„Óskar Matthíasson (Byggðarenda)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 9: Lína 9:
* [[Óskar Þór Óskarsson]]
* [[Óskar Þór Óskarsson]]
* [[Leó Óskarsson]]
* [[Leó Óskarsson]]
* [[Þórunn Óskarsdóttir]]
* [[Þórunn Óskarsdóttir (hjúkrunarfræðingur)|Þórunn Óskarsdóttir]]
* [[Ingibergur Óskarsson]]
* [[Ingibergur Óskarsson]]



Núverandi breyting frá og með 20. mars 2021 kl. 11:21

Óskar

Óskar Matthíasson fæddist í Vestmannaeyjum 22. mars 1921 í Garðsauka og lést 21. desember 1992. Foreldrar hans voru hjónin Þórunn Júlía Sveinsdóttir og Matthías Gíslason á Byggðarenda.

Óskar var kvæntur Þóru Sigurjónsdóttur og eignuðust þau 7 börn.

Sjómannsferill

Óskar hóf sinn sjómannsferil þegar hann var 17 ára á Emmu með Ragnari Þorvaldssyni. Sagði Óskar eitt sinn að hann hefði verið rekinn í land eftir um hálfan mánuð fyrir sjóveiki og annan ræfildóm. Hann hélt sig þó ekki nema í eitt ár frá sjónum. Hann var háseti og vélstjóri á hinum ýmsu bátum fram til ársins 1944 þegar hann hóf formannsferil sinn. Árið 1944 byrjaði Óskar sem skipsstjóri á Glað, síðan Skuldinni og loks aftur með Glað. En 1946 keypti hann Nönnu, síðan Leó og Þórunni Sveinsdóttur.

Óskar var aflakóngur Vestmannaeyja árið 1965, 1966, 1969 og 1970.

Óskar Kárason samdi formannavísu um Óskar:

Óskar Matta ýtinn mjög
afla föng að kanna.
Þó að hristi stormur stög,
strauminn mylur Nanna.

Óskar samdi seinna aðra vísu um hann:

Óskar ég fylkinn fara
frækinn veit stjórann sækinn,
Mattason kólgu klatta
klýfur á Leó stífur
hrönn, þegar æst í önnum,
æðir um veiði-svæði,
spyrðlinga marga myrðir,
meiðurinn býsna veiðinn.

Myndir


Heimildir

  • Óskar Kárason. Formannavísur. Vestmannaeyjum, 1950.
  • Óskar Kárason. Formannavísur II. Vestmannaeyjum, 1956.
  • Sjómannadagsblað Vestmannaeyja. 1965.
  • Þórarinn Ingi Ólafsson. http://www.eyjar.is/ingiol