heilbrigðisyfirvalda gegn ógnvænlegum staðbundnum sjúkdómi. Frá því að yfirvöldum berast fyrst upplýsingar um ástandið er unnið skipulega að því að kanna málið og síðan að grípa til viðeigandi ráðstafana. Þegar í ljós kemur að eyjaskeggjar fara ekki að þeim fyrirmælum sem gefin eru og talin voru nauðsynleg til að draga úr ungbarnadauðanum þá er skipaður sérstakur læknir. Þegar það dugir ekki til er sendur sérstakur erindreki sem starfar með lækninum í Vestmannaeyjum að því eina verkefni að kveða niður ginklofann og tekin er í notkun fæðingarstofa, sú fyrsta á Íslandi.
Aðstæðurnar slæmar
Á þessum tímum var fátækt og örbirgð mikil, húsakynni þröng og óvistleg. Forir voru undir húsveggjum, þurrkuð fiskbein voru brennd með vondum fnyk. Þótti mesta furða hvað mannfólkið hélt þó vel heilsu í þessum ömurlegu vistarverum. Vatnsskortur var almennur og óhreinindi runnu í vatnsbólin og skepnur gengu í Vilpu og Tjörnina og drukku. Nýmeti var oft af skornum skammti og ekki furða þótt viðloðandi væru hörgulsjúkdómar svo sem skyrbjúgur og beinkröm í Vestmannaeyjum.
Frydendal notað sem sjúkrahús
Ekkert sjúkrahús var þá í Vestmannaeyjum, en árið 1837 settist þar að danskur skipstjóri að nafni Eriksen. Kona hans hét Anne Johanne. Þau byggðu húsið Frydendal. Anne Johanne var að sögn glaðvær kona og dugnaðarforkur. Læknir staðarins fékk að leggja sjúklinga inn í Frydendal og var það oft notað sem sjúkrahús. Fengu sjúklingar þá góða umönnun hjá Anne Johanne. Eftir lát manns síns giftist Anne Jóhanne dönskum manni að nafni Roed og var eftir það alltaf kölluð madama Roed. Hún rak veitingahús í Frydendal. Leifar Frydendal, þess stóra íbúðarhúss, var verslunarhúsið Bjarmi sem stóð við Miðstræti.
Madame Roed flutti með sér ýmsa nýja siði. Hún kenndi Vestmannaeyingum að rækta kartöflur, sem varð til þess að seinna voru kartöflur ræktaðar við hvern bæ og brugðust sjaldan. Þá var mikið af kálgörðum í sandinum inn í Botni þar sem nú er Friðarhöfn. Síðar varð mikil garðrækt í Hrauninu fram af Herjólfsdal, svæði sem eftir Heimaeyjargosið var skipulagt undir ný íbúðarhúsahverfi. Kartöflur voru settar niður 20. maí ár hvert. Mikil vinna var við garðana og tók öll fjölskyldan þátt í þeim störfum. Börnunum þótti það sérstök skemmtun og tilbreyting þegar farið var í kálgarða í Botninum.
Sjá einnig
- Heilbrigðissaga Vestmannaeyja
- Sjúkrahús Vestmannaeyja
- 100. árgangur Læknablaðsins: Baráttan við ginklofa í Vestmannaeyjum
Heimildir
- Baldur Johnsen, „Ginklofinn í Vestmannaeyjum“. Læknablaðið, fylgirit 14, maí 1982.
- Læknar á Íslandi. Reykjavík: Þjóðsaga ehf., 2000.
<meta:creator>Skapti Örn Ólafsson</meta:creator>