„Helga Magnúsdóttir (Felli)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Helga Magnúsdóttir''' frá Felli, húsfreyja fæddist þar 14. apríl 1948.<br> Foreldrar hennar voru Magnús Grímsson skipstjóri frá Felli,...)
 
m (Verndaði „Helga Magnúsdóttir (Felli)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 27. janúar 2021 kl. 19:12

Helga Magnúsdóttir frá Felli, húsfreyja fæddist þar 14. apríl 1948.
Foreldrar hennar voru Magnús Grímsson skipstjóri frá Felli, f. 10. september 1921, d. 16. desember 2008, og kona hans Aðalbjörg Þorkelsdóttir frá Sandprýði, húsfreyja, f. 5. mars 1924, d. 16. september 2010.

Börn Aðalbjargar og Magnúsar:
1. Magnea Guðrún Magnúsdóttir, f. 28. desember 1942 í Sandprýði. Maður hennar er Hannes Haraldsson.
2. Grímur Magnússon, f. 19. apríl 1945 í Sandprýði. Kona hans er María Ármannsdóttir.
3. Helga Magnúsdóttir, f. 18. apríl 1948 á Felli. Maður hennar er Jón Ragnar Sævarsson.
4. Hafdís Magnúsdóttir, f. 18. janúar 1958. Maður hennar er Jón Ólafur Svansson.

Helga var með foreldrum sínum í æsku.
Eftir skyldunám var hún í vist hjá Jakobínu Hjálmarsdóttur og Einari Val Bjarnasyni í Danmörku, var síðan í lýðháskóla þar. Síðar varð hún verkstjóri í Ísfélaginu og eftir sameiningu við Hraðfrystistöðina.
Þau Jón Ragnar giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Reykjum, á Lundi við Miðstræti 22 við Gos 1973, um skeið á Fögrubrekku meðan þau byggðu Búhamr 36, en búa nú í Baldurshaga við Vesturveg 5.

I. Maður Helgu, (27. júlí 1968), er Jón Ragnar Sævarsson sjómaður, vélstjóri, vélvirki, f. 27. júlí 1948 á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri.
Börn þeirra eru:
1. Bryndís Björg Jónsdóttir húsfreyja, flugfreyja, f. 29. maí 1969. Maður hennar Hlynur Mortens.
2. Magnús Jónsson sjómaður, f. 12. maí 1971. Kona hans Súsanna Georgsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.