Jón Ragnar Sævarsson
Jón Ragnar Sævarsson sjómaður, vélstjóri, vélvirki í Baldurshaga fæddist 27. júlí 1948 á Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri, V.-Skaft..
Foreldrar hans voru Guðríður Guðfinna Jónsdóttir, síðar húsfreyja á Fjólugötu 7, f. 25. febrúar 1931 í Vík í Mýrdal, og Víkingur Sævar Sigurðsson, f. 5. maí 1925, d. 25. febrúar 1983.
Barn Guðríðar er
1. Jón Ragnar Sævarsson sjómaður, vélstjóri, vélvirki, f. 27. júlí 1948 á Þykkvabæjarklaustri.
Börn Guðríðar og Engilberts eru:
1. Kolbrún Engilbertsdóttir sjúkraliði í Reykjavík, f. 16. júlí 1952 á Sjúkrahúsinu í Eyjum.
2. Þór Engilbertsson húsasmíðameistari og verktaki, eigandi byggingafyrirtækisins Tvö-Þ í Eyjum, f. 16. apríl 1954 í Hljómskálanum.
Jón Ragnar ólst upp á Þykkvabæjarklaustri, stundaði nám í Skógaskóla og varð gagnfræðingur. Hann lærði vélvirkjun í Magna, lauk sveinsprófi um 1968, lærði vélstjórn.
Hann fluttist til Eyja 1964, bjó hjá móður sinni og Engilbert á Fjólugfötu 7. Hann stundaði sjómennsku og síðar vinnu við skipalyftuna.
Þau Helga giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í fyrstu á Reykjum, á Lundi við Miðstræti 22 við Gos 1973, um skeið á Fögrubrekku meðan þau byggðu Búhamr 36, en búa nú í Baldurshaga við Vesturveg 5.
I. Kona Jóns Ragnars (27. júlí 1968), er Helga Magnúsdóttir frá Felli, húsfreyja, f. þar 14. apríl 1948.
Börn þeirra eru:
1. Bryndís Björg Jónsdóttir húsfreyja, flugfreyja, f. 29. maí 1969. Maður hennar Hlynur Mortens.
2. Magnús Jónsson sjómaður, f. 12. maí 1971. Kona hans Súsanna Georgsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
- Jón og Helga.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.